Alþýðublaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 13
Bust mgu nonna 0 SAGT hefur verið, að rúss- neska lögreglan væri hætt að koma á síðkvöldum heim til manna og jafnvel hafa þá á brott með sér. En hvenær geta menn verið öruggir um, að slíkir siðir séu af lagðir? Það kom a. m. k, fyrir allmarga sovétborgara fyrir skémmstu að trúa ekki, að hinir gömlu siðir OGPU og NKVD væru fyrir bí. Þegar hörkulegir og skuggalegir náungar tóku að; berja að dyrum hjá ýmsum fjölskyldum í Moskva og víð- ar, kunni fóik ekki önnur ráð betri en gera allt, sem þeim var upp á lagt. Svo var það um fjölskyldu Ninu nokkurrar Ivanovu, sem er forstjóri ríkis-fornsölu í Moskva. Hinir skuggalegu menn komu þar eitt kvöld. — Þeir sögðu, að Nina hefði ver- ið handtekin og heimtuðu allt lausaf éhennar. Móðir hennar þorði ekki annað en verði við skipuninni og afhenti poka með 250,000 rúblum í pening- um og ríkisskuldabréfum. Aleksei Aleksandrov, feld- skeri, varð á sama hátt dauð- skelkaður, er hinir skug'galegu heimsóttu hann, og' afhenti þeim 300.000 rúblur í pening'- um og loðfeldum. Loks fór eitt lafhrætt fórn- _________ ardýr til lögreglunnar og . spurði feimnislega, hvort hin- n| , I ir skuggalegu menn væru í 010/71/00 raun og veru frá lögreglunni. Þegar hinir skuggalegu menn voru kallaðir fyrir rétt í Moskva fyrir skemmstu, og kom þá upp nýtt vandamál, sem mun vera fátítt annars- staðar í heiminum .Þeir, sem rænt hafði verði frá, fengust ekki með nokkru móti til að gangast við því, að þeir hefðu átt öll þau verðmæti, sem frá þeim hafði verið stolið. Nina Ivanova og móðir hennar héidu því statt og stöðugt fram, að í pokanum hefðu að- eins verið 100.000 rúblur í stað 250.000. Aleksandrov hélt því fram, að tap.sitt hefði ver ið 45.000 rúblur en ekki 300. 000 og' neitaði jafnvel að hann ætti demantsett úr, er honum var fengið til að bera kénnsl á. * Það kom í ljós í dálkum Pravda, hvers vegna. hmir rændu vildu ekki gangást við því, sem frá þeim hafði venð rænt. Blaðið sagði: „Við bú- umst við því, að And-brasks- iögreglan muni reyna að skýra hvernig fórnarlömbunum tókst að safna saman svo miklu fé. Berum orðum sagt er það tæpast venjulegt fyrir verzlunarstjóra eða feldskera að eiga hundruð þúsunda rúblna“. Nú kom í ljós, að svo var ekki og á endanum voru þeir handteknir, eftir að hafa dreift ógn um hjörtu manna frá Moskvu til Leningrad, til Kharkow og Stahno. Steinunn Þórarinsdóttir Dáin 21. des, 1960. Kveðja frá gamalli húsmóður hennar. Þú varðst lífsstríð langt aðheyja, lúin varstu, þreytt á sál. Þaó er engum unnt að segja, aðeins tala þagnar mál. Allt þú vannst með heilum huga, hafðu þökk fyrir verkin trú. Þitt var stolt að stríða og duga, störfin vanda, gjörffiir þú. Flyt nú heil til friðar landa, faðir Guð, þér; veití skjól. Þess ég óska þér til handa, þar við taka eiííf jól. Una Sigtryggsdóttir. Áramótahugleiðing timburverziun Timburverzluniriýa. Evrópo hefur aukizt mjög að undan- förnu, segir í „Timber Bull- etin for Europe“, sem er ný- komið út. Allt bendir til, að verzlunin muni á þessu ári slá öll fyrri met. Jafnframt hefur tekizt að samræma bet ur en áður framboð og eftir- spurn og er ekki annað sýnt en jafnvægi komizt á. Eftir- spurnin varð mest á öðrum ársfjörðunginum og þá var mikið um innflutt timbur frá Ráðstjórnarríkjumim og Kan- ada á niarkaðnum. Saman- lögð timburframleiðsla í Ev- rópu á þessu ári er áætluð 11 milljónir standarda miðað við 10,46 á síðasta ári og 10,71 árið 1958. Framleiðsla Ráð- stjórnarríkjanna er þarna ekki meðtalin. Framleiðsla og verzlun harðviðs hefur verið skrikkj- ótt undanfarin ár. Nokkur seinustu árin hefur fram- leiðslan farið minnkandi, en á síðasta ári varð aftur aukn- ing, sem enn er stöðug. — Framh. á 14. síðu Framhald af 4 síðu. tíma, er þeir máttu sízt við því. M. a. af þeirri ástæðu mun verkamönnum finnast kjaraskerðingin mun meiri en ríkisstjórnin spáði. