Alþýðublaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 8
FRÁ því hefur oft verið skýrt í fréttum, að Fidel Castro, einræðisherra á Kúbu, veitist harðlega að Bandaríkjamönnum og saki þá um heimsvalda- stéfnu og yfirgang í garð Kúbu. Máli sínu til stuðn- ing hefur hann vitnað í stríð það, er Spánverjar og Bandaríkjamenn háðu með sér á Kúbu laust fyr- ir aldamótin síðustu. Seg- ir hann þátt Bandaríkja- ríkjanna í stríði þessu „freklega íhlutun“ um mál efni Kúbu og „glæpsain- lega árás“. Kúbumenn hafi þegar verið búnir að vinna sigur á Spánverjum þegar Bandaríkjamenn komu til skjalanna og ein- göngu verið að gæta eigin hagsmuna. Þessi nýja sögutúlkun Castros er einn liður í hinni hatrömmu áróðurs- herferð hans gegn Banda- ríkjamönnum, og virðist hún falla í góðan jarðveg hjá landsmönnum. Til þess að útrýma öllum öðrum skoðunum en hans eigin, hefur hann gripið til þess ráðs að gefa út nýjar kennslubækur j sögu og eru þær í fullu samræmi við þá skoðun Castros, að Bandaríkin séu höfuðóvin ur Kúbu. Rétt svar barna- skólanemenda við þeirri spurningu, hvað José Mar- ti og Fidel Castro hafi af- rekað, er á þá leið, að Mar- ti hafi frelsað Kúbu und- an Spánverjum, Castro undan Bandaríkjamönn- fim. Þann 15. febrúar hafi Bandaríkjamenn sprengt upp herskipið „Maine“ til þess að fá tylliástæðu til að fara í stríð gegn Spán- verjum og leggja síðan Kú- bu undir sig. — Er hér vísvitandi farið rangt með staðreyndir. José Marti, frelsishetja Kúbumanna, gerði upp- reisn árið 1896 gegn hinum spönsku kúgurum, sem ráð ið höfðu Kúbu í margar aldir. Var það engin ný bóla, að uppreisnir væru gerðar, þær voru einmitt mjög tíðar seinni hluta aldarinnar. En Marti og einum helzta samstarfs- manni hans, Maximo Gó- mez, hafði hugkvæmst nýtt herbragð. Vegna hinna tíðu uppreisna höfðu Spánverjar gripið til þess ráðs, að víggirða bæi og þorp og smala þangað sem flestum landsbúum. Með þessu héldu Spánverjar, að þeir ættu auðveldara með að hafa hemil á ástandinu. í bæjum þessum ríkti hið mesta eymdarástand með- al almennings, þar geis- uðu farsóttir og þúsundir — mestmegnis konur og börn, dóu úr hungri. Her- bragð það, sem þeir Marti og Gómez höfðu í huga, var að eyðileggja upp- skeruna, brenna sykur- ekrur og myllur. Vonuðust þeir til þess, að ef þetta tækist, myndu Spánverjar sjá fram á fjárhagslegt hrun eða að Bandaríkja- menn sæju sér ekki annað fært en að koma hinni bág- stöddu þjóð til hjálpar. — Þjáningar þær, sem lands- búar yrðu að þola vegna þessara aðgerða létu þeir sér í léttu rúmi liggja. Spánverjar sendu von bráðar liðsauka (150 þús. CASTRO ÁÆSKULÝÐSFUNDI THEODORE ROOSEVELT (í miðju) OG ROUGH RIDERS LEGGJ^ manns) á vettvang og snemma á næsta ári hafði uppreisnin verið bæld niður að mestu. Höfðu Spánverjar hvarvetna yf- irhöndina nema í afskekkt- ustu fjallahéruðum. Stang ast þetta illilega á við þá kenningu Castros, að upp- reisnarmenn hafi í raun og veru verið búnir að vinna sigur á Spánverjum, þegar Bandaríkjamenn skárust í leikinn. Það sem reið bagga- muninn, að Bandaríkja- menn ákváðu að koma Kúbumönnum til hjálpar var að bandaríska herskip- ið „Maine“ var sprengt í loft upp í höfninni í Ha- vana. 'Vakti atvik þetta mikla reiði fólks í Banda- rikjunum og vegna at- burðar þessa og hinnar miklu samúðar banda- rísku þjóðarinnar í garð Kúbumanna, — gat Mac Kinley Bandaríkjaforseti ekki skorast undan þvi að segja Spánverjum stríð á hendur. Eflaust hafa póli- tískir og efnahagslegir hagsmunir átt nokkurn þátt í því, að í styrjöldina var ráðist — eins og í flest um stríðum. En geta má þó þess, að kaupsýslumenn og iðjuhöldar í Bandaríkj- unum voru mjög andvígir stríðinu. Um orsakir sprengingar- innar í herskipinu „Maine“ er ekki kunnugt með neinni vissu. Rannsókn leiddi síðar í ljós, að tund urdufl hafði sprungið við skipshlið. Helzt er talið, að þar hafi verið að verki ó- ábyrgir öfgasinnar úr hópi Spánverja eða Kúbu- manna. En sú kenning Castros, að Bandaríkja- menn hafi sprengt upp skipið af ásettu ráði til þess að fá ástæðu til íhlut- unar hefur við engin rök að styðjast, enda týndi fjöldi amerískra sjóliða lífinu í slysi þessu. Stríðsyfirlýsing Banda- ríkjaforseta á hendur Spánverjum var birt í apr íl 1898. Staðfesti Þjóð- þingið hana, og lýsti því yfir, að ef Bandaríkjamenn ynnu sigur í viðureigninni yrði þjóðinni sjálfri fengin stjórn og öll yfirráð lands- ins í hendur að stríði loknu, Það sem fyrir Bandaríkjunum vekti væri að leysa Kúbu undan oki hinnar spönsku harð- stjórnar, hér væri hvorki um yfirgangssemi né heimsveldisstefnu að ræða. Þess eru áreiðanlega fá WOOD HERSHÖFÐINGI — yfirmaður Rough Riders og- síðar landstjóri á Kúbu. dæmi í sögunni, stórþjóð hafi styrjöld af ein eldmóði og eins búin og Bandai Bandaríkjaher þessar mundir og illa vopnum Forsetinn eggja? lögeggjan að gei sem sjálfboðalif Mjaine“ var a? Aður en mánuð inn höfðu 125 J boðið sig fran þjónustu Frægasti hó; boðaliða þeirra, á Kúbu, var i sveitin „Rough ; Foringjar þess voru Wood, sí stjóri Kúbu, og Roosevelt, síða Var þetta si hópur sveitastrá arbúa, menntar díána og kúreka kátur hópur og sér margt til c ingar, þegar fæi Mikið var sung sælasta lagið v; söngurinn The a Hot Time ir TownTonight, se — Það verður li um í gamla kvöld. Áttu Roi eftir að vinna afrek á San Ju; Alls komu u hermenn til I ýmsar tafir. herfararinnar v R. Shafter hersl ríkti mikil fc hópnum, eins og Ameríkumönnui vissa. Þann 22. kom herinn til j tók nokkurn tin g 4. des. 1960 Alþýðublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.