Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 10
Ritstjóri: Örn Eiffssoi Aðeins 6. + í STÖKKKEPPPNI i Obers- dorf nýlega sigraði Finninn Juhani Karkinen, hlaut 226 st. og stökk 73 og 73,5 m. Annar varð Sjöberg Svíþjóð, en olym- píumeistarinn Recknagel var sjötti„ _ __ Tekst Strangari kröfur í Tókíó + BANDARÍKJAMENN munu koma með tillögu um að setja strangari kröfur til að koma í aðalkeppni Olympíuleikanna í Tokyo, en þær voru £ Róm í sumar. í»eir álíta að það sé eina leiðin til að þátttakan verði við ráðanlegri. Tillaga þessi verður lögð fram á næsta fundi alþjóða oympíunefndarinnar og er bú- það? Fallegur leikvangur Aðalleikvangur næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu, sem fram fer í Chile 1962 er í Santiago og umhverfi hans er fiallegt eins og myndin sýn j izt við að margir séu henni hlynntir. Tillaga Avery Brundage, for- ; manns nefndarinnar um að ol- í ympíusigurvegarar fái ekki að verja olympíutitilinn á næstu leikjum hefur ekki fengið hljómgrunn og mörgum finnst hún frálcit. Ekki ráð nema í tíma sé tekið SÆNSKA skautasambandið hefur nú þegar valið nokkra skautamenn til sérstakra æf- inga fyrir Vetrarleikana í Inns- bruck 1964. — Segja má að ekki sé ráð nema i tíma sé íek ið. Það leikur víst enginn vafi á því, að Tottenham er lang- bezta félagslið' Englands í dag. Aldrer fyrr í sögu ensku knattspymunnar hefur það skeð, að félag hafi hjotið 44 stig eftir 23 leiki utan einu sinni og það var reyndar Tottenham, sem vann það afrek í 2. deild fyrir 10 árum — hafði 41 stig. í sambandi við þessa yfir- burði Tottenham má geta þess, að liðið hefur sett sér takmark á þessu keppnistíma bili í sögu enskrar kna\tt- spyrnu, að slá þrjú met, en þau eru; j 1. Að hljóta fleirr stig en nokkurt félag hefur hlotið. 2. Að vinna mesta yfirburða- sigur sögunnar — og 3. Að gera fleiri mörk en áð~ ur hetfur Verið j^ert í I. derld. Sannleikurinn er sá, að liðið hefur mikla möguleika til að vinna þetta afrek. Stökk 2,14 * SILFURMAÐURINN í há- stökki frá Róm, Brumel, Sovét. hefur stokkið 2,14,5 m. í há- stökki innanhúss nýlega. ENN er eitt árið liðið í aldanna skaut. — Fyrir í- þróttamenn var þetta við- burðarríkt ár, en þar ber Oiympí^ ileikana (að sjálf- sögðu hæst. Vetrarleikarn- ir voru haldnir í Squaw Valiey, Bandaríkjunum og sumarleikarnir í Róma- borg. ísland sendi þátttak- endur á leikana, skíðamenn til Squaw Valley og frjáls- íþróttamenn og sundfólk til Rómar. Heyrst hefur á mörgum, að þeim hafi lítið þótt korna til árangurs íslenzku keppendanna á leikunum og sumir ganga það langt, að þeir telja þátttöku okk- ar í þessari alheimskeppni íþróttafólks út í bláinn. Þegar það cr athugað, að um það bil 30 þjóðir hlutu ekki mann meðal sex beztu í neinni grein i Róm, þá er ekki hægt annað en segja, að við höfum átt erindi þangað íþróttalega. Vil • hjálmur Eiuarsson háði þar harða baráttu við beztu þrístökkvara heimsins og aðeins fjórir urðu hliit- skarpari, þar af voru tveir þeirra mjög heppnir, náðu einu lukkustökki hvor, sem varð til þess, að Vilhjálm- ur missti af bronzverðlaun- um. —- Hærra ber samt af- rek Vilhjálms á