Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLÍ 1970 I Heimsókn hinna tignu gesta fró Bretlandi Hennar háiign Elizabelh, droilning brezka veldisins og Canada; eiginmaður hennar, Prins Philip og elziu börn þeirra, Anne prins- essa og Prins Charles ríkisarfi. Hundrað ára afmælisfagnaður Manitoba fylkis sem hefir farið fram undan- farna mánuði í bæjum og byggðum fylkisins hefir verið á margann hátt fjöl- breyttur og glæsilegur. Hér 1 höfuðborg fylkisins hefir margt verið lagfært og skreytt og allskonar sýningar lista farið fram og listafólk komið til borgar- innar. Dagblöðin hér í borg hafa og gefið út stórfróðlegar afmælisútgáfur. fslendingar hvarvetna í fylkinu hafa lagt sinn skerf til hátíðahaldanna í fé- lagi við annara þjóða fólk í sínum byggðum. Eitt mikilvægasta framtakið á þessu afmælisári Manitoba var Heilbrigðismálaþingið 26-30 apríl, sem Dr. Paul H. T. Thorlakson var frumkvöðull að. Og nú munu íslendingar efna til stærri þjóðhá- tíðar á Gimli en nokkru sinni fyrr, dagana 1.-3. ágúst, í tilefni þessa afmælisárs fylkisins, en hin sérstaka hundrað ára afmælishátíð V.-fslendinga verður haldin árið 1975, og væntum við þá, að Lögberg-Heimskringla komi út í þeim búningi, sem við á — Heimsókn þjóðhöfðingja okkar, hennar hátignar Elizabetu drottningar og fjöl- skyldu hennar er hápúnktur afmælishátíðahalda Manitoba fylkis. Samkvæmt óskum hennar ferðaðist fjölskyldan fyrst um nyrðstu svæði Canada, þangað sem fámennt er og fáir hvítir menn koma, en þetta stóra svæði er auðugt af olíu- lindum og öðrum náttúruauðæfum, sem aðrar þjóðir líta girndaraugum og hefur því drottningin og fjölskylda hennar gert Canada mikinn greiða með því að undir- strika með heimsókn sinni, að þetta svæði er algerlega hluti af hennar veldi sem drottningar Canada. Gestirnir komu fyrst til Frobisher Bay, sem er aðallega Eskimóabyggð. Þang- að komu til móts við þá, Michener landsstjóri Canada og frú, Trudeau forsætis- ráðherra Canada, Chretien ráðherra norðursvæða Canada og frú og ýmissir em- bættismenn þar nyrðra. Eskimóar tóku þessum sjaldgæfu gestum vingjarnlega, en þeir eru engir hávaðamenn og skiptu sér lítið af því, þótt skoðuð væri hin fá- tæklegu híbýli þeirra og blaðamenn kepptust við að taka af þeim myndir. Þetta mikla norðursvæði Canada er nefnt Norih Wesi Terriiories og skýrði Trudeau forsætisráðherra gestunum frá því, að það væri 14 sinnum staerra en Bretlandseyjar, en þarna byggju þó aðeins 32,000 manns. 1 Frá Frobisher Bay flugu gestirnir til Resolute á Queen Elisabeih eyjum, sem eru 1,665 mílur norður af Winnipeg og svo þaðan til Inuvik við minni Mackenzie árinnar, en þar búa um 3000 manns, stærsta byggð norður við heimskautið og skoðuðu gestirnir þessa staði sem fáir hvítir menn hafa heimsótt, með forvitni og athygli. Hin tigna fjölskylda ferðaðist um fleiri staði þar nyrðra en hér hafa verið nefndir, annað hvort öll eða skipti sér milli hinna mörgu staða, og til þess var tekið, að allir meðlimir fjölskyldunnar voru sérstaklega hlýir og vingjarnlegir í garð frumbyggja landsins — Eski- móa og Indíána. — Báðir þessir þjóðflokkar framleiða listræna hluti og gáfu þeir drottningu sinni að skilnaði margar fallegar handunnar gjafir. • 0 Fjölskyldan hafði nú ferðast á norðurslóðum í fimm daga og nú var ferðinni heitið suður til Mani- toba, fyrst til Churchill við Hudson flóa en þar hafðr hin mikla grávöruverzlun Breta, Hudson Bay, félagið bækistöðvar sínar. Þar var þeim fagnað af Richard S. Bowles fylkisstjóra, Ed. Schreyer forsætisráðherra Manitoba fylkis og James Richardson ráðherra Can- adastjórnar og konum þeirra. Minntist drottningin þess í ræðu, að Hudson Bay félagið ætti þrjú hundruð ára afmæli þetta ár og væri það sér sérstök ánægja, að aðalskrifstofur félagsins yrðu fluttar þetta ár frá London til Winnipeg. Ekki skal lengur