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar, að kaup hinna lægst laun- uðu væri það hátt, að verka menn gætu lifað sómasam- legu lífi af 8 stunda vinnu- degi. En ei að síður hefur það verið svo hér á landi, að verkamenn hafa tekið allri yfirvinnu fegins hendi og má fullyrða, að eftir- vinnutekjur hafa bætt lífs- kjör verkamanna stórlega hér undanfarin ár. Þaffi eru því mikil viðbrigði er slík- ar tekjur falla að verulegu leyti . brott á skömmum tíma. Við því mátti búast, að ráðstafanir ríkisstjórnar- innar leiddu til nokkurs samdráttar, þar eð þeim var m. a. ætlað að draga nokkuð úr fjárfestingu. Undanfarin ár hefur fjár- festing hér á landi verið ó- eðlilega mikil og meiri en l»jóði„ hefur getað staðið undir með eigin spprnaði. Er þar ein ástæðan fyrir skuldasöfnun íslendinga er- lendis og verðbólgu innan lands. Ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar var ætlað að stöðva þessa óheillaþróun, jafna gjaldeyrishallann við útlönd og stöðva verðbólgu þróun innan lands. En rík- isstjórnin var staðráðin í því frú upphafi, að ganga ekki svo langt, að atvinnu- leysi my.ndaðist. Þess vegna skyldi vaxtahækkunin að- eins vera til brúðahirgða. Það er erfitt að fara í þess- um efnum hinn rétta meðal- veg. Sumir hagfræðingar halda því fram, að ekki geti farið saman full atvinna og stöðugt verðlag, en hvort tveggja eru markmið, sem við stefnum að. Víst er um það, að erfitt er að sam- ræma þessi tvö markmið og einn höfuðvandi ríkisstjórn ar okkar er einmitt sá, að lúta þetta takast. Það ea* svo, að ráðstafanir, sem gerðar em gegn verðbólgu, skapa samdrátt, en ráðstaf- anir gegn samdrætti skapa aftur á móti þenslu, er leitt getur til verðbólgu. Svo er um úrræði eins og hækkun eða lækkun vaxta. Hækkun vaxta dregur úr verðbólgu, en um leið draga fyrirtækin saman seglin og atvinna minnkar. Lækkun vaxtanna hefur aftur öfug áhrif, öiw- ar framleiðsiu fyrirtækj- arm„ og um leið atvinnu hiá þeim ag skapar þannig þenslu. Allir virðast vera sam- mála um að berjast gegn verðbólgunni og halda þó fullri atvinnu. En margir gera sér eltki grein fyrir liversu erfitt getur verið að samræma þetta tvennt. Al- þýðuflokkurinn hefur alltaf talið, að leggja heri höfuð- áherzlu á, að tryggja fulla atvinnu o-g var sú skoðun flokksins áréttuð á nýaf- stöðnu ílokksþingi. Hlýtur Alþýðuflokkurinn að skoða það sem eitt höfuðverkefni sitt í ríkisstjórninni að tryggja það, að stefnumáli flokksins um fulla atvinnu verði framfylgt. Væntanlega verður vaxta lækkun sú, sem nú hefur gengið í gildi t»l þess að auka nokkuð atvinnu á ný, svo að verkamenn fái nokkr ar viðbótartekjur að nýju. Má öllum það ljóst vera, að verkamenn geta varla fram fleytt fjölskyldum á dag- vinnukaupinu cinu, sem ger ir aðeins um 4000 kr. á mánuði. Einhverjar ráðstaf anir aðrar þarf því óhjá- kvæmilega að gera til þess að hæta kjör hinna lægst launuðu. Vandinn verður sá að finna aðra leið til þess en leið grunnkaupshækkun ar. Almennar