Alþýðublaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 16
 41. árg. — Fimnxtudagur 13. okióber 1960 — 232. tbl. p Flugferð Hér er önnur mynd frá ;,í®lleringunum“, r sem fram fóru á túninu fyrir framan Menntaskólann £ gær. Hún virðist ekki vera neitt sérstaklega ílrifin af þessari meðferð, uaga stúlkan á mynd- inani. En það er bót í máli, að ferðin er stutt, : og þegar henni er lokið, þá engar ;,tol!eringar“ meira. COLDWATER Seafood Cor« poration, sem er sölufyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- janna í Bandaríkjunum, kallaði nýiega saman á ráðstefnu í Nðw York hina 57 umboðs- menn sína í Bandaríkjunum. Á tveggja daga fundi var höfuðáherzlan lögð á umræður um léiðir til að auka sölu á ís- teiizka fiskinum. í hví sam- bandi tilkynnti Jón Gunnars- son, að ákveðið hefði verið að efna tii verðlaunakeppni með- al umboðsmannanna. Þéir tveir sem mesta söluaukningu sýna, fá að launUm tveggja vilma fría ferð til Evrópu á- samt uppihaldi þar. Úrslitin verða tilkynnt að ári. en þá verða umboðsmenn- •irnir kallaðir aftur saman til ráðstefnu. Mikill áhugi ríkti á íundinum fyrir aukningu söl- «unnar og er þess að vænta, að árangur verði góður. UM þessar mundir standa yfir brunaæfingar hjá bi’unavörðum Slökkviliðs Reykjavíkur. Æf- ingar þessar beinast einkum að því, að brunaverðir kynna sér íaðstæður og umhverfi hjá ýms- um fyrirtækjum og stofnunum í Reykjavík, ef verða mætti að það gæti orðið þeim til hjalpar ef þeir einn góðan veðurdag væru kvaddir út vegna elds á þessum stöðum. Brunaverðirnir hafa farið í geymslustöðvar olíufélaganna, í Fiskiðjuver ríkisins, Vélsmiðj- una Héðin, á ýms hótel, að Fiskimjölsverksmiðunni' að Klettf og á fleiri staði þar sem eldhætta er með meira móti. Einnig hafa brunaverðirnir rannsakað hvort ekki væru ein hver hætíuleg efni á þessum stöðum, sem valdið gætu sprengingu. í dag klukkan 15.50 munu svo brunaverðir hafa æfingu við við barnaskólarm við Öldu- götu, og felst sú æfing I því, að bjarga börnum á sem fljót- astan og beztan hátt út úr skól- anum. Verður þeim bjargað með eins konar rennibraut), sem komið hefur verið fyrir við skólann. Börn þessi eru á aldr- inum 7 til 9 ára. Sams konar æfing fer fram við Barnaskólann við Lindar- götu á föstudaginn klukkan 2. Akranesi, 12. okt. FJÓRIR reknetabátar komu inn seint í gær með 20 60 tunnur síldar hver. Miíli .30 og 40 tunnur yoru saltaðar hjá Sigurði Hallbjarnarsyni h.f. Er það fyrsta síldin, sem sölt- uð er sunnanlands á þessu hausti. , Síld þessi veiddist í Skerja- dýpi. Hún er ekki mjög smá og vel feit, fitumagnið er 16 —18$). , Tveir reknetabátanna fóru Út aftur £ gærkvöldi, en hafa lítið veitt í nótt. Hinir tveir eru í landi, enda norðan strekkingur. Á morgun byrja enn tveir bátar héðan með reknet, Ver og Reynir, ef gefur á sjó. HRINGNÓTA- BÁTARNIR. Góð veiði var hjá hring- | nótaþátunum í nótt. Höfrung- ur IF- var út af Reykjanesi og fékk ■ tæpar 400 tunnur. Út af .Jökllifékk Víðir II. 350 tunnúr og Guðmundur Þórðarson 400. Suðurnesja- móí í skák