Alþýðublaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 5
Nýjar bækur frá Kvöidútgáfunni KVÖLDÚTGÁFAN á Akur- eyri hefur sent frá sér eftir- taldar bækur: Á ferð o g flugi, Frönsk skemmtisaga, sérprentun úr nýjum kvöldvökum. Saga þessi birtist í fyrstu árgöngum Nýrra kvöldvakna og átti mikinn þátt í þeim vinsældum, sem þær hlutu frá upphafi. Sagan segir frá ungum blaðamanni, sem á að vinna það til arfs eftir auð- ugan frænda, að komast kring um jörðina fyrir aðeins 25 cent. Á þessu ferðalagi kemst hann í hin furðulegustu ævintýri. Á ferð og flugi er sígild skemmti- saga, sem fær lesendur til að gleyma stund og stað. Sterkir stofnar, þættir af Norðlendingum eftir Björn R. Árnason fræðimann frá.Grund í Svarfaðardal. í þessari bók eru allar helztu ritgerðir Björns um mannfræði og persónusögu, gamlar og nýjar. Þar er að finna staðgóða fræðslu um'ævi- feril, ætt og uppruna 41 karia og kvenna af norðlenzkum stofni. Jafnframt er bókin greinargóð þjóðlífslýsing. Björn R. Árnason er þjóðkunn- ur maður fyrir fræðiiðkanir sínar og frásagnarsnilld. — Fyr ir alla, sem unna þjóðlegum fi'óðleik, ættfræði og persónu- sögu, er bók þessi dýrmætur fengur. Sjaljapin segir frá. í bók þess ari segir Sjaljapin frá æsku sinni og uppvaxtarárum- fram til 27 ára aldurs. Frásögn hans er fjörleg og hreinskilin, krydd uð léttu skopi og lífsgleði ung- lingsins, þrátt fyrir fátækt cg örbirgð. Hann segir frá skóla- árum sínum og iðn-námi, skrif- stofustörfum og hafnarvinnu við rússnesku fljótin. Hispurs- laust lýsir hann mistökum sín- um og bernskubekum, fyrstu ástarævintýrum og óslökkvandi þrá sinni til listrænna verkefna, leiks og söngs. í bókarlok er hinn 27 ára gamli listamaður viðurkenndur og dáður í heima landi sínu. Sjaljapin. varð heimsfrægur söngvari og leik- ari, en hann var líka mikill rit- höfundur, sem ekki hikaði við að segja sannleikann um líf sitt og annarra. í Iandvari. Ljóðabók eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöð- um. Þetta er fimmta ljóðabók Gísla. Hann er löngu landskunn ur fyrir Ijóð og lausavísur og einn af snjöllustu vísnasmiðum þjóðarinnar. í andvari er bók, sem gleður hvern Ijóðavin og vísnaunnanda. (Fréttatilkynning frá Kvöld- útgáfunni, Akureyri). Ensk knattspyrna Framhald af 11. síðu. II. deild: Charlton—Derby 3—1, Huddersfield—-Brighton 0—1, Lincoln—Leeds 2—3, Luton—Southampton 4—1, Norwich—Leyton 1—2, Ply- mouth—Scunthorpe 3—1, Ports mouth—Middlesbrough fr., Sheff. Utd—Bristoi R. 2—3, Stoke—Liverpool 0—0, Sund- Vanfi yður BORÐLAMPA VEGGLAMPA LJÓSAKRÓNU eða skerma, þá er fjölbreyttasta úr\-alið hjá okkur. Raflampagerðin Suðurgötu 3. Sími 11926. Vandaðar fatiegar Vefrarkápur í fjölbreyttu úrvali Peysufatakápur Hentugar fækifærisgjafir Hálsklútar og sjöl í glæsilegu úrvali Kápu og dömubúðin Laugavegi 46 - Féfagslíf - Á morgun kl. 10.30 f. h. Sunnudagaskólinn. KI. 1.30 e. h. Drengir. Kl. 8.30 e. h. Samkoma, sem Kristilegt stúdentafélag annast. Allir velkomnir. BASA R BASAR Kvenfélagið EDDA heldur basar á morgun, mánu dag, kl. 2 e. h. í Félagsheimili prentara, Hverfisgötu 21. Margt góðra og ódýrra muna að vanda. Basarnefndin. Járhsmíði \ Smíðum handrið, miðstöðvarkatla, spíralkúta ásamt j annarri járnsmíði. JÁRNVER Síðumúla 19. — Sími 34774. VERITAS Automatic saumavélin l k kostar aðeins kr. 6855,00. Hinar síauknu vinsældir VERITAS saumavélatma- sanna bezt gæði þc-irra og fjölbreytni. Á auðveldan hátt getið þér saumað fallegan beinan saum, zikk- zakk spor, fest tölur, búið tij hnappagöt, saumaö hundruð gerða af skrautsaum o. m. fl„ allt fyrii* aðeins kr. 6355,00. — Hagstæðir greiðsluskilmála:u GARÐAR GÍSLASON HF. Reykjavík — Sími 11506. ‘ Svefnstólar — Sófasett með svamppúðuid í sæti. — Bóndastólgr. — Frúarstólar. —4* Svefnbekkir, sem raða má á ýmsa vegvú Greiðsluskiknálar við allra hæfi. f Bólsfrarinn Hverfisgötu 74 Auglýsið í Alþýðublaðieu. Ösýnileg vernd eftir Laurence Temple. BÓK UM ÓVENJULEGA ANDLEGA REYNSLU. Höfundi bókarinnar er sagt fyrir um marga ókomna atburði og er eftirtektarvert, hvernig allt rætist í nákvæmri tímaröc. Halldóra Sigurjónsson hefur þýtt bókina. Verð kr. 128,75 í góðu bandi. ÚTGEFANDI. Alþýðublaðið 4. des. 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.