Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 4
■ í DAL FARÓANNA í 1 Egyptalandi fer nú fram uppgröftur, sem fornleifa- íræðingar fylgjast með af uíiiklum áhuga. Þessi frægi en eyðilegi dalur liggur um 600 knómetra fyrir sunnan Kairó. Fyrir meira en þrjú þúsund árurn létu um 60 egypzkir kon ungar gera sér þar grafhýsi, sem ryrir um hundrað árum var tahð að allar væru tómar, því grafræningjar hefðu hirt allt fémætt úr þeim fyrir löngu, og þar því engra leynd- ardóma lengur að leita. Öllum til undrunar urðu þó merkilegir fundir í gröfunum við og við. Óhemju athygli vakti fundur Englendingsins Howard Charter á þriðja tug þessarar aldar, er hann fann gröf Tut-ench-Amun, þar sem feykimiklir fjársjóð- ir og dýrgripir fundust. Áður hafði árangurslaust verið leit- uð slíkra fjársjóða í fjölda unnara konungsgrafa, en þær leyndust allar hafa verið rændar fyrir hundruðum eða jafnvel þúsundum ára._______ Meöal þessara rændu grafa er gröf Sethos I, sem sumir álíta að í geymist einhvers- staðar ófundnir dýrgripir. — Þessar konungagrafir eru nefnilega réttnefndari graf- hallir, því þær eru venjulega með fjölda ganga og her- bergja, sem flest voru gerð í þeim tilgangi að blekkja ræn ingja, sem leita vildu þeirra gífurlegu fjársjóða, sem lagð- ir voru í grafirnar með faraó- unum, Þess vegna var mjög mikið gert til að fela hina raunverulegu gröf og margs konar blekkingar notaðar í þeim tilgangi, falskir gangar og grafhýsi byggð o. s. frv. 'Sethós I. var jarðsettur árið 1290 fyrir Kristsburð, með gífurlegri viðhöfn. Á þessum tímum voru menn hættir að grafa konungana í pýramíd- um, en farnir að ,,jarða“ þá í neðanjarðarhýsum, sem graf- in voru inn í fjöllin við dal konunganna. Þarna var fjöldi þeirra jarðaður með tilhlýði- legri viðhöfn ásamt dýrmæt- um fjársjóðum. Konungarnir óttuðust ekkei't meira en graf- ræningja, því þeir álitu að það gerði líf sálarinnar hin- um megin grafar að engu, ef múmían væri eyðilögð. Rán auðæfanna þýddi að hinn látni konungur gat ekki leng- ur lifað þannig að hæfði stöðu hans. Konungar forna ríkisins og miðríkisins höfðu árangurs- laust reist pýramda yfir graf- ir sínar. Ræningjarnir brutust í gegnum pýramídana og inn í grafirnar og fjárhirzlurnar, sem fylgdu þeim. Faraóar nýja ríkisins (1580—1085 fyrir Krist) höfnuðu því öll- um þeim ytra glæsileika, sem pýramídunum fylgdi, vegna sjúklegs ótta við grafræn- ingja, og tóku upp þann sig að láta grafa sið í neðanjarðar- hvelfingum fjarri manna- byggðum. Thutmosis I. hóf þennan sið og valdi sér dalverpi \dð Kurna fyi'ir gröf sína. „Eng- inn sér til okkar, enginn heyr- ir til okkar“ skráði bygginga- meistari hans á veggi graf- hýsisins. ,áÉg einn vaki yfir greftri þessa grafhýsis hans hátignar11. Það sá heldur eng- inn né heyrði þegar eftirmað- ur Thutmosisar fyrsta lét drepa þrælana, sem unnu við útgröftinn. Síðan var sléttað yfir múrað op grafargangsins með eyðimerkursandi og öll- um ummerkjum eytt. Þannig átti að láta þessar grafir falla í algera greymsku, en tll frekara öryggis voru verðir við skarðið sem lá inn í konungadalinn og til þess voru valdir menn úr þorpinu Kuma, sem var ekki langt undan og lá við rætur fjall- anna. En við einu gátu konung- arnir ekki séð, vörðunum var hægt að múta, og þess vegna áttu sér stað í konundadaln- um draugalegar og ævintýra- legar ránsferðir, því lífið var í hættu ef upp komst. Þegar þessi stórfenglegi ,,kirkjugarður“ var „uppgötv- aður“ á síðustu öld hafði ver- ið brotizt inn í nær ailar graf- imar og þær tæmdar af öllu fémætu. Að þessu komst Achmet nokkur Rasul, sem vann þama við uppgröft hjá Italanum Belzoni, er gröf Sethos I. var opnuð. Rasul þessi var af frægustu graf- ræningjaætt Egyptalands. í gröf Sethos sá Rasul samt meira en Belzoni en sagði ítal anum ekki frá því, að hann hafi fundið gang sem lá dýpra niður en ekki var hægt að sjá hvert. Þetta var ekki eina leyndar mál Rasul-fjölskyldunnar. — Fyrir 85 árum fann Achmet hellisgröf, þar sem múmíur 41 faraóa lágu. Tækist honum að halda fundinum leyndum, hafði hann öruggar lífstíðar tekjur handa sér og fjölskyldu sinni, nieð því að seíja ferða- mönnum í smáum skömmt- um gullgripi og gimsteina frá múmíunum. Þetta komst upp ALI ABDEL RASUL (í miðju) telur sig vita leynd ardóminn um fjárhirzlurn ar í gröf Sethos I. Hér er hann að skýra vinum sín- um frá áætlun sinni. í bak sýn eru risastyttur Remes ar, sem standa á ökrum sem Níl hefur flætt yfir. (Mynd að ofan). Scthos I. faraó var jarð- aður 1290 fyrir Krists- burð. ítalinn Belzoni upp- götvaði þessa stærstu gröf faraóanna fyrir 85 árum en fann enga fjársjóði. Hafði hann ckki fundið fjárhirzlurnar eða var bú- ið að ræna gröfina? Arahi nokkur úr nágrenninu tcl- ur sig nú geta fundið þær Þetta er veggmynd úr hei'- bergi í grafhýsinu.. (Mynd til hliðar). Gullið, sem fannst í gröf Tut-ench-Amun, vakti geysilega athygli um allan heim þegar það fannst fyr ir 37 árum. Þá fannst í fyrsta sinn gröf í Konunga dalnum í Egyptalandi sem ekki hafði verið rænd. — Howard Carter, sá sem stóð fyrir greftrinum, var furðu lostinn yfir þeim auðæfum, sem láu í graf- hýsi þessa átján ára gamla konungs. Þegar slík auð- æfi lágu í gröf unglings. hversu mikið ætti þá ekki að liggja í gröfum þeirra faraóa, scm frægir urðu? (Mynd með framhaldi). Framhald á 13. síðu- 5. janúar 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.