Alþýðublaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 4
KLÚBBURINN
Er opinn fimmtudaga, föstudaga, laugardaga
Benedikt Gröndal skrifar
UM HELGINA
og sunnudaga. Kalt borð í hádegi.
Kvartett Kristjáns Vilhjálmssonar, leikur,
Söngvari: Elly Vilhjálms.
Verið velkomin í Klúbbinn. — Sími 35355.
SinfóníuhSjónrisveit íslands
TÓNLEIKAR
í Þjóðleikhusinu þriðjud. 6. des. 1960 kl. 20.30
Stjórnandi: BO'HDAN WODICZKO
' Einleikari: ÁSGEIR BEINTEINSSON
*. EfnisSkrá:
W. WALTON: Facade, svíta fyrir hljómsveit
f O. RESPIGHI: ,.Furur Rómaborgar“, sinfólnískt Ijóð
G. GERSWIN: Rhapsody in Blue“
• G. GERSHWIN: ..Ameríkumaður í París“.
Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu.
Áskriftarsíminn er 14900
ERU þeir menn, sem
stjórna íslenzku þjóðinni,
amerískir leppar? Eru þeir
svo ístöðulausir og auðsveip-
ir, að þeir geri allt, sem
Bandaríkjamenn segja þeim?
Þessar spurningar vakna,
er menn lesa grein, sem
Magnús kollega Kjartansson
ritaði undir nafni í Þjóðvilj-
ann í síðustu viku, og lét
fylgja snotra teikningu af
Guðmundi 1. Þar kemst Magn
ús að þeirri niðurstöðu, að
Guðmundur sé aðeins vika-
drengur, sem varla fær tíma
til að þýða fréttatilkynning-
ar Ameríkumanna á íslenzku,
áður en þær birtast í New
York Times og skýra frá því,
sem ráðamönnum í Washing-
ton þóknast að gera á ís-
landi.
Ef Guðmundur f. er sendi-
sveinn Bandaríkjamanna, þá
hafa þeir í honum meira en
lítið baldinn sendil. Eða hví
gleymdi Magnús Kjartansson
að geta þess, þegar sendi-
sveinninn rak „húsbóndann“
úr fyrirtækinu? Var það ó-
2
! JéSisi náfgasf
KAELMANNAFÖT
í glæsilegu úrvali
EFNI valin frá
heimsxekkium
véfnaðarverksmiðjum
SNIÐ samkvæmt
|i
4!
nýjustu tízku
Leitið til okkar
og valið verður auðvelt
Anderseo & Lauth hf.
Laugavegi 39
Vesturgötu 17
áHHHHHHHHHHHHHHHBHHHHHHHHHHHHElHH&lHHHHHHHHHHHHHHBHHHHHHHHHHBHHHHHHHHH
viljandi, að ritstjóranum láð-
ist að geta þess, þegar Guð-
mr .’.v • sumarið 1959 krafð-
ist r.'j yfirforingi varnarliðs-
ins væri kallaður heim — og
hann var kallaður heim?
Það er kommúnistum mik-
ið áhugamál að níða sína
eigin þjóð með þeirri kenn-
ingu, að ísland sé aðeins am-
erískt leppríki og Ameríku-
menn fari sínu fram hér á
landi eftir vild án þess að
spyrj a kóng eða prest. Þessi'
áróður er eingöngu ætlaður
íslendingum sjálfum, því á
alþjóðavettvangi höfum við
þveröfugt orð á okkur f vax-
andi mæli. Fyrir nokkrum
vikum nefndi sjálfur Krust-
jov okkur j einni af hinum
frægu ræðum sínum á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna í Nevv York, Hann var
ekki að hafa orð á undir-
lægjuhætti okkar við Banda-
ríkjamenn eða önnur NATO-
veldi, heldur þótti honum við
standa býsnavel uppi í hár-
inu á þeim!
Sannleikurinn er sá, að
íslendingar hafa, síðan lýð-
veldið var stofnað, í vaxandi
mæli fengið orð á sig fyrir
að vera sjálfstæðastir og þrá-
astir allra þjóða, og segja
sumir að við höfum tekið þá
tign af frændum okkar írum.
sem nú verði að gera sér að
góðu annað sæti f þessurn
efnum. Þetta orðspor stafar
hrei'nlega af þeim fréttum,
sem heimsblöðin hafa öðru
hverju birt héðan um afstöðu
okkar gagnvart varnarliði,
baráttu okkar í landhelgis-
málinu og fleiru slíku.
