Alþýðublaðið - 22.11.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.11.1960, Blaðsíða 15
ingarfullri tilraun til að gleyma Mike og reyna að hugsa ekki um hann, reyndi hún að tala við liðsforingj- ann. En hann var niðursokk- inn í sínar eigin hugsanir og svaraði henni aðeins með einsatkvæðisorðum sem voru ekki tiltakanlega uppörvandi. Hún brosti þurrlega með sjálfri sér og velti því fyrir sér hvort hann áliti að hún væri að reyna að daðra við hann. Og eftir það þagði hún. Þeir vinir Mikes sem höfðu verið í kveðjuboðinu höfðu virzt taka það þungt, að hún var að fara. Þeir kunnu vel við hana og hún kunni vel við þá. Mike átti marga góða vini, aðallega blaðamenn. — Ándúðin á þeim sem hún hafði haft eftir atburðinn á sjúkrahúsinu var alveg horf- in, Hún fann að þeir voru blátt áfram og vingjarnlegir, glaðværir og fyndnir og áttu þann hæfileika að sjá í gegn ýfirborðsmennsku mannanna. Þeir höfðu greinilega ver- ið forviða þegar þeir fréttu að hún væri að fara til lítils fjarlægs dalar til læknis- starfa. Og þau höfðu hlustað með athygli þegar hún sagði frá John King og starfi hans þar. Henni fannst að þau virtu hana fyrir það sem hún hafði í hyggju að gera og hún hafði vonað að Mike •skildi hana. Það eina sem hún óttaðist var að Mike skildi ekki hvers vegna hún gerði þetta, vissi aðeins, að hún gerði það. Alis Madison, ritstjóri kvennasíðu dagsblaðsins hafði sagt: „Það þarf hug- rekki til annars eins! Það er svo langt síðan konurnar á- litu að þær væru frjálsar! — Þær leggja sig allar fram við að skapa sér nafn sem læknir, lögfræðingur eða verzlunar- maður — og hvað svo? Svo fela þær sig með mestu ró bak við rykugt skrifborð og láta karhnanninum eftir all- an heiðurinn. Líttu bara á mig! Eg vildi verða frétta- ritari erlendra frétta, Hvað skeði? Eg sit bak við skrif- borð og segi öðrum konum hvernig þær eiga að fara að því að smyrja brauð í næsta bridgesamsætið sitt. Nei, farðu bara Madame Curie, ég skal sitja við skrifborðið mitt 5 in von. Biðröðin myndi myndast um ehð og einhverj- ar líkur væru fyrr því að Mike Hubbard væri laus og liðugur. Svo neyddi hún sjálfa sig til að hætta að hugsa um Mike og reyndi að einbeita sér að því, sem fram undan var. Hún átti að stíga úr flug og hugsa hlýlega til þín.“ Ef einhver þeirra velti því fyrir sér hvort þessi aðskiln- aður hefði einhver áhrif á samband Mikes og Maggie var enginn sem nefndi það. Maggie vissi að forvitni margra kvennanna var bland vélinni í Arroyo Grande, lit- ríkum litlum bæ við útjaðar eyðimerkurinnar, við rætur hárra fjalla, þrjátíu kílómetra frá Sky River. Frá Arrayo átti hún að fara með lang- ferðabílum upp fjallshlíðina. Hún hafði ekki sagt frænda sínum hvenær hún kæmi til að hann hefði ekki óþarfa á- hyggjur af því að enginn tæki á móti henni, Hún velti því fyrir sér, — hvort Arroyo Ferðafélagið hefði skipt á gömlu óþægilegu bílunum og nýtízkulegum ökutækjum. Það voru komin ellefu ár síðan hún hafði farið frá Sky River. Hún var sautján ára þá, ung og óttaslegin stúlka sem hefði aldrei ferðast neitt um. Það voru Uðin ellefu ár síðan hún sá frænda sinn síð- ast. Fjárhagur þeirra hafði ekki leyft ferðalög. Hann var sjötugur núna. Maggie fann sting í hjartastað þegar hún hugleiddi það, hve mjög hann hlyti að hafa breytzt. — Árin sem voru liðin og veikindin hlutu að hafa markað sín spor á líkama gamla mannsins. . Vélarhljóðið gerði hana syfjaða. Maggie lokaði aug- unum og ósjálfrátt fór hún að hugsa um foreldra sína. Einkennilegt óhamingjusamt fólk. Minningin um þau olli henni enn sársauka og hana hafði oft grunað að sú ótæm- andi orka og sá metnaður sem hafði rekið hana áfram við nám hennar, ætti rót sína að rekja til ómeðvitaðrar löngunar til að vega upp á móti gjaldþroti foreldranna sem mannlegra vera. Það hafa án efa aldrei ver- ið til ólíkari hjón en Clay og Martha Waynescott. 