Alþýðublaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 16
i
I
i
IWWMWWVtWWMWWMW
1
Húsmæður
ÞÆR eru frægastar
bandarískra Iiúsmæðra
um þessar mundir. Önn-
ur býr í Hvíta húsinu,
bin tekiuí |\J/ð Ibústjðrn
þar 20. þ. m. Myndin er
teki'n í síðastliðnum mán-
uði, þegar kona Kennedj s
tilvonandi forseta heim-
sótti frú Eisenhowers.
IWWWWMWWWWWWWWWWW
Námskeh
á vegum
S.V.F.I.
ERINDREKAR Slysavarnar-
félags Islands hafa í haust hald-
ið námskeið í Hjálp í viðlögum
í Samvinnuskólanum að Bif-
íöst, á mótornámskeiði og ung-
lingaskólanum á Eskifirði, í
Ásaskóla í Gnúpverjahreppi og
í Brautarholti á Skeiðum. Þáti-
takendur á námskeiðum þess-
um voru alls 252.
í lok námskeiða voru flutt
erindi um slysavarnarmál og
sýndar kvikmyndir_
Slysavarnardeildin Ingólfur í
Reykjavík hefir einnig haldið
námskeið í Hjálp í viðlögum,
sem voru vel sótt.
Nýr erindreki var ráðinn hjá
Slysavarnarfélaginu í haust,
Það er Garðar Viborg.
{mmD
42. árg. — Þriðjudagur 3. janúar 1961 — 1. tbl.
til umræðu
Greiðslubyrðin 12%
gjaldeyriste
ÁÆTLAÐ er, að á árinu
1961 muni greiðslur
vegna afborgana og vaxta
&f erlendum lánum nema
420 milljónum króna eða
11,7% af heildargjaldeyr-
istekjum þjóðarinnar, en
áætlað er, að þaer muni
nema 3600 milljónum á ár
inu.
Upplýsingar þessar fékk
Alþýðublaðið hjá Jónasi Har-
alz ráðuneytisstjóra f gær. —
Sagði Jónas, að þetta væru
nokkru meiri greiðslur en á-
ætlað hefði verið, er ríkis-
stjórnin tók við völdum og
væri ástæðan sú, að síðan
hefðu bætzt við ný lán svo sem
vegna skipakaupa.
Sl. ár námu greiðslur vegna
vaxta og afborgana af erlend-
um lánum 390 milljónum kr.
Iiafa greiðslur þessar stöðugt
farið hækkandi undanfarin
ár. Árin 1955—1959 voru
greiðslur vegna vaxta og af-
borgana af erlendum lánum
sem hér segir:
1955 38,3 millj
1956 47 millj.
NEW YORK, 2. jan. (NTB-
REUTER). Sendinefnd Pólverja
hjá SÞ sendi í dag Hammar-
skjöld, framkvæmdastjóra SÞ,
formlega kæru vegna síðustu
atómtilrauna Frakka í Sahara.
Eru Frakkar þar sakaðir um,
■að hafa brotið gegn ályktunum
SÞ frá tveim síðustu þingum,
þar sem lönd voru hvött til að
gera ekki slík’ar tilraunir.
1957 69,8 millj.
1958 87,3 miílj.
1959 138 millj.
(um 323 millj. samkv
núverandi gengi).
Á FUNDI bæjarráðs Rvíkur
10. des. sl. var lagt fram bréf
vegamálastjóra, dags. 27. des..
um vegarstæði fyrir Suður-
landsveg, milli Reykjavíkur og
Lækjarbotna. Alþýðublaðið
snéri sér til Sigurðar Jóbanns-
sonar, vegamálastjóra, íj gær
og spurðist fyrir um, hvort
nýjar framkvæmdir væru
þarna á döfrnni.
‘Vegamálastjóri kvað svo
ekki vera, heldur hefði erind-
ið til bæjarráðs verið út af
byggingum og öðrum mann-
virkjum á leiðinni Reykjavík-
Lækjarbotnar. Lög um Áustur
veg, þ. e. Reykjavík-Selfoss,
voru sett árið 1946, en ekki
hefur enn endanlega verið á-
kveðið um staðsetningu hans í
öllum atriðum.
Nú þykir hins vegar nauðsyn
legt, að taka ákvörðun um
þetta efni varðandi kaflann
frá Reykjavík upp að Lækjar-
botnum. Unnið var að málinu
í fyrrasumar. I bréfinu til
bæjarráðs fer vegamálastjórn-
in þess á leit, að stöðvaðar
verði byggingar, einkum sum-
arbústaðir, og mannvirkjagerð
á tveimur tilteknum svæðum,
þar sem veglínan mun liggja
í framtíðinni.
' Önnur þessara veglína er
norðan Rauðavatns, en hin
liggur út af núverandi vegi
rétt við Baldurshaga og dálít-
ið sunnar en vegurinn er nú.
Þó að verið sé að skipuleggja
þennan veg um þessar mund-
ir, er ekki að búast við fram-
kvæmdum á næstu árum. Á
Austurvegi verður fyrst og
fremst lögð áherzla á Þreng-
slaveginn áður en ráðizt verð-
ur í annað.
ikil þörf
fyrir blóð
UM ÞESSAR mundir eru
blóðbirgðir Blóðbankans í
Reykjavík með minna móti.
Stafar þetta af því hve dræm
þátttaka almennings hefur ver-
ið til blóðgjafa. Getur þetta á-
stand valdið erfiðleikum, ef
slys verða eða annað, scm lief-
ur það í för með sér, að útvega
verður blóð með stuttum fyrir-
vara.
í fyrradag þurfti m. a. að
senda nokkuð mikið magn af
Framhald á 14. síðu.
Juuranto
ræðismaður
er látinn
AÐALRÆÐISMAÐUR ís-
lands í Helsingfors, Erik Juur-
an,to, andaðist að kvöldi 30.
desember 1960.
Erik Juuranto var fæddur
26 apríl 1900. Hann var skip-
aður aðalræðismaður íslands í
Finnlandi 1947. Hann hafði
mikla þekkingu á íslenzkum
málum og kom mjög oft til ís-
lands. Var kona hans, frú Aline
Juuranto oft í för með honurn,
þ. á. m. í heimóskn Finnlands-
forseta til íslands.
’Erik Juuranto var sæmdur
stórriddarakrossi Fálkaorðunn-
ar með stjörnu.
Á liðnu ári var sonur hans,
Kurt Juuranto, skipaður ræð-
ismaður íslands í Helsingfors.
10 BRENNUR
Á AKUREYRI
Akureyri, 2. jan. — Um
áramótin var hérna afskaplega
gott veður, logn og frostlítið.
10 brennur voru í bænum og
var mikill fjöldi fólks saman
kominn til að horfa á þær.
Margir áramótadansleikir
voru haldnir í bænum og mik-
11 umferð síðari hluta nætyr.
Talsverð ölvun var, en hvorki
urðu slys né óhöpp af þeim
sökum.
Mjög hefur verið rólegt hjá
slökkviliðinu undanfarið. T.
d. var það aldrei kallað út um
jólin og áramótin,
G. St. ,