Það eru kommúnistum
mjög mikil vonbrigði, að for-
ráðamenn lýðræðisflokkanna
þriggja, sem ávallt hafa
ráðið utanríkismálum okkar,
hafa haldið fast á málstað
þjóðarinnar og gætt hags-
muna hennar af festu gagn-
vart öllum aðilum, Banda-
ríkjamönnum ekki síður en
öðrum.
Kommúnistar magna nú
mikla áróðurssókn fyrir því,
að ísland gerist hlutlaust, og
höfuðröksemd þeirra fyrir
hlutleysi er sú, að Rússar
ætli að kasta á okkur atóm-
sprengjum. Nú er það svo
isamkvæmt varnarsamniingn-
um, að hér er aðeins lítið
varnarlið, en engin vopn eða
tækí 'til' árása. Hér eru engar
stórar sprengjuflugvélar og
engar kjarnorkusprengjur,
engin flugskeyti, engar stöðv-
ar fyrir kjarnorkubáta, yfir-
leitt ekkert, sem gefur til-
efni til að kasta á okkur
kjarnorkusprengjum. Af þess
um sökum er það sérstaklega
svívirðilegt, að íslenzkir
rnenn í flokki, sem á að heita
úlenzkur stjórnmálaflokkur.
skuli reka stefnu, sem bygg-
ist á hótunum um að erlent
stórveldi muni kasta á okkúr
kjarnorkusprengju og strá-
drepa okkur flesta eða alla,
Þetta finna kommúnistar,
Þeir eru ekki svo vitgrann-
ir að sjá ekki þessa óskap-
legu veilu í sínum eigin mál-
flutningi. Þess vegna hefja
þeir nú undir nafni sjálfs
Magnúsar Kjartanssonar á-
róðursherferð þess efnis, að
íslenzk yfirvöld viti ekkert.
hvað Ameríkumenn aðhafast
hér á landi. Þeir sétla að
reyna að telja fólkinu trú tim.
að einhver ægiieg leynivopn
kunni að vera falin í flug-
skýlum Keflavíkurflugvallar,
og þess vegna .sé réttlætan-
legt að hóta okkur öllum með
rússneskum kjarnorkusprengj
um.
Það er engin tilviljun, ao
kommúnistar gera sér tíðrætt
einmitt nú um þessi mál. Ein~
ar Olgeirsson og Kristinn
Andrésson fengu fyrirskipun
um að koma til Moskvu, en
Einar byrjaði á því strax
eftir heimkomuna að tala st
alþingi af mestu vanstillingu
um varnir landsins og kj arn-
orkukafbáta. Nú leggur hann
línuna, en Magnús hlýðir.
Það er heldur engin til-
viljun, að hér á landi eru
engin árásarvopn, sem gefa
tilefni til hótana um atóm-
sprengjur. Þetta er hluti af
þeirri stefnu um sérstöðu ís-
lands innan Atlantshafsbanda
lagsins, sem mörkuð hefur
verið frá upphafi og ræður
því, að hér er aðeins varnar-
lið en engar árásarstöðvar,
Þetta er svipuð stefna og
Norðmenn reka, er þeir hafa
ekki viljað leyfa kjarnorku-
vopn í landi sínu. Þetta er á-
byrg stefna, byggð á beztu
manna yfirsýn um það, sem
verða kann þjóðinni til ör-
yggis, jafnframt því sem húra
leggur sinn skerf til vamar
frelsinu.
í þessu máli sem öðrum
eru kommúnistar duglegir að
hsgræða sannleikanum sjálf-
um sér í vil, þótt alþýða
manna sjái æ betur í gegnrnn
þá. Þessi hæfileiki þeirra
kom vel fram í táknrænni
sögu, sem sögð er yfir kaffi-
bollum og hljóðar á þessa
leið;
Á alþjóðlegu sumarmóti at-
vikaðist svo, að Rússi og Eng
lendingur þreyttu kapphlaup.
Englendinguxúnn varð á und-
an í mark. I skýrslu til yfir
boðara sinna í Moskvu lýsti
Rússinn úrslitum hlaupsins á
þessa leið; Ég varð annar, en
Englendingurinn næst síð-
astui'!!!
4 4. des. 1960 —
Alþýðublaðið