Lögberg-Heimskringla - 01.08.1978, Síða 1
LÖGBERG
Sloínað 14. janúar 1888
Borgötoinn
Bpx 218
Jönöson
lcöland
Næsta blað kemur út 15. september
Siiijijigsgíiisi
' ■■ •
:...............
------T-'-^nír .......
HEIMSKRINGLA
Sloítutð 9. aeplomber 1886
92. árgangur
WINNIPEG, JULI1978
NUMER 27
HEIÐURSGESTIR ÍSLENDINGADAGSINS
FREEMAN MELSTED
Freeman Melsted er annar
tveggja aðalræðumanna Is-
lendingadagsins í ár. Hann
mun mæla fyrir minni Kan-
ada.
Freeman Melsted hefur
starfað að skólamálum i
hartnær fjóra áratugi, og
hann er nú skólastjóri í St.
Thomas í Norður Dakota í
Bandaríkjunum. Foreldrar
hans voru Benedikt og Geir
fríður Sigríður Jakobsdóttir
og bjuggu þau fyrstu árin í
Nýja Islandi, en fluttu árið
1881 til Garðar i Norður
Dakota. Benedikt var fædd-
ur á íslandi og kom vestur
um haf með móður sinni og
fjórum bræðrum. Móðir Fre
emans var hins vegar fædd
hér vestan hafs.
Freeman Melsted var for-
maður undirbúningsnefndar
þeirrar, sem skipuð var til
þess að annast undirbúning
fyrir nýafstaðin hátíðahöld,
sem haldin voru i Mountain
í tilefni af því, að hundrað
ár eru liðin frá því Islend-
ingar settust fyrst að í Norð
ur Dakota.
ÍOHN CRAIG EATON
John Craig Eaton mun mæla
fyrir minni Islands á 89. Is-
lendingadeginum á Gimli í
ár. Hann er sonur hjónanna
John David og Signýjar Eat-
on, en Signý er dóttir Frið-
riks Stefánssonar, sem flutt-
ist frá Islandi til Kanada ár-
ið 1876.
John Craig hefur um ára-
bil starfað við hið kunna fyr
irtæki fjölskyldunnar, og er
ekki langt liðið frá því hann
tók við embætti stjómarfor-
manns aðalfyrirtækisins, en
sem kunnugt er rekur Eat-
on mörg dótturfyrirtæki.
Fyrsta Eaton’s fyrirtækið
var stofnað fyrir aldamót og
allar götur síðan hefur starf
semi á vegum þess farið vax
andi, og er það nú meðal
stærstu verslunarfyrirtækja
landsins.
Eatons fyrirtækin hafa um
margra ára skeið stutt fé-
lags- og menningarmál Is
lendinga í Vesturheimi já
FJALLKONA
ÍSLENDINGA
DAGSINS
1978
Mrs. Lára Helga Tergesen
nefir verið kjörin Fjallkona
Islendingadagsins að Gimli
þetta ár. Hún er dóttir Júlí-
usar og Helgu Sólmundson,
en Júlíus var sonur Sólmund
ar Símonarsonar og Guðrún
ar konu hans, frumbýlinga i
Mikley 1888 en síðan að
Gimli. Maður hennar Sven
Johan Tergesen og hún hafa
um nokkura áratugi rekið
elstu verslun Gimlibæjar. —
Tergesensbúðina, er var
stofnsett 1899. Þau eiga tvo
syni, Sven Johan, lyfsala í
Árborg, og Terence Pjetur
Júlíus, byggingameistara i
Winnipeg, og sjö barnabörn.
Feðgarnir eru allir gefnir
fyrir íþróttir og sköruðu sér
staklega fram í íshokkey
(ice hockey); var Sven Jo-
han yngri í flokknum “Sud-
bury Wolves” er kepti fyrir
hönd Canada i Stokkhólmi
1949. Lára hefir líka áhuga
fyrir iþróttum, tók þátt í
“ice hockey” á yngri árum,
og er ævifélagi í Gimli Curl-
ing Club.
Lára Tergesen var kenn-
ari á fyrstu starfsárum sín-
um. Hún hefir tekið mjög
virkan þátt í félagsmálum
Gimlibæjar, þar á meðal í
kvenfélögum og sunnudaga-
skóla’ Lúterska safnaðarins
þar. Um eitt skeið var hún
forstöðukona þess skóla. —
Hún hefir lengi tilheyrt
Gimli-deild “Ladies’ Auxili-
ary of the Canadian Legion”
og “Gimli Women’s Insti-
tute”, gegnt í þeim ýmsum
MRS. LARA H. TERGESEN
embættum, þar á meðal for- Um nokkur ár héldu
setastöðu. Er hún ævifélagi Tergesenhjónin enskt bóka-
beggja, og einnig Þjóðrækn- safn frá ‘Extension Service’
isfélagsins. í búð sinni almenningi til af-
1 sex ár var hún í skóla- nota. En svo átti hún upptök
nefnd Gimlibæjar og tvö af að því að Gimli Women’s
þeim forseti hennar og stuðl Institute” gekkst fyrir stofn
aði þá mjög að því að Ge- un eins víðtækasta héraðs-
orge Johnson skólinn var . bókasafns í Manitoba, Ever-
byggður innan vébanda bæj- green Regional Library, með
arins. deildir í Árborg og Riverton
HIRÐMEYJAR fjallkonunnar
LOUISE RUTH OAKLEY
Louise er dóttir Dr. Dave Oakley
og konu hans frá Gimli.
DENISE ANN MALIS
Denise er dóttir Ron Malis og
frú frá Winnipeg.
en aðalsafn í Gimli. Er hún
i stjórnarnefnd safnsins og
er skrifari hennar.
Aðalstarfsemi sína hefir
Framh. á bls. S
. Nýft Heimilisfang:
— Union Tower 1
Building,
1400-
V191 Lombard Ave.,
Winnipeg,
Manitoba