Alþýðublaðið - 13.10.1960, Síða 3
Vetnisvopmn
un dirstaðan
SCARBOROUGH, 12. okt.
(NTB.) Flokksþing brezka í-
haldsflokksins er um þessar
mundir haldið í Scarborough. í
dag hélt H'arold Watkinson,
varnarmálaráðherra í stjórn
MacmiUan, ræðu og lýsti yfir,
að Bretar myndu á næstu ár-
um halda áfram að byggja varn
arkerfi silit á kjarnorkuvopn-
um. Hann kvað brezku stjórn-
ina verða að taka ábyrgðina af
því, að Bretar eru kjarnorku-
veldi.
Hann kvað það fáránlegt að
styðja sjónarmið og hagsmuni
erlendra ríkja með því að krefj
ast þess að Bretar afsöluðu ésr
ei'nhliða karnorkuvopnum og
einnig væri alrangt að byggja
andstöðuna gegn stefnu stjórn-
arinnar í þeim málum á ■ því,
hve kjarnorkustjyrjöld væri
hræðileg. „Það verður að horf-
ast í augu við þá staðreynd, að
það, sem máþ skiptir er hvern
ig friðurinn verður tryggður
þar ti'l samningar hafa tekizt
um afvopnun
Watkinson kvað það hryggi-
legt, að alla röksemdafærslu
hefði vantað í umræður um
þessi mál á flokksþingi Verka
mannaflokksins.
Tillaga flokksstjórnar íhalds
flokksins í varnarmálum var
samþykkí einróma á þinginu.
Linubátar að
hefja róðra
CHRISTIAN HERTER
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna er einn af þeim
mönnum, sem hafa með
viljaþreki unnið furðu-
legan bug á sjúkdómum
sínum. Hann er illa far-
inn af liðagigt og verður
oft að ganga við hækjur
og staflaust kemst hann
ekkert. En hann lætur
þetta ekki á sig fá, en
ferðast um allan heim,
þveran og endilangan til
að sinna störfum sínum.
Hann mun að öllnm lík-
indum láta af störfum er
nýr forseti tekur við í
Bandaríkjunum x byrjun
næsta árs.
Hér sést Herter vera
að flytja ræðu á einni að
hjnum fjölmörgu ráð-
stefnum, sem hann verð-
ur að sækja. Reyndar er
hann á Allsherjarþing-
inu að svara einni af ræð
um Krústjovs, og verður
hann að sitja vegna veik
inda sinna.
Hammarskjöld
ætlar til
Suður-Afríku
New York, 12. okt. NTB.
Dag Hammarskjöld fram-
kvæmdarjstjóri Sameinuðu
þjóðanna hefur í hyggju að
fara til Suður-Afríku eftir ára
mótin til þess að kynna sér
kynþáttamálin þar af eigin
raun.
í skýrslu til Öryggisráðsins
segir Hammarskjöld, aið hann
muni ræða við Eric Loiiw, ut-
anríkisráðherra S.-Afríku áð-
ur en hann fer suður.
LEOPOLDVILLE, 12. okt.
(NTB.) Þrír helztu stjórnmála-
menn í Kongó hafa sent Ham-
marskjöld, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna símskeyti,
þar sem þeir sega, að ástandið
í Kongó muni versna að mun,
ef Lumumba verði ekki fram-
seldur. Hermenn úr gæzluliði
Sameinuðu þjóðanna vernda
hann nú fyrir herliði Mobutu
ofursta.
Þremenningarnir eru Mobu-
tu, Kasavubu forseti' og Bam-
boko, formaður si|jórnarnefnd-
ar þeirrar, sem Mobutu skipaði
til að fara með völdin fram
yfir nýjar kosningar.
Fjölmennt herlið Sameinuðu
þjóðanna er á verði við bústað
Lumumba í Leopo^lville. Þre-
menningarnir segja að Lum-
umba hafi' gerzt sekur um mörg
afbrot og því verði að fram-
selja hánn í ihendur þeirra,
sem raunverulega hafa völdþi í
landinu. Hammarskjöld heldur
því fram, að ekki sé hægt að
framselja Lumumba fyrr en
samþykkt hafi verið á þingi
landsins að upphefja þinghelgi
hans.