SUÐURNESJAMÓT í skák árið 1960 hefst næstk. sunnu- dag kl, 2 e. h. í Ungmennafé- lagshúsinu í Keflavík. Sá háttur verður hafður á mótinu að allir flokkar tefla saman eftir Monrad-kerfi nema ungl- ingaflokkar. Teflt er um Suð- urnesjabikar, sem er forkunn- arfagur gripur, gefinn af Guð- mundi í. Guðmundssyni. Þingdeildír ósa nefndir BÁÐAR deildir alþingis kusu í gær í fastanefndir, samkvæmt 16. gr. þingskapa. Sjálfkjörið v'arð t: allar nefndirnar, þar 'sem fram komu aðeins listar með nöfnum jafnmargra og kjósa átti'. Þessir hlu1<u kosn- ingu: NEÐRI DEILD: 1. Fjárhagsnefnd: Birgir Kjaran, Jóhann Hafstein, Sig- urður Ingimundarson, Skúli Guðmundsson og Enar Olgeirs- son. 2. Samgöngumálanefnd: Sig- urður Ágústsson, Jónas Péturs- sön, Benedikt Gröndal, Björn Pálsson og Lúðvík Jósefsson. 3. Landbúnðarnefnd: Gunnar Gíslason, Jónas Pétursson, Benedikt Gröndal, Ágúst Þor- valdsson og Karl Guðjónsson. 4. Sjávai'útvegsnefnd: Mattf- hías Mathiesen^ Pétur Sigurðs- son, Birgir Finnsson, Gísli Guð mundsson og Lúðvík Jósefsson. 5. Iðnaðarnefnd: Jónas Rafn- ar, Ragnhildur Helgadóttir, Sigurður Ingmundarson, Þór- arinn Þórarinsson og Eðvarð Sigurðsson. 6. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd: Gísli Jónsson, Guðlaug- ur Gíslason, Birgir Finnsson, Jón Skaftason og Hannibal Valdimarsson. 7. Menntamálanefnd; Ragn- hildur Helgadóttir, Alfreð Gíslason bæjarfógeti, Benedikt Gröndal, Björn Fr. Björnsson og Geir Gunnarsson. 8. AHsherjai-nefnd: Einar Ingimundarson, Alfreð Gísla- son bæjarfógeti, Sigurður lngi mundarson, Björn Fr. Björns- son og Gunnar Jóhannsson. EFRI DEILD: 1. Fjárhagsnefnd: Ólafur Björnsson, Magnús Jónsson, Jón Þorsteinsson, Karl Krist- jánsson og Björn Jónsson. 2. Samgöngumálanefnd: Bjart mar Guðmundsson, Jón Árna- son, Jón Þorsteinsson, Ólafur Jóhannesson og Sigurvin Ein- arsson. 3. Landbúnaðarnefnd: Bjart- Framhald á bls. 10. Sýningarsal Náttúrugripa- safnsins lokað SÝNINGARSAL Náttúru- gripasafnsins í Landsbóka- safninu við Hverfisgötu hefur nú verið lokað þar sem Lands bókasafnið þarf nauðsynlega á öllu húsrými sínu að halda. — Þeim sýningargripum, sem enn eru nýtilegir, verður til bráðabirgða komið fyrir í geymslu, en jafnframt er unn- ið að uppsetningu nýs sýning arsafns í húsakynnum Náttúru gripasafnsins að Hverfisgötu 116. Þar sem safna þarf flest- um sýningargripum úr dýra- ríkinu að nýju og setja þá upp I mun vart hægt að opna- hið ' nýj a sýningarsafn almenningi fyrr en eftir tvö ár. ur til lands UM kl. hálf tólf í fyrra kvöld kom herskipið Pal- ladin inn til Patreksfjarð ar með fársjúkan mann, sem þurfti að komast und -ir læknishendur. Herskipið hafði tekið manriinn af brezkum tog- ara, og fengið leyfi til að flytja hann til lands. — Þegar herskipið kom til Patreksfjarðar fór lækn- ir strax um borð og rann sakaði manninn. Reynd-: ist hann vera með blóð- tappa í öðru lunganu og var hann strax fluttur á spítala. í gærkvöldi leið mann- inum vel eftir atvikum. »wwwwwwww%wwwwwww

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.