Alþýðublaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 7
Avarp forseta íslands á
Herra forsetinn Ásgeir Ásgeirsson„
Góðir íslendingar, nær og
fjær!
Ég ávarpa yður enn héðan
frá Bessastöðum fyrir hönd,
okkar hjónanna með innilegri
nýárskveðju og þökk fyrir
gamla árið. Mér er þá fyrst
Ijúft og skylt að flytja yður
hjartanlegar þakkir í tilefni
af endurkjöri á hinu liðna ári,
og bið þess af heiium hug, að
okkur megi auðnast að standa
svo í þessari stöðu sem traust
yðar og þjóðai'heill heimtar.
Guð gefi, að þetta nýbvrjaða
ár verði gott og farsælt fyrir
land og lýð. Vér ö;l í sam-
einingu kveðjum einnig
gamla árið með þakklátum
hug til forsjónarinnar fyrir
mildan vetur. gott vor og sól-
ríkt sumar. Þá er ekki hægt
■ að gera til hæfis, ef ekki iigg-
ur vel ú mönnum 03 'skepnum
í slíku árferði. -Náttúran hefur
stundum sýní annan svip í
voru norðlæga landi, þó engir
miðaldra menn muni nú orð-
iö neitt líkt því, sem kalla
mætti hallæri í eldri merk-
ingu.
Óáran hefur birzt í ýmsum
myndum: eldgos, jarðskjálft-
ar, hafís, grasleysi, aflabrest-
ur — og getur ]ika átt sér stað
í sjálfu manníólkinu. Afla-
bresturinn einn dregur nú
nokkuð úr, að allt leiki í
lyndi. Um stjórnarfar ræði ég
ekki, enda minnist ég þess
ekki, að allir hafi nokkru
sinni lokið upp einum munni
um þá hluti, hvorki til lofs né
lasts. En þó er ekki úr vegi að
minna á, að slíkt liggur að
nokkru leyti í sjálfu stjórn-
skipulaginu. Af lýðræði og
þingræði leiðir flokkaskifting
og flokkadráttur, hvort sem
mönnum líkar betur eða ver.
Og þegar sumir veita ríkis-
stjóm brautargengi en aðrir
mótspyrnu, þá er auðskilið, að
dómarnir verða ærið misjafn-
ir.
Eg vil biðja menn að skilja
þetta ekki svo, að ég sé að
finna að sjálfu stjórnskipu-
laginu. Ég fullyrði, að vér ís-
lendingar búum við það stjórn
skipulag í megindráttum, sem
oss bezt hentar, og sem á djúp
ar rætur í sögu þjóðarinnar,
alla leið aftur til landnáms-
aldar. Ég fullyrði einnig, að
ekkert það skipulag sé til né
hugsanlegt, sem.geri þegn eða
þióðhöíðingja óskeikulan eða
afmái mannlegan veikleika
né breyskleika. Og þó hygg
ég að vitsmunir, réttvísi og
náungans kærleikur njóti sín
bezt við frjálst lýðræðisskipu-
lag hiá þeim þjóðum, sem til
þsss haí'a þroska og sögulega
þróun.
í sögunni verður það talið
eitt meginatriði hins liðna árs,
hve inargar nýlenduþjóðir
hlutu þá frelsi og fullveldi,
ea eins og vér heymm í dag-
legum fréttum þá gengur ær-
ið misiafnlega að taka á móti
frjálsræðinu. Það er því á-
stæða til, að vér fslendingar
stingum höndinni í eigin
barm, og rifjum upp fyrir oss,
hvað því veldur, að þróun
vestræns lýðræðis og full-
veldistakan hefur gengið svo
hljóða- og snurðulítið með
vorri þjóð, sem raun er á, og
hvaða skilyrði séu fyrir því,
að oss farist sjálfstjórnin
framvegis vel úr hendi. Það
er ekkert stjórnskipulag svo
gott, að ekki þurfi að halda
vel á, og þeirri skoðun jafnvel
haldið fram af sumum, að
manneðlið sé svo rysjótt, að
það hljóti að ganga hverju
skipulagi til húðar á tiltekn-
um tíma. í frönsku bylting-
unni skiftist á þingstjórn
fárra manna veldi og einræði
á fám árum með miklum
hömngum, svo aðeins sé
nefnt eitt dæmi.
