Alþýðublaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 3
Afrískir toppar ræða einingu þar BRÚSSEL, 2. jan. (NTB/ REUTER/AFP). Það kom til átaka í dag milli lög- reglu og varkfallsvarða í bænum Namur í „rauða beltinu“ í Suður-Belgíu, þar sem verkalýðsforingj- ar jafnaðarmanna héldu fund, en m. a. kom fram á honum, að dreifing rík-> isvaldsins í Belgíu mundi verða ti'l góðs fyrir öll hér uð landsins. Segir í álykt- un fundarins, að endur- skoðun á pólitískri upp- byggingu landsins mundi tryggja samræmi í þróun mála í Belgíu allri og mundi langt frá því að skaða hagsmuni hinna flæmskutalandi verka- manna í norðurhluta landsins. Óttast menn í Briissel, að korna kunni til átaka milli Flæmingja í norðurhlutanum og hinna frönskumælandi Vallóna í suðurhluta landsins. Leiðtogar jafnaðarmanna og verkalýðsfélaga jafnaðar- manna hvöttu í dag verkfalls- menn til að hlýða aðeins skip- unum, er kæmu frá aðalstöðv- um verkalýðsfélaganna og öfgamenn úr 'Vallénhéruðunum Casablanca, 2. jan. — NTB- Reuter). — Kongómálið, Al- giermálið og það, sem gera má trl að styrkja einingu Afríku, verður sennilega aðalumræðu- efnið á „toppfundi“ átta Af- ríkuríkja, sem liefst í Casa- blanca á morgun. Fyrsti full- trúinn, Abdel Quadir al Allam, utanríkisráðherra Líbyu, kom flugleiðrs í dag frá París, en Nasser, forseti Arabíska sam- bandslj'ðveldisins, kemur sjó- leiðis á morgun. Hafa vinnu- veitendur verrð beðnir um að gefa frí, svo að starfsmenn þeirra geti fagnað honum. Nkrumah, frá Ghana, Tou- ré, frá Guineu, Keita frá Mali, voru væntanlegir flugleiðis í kvöld. Þeir koma með rúss- rússneskri flugvél og lenda á leynilegum, bandarískum flug- velli fyrir utan Casablanca. -Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem flugvél með rússneskri á- höfn lendir á vellinum. Ferhat Abbas, forsætisráð- herra algiersku útlagastjórnar innar, seinkaði vegna bilunar á flugvél hans. Það var Marokkóstjórn, sem átti frumkvæðið að ráðstefn- unni. WMHWVVWW.UlWAmMVMV ÞETTA er með nýjustu myndunum frá verkföll- unum í Belgíu. Verka- menn í hópgöngu um göt- urnar til að leggja áherzlu á kröfur sínar. I fararbroddi eru nokkr- ir helztu jafnaðarmanna- foringjar Belgíu. WHHHUUUWWUUMMMWM 30 rúbur brotnuðu AKRANESI í gær. KYRRT var hér um áramót in. Voru engir dansleikir hér á gamlárskvöld, enda hefur sú venja lagzt niður að hafa hér dansleiki í lok gamla ársins. 10 brennur voru víðs vegar í bænum. Kl. 12 á miðnætti söng karlakórinn Syanur á tröppum Akraneskirkju. Dag- inn fyrir gamlársdag voru hins vegar nokkrar róstur í bænum. Vor vanpað heimatil- 'búnum sprengjum á frystibús Heimásakaga og brotnuðu 30 rúður. Önnur slík sprengja braut einnig margar rúður í í- búðarhúsi. H.H. muni reyna að ná tökum á hinni miklu kröfugöngu, sem fram á að fara í Brussel á morgun. Hafa jafnaðarmenn tekið skýrt fram, að eingöngu verkamenn frá Brússel skuli taka þátt í henni, en öfgamenn í Vallénhéruðunum hafa hvatt aðra til að taka þátt í henni. Sunnudagsró var í Brussel í dag. Mörg' fyrirtæki höfðu gefið starfsfólki sínu frí vegna hátíðarinnar. Framkvæmda- stjóri hins volduga Alþýðusam bands jafnaðarmanna, Louis Major, sagði í viðtali