Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 1
42. árg. — Fimmtudagur 5. janúar 1961 — 3. tbl. ÞEGAR bandarískt snyrtivörufyrirtæki vildi fá þá kenn- ingu sína sannprófaða, að ný kremtegund væri sérdeilis góð til að vernda hörund gegn veðri og vindum, fékk það stúlkuna hérna til þess að smyrja sig smyrslinu og standa í tíu mínútur andspænis gerviveðri í tilraunastöð flugvélaverksmiðju. Myndin er tekin skömmu áður en tilraunin liófst. Það þótt vel af sér vikið af stúlkunni að standa af sér ósköpin. Vindliraðinn í ,,vindvélinni“ komst upp í 60 mílur. Hvernig reyndist húðvarnarkrem- ið? Um það er ekki getið. yrsti sátta ndurinn í gærkvöldi FYRSTI sáttafundurinn í deilu sjómanna og útvegs- manna um bátakjarasamning- ana var haldinn í gærkvöldi. Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson, boðaði deiluaðila á sinn fund í Alþingishúsinu og hófst hann kl. 9. Munu deilu- aðilar fyrst og fremst hafa kynnt sáttasemjara sjónarmið sín og stóð fundur enn er blaðið fór í prentun. Fulltrúar sjómanna og út- vegsmanna á Suðurnesjum líta svo á, að þar hafi náðst sam- komulag, sem einungis sé eftir að bera undir félagsfund. Rétt er að vekja athygli á því, að efni samkomulagsins var aldrei borið upp á fundinum í fyrra- kvöld, þar sem tillaga sú, er samþykkt var, fjallaði aðeins um það, að frestað væri að taka afstöðu til samninganna. Muiiu Suðurnesjamenn því ekki taka þátt í samningavið- ræðum þeim, er sáttasemjari hefur nú boðað til, að því að Ólafur Björnsson, formaður sjómannadeildar Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, tjáði Alþýðublaðinu í gær. Sandgerðis- bátar afla SANDGERÐI, 4. jan. — Fimm bátar voru á sjó í dag og eru þrír komnir inn. Mun- inn er með 10,4 tonn, Freyja 7 og Mummi ca. 10 tonn. Virðist aflinn vera minni en í gær, en ágætur þó. Þetta er ágætis fisk- ur, úrvals þorskur, ýsulaus al- veg. í gær voru fimm bátar á sjó og fengu samtals 49,6 tonn. Jón Gunnlaugsson var með 14,8 t. Muninn 12,9 og Hamar 11,1 t. Bátarnir eru grunnt undan landi, svo að óvíst er að aust- anstormurinn ihafi teljandi á- hrif á miðunum. Líklega fara 7—8 bátar á sjó í kvöld. EG.. REYNSLAN í Hafnarfirði og víðar liefur leitt í ljós, að stofn kostnaður steyptra gatna er ekki hærri en malbikaðra, jafn vel lægri, en ending þeirra miklu betri, sagði dr. Jón Vest- dal, forstjóri Sementsverk- smiðju ríkisins, í viðtali við Al- þýðublaðið í gær um sements- itwwwwwwvwwwwwwmwwwwwwwwwwwwwv SVONA fór um þessa sjóferð: Marilyn Monroe og Arthur Miller leikritaskáld gáfust upp á hjónabandinu. Því var reynd- ar aldrei spáð góðu. Marilyn þarf starfs síns vegna að taka þátt í samkvæmislífi, Miller þarfnast hins vegar góðs næðis. Myndin er tekin þegar allt lék í lyndi — á yfirborðinu að minnsta kosti. Og yfirborðið á Marilyn er ekki til að skop- ast að. WWWWWWMUWrtWMWMMMWWWWWHWVWWWWWWWWMMWWWWmWWWWWWW framleiðsluna, sem segir frá á öðrum stað í blaðinu í dag. Jón kvað Samband íslenzkra sveitarfélaga hafa haldið fund á Akranesi sl. haust, þar sem bæjarstjórar og ýmsir forráða- menn bæjar- og sveitarfélaga voru saman komnir til við- ræðna um gatnagerð úr stein- steypu. Skoðuðu þeir m. a. Sem entsverksmiðjuna og ræddu við stjórnendur hennar. Bæjarverkfræðingarnir í Hafnarfirði og á Akranesi héldu erindi við það tækifæri og skýrðu frá reynslu þessara kaupstaða af steinsteyptum götum. Jón Bergsson, bæjar- verkfræðingur í Hafnarfirði, gaf þá þær upplýsingar, að 20 ára steinsteypt gata í Hafnar- firði (Strandgata) hefði ekki þarfnazt neins viðhalds á þessum tíma. Slíkt er ekki hægt að segja um malbikaðar götur. Af þessum orsökum er mikill áhugi vaknaður meðal sveitar- félaga á því að steypa götur, sagði Jón að lokum. Kvaðst hann hafa heyrt, að Samband ísl. sveitarfélaga hefði áhuga á viðræðum við stjórn Sements- verksmiðjunnar um þetta mál og kjörið til þess nefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.