Alþýðublaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 1
MWMWWWWWMWWWWWWWMHWWWWWW
| NÝÁRSBRENNA |
» BRENNUR voru víða í Reykjavík á gamlárskvöld. — !’
5 Einna stærst þeirra var brennan á Klambratúni. Hafði <;
» verift safnað þar saman miklu timbri, svo sem kassarusli J!
ocr ónýtum nótabátum. Logaði glatt í brennunni, er !;
? mynd þessi var tekin um 11-leytið á gamlárskvöld. Börn J
jj og unglingar höfðu isérstaklega gaman af brennunni. !
i (Ljósmynd: Stefán Nikulásson.) ;
42. árg. — Þriðjudagur 3. janúar 1961 — 1. tbl.
en róðtar samt
að hefjast
BÁTAKJARADEILUNNI
var vísað til sáttasemjara
Tveir togarar
selja ytra
TVEIR togarar seldu afla
sinn í Þýzkalandi í gær. Narfi
seldi 85 lestir fyrir 55.827 mörk
og Júní seldi 81 lest fyrir
58.100 mörk„
í gær, þar eð samninga-
viðræður sjómanna og út-
vegsmanna höfðu þá eng-
an árangur borið. Samn-
inganefnd sjómanna hefur
beint þeim tilmælum til
sjómannafélaganna, að
þau boði vinnustöðvun
15. janúar.
Síðasti samningafundur sjó-
manna og útvegsrnanna var
haldinn 30. desember. Hófst
fundurinn kl. 5 e. h. og stóð
til kl. 4 morguninn eftir. Samn
inganefnd útvegsmanna kvaðst
á þessum fundi hafa heimild
til þess að fara inn á þann
grundvöll er fulltrúar sjó-
manna höfðu óskað eftir að
miðað yrði við í viðræðunum,
þ. e. hlutatryggingu og pró-
sentu af afla fyrir sjómenn. —
Lögðu útvegsmenn síðan fram
samningstilboð á þessum
grundvelli, en sjómenn töldu
sig ekki geta fallizt á það. 'Var
deilunni síðan vísað til sátta-
semjara.
Fulltrúiar útvegsmanna og
frystihúsanna hafa náð sam-
komulagi um fiskverðið. Sam-
kvæmt þvf skal fiskverð fyr-
ir fyrsta flokks fisk vera 'kr.
3,08 á kg. eða 46 aurum hærra
en fiskverðið var áður. Síðan
koma aðrir flokkar, þar sem
fiskverðið er lægra. Samkomu-
lagið fer fyrir félög útvegs-
manna. Samkvæmt fréttum, er
Alþýðublaðið fékk frá Vestm.-
eyjum í gær hafa útvegsmenn
þar fellt fiskverðið. í ýmsum
verstöðvum voru útvegsmenn
á fundi í gær til þess að taka
afstöðu til fiSkverðsins.
Þrátt fyrir óvissu um báta-
kjör og fiskverð, voru margir
bátar að búa sig út til róðra
í gær. Tveir bátar réru frá
Akranesi í gærkvöldi. í ver-
stöðvum á Suðurnesjum var
verið að beita £ gærkveldi og
bátar að búa sig til línuveiða.
Munu útvegsmenn yfirleitt á-
kveðnir í að hefja róíjfa en tal
ið er að sjómannafélögin muni
hefja vinnustöðvun 15. janúar
hafi ekki þá náðst samkomu-
lag um bátakjörin og fisk-
verðið.
Da
skainni-
ar Belgi
Leopoldville, 2 janúar.
(NTB-AF'P).
DAG Hammarskjöld, for-
stjóri SÞ, kaliaði aðalfulltrúa
Belga hjá SÞ til sín á nýársdag
og mótmælti harðlega þeirrr á-
kvörðun belgiskra yfirvalda í
Ruanda-Aranda-héraðinu og
Kivuhéraðinu að leyfa her-
sveitum Mobutu ofursta að
fara um þau trl að herja á her
mönnunx Lumumba.
Forseti Kongó, Jósef Kasa-
vubu, sagði £ útvarpsræðu á
mánudag, að hann myndi kalla
þj óðarleiðtogana til ráðstefnu
til að ræða nýja stjórnarskrá
fyrir landið. Núverandi stjórn
arskrá er gerð af belgiskum
lögmönnum og er árangur ráð-
stefnu þeirra og Kongómanna
í Brussel í janúar í fyrra.
Kaupa vopn
MOSKVA, 2. jan. (NTB/
REUTER). Sendinefnd frá In-
dónesíu, undir forustu land-
varnaráðherrans, Abdu! Nasu-
tion hershöfðingja og- Suban-
drios utanríkisráðherra kom í
dag til Moskva til að hefja
samningaviðræður við rúss-
nesku stjórisina urn að flýtt
verði vopnasendingum til In-
dónesíu og þær auknar.
Malinovski, landVarnaráð-
iherra Rússa, tók á móti nefndl
inni á flugvellinum og fullviss
aði hann þá félaga um, aS
Rússar stæðu með Indónesíu-
mönnum í baráttu þeirra „til
að verjast öllum ógnunum frá
Hollendingum“.
Átti Malinovski með þessui\
við deiluna milli Indónesa og
Hollendinga um hollenzku ný,
lenduna á vesturhluta Nýj a-
Guneu, sem Indónesar gera
kröfu tiSL. í svarræðu isinni
sagði Nasution, að Rússar
hefðu alltaf st-utt Indóng^a í
baráttunni gegn nýlenduveld-
unum.
MMMMMMMMMMMMMMW
iIiSvíar styðja
allsherjar-
verkfallið
Briissel, 2. jánúar.
(NTB-REUTER-AFP).
Stjórn sænska Alþýðu-
sambandsins (LO) hefur
ákveðið lað verða við til—
mælum Alþýðusambands
Belgíu um vaxtalaust lán
um stuðning við Allsherj-
arverkfallið í Belgíu. Sam
þykkti stjórn LO að lána
belgunum vaxtalaust lán
að upphæð um það bil 1,8
milljón íslenzkra króna.
— Norska Alþýðusamband
inu hefur ekki borizt sams
konar tilmæli.