Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Blaðsíða 11

Lögberg-Heimskringla - 23.07.1970, Blaðsíða 11
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. JÚLf 1970 11 „Saimtvinnuð nýlendunni í Nýja íslandi er byggð fslend- inga í Winnipeg, sem hefst nokkrum dögum á undan hinni og er því í raun réttri þriðja nýlendumyndun land- anna þetta ár og Nýja ísland sú fjórða. Borgarbyggð þessi hefir nú um langan aldur hýst fjölmennasta hóp íslendinga vestani hafs.“ Jafnframt hefir Winnipeg, eins og alkunnugt er, verið á ð a 1 menningarmiðstöð ís • lendinga hér í álfu, og er það enn, þótt margt hafi breytzt í þeim efnum á langri leið. En þáttur Winnipeg fslend- inga í sögu Manitoba og í sögu íslendinga í Vesturheimi er svo víðtækur og marg- slungin, að engin tilraun verð- ur gerð til þess, að gera hon- um nein skil hér, en vísað til hinna mörgu ritgerða og rita á íslenzku og ensku, sem um það efni fjalla. Um hitt er óþarft að fjölyrða, að hér í borg, eins og annars staðar í nýlendum fslendinga vestan hafs, háðu þeir, er brautina ruddu, einnig sína hörðu bar- áttu með ýmsum hætti. Vitan- lega hafa íslendingar í hinum mörgu nýlendum þeirra, utan Nýja íslands og Winnipeg, sem gtofnaðar voru síðar víðs- vegar í Manitoba, einnig lagt sinn mikla og fjölþætta skerf til þróunar fylkisins. Skylt er jafnframt að geta þess, að Nýja fsland varð líka, eins og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson orð- ar það vel og réttilega; „mjög s n e m m a á árum móðir tveggja farsælla nýlenda: Da- kota byggðar í Bandaríkjun- um 1878 og Argylebyggðar í Manitoba 1881“. Tímans vegna er þó þessi ræða, með aldarafmæli Mani- tobafylkis í huga, sérstaiklega bundin við elztu nýlendumar íslenzku í fylkinu og 95 ára aifmæli stofnunar þeirra á komandi hausti. Og hefir þó e i n u n g i s verið stiklað á nokkrum hæztu tindunum í sögu Nýja íslands og aðeins lauslega verið vikið að sögu íslendinga hér í Winnipeg. En í sambandi við baráttu- og sigursögu íslenzkra land- nema hér í Manitoba, þótt hvergi væri sú barátta, góðu heilli, eins hörð og á fyrstu árunum í Nýja íslandi, vil ég leyfa mér, lítið stundarkom, að slá á léttari streng með eftirfarandi s m á s ö g u , sem hefir það til síns ágætis, að hún er sönn. Fyrir allmörgum árum bauð ríkisstjórn Noregs rit- stjórum norsk-ameríska í heimsókn til „gamla lands- ins“ í þakkar skyni fyrir menningar- og landkynning- arstarf þeirra í þágu Noregs. f hópnum var ritstjóri viku- blaðsins Nordmanden í Fargo í Norður-Dakota. Hann var maður hæglát- ur, en bráðgreindur og orð- heppinn. Norskur blaðamaður átti viðtal við hann og sagði meðal annars: „Það hefir ver- ið mikið og gott land, sem skaparinn gaf ykkur þarna vestur á sléttimum í Norður Dakota.“ — „Óneitanlega var það,“ svaraði norsk-ameríski ritstjórinn, og bætti við: „En þið hefðuð átt að sjá landið, þegar við tókum við því.“ Þetta var vitanlega í spaugi sagt, en þó felst í rauninni mikill sannleikur í þessum gamansömu orðum ritstjór- ans. Þau draga athyglina að grundvallaratriði í landnáms- sögunni, og það tekur auðvit- að alveg eins til íslenzkra landnema hér í Manitobafylki og norskra frænda vorra í Norður-Dakota. Það var ekki nóg, að lendnemunum væri fengið í hendur gott og víð- feðmt land með miklum rækt- unar- og framtíðarmöguleik- um. Það þurfti að vinna land- ið og gera sér það undirgefið, plægja það, ryðja skógana og breyta þeim í frjósama akra. Glíman við ræktun fangvíðr- ar sléttunnar var harðsnúin; hún útheimti þrek og þolgæði, viljafestu og óbifanlega fram- tíðartrú. En vegna þess, að íslenzku landnemamir hér í Manitobafylki, og annars staðar vestan hafs, voru gæddir þessum eðliskostum í ríkum mæli, gengu þeir sigr- andi af hólmi. Um þá má segja, eins og ég komst að orði í kvæði um þá fyrir nokkrum árum: COMPLIMENTS OF LUNDAR BAKERY A. V. Olson, Proprietor PHONE LUNDAR 762-5341 "The Home of the Breod that made Mother Quit Baking" Þeir manndómsgull úr grjóti þrauta unnu og gæfuþræði kynslóð nýrri spunnu.