Alþýðublaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 2
’ ÆMitlðmr. Q!sU J. Astþórsson (áb.) og Benedlkt Grf'ndal. — Fulltraar rit-
'KAmar: Sisvaldl Hjáliaarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjón;
iijfcgvin GuSmundsaon. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingaslm--'
W#8*. — ABsetur: AlþýBuhúsiB. — PrentsmiBja AlþýBublaBsins. Hverfia-
35»*« 8—10. — Áakriítargjald: kr. 45,00 á mánuBi. í lausasBlu kr. 3,00 elnt
'itterfandl: AlþýBuilokkurlnn. — Tramkveamdastjóri: Svervir Kjartansson.
GYLFI OG TITO
UM HELGINA bárust þær fregnir frá Júgó
slavíu, að gerð hefði verið meiri háttar breyting á
viðskiptamálum þeirrar þjóðar, einkanlega utan
ríkisviðskiptum. Hefur júgóslavneska stjórnin
,gert samkomulag við alþjóða gjaldeyrissjóðinn í
Washington, Bandaríkjastjórn, svo og ríkisstjórn
ir eða banka í mörgum ríkjum Vestur-Evrópu.
: Samkomulagið er þess efnis, að Júgóslavía tekur
upp eina gengisskráningu á dinarnum, en hafði
; margfalt gengi áður. Innflutningur er gerður stór
um frjálsari en áður var, og taka Júgóslavar,
75 milljón dollara lán hjá sjóðnum, 100 milljónir
hjá Ameríkumönnum og aðrar 100 milljónir hjá
ýmsum Vestur-Evrópuþjóðum. Mun þessi gjald-
eyrissjóður styðja þá, meðan umbæturnar eru að
’ hafa sín áhrif.
Þessar breytingar minna óneitanlega mjög á
!. þann hluta viðreisnarinnar íslenzku, sem snýr að
1 viðskiptamálum. Hér voru höft afnumin, eitt
gengi kom í stað margs konar gengis áður, yfir-
dráttarlán var tekið hjá alþjóða gjaldeyrissjóðn-
rnn og efnahagssamvinnustofnun Evrópu til að
auðvelda breytinguna. Það er því auðséð, að sjálf
ur Tito hefur tekið upp sömu stefnu í viðskipta-
málum og íslenzka ríkistjórnin hefur framkvæmt
undir stjórn Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptamála-
ráðherra.
íslenzkir kommúnistar börðust hvað hatramleg
ast gegn viðskiptaþætti viðreisnarinnar af þeim
sökum, að þeir töldu verzlun okkar við Austur-
: Evrópuríkin mundu minnka. Þeir kölluðu hina ný
frjálsu verzlun landsölu í hendur hinu vestræna
! auðvaldi, sem þarmeð væri að innlima okkur I
■ hagkerfi sitt.
Enda þótt Tito og hinar júgóslavnesku félagar
■ hans séu ekkií náðinni hjá Moskvukommúnistum,
(hefur enginn haldið fram, að þeir hafi selt sig
vestrænu auðvaldi. Það hefur í engu bólað á frá
Ihvarfi frá hinum júgóslavneska sósíalisma, sem
er að mörgu leyti ólíkur rússneska ríkiskapítal-
ismanum.
Það er raunar athyglisvert, að hin mikla við-
skiptabylting viðreisnarinnar hér heima hefur að
! mestu leyti horfið úr ádeilum stjórnarandstæð-
inga. Hún þykir ekki vænlegt árásarefni, enda
hefur hún gefið hina beztu raun: viðskipti eru
írjálsari og einfaldari en áður, vöruval meira,
: vörukaup skynsamlegri, minna af óþarfa en meira
gagnlegrar vöru, og loks er gjaldeyrisstaðan hrað
batnandi.
Það er enginn efi á, að bæði Tito og Gylfi hafa
‘l valið rétta leið.
2 3. janúar 1961 — Alþýðublaðj?
STARFSEI
Æ MEIRA EINKAFJÁR-
MAGNI VARIÐ TIL í-
BÚÐABYGGINGA í V-
EVRÓPU.
