Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 3
Breytir USA-stjóm Slítð varð fundi Or- stefnu sinni í Laos? yggisráðs vegna láta VIENTIANE, 4. jan. (NTB- REUTER-AFP). Hin nýja stjórn Laos, undir forsæti Boun Oums prins, var í dag formlega sett í embætti með samhljóða atkvæðum 41 viðstadds þing- manns. Boun Oum sagði í gær, að stjórn hans mundi stefna að góðum samskiptum við grannríki og landið mundi forð- ast að skinta sér af innanríkis- málum annarra ríkja. Umræðan á þingi einkennd- ist af skörpum orðaskiptum milli Phoumi Nasavans, hers- höfðingja, og Poi Sananikone, fyrrverandi forsætisráðherra. Hélt Sananikone því fram, að stefnuskrá stjórnarinnar væri alltof veik og ónákvæm og lagði fram margar spurningar .um, hvernig stjórnin hyggðist snúast við ýmsum, ákveðnum vandamálum. 'Hann spurði, hvort stjórnin hyggðist leysa upp byltingar- nefndina í Savannakhet, sem Nosavan, hershöfðingi, hefur sett upp og er vinveitt vestur- veldunum. Phoumi Nosavan sagði í sinni ræðu, að hann teldi, að Laos ætti að hafa góð samskipti við nógranna sína, en fjögur ná- grannaríkjanna hefðu ekkert annað en illar óskir í garð La- os. „Þegar þessi ríki breyta af- stöðu sinni"‘, sagði Nosavan, ,,munum við breyta okkar af- stöðu, en ekki fyrr“. Hann taldi auðveldara að finna skýr- inguna á borgarastyrjöldinni utan landamæra Laos en með- al landsmanna sjálfra. Fréttastofa Reuters kveður bardaga enn háða í norður- hluta Laos-ríkis og eigast þar við fallhlífarsveitir Kong Lae kapteins og kommúniskir skemmdarverkamenn í tengzl- um við Pathet Lao hreyfing- una. Ríkisstjórn Laos-ríkis held ur því fram, að herlið frá hinu kommúniska Norður-Vietnam haldi áfram aS þyrpast inn í landið vinstrihernum til styrkt ar. Kveðst hún munu biðja um aðstoð erlendis frá ef innrás norðanmanna linni ekki skjót- lega. Fréttaritari AFP-fréttastof- unnar í Washington hefur það eftir góðum heimildum þar, að ríkisstjórnin þar liyggi nú á vægari stefnu í Laos-málinu og geti nú jafnvel hugsað sér að vopnahlésnefndin, er starfaði í Indó-Kína 1954, hefji aftur störf sín„ Er talið að Kennedy væntanlegur forseti hafi á leynifundi hvatt ríkisstjórn Eis enhowers til að stíga ekki þau spor í þessu máli er stjórn Kennedys gæti ekki breytt, Þótt svo fari, að ríkisstjórn Bandaríkjanna gerist því með mælt að vopnahlésnefndin faki aftur til starfa, efast margir um að hún næði verulegum ár- angri — í fyrsa lagi vegna þess að henni hafa verið sett erfið skilyrði af stjórn Boun Oum — og í öðru lagi vegna þess, að fjölmargar þjóðir munu ekki I fást til að viðurkenna núver- andi ríkisstjórn Laos, stjórn Boun Oum. Frá Moskvu berst sú frétt, að hinum landflótta forsætis- róðherra Laos-ríkis, Souvanna Phouma, er var fyrir hlutleys- isstjórninni, hafi í bréfi til sovétstjórnarinnar stungið upp á alþjóðlegri ráðstefnu um Laos Var bréfið birt í Isvestia í morgun. Forsætisráðherra hins kommúitiska Norður-Vietxtam ltefur ritað mörgunt ríkisstjórn- um bréf og krafizt brottfarar alls bandaríks herliðs, vopna og sérfræðinga af laotískri grund áður en slík ráðstefna kentur saman. Toppkratar östefnu SALZBURG, 4. jan. (NTB— REUTER). Foringjar jafnaðar Hammarskjöld S Leopoldville, 4. jan. S S (NTB-Reuter). S ^ DAG Hammarskjöld, ^ ^ framkvæmdastjóri SÞ, ^ * kom trl Leopoldville í • ) dag. Hyggst hann kynna ^ ^ sér þróun ntála í Koitgó. ^ ( Mikill mannsöfnuður tók ^ ( á móti Hamntarskjöld og ( ^ hyllti hann. Til átaka ( kont rnilli þeirra er ( S hylltu og annarra er \ S gerðu það ekkr. Suntir S S báru spjöld er kröfðust S S þess, að Þjóðþingið komi S S santan, en önnur óskuðu S S honunt langlífis. S maitnaflokkanna í V-Evrópu kontu santan í dag á ráðstefnu í Salzburg. Ráðstefituna sitja ýmsir æðstu menn jafnaðar- mannaflokka þessara og aðeins tveir til þrír frá hverjunt flokki. Meðal þeirra, sent kontitir eru til ltennar, eru þeir Tage Erlander forsætis- ráðherra Svía, Viggo Kamp- mann, forsætisráðherra Dana, Hugh Gaitskell, forntaður brezka jafnaðarmannaflokks- ins, Nils Langhelle, forseti norska Stórþingsins og Bruno Pittermann, formaður austur- ríska jafnaðarntannaflokksins Og vara-kanzlari ríkisstjórnar landsixts. Pittermann hélt frantsöguerindið á ráðstefit- unni og fjallaði það um stefnu jafnaðarntannaflokkanna í Ev- rópu, möguleika þeirra á valdatöku og leiðir til henitar. New York, 4. jan. — NTB- Reuter, — Öryggisráð SÞ ræddi í dag kæru Kúbumanna á hendur Bandaríkjamömtum vegna þess, að þeir hafi á prjónununt innrás á ejTna. — Wadsworth, fulltrúi Banda- ríkjamantta, lýstr því yfir við upphaf untræðunnar, að Bandaríkjastjórn hefði ákveð- ið að slíta stjórnmálasam- bandi við Kúbu. Ilefði verið svo komið, að sendimenn Bandaríkjamta hefðu ekkr lengur getað unnið störf sín þar í lattdi. Unt ákæru Kúbu- ntanita sagði hann, að hún væri „móðursýkisleg.