Alþýðublaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.12.1960, Blaðsíða 16
11 þotur yfir ísland á 2 st. 3 leikrit æfð í Þjóðleikhúsinu UM ÞESSAE mundir eru Jþrjú leikrit í gangi hjá Þjóð- tei'khúsinu. — í Skálholti, sem liefur verið sýnt 20 sinnum við góða aðsókn. Engill, horfðu -áramót. Leikstjóri er Baldvin í kvöld og leikrit Molieres — George Dandin. Það má segja að það sé mjög annríkt í Þjóðleikhúsinu að iþe.ssu sinni, því að auk þess- •era þriggja leikrita sem eru í igangi, þá standa yfir æfingar á tveimur leikritum og einni .óperu. Leikritin eru, Þjónar Ðrottins eftir Axel Kielland, léikstjóri er Gunnar Eyjólfs- son. Sýningar á því munu héfjast í byrjun janúar. — TvÖ á saltinu eftir William Gibson hefur nú verið æft um nokkurn tíma og verður sá Hljómplötu A MORGUN, mánudag er eíðasti pöntunardagur á þeim Mjómplötum, sem menn vilja fá fyrir jólin. Pantanirnar verða sendar út á þriðjudag. Afgreiðsla blaðsins verður opin til kl. 10 á mánudags- kvöldið og liggja þar frammi listar yfir þær plötur. sern menn geta pantað. Þeim fjölgar með hverjum degi, sem notfæra sér þetta ein- staka tækifæri tij að eignast góðar hljómplötur á mikið lægra verði en annars er kost- ur. Þess vegna viljum við minna yður á að ef þér ætlið að vera með þá verðið þér að Iiantg fyrir kl. 10 annað kvöld. leikur einnig frumsýndur eftir áramót. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Á annan dag jóla verður svo frumsýning á óper- unni Don Pasquale eftir Do- nisetti. Æfingar á henni eru hafnar fyrir nokkru. Leikstjór inn Thyge Thygesen frá Kon- j ungiega leikhúsinu í Kaup-! mannahöfn kom til landsins sl. fimmtudag. Þess má geta, að Thygesen sviðsetti óperuna Rakarinn í Sevilla hér í Þjóð- leikhúsinu fyrir 2 árum, en engin ópera hefur náð jafn- miklum vinsældum í Þjóðleik- húsinu eins og Rakarinn. Karl- mannshlutverkin eru sungin af Kristni Hallssyni, Guðmundi Jónssyni og Guðmundi Guð- jónssyni, en þeir komu frá Ameríku fyrir nokkru eftir glæsilega söngför með Karla- kór Reykjavíkur. Óperan Don Pasquale er fin af vinsælustu gamanóperum og má vænta þess, að leikhúsg?st ir fái skemmtilega jólasýningu. GÚMMI- BÁIUR Mynd þessa tók ljós- myndari Alþýðublaðsins í gær á fundi, er skipaskoð- unarstjóri hélt nieð blaða mönnum um gúmmíbjörg- unarbáta. Sézt á mynd- inni útblásinn gúmmí- björgunarbátur, sömu teg undar og þeixrar, er voru á Helgu og Þórði Ólafs- syni. Skipaskoðunarstjóri stendur við bátinn. Bazar Kven- félags Alþýðu- flokksins vcrður næstk. þriðjudag í Iðnó, uppi. Konur cru beð'nar að koma munurn sínum nú þegar til hverfisstjóra eða í Iðnó uppi f. h. á þriðjudag. í GÆR og í fyrradag liefur verið óvenjulega mikil fiugum- ferð yfir íslandi. Hefur þar ver- ið um að ræða þotur, sem koma frá meginlandinu á leið til Am- eríku. Hafa flugvélarnar með þessu flugi sínu hér yfir, verið að forðast lægðir, sem eru fyrir suð-vestan, og austur með land inu. Lægðir þessar, sem eru bæði djúpar og kröftugar, hafa vald- ið snjókomu hér við suður- ströndina í gær og í fyrradag. Flugvélar reyna að forðast þessar lægðir vegna óróa á lofti sem þær valda. Þegar Alþýðublaðið ræddi við flugtuminn á Reykjavíkur- flugvelli um 'kl. 2 í gær, þá höfðu 11 þotur flogið yfir á að- eins tveim tímum. Má gera ráð fyrir að nokkrir tugir flugvéla hafi því flpgið yfir landið á sl. tveim dögum. Umferðin er mest frá kl. 12 á hádegi og fram að miðnætti. Þessar þotur, sem eru starar farþegaþotur, éru flestar frá Frakklandi, Þýzka- landi, Englandi og Danmörku. Þessi mikla flugumferð hér yf- ir landið er nokkuð óvenjuleg, en þó eru dæmi til að þetta hafi gerzt áður. Flugumferð hér innanlands hefur tafist nokkuð vegna snjó- komu. og var ekkert flogið hér innanlands í fyrradag, nema þá til Vestmannaeyja. Hefur slæmt skyggni og hríðarbyljir valdið þessum töfum. í gær var ekkert innanlandsflug ráðgert, nema til Eyja. TÓNLISTAR- KYNNING í HÁSKÓL- ANUM FYRSTA tónlistarkynningin á þessum vetrr fer fram í há- tíðasal háskólans í dag og liefst kl. 5. Flutt verður af hljómplötutækjum skólans, tónverkið; „Le sacre du printemps" (Vorfórnimar) eft- ir Igor Stravinsky. Þetta verk, sem upphaflega er samið við ballett eftir Diag- hilev, var flutt í fyrsta- sinn í París 1913 og vakti þá mikið hneyksli og illdeilur, svo að nærri lá að áheyredur berðustí Síðar hefur verkið verið flutt um allan heim bæði með bal- lettinum og án hans, og er talið marka tímamót, ekki að« ins í þróun Stravinskys sjálfa heldur og í tónlistarsögu þesa arar aldar. Jón Þórarinssón tónskált| flytur inngangsorð og skýrit vérkið. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. IVetrar- veður Það er að koma vetrar- svipur á Reykjavík eins og þessi mynd ber með sér. Mikill snjór var á göt um Reykjavíkur í gær. ' Þó gekk öll umferð eðli- lega fyrir sig. — (Ljósm. Gísli Gestsson), tMtMMUMMMMtUMMtMMHf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.