Enn er töluverður skortur
á íbúðarhúsnæði í V-Evrópu
og jafnframt eru lóðir til ný-
úygginga af skornum
skammti. V-Evrópulönd vinna
stöðugt að því að koma þess-
um málum í það horf, að hægt
verði að slaka á ýmsum á-
kvæðum í sambandi við húsa
leigu og einnig að draga úr
opinberum fjárveitingum til
íbúðabygginga. Miðar þetta
að auknu jafnvægi í húsnæð-
ismálunum. Á síðari árum
hefur einkafjármagni verið
varið til íbúðabygginga í æ
stærri stíl, en í löndum A-
Evrópu eru húsaleiga og íbúða
byggingar stöðug vandamál
st j órnarvaldanna.
Þessar upplýsingar og
margt fleira varðandi íbúða-
byggingar bæði í Evrópu og í
Bandaríkjunum er að finna í
nýútkominni .skýrslu — ,,Eu-
ropean Housing Trends and
Politics in 1959.“ Það er efna-
hagsstofnunin, ECE, sem ann-
ast útgáfuna. Á síðasta ári
batnaði ástandið í húsnæðis-
málum V-Evrópu verulega. —
Þá voru þyggðar 8% fleiri í-
búðir en árið áður (Ráð-
stjórnarríkin ekki meðtalin).
En samanburður húsnæðis-
ástandsins í S-Evi'ópu og öðr
um V-Evrópulöndum leiðir í
ljós, að bilið hefur ekkert
minnkað. Hagur S-Evrópubúa
er mun lakari en hinna hvað
þetta snertir.
Húsnæðisskorturinn er
meiri í A-Evrópulöndum en í
V-Evrópu, segir í skýrslunni,
því þar eystra er helmingi
fleira fólk á hverja íbúð en
að vestan verðu.
í Bandaríkjunum er ástand
ið miklu betra en í Evrópu,
bæði hvað viðvíkur íbúða-
fjölda og þægindum í híbýl-
um manna. íbúðabyggingar
hafa og verið meiri vestan
hafs en austan.
í mörgum Evrópulöndum
hefur hið opinbera dregið úr
fjárveitingu til íbúðabygg-
inga, en einkafjármagn kom-
ið í staðinn. 1 Bandaríkjunum
er einkaframtakið yfirgnæf-
andi.
Undanfarin ár hefur bygg-
ingakostnaður aukizt mjög
ört, en á síðasta ári stóð hann
í stað í mörgum löndum V-
Evrópu. Samt var byggingar-
kostnaður enn hár, þegat
miðað er við meðaltekjur og
verðlag á nauðsynjavarningi.
Tilraunir hinna ýmsu ríkja
til að stöðva hækkandi verð-
lag virðist víða hafa borið
harla lítinn árangur.
Það er einkennandi fyrir
húsnæðismálin í V-Evrópu, að
hið opinbera leitast við að
samræma þau öðrum greinum
efnahagslífsins. Það er því al-
gengt, að ríkisstjórnir skeii
niður framlög til íbúðabygg-
inga. En í A-Evrópu er það
hið opinbera, sem stendui?
straum af öllum slíkum fram*
kvæmdum —• og þar var um
aukið framlag að ræða á síð-
asta ári. Þó eru þess merki, að
stjórnir A-Evrópúlandanna
reyni að færa hluta ábyrgð-
arinnar yfir á aðra, m. a.
stjórnendur iðnaðarins. Og
þar eystra er töluvert farið að
bera á því, að stjórnarvöldini
reyni að vekja áhuga fólksina
sjálfs á íbúðabyggingum.
Útgjöld vegna húsnæðis ■
húsaleiga, hitun, ljós og hús-
gögn eru næst mikilvægastl
útgjaldaliður fjölskyldna í V-
Evrópu. Húsnæðið, ljós, hiti
o.s.fiv. meðtalið, er að meðal
tali sjötti hluti árstekna fólks
í 'V-Evrópu, þó ekki j Finn-
landi, Frakklandi, Grikklandi
og ítalíu þar sem húsaleig-
unni hefur verið haldið meira
Framhald á 11. síðu.
fýrverki þetta kvöld, en þegaE
fátæk heimili kveikja í blysum
og slíku fyrir mör.g hundruð
krónur finnst mér um of.
