Alþýðublaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 2
9 i 1 1 iSSMtJðrar; Gísll J. Ástþórsaon (áb.) og Benedlkt Grðndal. — Fulltrúar rlt- Stjðmar: Sigvaldi HjilBíarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: iajOrgvin Guðmandsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. AuglýsingasínJ: JM906. — Aðsetur: Aiþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- aata 8—10. — Áskrlftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasilu kr. 3,00 eint. ítgefandl: Alþýöuflokkurina. — Framkvæmdastjórl: Sverrir Kjartansson. Pólitískur hernaður eðo kjarabarátta? , BIRGIR FINNSSON aiþingismaður gaf í ræðu sinni við fjárlagaumræðu á alþingi síðastliðið .mánudagskvöld athyglisverðar upplýsingar um þær kröfur um allt að 30% kjarabætur, sem íkommúnistar eru að setja í gang. Jafnframt ákýrði hann frá afstöðu Alþýðuflokksmanna inn an stjórnar Alþýðusambands íslands, sem er allt önnur og ábyrgari, Er það athyglisvert, að komm únistar skyldu halda þróun þessa máls leyndri, og ekkí skýra alþjóð frá kröfum sínum, fyrr en Birg ir hafði frá þeim skýrt í útvarpsumræðum frá al þingi. Það er og athyglisvert, að í deifibréfi ASÍ er ekki minnzt orði á álit Alþýðuflokksminnihlut ans. Starfsaðferðir kommúnista í þessu máli eru öæsta merkilegar, Þeir virðast miða allt við að )koma á pólitísku stríði, en ekkert við að ná ár* ángri fyrir fólkið í verkalýðsfélögunum. Þannig töldu Alþýðuflokksmenn sjálfsögð vinnubrögð að ræða fyrst við ríkisstjórnina, kanna undirtektir liennar um hin ýmsu hagsmunamál verkalýðsins, og semja kröfur að loknum þeim viðræðum. Þetta máttu kommúnistar ekki heyra. Þeir settu fyrst :£ram kröfurnar, sem jafngilda allt að 33% kjara feótum, en vilja svo tala við ríkisstjórnina. Á þennan hátt eyðileggja þeir fyrirfram alla von um árangur af slíkum viðræðum, eyðileggja allt hugsanlegt samstarf við stjórn landsins um kjarmál verkalýðsins. Slíkar starfsaðferðir eru pólitískur skæruhernaður en ekki heiðarleg bar átta fyrir kjörum vinnandi manna í landinu. Alþýðuflokksmenn lögðu til, að höfð yrðu svip uð vinnubrögð og ríktu í tíð vinstri stjórnarinn ar. Eða hvemig hefði Hannibal Valdimarssyni lík að það í ráðherratíð sinni, ef verkalýðssamtökin í heild hefðu fyrst sett fram kröfur um 33% kjara bætur, og -síðan komið til hans til að ræða mái- in? Hvar hefði þá verið 19 manna nefnd og allt það? Enginn efi er á því, að allur þorri vinnandi manna á Islandi telur ekki, að einhliða kauphækk anir muni til lengdar bæta afkomu fjölskyldn- anna. Menn vita, að slíkt mundi kollvarpa efna Ihagskerfi ríkisstjórnarinnar, og hvað tæki þá við? Því hafa kommúnistar eða framsóknarmenn ekki svarað. Þess vegna vilja hugsandi menn held ur þá leið, sem fulltrúar Alþýðuflokksins í stjórn Alþýðusambandsins hafa valið: reyna að gera foreytingar á núverandi kerfi, sem leiða mundu fil lægra verðlags og aukins kaupmáttar laun- anna. Það er vilji stjórnarsinna að feta þessa leið strax og aðstæður leyfa. Þetta er ábyrg stefna, sem mikill meirihluti þjóðarinnar vill aðhyllast. m ÍÉt SN ARA í SÍÐASTLTÐINNI viku hóf nýtt leikhús starf sitt. Það nefnist Vetrarleikhúsið 1960 og forystumenn þess eru nokkrir ungir leikhús- menn. Fyrsta verkefnið er hrezkt sakamálaleikrit, Snaran („The Rope‘‘) eftir Patrick Hamilton, höfund, sem hér er m. a. kunnur af leikritinu Gasljós. Leikrit það, sem hér hefur verið val ið til sýningar, er ekki held ur óþekkt hér með öllu, var leikið í útvarp fyrir einum áratug undir nafninu Laun víg og auk þess hefur verið sýnd hér kvikmynd, sem hyggð er á því. Það kemur manni nokkuð á óvart, að 'Vetrarleikhúsið 1960 hefur valið þetta leikrit tit sýning ar. Að vísu mætti ætla að þeir atburðir, sem urðu til- efni þess, sem leikritið fjall ar um — morð tveggja ungra auðmannssona á. skólahróður sínum morðsins vegna —■ myndu vekja athygli og áhuga hér eins og þeir hafa gert í ein fjörutíu ár annars staðar. Hins vegar gerir höfundur þessu efni grunnfæirnisleg skil og verk ið er langt frá því að vera gallalaust að hyggingu — miðpartur þess er langt og leiðinlegt samkvæmi og sam talskafiinn nm kenningar Nietzsches £ lokin er hvorki dramatískur sé beinlínis upp lífgandi. Auk þess er þetta leikrit ekki nýtt af nálinni, en um þessar mundir er ver ið að sýna sums staðar er- lendis m. a. í Lundúnum annað leikrit um þetta sama