Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 1
41. árg. — Sunnudagur 13. nóvember 1960 — 259. tbl. Kaupmannahöfn, 12. nóv. DANIR ganga til kosninga á þriðjudaginn. Enda þótt hart hafi verið barizt eru margir, sem telja, að tiltölulega fátt skilji á milli helztu flokkanna. Viggo Kámpmann forsætisráð- herra, foringi Jafnaðarmanna, leggur nú stjórnarathafnir samsteypustjórnar srnnar und- ir dóm kjósenda. Ekki er búizt við neinunt teljandi breyting- um á fylgi flokkanna, Jafnaðar- menn reikna með aukningu og ernnig Vinstriinenn og íhalds- menn. Aftur á nióti er búist við, að ýmsír smáflokkar tapi nokkru fyl'gi, Réttarsambandið, flokkur Viggo Starcke, og kommúnistai- mestu. Allir lýðræðisflokkarnir eru einhuga um utanríkismálin, — varnarmálin eru í seinni tíð kafin upp yfir flokksdeilur og á; efnahagssviðinu stendur val- ið ekki milli sósíalisma eða frjálslyndis. Það er fyrst og fremst skatta- málin, sem valdið hafa deilum í sambandi við dönsku kosning arnar. Stjórnarandstöðuflokk- arnir, íhaldsmenn og 'Vinstri menn hafa lagt fram sameigin- legar tillögur í skattamálum. Samkvíemt því á áð lækka skatta og mæta lækkununum með sparnaði sem nemur um 800 milljónum danskra króna. Þessar tillögur hafa hlotið mikla gagnrýni meðal stjórnar flokkanna, sem telia þær óraun hæfar og auk þess mundu hin- ir ríkari græða mest ef fallist yrði á þá leið til skattalækkun- ar. sem bent er á. f þessu sambandi er vert að minna á, að ein aðalástæðan fyrir því, að Torkild Kristen- sen, fyrrum fjármálaráðherra, sagði skilið við Vinstriflokkinn í fyrravetur, var sú, að hann gat ekki fellt sig við þessar skattatillögur flokks síns. —■ Hann er nú framkvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu. Það eru Jafnaðarmenn, sem haft hafa stjórnarforustuna undanfarin ár, Réttarsamband- ið og Radikalir hafa einnig staðið að stjórninni. Verðlag hefur haldist stöðugt undan- farin ár, atvinnuleysi þekkist ekki og lagt er kapp á, að halda jafnvægi áfram. Eins og fyrr segir er talin hætta á; að nokkrir smáflokkar tapi verulega í kosningunum og komi engum manni á þing. Stafar þetta af því, að flokkur verður að hljóta 60.000 atkvæði ef hann á að fá uppbótarsæti, þótt hann fái engan kjördæma- kjörinn. 'Vafasamt er að kommúnistar nái þessu marki, og sama máli gegnir um hinn nýja flokk Aksels Larsens, komúnistafor- ingjar.s gamla, sem var rekinn úr flokknum.fyrir nokkrum ár- um vegna títóískra skoðana. Eramhald á 3 síðu MNDIN hægri sýnir forsætisráðherra Dana, — Viggo Kampmann, í sanv- ræðum við Emil Jónsson í Reykjavík í suinar. — Á þriðjudag verður kosið um það, hvort Kampmann verður forsætisráðherra landsins áfram — eða hægri menn taki við af honum. BLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá dóms málaráðuneytinu um Lundgaardmálið. Segir þar að rannsókn málsins hafi leitt í ljós, að rnerkin hafi ekki verið tekin ó- frjálsri hendi og þykir ekki ástæða til að fyrir skipa frekari aðgerðir í málinú. Fréttatilkynningin frá dóms- málaráðuneytinu fer hér á eft- „Með bréfi póst- og símamála stjórnar, dags. 11. júní s. 1., — óskaði hún eftir því að dóms- málaráðuneytið tæki ákvörðun um hvað gert skyldi út af frí- merkjum, sem afhent höfðu ver ið danska vei-kfsæðingnum E. Lundgaard úr birgðum póst- stjórnar. Með bréfi ráðuneytis- ins, dags. 14. júní s. 1., var lagt fyrir sakadómaronn í Reykja- vík að taka má[ þetta til rann- Framhald á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.