Eg hygg, að vér íslending-
ar höfum nokkuð einstæða
sögu að segja. Hingað komu
allir landnámsmenn með
sveit sína á skipum, og vís-
ast að þær skipshafnir séu
frumdrög vors stjórnarfars.
Orðið , ,sveit“ fær merking-
una hérað, og hreppamir,
sem enn eru við líði, eru hin
fyrsta félagsgreining. Hrepps
stjórn helzt óslitið til vorra
tíma, þrátt fyrir erlend yfir-
ráð, og enn em haldnir
hreppsfundir allra kosninga-
bærra manna, þegar svo ber
undir. Stofnun Allsherjar-
þings á Þingvölium { lok land
námsaldar er vort þjóðar-
stolt, og þeir em ótaldir með-
al erlendra þjóða, sem vita
það eitt um Island, að þar sé.
enn við liði elzta þing sögunn
ar — n.ema þeir kunni einnig
að nefna Heklu eða Geysi.
Með slíka forsögu að baki
var leið endurreisnarinnar
mörkuð, endurheimt Alþing-
is og fullveldis þjóðarinnar.
Hinar beztu endurminningar
vorar eru tengdar þjóðveld-
inu forna, og framtíðarvon-
írnar þingræði og fullveldi.
Sagan hefur gefið þjóðinni
þor, og trú á þegn og þing.
En sagan skapar þeim líka
líka mikla ábyrgð, sem á mál
um halda fyrir þessa og kom-
andi kynslóðir. Á því veltur
einnig virðing vor meðal ann-
arra þjóða, hvemig sem tekst
sjálfstjómin með svo dýran
arf að bakhjarli.
Pýramíði eða svo ég tali
íslenzku, keilir lýðræðisins
stendur hér á fornum og
breiðum gmnni. Er það
traustara en að hann standi
á toppinum. Heimastjórn hé-
raða um aldir er grundvöllur-
inn. Á annað þúsund ár eru
liðin frá stofnun allsherjar-
þings. Stjórnskipunin var svo
sjálfsögð, að hún hafði ekkert
sérstakt heiti fyrr en nú á
síðari tímum, er vér tölum
nýársdag
um þjóðveldi, þingræði og lýð
veldi. Iíún byggist á erfðum
og þeim tiðaranda, sem kom
ið hefur til hjálpar, og ríkt
hefur á síðari tímum í ná-
grenni voru. Stjórnskipulagið
hefur vaxið og þróast sam-
felt um aldir. Þróun Iýðræð-
isins fram á þennan dag hef-
ur reynzt auðvelt að fella
-saman við hinn forna arf, og
taarátta margra ágætra for-
ustumanna ber stjórnmála-
þroska þjóðarinnar góða sögu.
Og að síðustu, en ekki sízt,
byggist öi’yggi þjóðarinnar á
þroska hins einstaka þegns.
•Það erú í flestum málum sér
stök orð, sem slá birtu á
hugsunarhátt þjóðanna. Eitt
af þessum orðum í íslenzku.
máli er: „góður þegn.“ Þau
orð hafa enn sinn.ljúfa hljóm
og þegnskapurinn er hin
bezta stoð lýðræðisins. Það
er ekki meðal allra þjóða
þorað eða jafnvel þoranlegt
að treysta hinum „sauð-
svarta almúga.“ En því get
ég notað þetta orðatiltæki
hér, að ef það hefur nokkurn
tima haft pólitíska mérk-
ingu, þá er hún fyrir löngu
úr sögunni. Þegnunum er
treyst til að vera grundvöllur
skipulagsins, enda eru þeir
samaríar sögunnar eigi síður
en þeir, sem taldir eru til
forustumanna. í hvaða þjóð-
félagi sem er, þarf forustu,
þó með misjöfnum hætti sé.
En þar sem almennur kosn-
ingaréttur er ríkjandi, þá þarf
hinn góði þegn að geta dæmt
um menn og málefni. Eftir
málefnum og hagsmunum
velja flestir sér flokk, en hver
fulltrúi, sem er kosinn þarf
jafnan að taka ákvai'ðanir út
frá nýjum viðhorfum, og um
atriði, sem eru ókunn eða ó-
fyrirsjáanleg við kosningar.