rakin ferðasaga -þessara góðu gesta, því það hefir verið gert bæði í sjónvarpi, útvarpi og í dagblöðunum, aðeins geta þess að þau heimsóttu fjölda marga staði í Manitoba og allsstaðar tekið á móti þeim með hátíðahöldum og fögnuði. Síðustu tvo þrjá dagana ferðaðist fjölskyldan um Winnipeg og umhverfi og allsstaðar safnaðist saman fjöldi fólks til að fagna henni. Síðasti dagur fjölskyldunnar í Winnipeg var mið- vikudaginn 15. júlí, en þann dag fyrir hundrað árum gekk Manitoba í fylkjasamband Canada. Þann dag söfnuðust margir tugir þúsunda úr borginni og víðsveg- ar að, í miðbæinn til að minnast afmælisins og sjá og heyra drottningu sína. Þetta var dagur fólksins, gleðin og fögnuðurinn skein úr hverju andliti á þessum sólskinsríka degi. Fylkisþingið kom saman, úti við þing- húsið og þar flutti drottningin skilnaðarkveðjur sínar. (Væntum við þess að birta þá ræðu hér í blaðinu síðar). Ekki virtust nein þreytumerki á drottningunni, þrátt fyrir hin löngu og ströngu ferðalög. Það var eins og sú aðdáun og gleði sem hún sá í hverju andliti hefði hresst hana og magnað. Forsætisráðherran og þeir sem höfðu undirbúið heimsóknina höfðu verið samtaka um að hún fengi að kynnast fólkinu almennt en ekki aðeins hinum svonefndu framámönnum. Hún hafði því á ferð- um sínum gengið óhikað og frjálslega meðal mannfjöld- ans og spjallað við einstaklinga hér og þar og eins gerðu maður hennar og börn. Að lokinni þingræðu drottning- arinnar leiddi Ed. Schreyer framm fyrir hana hundrað ára gamlan frumbyggja Manitoba fylkis, bændafjöl- skyldu og ungan skólapilt, sem fulltrúa fólksins. Ekkert fylki í Canada er byggt af eins mörgum þjóðflokkum eins og Manitoba svo sem þingmenn Manitoba fylkis gefa til kynna. Þetta fólk rekur ættir sínar til flestra landa Evrópu og Asíu. Og ekki ber á öðru en að sambúð þess sé með ágætum. Þessi þjóðar- brot hafa litla trú á kenningu þeirra Pearsons og Trudeau um tvær aðal stofnþjóðir — Frakka og Breta. Manitobabúar þykjast fullgildir öllu öðru fólki sem hér býr í þessu landi. Krúnan er sameiningar afl canadísku þjóðarinnar og táknar að allt fólk og allir þjóðflokkar í landinu séu jafn réttháir. Þessvegna fögnuðu Mani- tobaþúar drottningu sinni af svo mikilli einlægni. Hafi hún og fjölskylda hennar þökk fyrir komuna. Megi hún lengi lifa. — I. J. Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. , Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. Næst var haldið suður til gullnámubæjarins Yellowknife sem er um 600 míl- ur norður af Edmonton. Þar var mikið hlýrra í veðri og auðveldara að verjast gegn flugnavarginum, sem ásótti gestina og aðra þar nyrðra. Þar flutti drottning- in ræðu, sem var útvarpað og varaði hún canadísku þjóðina gegn mengun hinnar fögru en viðkvæmu náttúru á svæðum norðurbyggða. Hér voru gestirnir komnir til byggða Indíána. Þeir eru ekki menn framhleypn- ir, enda fór svo, að þótt drottningin og fjölskylda hennar vildu sýna frumbyggjun- um tillitssemi og vinsemd var það ekki ávalt hægt vegna átroðnings hinna hvítu. Við síðasta kveldverðinn í North West Territories sátu fáir Indíánar til borðs, en í ræðu sinni beindi hún þó aðallega orðum sínum til þeirra. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON Prtsldenf, Jakob F. Krlstjonsson; Vlce-Presldent S. Alex Thororinson; Secretary, Dr. L. Slgurdson; Treosurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Wlnnlpeg: Prof. Horaldur Bessason, chalrmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdlmar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phllllp M. Petursson. Mlnneapolis: Hon. Valdlmor Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richord Beck. Icelond: Birglr Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second clas* mall reglstration number 1667''.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.