Alþýðublaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 7
Þetta er tóll ára gamall
soldán frá Aden. Hann er
að koma til Lundúna í
fyrsta sinn, en þar á hann
að ganga í sltóla. Annars
á hann að stjórna hundr-
að þúsund ættbræðrum
sínum, þegar hann er
orðinn stór. ■
éttur, nem
)ú ert í lan
AÐ HIJGSA við kolakran-
ann.
Hugsa um það, hve sjórinn
er sléttur og hva haustsólin
glampar fallega á Sundun-
um, viðra sig í golunni_
teyga ramman þéf utan af
skolugu hafi.
— Eins og það sé ekki
fallegt í Reykjavík, þegar
svona viðrar!
Eftir dálitla þögn:
— Eins og þau séu ekki
falleg fjöllin . . . og sjórinn
. . allt tandurhreint, hvergi
blettur né hrukka
En eftir stutta þögn:
— Eins og það sé ekki ein
hver mesta andskotans vit-
leysa sern ég þekki, að fara
að stofna fegrunarfélag. Hnu!
Eins og þeir geti nokkurn
skapaoan hlut fegrað, þessir
karlar.
Hann er gamall, þessi
skrafur, lágur í loffinu, illa
rakaður, í upplituðum nak-ins
jakka_ með hendurnar í
buxnavösunum. 'Hann talar
við sjálfan sig, en ég á þó
að heyra mál hans.
— Ertu á móti Fegrunar
félaginu? spyr ég.
— Hnu! Eins og það sé
nokkurn hlut hægt að fegra.
Eins og það skipti nokkru
máli, hvort maður hendir
rusli á Arnarhól og spýti á
gangstéttar, þegar guð tekur
upp á' því að hreinsa til.
Hann gerir það alltaf, þegar
honum sýnist. Eins og það
sjái nokkur maður rusl á göt
unni, þegar fjöllin eru svona
blá.
_— Varstu lengi- á sjónum?
spyr ég. Þetta er áreiðanlega
gamall sjóari.
— Já, ég var á sjónum.
— Var hann svona sléttur
stundum í ungdæmi þínu?
Ég finn að spurningin er
heimskuleg.
— Hann er aldrei sléttur,
nema þegar maður er í landi.
Eins og hann sé nokkurn
tíma sléttur, þegar maður er
úti.
— Þú rpanst náttúrlega
eftir ýmsum svaðilförum?
—Alltaf eruð þið þessir
strákar að spyrja um svaðil
farir. Eins Og- og það sé ekki
alls staðar hægt að lenda í
ágjöf, líka á landi, líka á
þurru landi, skilurðu.
Eftir stutta þögn:
— Eins og þetta væri ekki
allt tómt helvítis slark.
Hinir drápust allir.
■— Hverjir drápust?
•— Nú_ eins og það lifði
þetta helvítis slark nokkur
maður af, sem ekki var eins
og járnkarl frá fæðingu. Hin
ir drápust allir, drengur
rninn, eða verra en drápust.
Og allir hæSu einhvern tíma,
dauðir eða lifandi. Hnu!
Svo röltir hann fram á
bakkann út undir Ingóifs-
garð_ stutt, snögg skref.
Já, eins og fjöllin séu ekki
falleg . . . og sjórinn.
Mái og stíll
BÚDAPEST. — UngVerskur verkfræðin gur hefur smíðað minnstu rafhlöðu í
heimi. Rafhlöður hans eru ájíka stórar og skyrtuhnappar og hægt er að hlaða þær
aftur. Þær eru 1,5 volt, — Uppgötvun þessi er mikilvæg, einkum í tæki handa
heyrnardaufum, í vasaútvörp og annað slíkt, Rafhiöðurnar sjást hér með kveikjaria.
NÚ UM HELGINA var skýrí frá bví, að Matthías Johannes-
sen, ritstjóri við Morgunblaðið, hefði fengið móðurmálsverð-
launin úr Minningarsjóði Björns Jó.nssonar fyrir góðan stíí
og vandað mál Matthías mun vera fimmti blaðamaðurinn,
- sem fær þessi verðlaun. Næst á undan vaktj veiting þessara
verðauna nokkar deiIur .og skal það ekki rakið hér. Matthías
stendur prýðilega við.að fá þessi verðlaun. Hann er afkasta-
mi-kii og ötull blaðamaður og viðtöl hans njóta mikilla vin-
sælda. Þá verður hann ekki vændur um að skrifa vont mál_
Um stíl í blaðaskrifum. er það að segja, að kenningin uít>»
hann hlýtur að tilheyra einhverjum öðrum tím,a, enda vart
hægt að búast við, að blaðamenn hafi tima til að aga sig tiil
stíls í hinu daglega starfi. .En að svo miku leyti sem hægt er
að tala um stílista í blaðamannastétt er Matthías betur aíi
þeirri nafngift kominn en fjöldinn allur innan stéttarinnar.