Hinn góði þegn þarf því að
kjósa sér fulltrúa, sem er
dómbær og líklegur til for-
ustu. Án sliks aðhalds er ekki
víst að fiokkar vandi ætíð svo
til framboðs, sem skyldi.
Á hinum almenna kjósanda
hvílir ábyrgð og honum er
vandi á höndum. Hann dæm-
ír um hvernig þingmenn og
ríkisstjórnir hafi reynst und-
anfarið, hann verður að
mynda sér skoðun á álitsgerð-
um sérfræðinga í fióknum
þjóðmálum, og standast þung
an áróður úr mörgum áttum.
í lýðræðisþjóðfélagi er jafn
an ágreiningur. Án ágrein-
ings má segja, að kosninga
þyrfti ekki með. Ágreiningur
stafar af eðlilegum, mismun-
andi lífsskoðun, ólíkum hags-
raunum eða hreinni valda-
streitu. En það eru takmörk
fyrir .því, hve langt ágrein-
ingur má ganga og hvaða bar-
dagaaðferðum er beitt, svo að
lýðræðinu sé ekki hætta bú-
in. Á sama hátt eru takmórk
fvrir því, hvernig beita rnegi
meirihlutavaldi, þó sumt sé
raunar bundið í stjórnskipun-
arlögum. Það stendur enn í
gildi hið fornkveðna: Með
lögum skal land byggja. E11
lög ná aldrei út yfir allt
mannlegt lif. Til framkvæmd
anna þarf jafnan menn, dóms
vald og framkvæmdavald.
Það væri of langt mál að
ræða ítarlega þær skorður,
sem stjórnskipulag getur sett
við misbeitingu valds og áróð
urs'. En á sarna hátt og góður
þegn, þegnskapur, er megin-
örvggi stjómskipuiagsins. A
sama hátt er og verður hinn
góði drengur, drengskapur-
inn, höfuðtrygging réttlátrar
framkvæmdar. „Drengur góð-
ur“, er eitt af þessum orðtök-
um. sem lýsa hugsjón þjóðar
innar, réttlætiskennd og mann
úð. Berserkjagangurinn hef-
ur aldrei notio virðingar. —
Það \;æri hættulegur mis-
skilnirigur, að þegnskapur og
drengskapur komi ekki
flokksbaráttunni við. Þessi
hugtök ern tvistirnið í þeim
þjóðarþroska, sem gerir lýð-
ræðisskipuiag öruggt til fram
búðar.
í annan stað ber ekki: ætjð
eins mikið á milli í átökum
inlxan þjóðfélagsins og stund-
um virðist á líðandi stund eft
ir öidurótinu á yfirþorðinu.
Og vel hafa staðist flestar
aðalákvarðanir í málefnum
þjóðarinnar, þó hörðum á-
tökum hafi valdið á stund.
úrslitanna. íslendingar eru
óvenjulega samstæð þjóð, af
einurn stofni að kalla, tala
sömu tungu, mótaðir af einni
trú og þjóðerni. Andrúmsloft
íð hefur sín óbeinu áhrif hvað
sem skoðunum líður. Þessum
skyldleik er erfitt að lýsa til
hlítar, en vér finnum hann
þegar vér hittumst á förnum
vegi £ mannhafi erlendra
stórborga. Og við finnum
hann þráfaldlega í daglegu
lífi, innan fjölskyldu og í
vinahóp, á samkomum og á
stórhátíðum.
Hátíð er til heilla bezt. Það
höfum vér sjálfsagt flestir
fundið þessa dagana. Við
finnum það þegar Jólaguð-
spjallið er lesið, þessi undur-
samlegi boðskapur. sem lýsir
ætíð jafnskært í skammdeg-
ismyrkrinu. Vér finnum það
nú um áramótin. þegar vér
þökkum hver öðrum fyrir
gamla árið. Þrátt fyrir allt,
er það svo margt og mikið,
sem vér höfum hver öðrum
að þakka. Qg vér óskum hver
öðrum gleðilegs nýárs af
heilum hug í þeirri von, að
árið verði gott hverium um
sig og þjóðinni x heild, inn á
við og út á við. Bjartsýni og
kjarkur sómir vel nýbyrjuðu
ári.
1 hverri hátíð býr nokkuð
Framhald á 14. síðu.
Alþýðublaðið — 3. janúar 1961 y