við frétta stofuna AFP, að sambandið hefði gert nauðsynlegar ráð- stafanir til að fá sem flesta í allsherjarverkfallið. Major deildi á Eyskens forsætisráð- herra fyrir að stjórnin skuli enn sitja, þótt hún hafi nú orð ið falskan meirihluta á bak við sig. Hann kvað ríkisstjórnina hafa gert mistök er hún spáði því, að verkfallið myndi deyja út milli jóla og nýárs. Sú hefði alls ekki orðið raunin á. Major kvað kosningar í Belgíu nauðsynlegur eins skjótt og unnt væri. Þar á eft- ir mætti ræða hvort samsej'pu- stjórn jafnaðarmanna og kaþ- ólska flokksins væri hugsan- leg. Varaframkvæmdastjóri hins belgíska Alþýðusambands jafn aðarmanna aflýsti dag kröfu- göngunni miklu, sem átti að verða í Liege á morgun, þriðju dag. Þess í stað hvatti hann járniðnaðarmenn bæjarins til fundar utan við borgina við veginn milli Parísar og Liege. Aflýsing þessi er talin tilraun til að hindra að kommúnistar taki forystuna í verkfallinu. LONDON, WASHING- TON, MOSKVU, 20. jan. (NTB—REUTER—AFP). Hið geigvænlega ástand í Laos leiddi í dag til stór- diplómatiskrar starfsemi í höfuðborgum stórveld- anna. Jafnframt bárust fréttir þess efnis, að hægri herinn færi nú mjög ha'lloka fyrir vinstri hernum. Eisenhower forseti átti í dag viðræður við stjórnmála- og hernaðarráðgjafa sína um hina hættulegu þróun mála í Asíu. Engar upplýsingar hafa borizt um fundinn, en í hermálaráðu- neytinu var sagt, að æðsta her- stjórnin á Kyrrahafssvæðinu hefði hafið venjulegan öryggis- undirbúning, m. a. væri nú í- hugaður möguleiki á loftbrú til Laos. Brezki utanríkisráðherrann, Home lávarður, hefur í skyndi lokið fríi sínu og haldið til Lon- don til að setja sig inn í Laos- málin Formaður Verkamanna- flokksins, Hugh Gaitskell, hef- ur lýst yfir að ástandið sé mjög alvarlegt. Krústjov forsætisráð- herra Rússa hélt ræðu í kúb- anska sendiráðinu í Moskvu og minntist lítillega á ástandið í Laos. Útvarpið í Moskvu segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hyggi á vopnaða íhlutun í Laos. Það sé ástæðan fyrir því, að þessi ríki vilji ekki að alþjóða eftirlits- og stjórnar- nefndin fyrir Laos taki aftur upp störf sín. Útvarpið fullyrti einnig, að herir frá Norður- Vietnam hefðu ekki farið inn í Laos. Segir hið sama um það í fréttum frá London og París. Kvað talsmaður brezka utan- ríkisráðuneytisins engar upp- lýsingar fyrir hendi, er sanni innrás hersveita N-Vietnam. Talsmaðurinn sagði einnig, að brezka ríkisstjórnin myndi ekki eiga frumkvæði að umræðu um mál þetta í Öryggisráði SÞ. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins í París kvað ráðuneytið ekki vita til að n- vietnamisk innrás hefði átt sér stað. Staða hægrihersins í Laos hefur versnað verulega. Er vinstriherinn nú aðeins 50 km. frá aðsetursborg konungsins, Luang Prabang. Er kóngur nú í Vientiane. Vörn konungsborg- arinnar er nú sem óðast undir- búin. Ekki ber fréttum saman um bæi tvo í Norður-Laos. Eru upp lýsingar frá ríkisstjórn hægri- manna í Vientiane ósammála fréttum vinstrihersins um að bæir þessir hafi verið teknir um helgina af vinstrihernum. Framh. á 14. síðu. Alþýðublaðið — 3. janúar 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.