grunnkaups- hælikanir nú mundu á svip- stundu eyðileggja árangur efnahagsráðstafananna og ckki leiða til annars en þess að fljótlega yrði á ný að taka upp útflutningsupp- hætur eða lækka gengið á ný. Launþegar hafa ekki s;agn af kjarahótum, er hafa mundu slíkar afleiðingar. Þeir þurfa raunhæfar kjara hætur. Það, sem einkum þyrfti að athuga í því sam- handi, er hvort ekki væri unnt að taka upp ákvæðis- vinnu að verulegu leyti í verkamannavinnu. Það lief- ur veriffi gert með góðum árangri í nágrannalöndum okkar og fært verkamönn- um þar miklar kjarabætur. Hið sama gæti einnig átt sér stað hér. Er það raunar furðulegt, að forustumenn Dagsbrúnar skuli aldrei hafa gert neitt til þess að koma slíku skipulagi á hér. En það er eing og þeir hafi aldrei komið auga á aðra leið en grunnkaupshækkun og verður að ætla, að ann- arleg sjónarmið valdi þar nokkru um og vegi þyngra e„ hagsmunir verkamann- anna. Aflabrestur fiskiskipanna undanfarið og vandi útvegs ins hefur enn á ný opnað augu manna fyrir því hversu áhættusamt það er fyrir þjóðarbúskapinn að eiga nær allt undir sjávar- útveginum. Nauðsyulegt er fyrir íslendinga að byggja upp ný.iar atvinnugreinar, svo að þeir þurfi ekki að vera um of háðir einum at- vinnuvegi. Um þetta hefur mikið verið rætt og margir bent á að efla þurfi iðnað svo mjög í landinu, að unnt verði að fíytja út ís- lenzkar iðnaðarvörur og afla á þann hátt gjaldeyris- tekna. Til þess að svo megi verða í stórum stíl þarf mikið átak og eins og nú er ástatt í fjárhagsmálum Is- lendinga virðist enginn veg ur að koma upp stórum iðin- fyrirtækjum í landinu nema fengið verði erlent fiár- magn til Iandsins. Okkur nægir ekki að fá erlend lán, við verðum að fá erlenda aðila til þess að leggja fé í íslenzk stóriðjufyrirtæki. Og ég tel ekki að við þurf- unt að vera smeykir við það. Við getum auðveldlega á sama hátt og frændur okk ar Norðmenn búið svo um hnútana, að yfirráð íslcnd- inga yfir slíkunt fyrirtækj- unt yrðu tr.vggð. En það er ekki nóg að rita og ræða urn þessi mál. Það þarf að gera eitthvað. Núverandi ríkisstjórn ætti að láta hendur standa fram úr erm unt og senda mann til Nor- egs til viðræðna við ríkis- stjórnina þar um reynslu Norðntanna af stóriðju og erlendu fjármagni. Helzt þyrfti einnig að ræða við Trygve Lie, sem ferðazt hef ur um heiminn á vegunt norsku stjórnarinnar ttl þéss* að útvega fjármagn til Noregs. Enginn vafi er já því, að Norðmenn gætu gef i« íslendingum mörg góð ráð í sambandi við jtessi mál. Árið 1961, sem nú gengttr í garð. mun skera endan- lejr;i úr um efnahagsaðgerð ir ríkisstjórnarinnar. Því er ckki að neita, að ýmsar bl'kur eru á lofti. Stiórnar- andstaðan svífst einskis og kommúnisar munu vafa- laust nota fyrsta tækifæri til þess að ota verkamönn- um út í verkföll í því skyni að knýia fram grunnkaups- hækkanir. Takist þeim að konta á almennum grunn- kauoshækkunum. tekst þeim vafalaust um leið að eyðileggin efnahagsráðstaf- anirnar. Það, sem riður ú, Pl. -iffi veita verkamönmrm kiarbætur i öðrti forrni að- ii- pn kommúnistum tekst að framkvæma óhannaverk sín. Enda bótt ríkisstiórnin muni ekki skinta sér af la»madeihtm getur hún stuðlaS að hví að þetta tak- ist. V'ð skuhnn vona. að farsæl lausn finnist á þess- um málurn o"- anð 1961 verðs hagstætt fslendingum. GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Alþýðublaðið — 3. janúar 1961 ^3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.