'Samlíf þeirra hafði verið stormasamt og ófullnægjandi og það varð ekki hjá því komizt að bæði biðu ósigur. Clay hafði verið fagur og karlmannlegur sem ungur maður. En hressileg og heilbrigð lífsgleði hans hafði sífellt verið ásteitingarefni fyrir púrítanska konu hans, „Óguðleiki" hans var háð á guðrækni hennar. Það höfðu kynnst á búgarði föður Mörthu. Faðir hennar hafði verið strangtrúaður maður, sem hafði varið hana gegn allri synd og vonsku mannanna. Clay hafði komið þangað frá Mexikó, en þar hafði hann verið í gullleit, gullið, sá guli málmur, hafði haldið honum í heljargreipum allt hans líf. John King hafði elt þau og Maggie vissi að þó hann hefði með tímanum lært að elska íbúa Sky River hafði hann upphaflega komið þang- að vegna þess að hann óttað- ist um systur sína. Það var engu líkara en öll uppreisnarlöngun Mörthu hefði gengið til þurrðar við að rísa gegn vilja föður síns, því eftir það Ufði hún í sam- ræmi við þá trú sína, að rétt- lætið hljóti áð sigra að lok- um. Hún varð bitur, þegar elskulegar umtölur hennar dugðu ekki til að gera Clay að breyttum og betri manni. En jafnvel meðan Maggie var barn hafði hún liðið stórlega þegar klunnalegar tilraunir hans til sátta mættu aðeins bitru háði hjá Mörthu. Það var þolinmæði frænda hennar sem sannfærði hana um að biturð móðir hennar var ekki vegna þess sem henni fannst að Clay hefði gert henni — heldur vegna þess, að hún vissi að hann þarfnaðist henn- ar ekki. Hún áleit að maður sinn væri vondur maður og hún hataði allt sem vont var. Iðrunin var dyggð sem hún skildi. Og eftir öll tómlegu ár in sem þau höfðu lifað sam- an, hefði hún tekið við honum með útbreiddum örmum, ef hann hefði sýnt það á ein- hvern hátt, að hann þarfnað- ist hennar. Mörthu dreymdi alla tíð um, að þegar von- lausri gullleit hans væri lok- ið, kæmi hann til hennar sem iðrandi syndari og þau fyndu frið saman. En hann fórst af slysförum og draumur Mör- thu dó með honum. Martha fór tveim árum seinna. Hana hafði ekki langað til að lifa I lengur. Maggie opnaði augun og settist upp til að reyna að losna við þessar leiðindahugs- anir. Hún leit á unga liðsfor- ingjann við hlið sér. Hann sat og starði fram fyrir sig. Mag- gie fannst hann aðlaðandi þrátt fyrir að hann leit ekki út fyrir að hafa aðlaðandi framkomu. Kannski var hann óttasleginn eða óhamingju- samur, en hvað svo sem am- aði að honum, virtist hann ekki langa til að tala um það. Hún tók fram tímarit og blaðaði í því. Þegar flugvéUn lenti í Pho- enix steig ungi liðsforinginn út, þegar hann gekk fram hjá flugfreyjunni rétti hún hon- um blað. „Þetta er farþegaseðilUnn, herra. Við verðum hér aðeins í kortér.“ „Eg kem ekki of seint,“ — sagði hann stuttlega. Maggie sá út um gluggann að hann hljóp upp að flug- stöðinni. Flugfreyjan nam staðar, við hlið hennar og Maggie sagði: „Laglegur strákur.“ „Já, en sennilega kvenhat- ari.“ Flugfreyjan brosti við. „Ef ég yrði á hann starir hann á mig eins og ég hefði móðgag hann.“ Flugstjórinn sem stóð rétt hjá, spurði: „Vitið þið, hver hann er?“ „Á ég að vita það?“ Hann yppti öxlum. „Eg hélt að þið hefðuð ef til vill séð mynd af honum í blöðunum nýlega. Stríðshetja frá Kór- eu. Bjargaði særðum félögum II. Kvöldsýningar: Almenn sæti Betri sæti Pallsæti III. Bamasýningar: Almenn sæti Betri sæti Pallsæti VAGN E. JÓNSSON Málflutningur — Innheimta Austurstræti 9. Símar 1 44 00 og 1 67 66 Guðlaugur Einarsson Málflutningsstofa Aðalstræti 18. Sírnar «19740 — 16573. Gerum við bilaða Krana og klósett-kassa Vatnsveita Reykjavíkur Símar 13134 og 35122 Bifreiðasalan Frakkastíg 6 Salan er örugg hjá okkur. Rúmgott sýningarsvæði Bifreiðasalan Frakkastíg 6. Sími 19168. Rúmdínur barnadínur. Baldursgötu 30. Eftir Lent Covert Simi 12292 ____________' -lö Tílkynning Nr. 28/1960. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á aðgöngumiðum kvikmyndahúsa: I. Eftirmiðdagssýningar: Almenn sæti Betri sæti Pallsæti Séu kvikmyndir það langar, að óhjákvæmilegt sé að fækka sýningum af þeim söburn, má verð aðgöngu miða vera 50% hærra en að framan greinir. Ennfremur getur verðlagsstjóri heimilað einstökum kvikmyndahúsum hærra verð, þegar þar eru sýnd- ar kvikmyndir, sem vegna tæknilegrar sérstöðu er ekki hægt að sýna í kvikmyndahúsum -almennt. Reykjavík, 19. nóvember 1960. V erðlagsst j órinn. kr. 13,00 — 15,00 — 17,00 kr. 14,00 kr. 16,00 — 18,00 kr. 5,00 — 6,00 — 7,00 Alþýðublaðið22. nóv. 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.