- Landnemarnir íslenzku í Nýja íslandi og annars stað- ar vestan hafs fengu afkom- endum sínum í hendur ómet- anleg verðmæti í menningar- og hugsjóna erfðum. Um það fór Einar Páll Jónsson, rit- stjóri og skáld, þessum eftir- tektarverðu orðum í ritstjórn- argrein í Lögbergi 3. ágúst 1950, í tilefni af 75 ára af- mæli íslenzka landnámsins í Nýja íslandi. „Minnisvarðar eru reistir og myndir greyptar í marm- ara, og hefir hvort tveggja sitt táknræna gildi; en sá verður minnisvarðinn hald- beztur og stendur af sér flest- ar ágjafir, er mennirnir með nytsömu ævistarfi reisa sér sjálfir; átök frumherjanna breyttu villimörk í frjósamt akurlendi, og það út af fyrir sig, er vert órjúfandi þakkar; en þó er hitt meira um vert, ive frumherjarnir lögðu mikla áherzlu á það, að rækta í brjóstum bama sinna trún- að við manndyggðir og vits- munalegan þroska. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa. Þessar ljóðlínur verða aldrei of sagðar og aldrei of oft end- urteknar, því 1 þeim felst máttur þeirrar raunspeki, sem aldrei bregst, og sú trú sem flytur fjöU.“ — Mikil gæfa er það að hljóta slíka arfleifð og hér um rœð- ir, en henni fylgir einnig sú ábyrgð, að viðtakandi hennar geri hana sem ávaxtaríkasta í lífi sínu og starfi. „Ættgöfgi skuldbindur“, segir gamalt orðtak, og stendur enn í gildi. Heilum huga óska ég Mani- tobafylki til hámingju með aldarafmæli sitt og íslending- um með sitt landnámsafmæli. Fylkisbúum öllum óska óg gæfu og gengis um ókomin ár. Lýk ég svo máli mínu með lokaerindinu úr kvæðinu „Minni frumbyggja Argyle“, sem frú Jakobína Johnson skáldkona, dóttir eins land- nemans þar í byggð, orti fyr- ir mörgum árum, en felur í sér þá áminningu og eggjan til framsóknar, sem algild er: Minnumst hlýtt og munum lengi, manndóm, trú og þrótt! — Landneminn sá árdagselda einn um svarta nótt! Ennþá ljóma ljós í fjarska, landnámstíð er enn! Allir þeir, sem eldinn sækja, eru landnámsmenn! ONLY $100 ROUND-TRIP T0 ICELAND! From New York Lowest fares ever! New jet service! In 1970, there's a new low fare to Iceland for everyone — young, old, students, groups! There's an Iceland for everyone loo. The beaulifuí Iceland you remember. The modem Iceland you never imag- ined. The exciling Iceland you've heard about from famiiy and friends — and that you can lell about when you gel home. NEW FARES FROM NEW YORK — only $100* round-trip in groups of 15 or more. Or for individuals, only $120* round- trip for 29 to 45 days in Iceland; only $145* round-trip for up lo 28 days. Only $87* one-way for students who go to school in Iceland for 6 months or more. Many other low fares to meet your needs! *Low Season. Add up to $50 for high season, June 1 - August 9. LOWEST AIR FARES TO ICELAND, SWEDEN, NOR- WAY, DENMARK, ENGLAND, SCOTLAND AND LUXEMBOURG. ICELANDIC aÍrunís~ QÆIFijMlMUD 630 Fiflh Avenue, New York, N.Y. 10020; Phone (212) 757-8585 37 Soulh Wabash Avenue, Chicago, 111. 60603; Phone (312) 372-4792 For full detadls folder, contact your travel agent or Ioelandic Airlines.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.