Meistara- móti íslands, er hann jafn- aði staðfest heimsmet og stökk 16,70 m. — Aðeins heimsmetkafanum Joszef Schmidt, Póllandi hefur tekizt að stökkva Iengra, cn hann stökk fyrstur allra Iengra en 17 metra á pólska meistaramótinu, tveim dög um áður en Vilhjálmur vann sitt afrek. — Um aðra keppendur Islands á Olym- píuleikunum er það að segja, að þeir stóðu sig yfir leitt sómasamclga, þó að þeir yrðu að snúa heimleið is án verðlauna eða stiga eins og þúsundir annarra keppenda. ★ Það er bezt að fara nokkr um orðum um hinar ein- stöku íþróttagreinar, sem iðkaðar eru hér á landi. Við skulum byrja á þeirri grein — sem haldið liefur nafni íslands hæst á lofti sem í- þróttaþjóð undanfarna tvo áratugi — er þar átt við frjálsíþróttir. Árangur frjálsíþrótta- fólks í fyrra var svipaður og undanfarin ár, við eig- um nokkra toppmcnn á Evr ópu- og heimsmælikvarða, en bilið í næstu menn er of mikið í flestum grein- um. Þó virðist þetta heldur fara batnandi, a. m. k. er meðaltal 10 beztu í nokkr- um greinum betra en nokkru sinni og yfirleitt gott í flestum, nema milli- vegalengdum og langhlaup um. í þeim greinum hefur aldrei verið mikið fjör hér á landi og deyfðin í þeim greinum hefur gert frjáls- íþróttamót dauf og orsakað lítinn áhorfendafjölda. — Eitt mesta gleðiefni sl. ár, fyrir unnendur frjálsí- þrótta er aukin þáttíaka í drengjamótum. Keppnin á þeim er einnig skemmti- legri en á mótum fullorð- inna, þar er barizt um hvert sekúndubrot og senti meter og ómögulegt að spá neinu fyrirfram um úrslit. Áhugi kvenfólks og árang- ur hefur vaxið og batnað mikið á sl. ári. í öllum greinuni var meðaltal fiimn beztu stúlkna betri en ár- ið áður og í simium grein- um, t. d, spretthlaupum, er árangur að verða boðlegur á Norðurlöndum, það vant- ar aðeins herzlumuninn. Landsliðið í frjálsíþrótt- um var tvisvar í eldinum. Fyrst var það fjögria landa- keppnin í Osló, þar sem einn maður tók þátt í hverri grein. Við töpuðum fýrir Norðmönnum og Belg um, en sigruðum Dani enn einu sinni, þó að munurinn væri lítill. Við vorum ó- heppnir með meiðsl og veikindi í sambandi við þessa keppni. Síðari keppn in var svo gegn B-liði Aust ur-Þýzkalands, en hcnni töpuðum við með miklum mun eins og búizt vav við. A-Þjóðverjar eru með sterkustu frjálsíþróttaþjóð- um Evrópu, ,,breidd“ þeirra er mikil, þannig að B-Iiðið er lítið lakara en A-liðið.. Því verður samt ekki neit- að að einhver deyfð var yfir islenzka liðinu og þanu baráttuhug, sem oftast hef ur fært okkur sigur í við- ureigninni við Dani, þegar litht hefur munað vantaði. — Næsta sumar mætir ís- lenzka liðið Þjóðverjum hér á Laugardalsvellinum og við skulum vona að bet- ur gangi þá. Eítir óvenjugott knatt- spyrnusumar 1959, er við sigrum Norðmenn hér heima og náðum jafntefli við- Dani í Idrætsparken, kom mikill lafturkippur sl. ár. Það var eins og ein- hver óáran væri í knatt- spyrnunni í fyrra, samtaka og agaleysi, en slíkt orsak- ar vitaskuld lélega knatt- spymu. Þetta byrjaði eftir 0:4 ósigurinn gegn Norð- mönnum 9. júní, 'sá leikur var frá upnhafi liæpinn JO íal>úar 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.