“ Hann kvað Bandaríkja- stjórn ekki hafa neitt að ótt- ast né neinu að leyna, — ef nokkrir hefðu eitthvað að ótt- ast, væru það leiðtogar Kúbu, sem á sl. hálfu ári hefðu gert sig hlægilega í augum heims- ins. Ráðið varð að gera hlé á umræðum sínum vegna trufl- ana af hálfu kúbanskra mót- mælamanna á áheyrendapöll- unum, sem tóku Roa, utanrík- isráðherra Kúbu, með köllum, eins og „svikari,“ er hann hóf mál sitt. Formaður ráðsins, Omar Loufti frá Arabiska sam bandslýðveldinu, hótaði að slíta fundinum, ef látunum ekki linnti. 'Verðir fluttu óróa seggina á brott. Úr ræðustóli hélt Roa því fram, að Banda- ríkjamenn stæðu að baki lát- unum. Þetta var í fyrsta sinn, sem fundi ráðsins hefur verið slitið vegna láta á áheyrenda- pöllum. Þegar fundur hófst að nýju gerði Roa harða árás á Banda- ríkjastjórn, kallaði stjórn Eis- enhowers afturhaldsstjórn, og kvað Kúbumenn mundu berj- ast gegn henni, þar til Eisen- hoÉer færi úr Hvíta húsinu og þar til Wall Street léti Kúbumenn í friði. Hann kvað Kúbumenn hafa orðið fyrir undii-ferli, mútum og þvingun- um vegna þess, að Bandaríkja menn vildu „hegna kúbönsku byltingunni.“ Kjarnasmiðja springur í loft Washington, 4. jan. Verksmrðja til smíði á kjarnorkuhreyflum í Id- alio sprakk í loft upp í nótt. Sundraðist bygging- in gjörsamlega og fórust 3 vaktmenn þar. Stórt svæði kringum verk- smiðjurústirnar er talið mjög hættulegt. Ekkr er enn vitað, hvort lxér hef- ur orðið kjarnorkuspreng ing' eða kemísik spreng- ing. — Fyrsti kjarnorku- hreyfill heimsins var smíðaður í þessarr verk- smiðju (fyrir kafbát) en nú var unnið þar að gerð kjarnorkuhreyfla fyrir flugvélar. Washington, 4. jan. Skotið var í gær á banda- ríska flugvél yfir Laos. Er þetta í annað sinn sem það gerizt. Var þarna um að ræða flugvél frá bandaríska sendi- ráðinu í Vientiane og var hún óvopnuð. Skotluíðin kom úr fallbyssum á landsvæði vinstrihersins. BRÚSSEL, 4. jan. NTB— REUTER—AFP). — Mið- stjórn belgíska jafnaðar- mannaflokksins og stjórn Almenna verkalýðssam- bandsins áttu sameigin- legan fund með sér í dag. A fundinum var rætt um hvað gera skuli nú, er belgíska þingið hefur sam þykkt sparnaðarfrumvarp ilð mikla. Er það álit frétta ritara að aðeins sé um tvennt að velja: að hvetja menn til að hverfa til vinnu eða stefna áfram að skiptingu landsins í tvö ríki. Vexkfallsmenn héldu fjölda- fund í Brússel í dag, og var þar ákveðið, að verkamenn frá suðurhluta landsins skyldu fara kröfugöngu til Brússel og auka þar með baráttuna gegn sparnaðarstefnu stjórnarinn- ar. Fundurinn var haldinn í aðalstöðvum verkalýðssam- bandsins og að honum loknum héldu menn út á stræti og hófu nýja kröfugöngu inn í miðborgina. Er þangað var komið eyðilögðu verkfalls- menn, er voru um 1000 manns strætisvagna og vörubíla, réð- ust á skrifstofubyggingar blaða og Sabena-flugfélagsins og gerðu fleira til miska. Áð- ur höfðu þó 6—7 þúsund kröfu göngumenn gengið um göt- urnar, sungu alþjóðasöng jafn aðarmanna og franska þjóð- sönginn. Skólar áttu að hefjast í dag eftir jólafríið, en í Suður- Belgíu eru flestir kennarar í verkfalli og hófst því engin kennsla. Jafnframt því sem sextándi dagur verkfallsins hófst héldu leiðtogar v.erkamanna því fram, að verkfallið væri tekið að breiðast út til norðurhér- aða landsins, þar sem flestir verkamenn eru í hinu kaþ- ólska verkalýðssambandi. — í fréttatilkynningu frá ríkis- stjórninni er hins vegar borið á móti þessu og ástandið sagt heldur betra en áður var. Er sem dæmi um það nefnt, að járnbrautarlestir hafi í dag farið til S'viss og Ítalíu. Alþýðublaðið — 5. janúar 1961 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.