Það verður því ekki annað sagt en verðlaunaveitingin í ár
hafi tekizt prýðilega samkvæmt þeim fyrirmælum senrt
fylgja hennj. hverju sinni.
Móðurmálssjóðurinn er góðra gjalda verður og undirstrikar
nauðsy.nlegan þátt blaðamennskunnar, þar sem er meðferð-
móðurmálsins. Oft hefur verið hallað á blöðin hvað málið
snertir, og alltaf týnt til, sem miður hefur farið. Engum er
hælt fyrir góð skrif í blöð, en, menn hafa veríð níddir misk-
unarlaust fyrir mistök, sem meir er að kenna vinnuhraðá en
heimsku og heyra til undantekninga. En það er þó altént
bót í máli, að beir sem úthluta úr Móðurmálssjóði skuli axltaf
finna einhvern verðugan í stéttinni. þrátt fyrir áróðurinn urn.
málspjöllin. Mun sannast mála, að enginn hörgull verður
næstu árin ,á ritfærum mönnunii ti'i að taka við þessum verð-
launum, sem svo .fast eru reirð'við mál og stíl. Vil ég íjþví
samhandi neína þrjá.menn, Jón Helgason, Andrés Kristjáas-
son og Bjarna Benediktsson frá Hofteigi.
En fleira. er blaðamennska en mál og stíll, og vita þeir
gerst um slíkt, sem árum saman hafa unnið við blaðamennsku.
Blaðamennska er ekki bókmenntir og.ekki pólitík nemð 'að
því leyti, sem þær eru fréttir. Að þessu leytí hefur húns
breytzt ótrúlega mikið sdðastíiðin fimmtán eða tuttugu ár.
Áhangendur og syrgjendur pólitískra langhunda biðja gjarn-
an fyrir sér yfir þeirri stefnu, sem íslenzk blaðamennska-
hefur tekið. Hún hefur í stöðugt ríkara mæli verið að iær-
ast í beina fréttaþjónustu, og. stoltustu stundir hvers blaðs-
eru þær, þegar þirtist stór frétt, góð eða vond, sem, blaðið ér
ei'tt með þann daginn. í þessu efni hefur orðið gjörbreytingT
frá því að settar voru reglurnar um mál og stíl.
Þess vegna er kominn. dagur og stund til að verðlauna þá
menn sem skara frammúr hveriu sinni sem fréttamenn Það
verður ekki gert með Móðurmálssjóðnum, þar sem hann
kveður á um annað ágætt atriði. En. það ætti .að geta orðið'
í verkahring Blaðamannafélags íslands að stofna. sjóð sem.
verðlaunar fréttamennsku. Upphæðir í því sambandi skipta
engu máli. Samt er ekki ólíklegt, að útgefendur vi'ldu verð'a
með félaginu í stofnun sjóðs, einkum nú, þegar þeim er loks-
ins farið að skiljast, að mikill hagur er að góðri frétta-
mennsku, og vildu gera sitt til, að verðlaunin yrðu myndar-
leg. Blaðakostur á íslandi er mikill og þar gætir lygilegrar
fjölbreytni, þegar þess er gætt, að blöðin eru yfirleitt lítt
mönnuð. Þau eru unnin af fám, en af því meiri alúð og
þeir sem ráða og hafa ráðið þessum blöðum undanfarið hafa
stefnt í rétta átt með því að auka síöðugt fréttjaplássið, bæð'i
undir dagfréttir og þær fréttir af mönnum og málefnum, sern.
forvitnileg eru og eiga sinn þátt' í að víkka sjóndeildarhri'ng-
hins almenna lesanda.
Hér er að mótast harðsnúin stétt fréttamanna, sem hefur
sínar ákveðnu kenningar um, hvað er blaðamennska. Þeir
rita málið eins vel og þeim er unnt. Þeir vinna starf sitt nafn-
laust og stíll þeirra er ekki annað en setningaskipun þess-
sem er að flýta sér Yegna þessara manna horfir vel fyrir-
blaðamennsku á íslandi. Þei'r hafa numið stór lönd í blöð—
um sínum á undanförnum árum og það er kominn tími tí*
að veita þeim viðurkenningu. Sú viðurkenning mundi í engut
varpa skugga á þá menn, sem hafa fengið og eiga eftir að fá.
Móðurmálsverðlaun. Þau halda áfram að vera stór viður-
kenning og verðug minning um mikilhæfan blaðamann.
I. G,. Þ.
Alþýðublaðið — 13. okt. 1960 y