efni Compulsion eftir Mey- er Levin, þar sem efninu eru að sögn gerð hressilegri skil og jafnframt kafað dýpra. Það vekur alltaf eftir- væntingu, þegar ungt fólk tekur sig saman og efnir til leiksýningar — venjulega liggur því þá eitthvað mik ið á hjarta sem verður að fá útrás, og stundum tekst því líka að fínna nýjan tón sem vegur upp á móti því sem miður fer af reynslu leysi. Hér varð því miður ekki fundið neitt slíkt. Sýningin veldur vonhbrigðum. Það, sem höfuðmáli skiptir, þegar um sakamálaleikrit er að ræða, er að skapa spennu (og það á að vera hægt í þessu leikriti. þó að hnökr Sveinn Einarsson skrifar um Mtí rú . mu ,u#3t leiklist ■Hlt : „cníiíf í'é’íiSS ar séu á því) og það hafði hinum ungu leikstjóra, Þor varði Helgasyni ekki tekizt. Að vísu veit maður að allar aðstæður til undinbúnings slíkrar sýningar eru erfiðar, og í þeim leikendahóp, sem leikstjórinn hefur yfir að ráða er margur misjafn saúð urinn, en ég veit ekki hversu mikið tillit á að taka til slíks, þvi að vonandi ætlast Vetrarleikhúsið 1960 til þess að það sé tekið alvarlega. Það er skemmzt af því að segja að enginn leikenda ger ir hlutverki sínu viðundandi skil, þó hefur maður á til finningunni að Erlingur Gíslason hefði getað skilað hlutverki Bradons meir en hnökralaust. Þýðingu Bjama Guðmundssonar kann ég ekki að meta. Leiktjöld gerir Steinþór Sigurðsson. Annars vil ég ekki fjöl- yrða mei'r um þessa sýningu. Það væri eins og að vega að farlama manni eða öllu heldur ófullburða barni. Leik ritið var. langt frá því að vera fullæft á frumsýningu enda urðu þar mi'stök á mis t‘k ofan. Betur má ef duga skal. En ungt fólk með aivöru og. á huga lætur ekki hugfallast, þó að reynslan sé stundum dýrkeypt. Sveinn Einarsson. Þrír skálkar á Akranesi LEIKFÉLAG Akraness frum» sýnir í kvöld sjónleikinn Þrir skálkar, eftir Gandrup, í þýffi. ingu Þorsteins Ö. Stephensen, Þetta er léttur söngleikur, sem hefur notið mikilla vin- sælda þar sem ihann hefur ver- ið sýndur. Skálkana leika þeir Júlíus Kolbeins, Sigurður B. Sigurðs- son og Þorsteinn Ragnarsson. Leikstjóri er Ragnhildur Steira grímsdóttir frá Akureyri, sern hefur sett á svið nokkur leikrit á Akranesi. Ekki er að efa, að Akurnes- ingar fjölmenni á þennan skemmtilega leik, sem er fyrsta verkefni leikársins. Löndun hætt Framhald af 1. síðu. á að hætta löndunum físks úr togurum. Einn farmur af slægðum fiski, alls rúmlega 1000 kassar, var settur -á land í dag, og ann ar farmur er á leiðinni, en sain kvæmt frásögn innflytjenda ei” hér um síðustu farmana að ræða, sem landað verður þar fí! viðræðunum í Reykjavík er lokið. Minningarorð: Einar Magnússon USifi. EINAR Magnússon var fæddur hér í bæ 11. nóvember 1896. Hann var sonur hjón- anna Magnúsar Einarssonar bónda, Magnússonar, frá Skrauthóium, og konu hans, Guðrúnar Guðnadóttur. Magnús Einarsson vann um marga ára bil við verzlunar- störf hjá Edinborgarverzlun, dó á miðjum aldri og var tal- inn af þeim sem hann þekktu mikill ijúflingsmaður, eins og einn gamall samstarfs- maður hans hefur komizt að orði við þann, er þetta ritar. Móðir Einars heitins, Guðrún, var mikil myndar- og ráð- deildarkona, vel kynjuð af góðum bændaættum í Árnes- .sýslu. Um Einar Magnússon má með miklum sanni segja, að hann var í allra huga, þeirra, er hann bezt þekktu, hinn mestf ljúflingsmaður. Einar var hlédrægur maður, gaf sig sjaldan á tal við ókunnuga að fyrra bragði, en það fundu allir, sem tal áttu við hann, t að þar var greindur maður og víðlesinn sem talaði, sem hafðj mótað -sér fastar skoðan ir á öllum meiriháttar mál- um og það án nokkurra hleypidóma, en ávallt. af góð vild og réttsýni. Einar var menntaður mað- ur í þessa orðs beztu merkingu. Auk þess að lesa mikið allt það er hann náði til á íslenzku, þá las hann mikið á erlendum málum. —. Einar stundaði nám á yngii árum við 'Verzlunarskóla ís- lands en vann síðan við stein- steypuiðn um árabil í Kaup- mannahöfn. Vann hann að þeirri iðn þar fíl að hann fluttist hingað heim aftur. Systkini og systkir.abörn Einars eiga á baki að sjá tryggum, góðum og hjálpsöm um bróður og frænda, er á- vallt var boðinn og búinn til að hjálpa, þótt af litlum efn- um oft væri. Minningin um þennan góða dreng mun lengi lifa í hugum allra þeirra, ei’ af honum höfðu kynni. Rvík, 26, okt. 1960. E, Á. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.