'1
UM HÁTÍÐIRNAR voru kirkj
ur fullar og komust færri að en
vildu. Aukin kirkjusókn efl
dæmi um meiri kyrrð og aukna
festu í lífi manna — og skiptir!
ekki máli hvort aukin kirkju-
sókn stafar af aukinni guð-
hræðslu eða ekki. Fólk leitar,
hvíldar, kyrrðar og jafnvægis.
Og því finnst að það öðlist þetta
allt í kirkju. Það mun líka vera
rétt. Einnig þessi ti.lfinning þes3
ber vott um afturhvarf frá ofsa
liðinna ára, þanspretti og kvíða,
sem alltaf fylgir ofsa í hvaða
mynd sem hann birtist.
ÉG HEF LESIÐ yfirlitsgrein-
ar stjórnmálaforingjanna. — Ég
saknaði mjög bjartsýni og nýrrai
hugsjóna til handa fólkinu. Okls
ur er öllum Ijóst, að gamlir at-
vinnuvegir eru hættir að vera sú
lyftistöng, sem þeir liafa verið,
jafnvel frá upphafi. Þá er acS
leita annarra, en á það var lítiS
sem ekkert minnst. Stjórnmála-
foringjarnir sýsluðu og bösluðu
nær eingöngu við árið áður o@
árið sem leið, en minntust varla
orði á ;næstu tíma, hvað þá að
þeir kveiktu blys. Það var skaði.
FORSETINN talaði um þegn-
skapinn. Það voru orð í tíma töl-
uð. Þegnskap skortir okkur ís-
lendinga um of — og þó höfuml
við hann að líkindum meirj en
stjórnmálaforingja grunar. Þeitj
hafa bara ekki þorað að reyna)
á hann fyrr en þá nú í sambandj
við efnahagsmálin. i
Hannes á horninu. $
H a n n es
h
o r n i n u
líf Við erum að læra.
ýV Athyglisverðar breyt-
ingar.
'fe Meiri kyrrð —
minna tildur
Boðskapur stjórnmála-
manna á áramótum.
' 1
ÉG HEF áður sagt, að margt
af því sem aflaga hefur farið í
sambúð okkar í fjölmenninu,
stafar af því að við höfum til
skamms tíma ekki kunnað að
búa í borg Við erum sveitamenn
— vanir því kynslóð cftir kyn-
slóð að búa í einangrun kóngar
eða kotungar á bæjunum og
skiptir litlu í því efni hvort við
vorum, því að hvort sem við
vorum, vorum við ráðríkir og
einþykkir, héldum fast utan um
það, sem við þóttumst eiga, og
fannst flest vera átroðningur,
sem við vildum síþt af öllu þola,
EN SMÁTT og smátt sækir í
áttina og framfarirnar á síðustu
áratugum hafa verið mjög stór-
stígar svo að nú er varla hægt að
þekkja borgarlífkl frá því sem
það áður var, — Ég vil í þessu
sambandi vekja athygli á yfir-
lýsingum lögreglunnar í sam-
bandí við þessi áramót. Hún seg-
ir, að nú hafi hegðun almennings
verið betri en nokkru sinni áð-
ur og fari sífellt batnandi. Þetta
er einn vottur þess að okkur er
að lærast fjölbýlið, kröfur þess
til okkar sjálfra og skyldurnar
við það.
MARGT má þó betur fara og
vil ég í því sambandi nefna um-
gengni í alme-nningsgörðum,
sem enn er mjög ábótavant, en
þar mun •einnig vera um bata
að ræða og hefur mestu um vald
ið þrákelni valdamanna um það
að gefast ekki upp fyrir skemmd
arcndum heldur taka alltaf upp
aftur þráðinn sem slitinn var.
Þetta er líka bezta aðferðin til
þess að kenna fólki úmgengnis-
menningu.
ÞAÐ ER að færast yfir borg-
arlífið meiri k.vrrð og heimilis-
menning en áður var. Jafnframt
virðist fólk lieldur draga sig í
hlé frá tildri og ofmögnun í ýms
um athöfnum, sem hafa oft ver-
ið með hálfgerðum villimanna-
brag. Ég held, enda hafa og marg
ir fullyrt það við mig, að ekki
hafi nú skothríðin verið eins
taumlaus og verið hefur mörg
umliðin gamlárskvöld. Nú má
enginn halda, að ég sé andvígur