Fjöldi manns er nú stöðugt
við bústað Lumumba og bíður
þess að eiKthvað gerist. Her-
menn Sameinuðu iþjóðanna
hafa slegið tjöldum sínum í
garði hans, en Kongóhermenn
eru á vakki kringum þá. Her-
mennirnir eru þreytulegir og
taugaóstyrkir eftir að hafa ver-
ið á verði í tvo sólarhringa.
Nokkrir hermenn úr liði Mo-
butu ræddu um það í dag að
hefjast handa upp á eigin spýt-
ur og ráðast gegnum fylkingar
SÞ-hermannanna. Aðrir her-
menn kváðust ekkertl skilja í, af
hverju ætti að taka Lumumba,
hann hefði verið svo örlátur á
„strípurnar“. Lumumba hækk-
aði alla hermenn landsins í tign
er hann varð forsætisráðherra í
sumar.
Belgíumenn hættu í dag
tækniaðstjoð si'nni við Katanga
að því er tilkynnt hefur verið
í Brússel. Ekki er talið að þetta
standi í nokkru sambandi við
þær hótanir Tsjombe, að hann
muni slíta stjórnmálasambandi
við Belgíu, þar eð Belgíustjói’n
hefur ekki viljað vi'ðurkenna að
Katenga væri sjálfstætt ríki.
frá Ólafsvík
ÓLAFSVÍK í gær„ — Héðan
eru bátar farnir að róa með
línu. Aflinn hefur verið þetta
3—6 tonn á dag. Mjög stutt er
að fara á miðin. 5 dragnóta-
bátar hafa róið héðan. Þeir
hafa yfirleitt verið með reyt-
ingsafla.
Nú er unnið að dýpkun hafn
arinnar eða á aðal-viðlegusvæðí
vertíðaribátanna. Þegar því
verki hefur verið lokið, batnar
til mikilla muna aðstaða bát-
anan. Grettir hóf hér dýpkun-
arframkvæmdir, en hann bil-
aði, og sendi þá vitamálastjórn
i'n, sem sér um verkið, hingað
kafara, og vinnu rhann nú á-
samt krana við dýpkunina.
ELDUR
SLÖKKVILIÐIÐ var kallað
þrisvar út í gær. Fyrsta kváðn-
i'ngin var að vélbátnum Andra
BA, er lá við Ægisgarð. Hafði
kviknað í frá logsuðutæki, en
eldurinn hafði verið slökkijur er
slökkviliðið kom á vettvang.
Önnur kvaðningin var að
Suðurlandsbraut 75. Var eldur
í kyndiklefa hússins, en var
fljótlega slökktur. Engar telj-
andi skemmdir urðu.
Frakkar verða
að verja Alsír
PARÍS', 12. okt. NTB.
Franski hershöfðinginn Salan,
sem nýlega var kyrrsettur í
París vegna andstöðu sinnar
við stefnu de Gaulle í Alsír-
málinu, skrifar í dag grein í
franska blaðið Le Monde og
segir þai‘, að Alsír sé og eigi
alltaf að verjf franskt land.
„Alsír er síðasta virki
Frakka í Afríku og það verður
að verja það hvað sem það
kostar.“
Salan var nýlega kallaður
heim til Parísar frá Alsír þar
sem hann er búsettur. Hafði
hann skrifað grein um Alsír-
málið, sem ekki féll í geð ráða
mönnum í París. Honum var
svo bannað að snúa aftur til
Alsír. Salan er ekki lengur í
franska hernum, þar eð hann
er kominn á eftirlaun, en hann
á heima í Alsír.
NATO-styrkir
EINS og undanfarið mun Norð
ur-Atlanlshafsþandalagið (NA-
TO) veita nokkra styrki til
fræðimanna í aðildarríkjum
bandalagsins á háskólaárinu
1961—1962.
Upphæð styrksi'ns er 2300 ný-
frankar franskir á mánuði, eða
jafnvirði þeirrar upphæðar í
gjaldeyri annars aðildarríkis,
auk ferðakostnaðar. Miðað er
við 2—4 mánaða styrktímabil,
en að þeim tíma liðnum skal
skila skýrslu, sem ætluð er tlil
opinberrar birtingar.
— 13. okt. 1960 3
AlþýðublaSið