Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 13
KENNEDY SKIPAÐI BRÖDUR / / / AR DAND EMBÆTTI Framhald af 4. síðu. og Mohammed Achtjiet var handtekinn og varð að segja lögreglunni frá fundi sínum. Þar sem yfirvöldin óttuðust ' þjófnað úr hellisgröfinni, var það tekið til ráðs að flytja allt fémætt hið bráðasta burtu með skipi eftir Níl. En leyndarmálið um gang- : inn í gröf Sethos I. var enn í . höndum ættarinnar. Sonar- ; sonur Achmet Ali Abdel Ras- . ul, fékk að vita leyndardóm- : inn frá föður sínum er hann lá á dánarbeði sínu. Hann fór . til yfirvaldanna og sagði þeim . leyndardóminn um ganginn, sem afi hans fann. Hann fékk leyfi til að grafa hann upp og einn vísindamann og tvo verkstjóra sér til aðstoðar við starfið. — 'Verkamönnunum varð hann hins vegar að borga sjálfur. Verkið er hafið fyrir nokkru. Gangurinn er fyllt- ur sandi og mikið verk að bera hann upp eftir mjóum ganginum, sem enginn veit hvert liggur. Þarna vinna nú um 40 menn í 60 gráðu hita við að handlanga upp sandinn í körf um og haka og grafa út ganginn og skiptast um að grafa á 10 mínútna fresti því hitinn er óþolandi. Á hverj- um degi sverja þeir og leggja við nafn Allah, að niður í þetta víti skuli þeir: aldrei fara aftur, en skríða þó aftur niður í gröfina á hverjum morgni. Og á hverju-kvöldi segir AIi Abdel Rasul: ,,Á morgun, áreiðanlega á tnorg- un mun Allah veita mér þá náð að finna fjársjóðinn“. Áfram er haldið. Sandkörf- urnar eru handlangaðar upp hinn 275 metra langa gang. — Gangurinn niður { gamla graf hýsið sem Belzoni fann er 135 metrar, en menn Ali Abdel hafa þegar grafið um 140 metra af ganginum, sem afi hans fann fyrir 85 árum. Þeir eru ekki komnir á enda enn. Hvað framundan bíður veit enginn. ALLMARGAR af embætta- veitingum John F. Kennedys, ftæsta forseta Bandaríkjanna, hafa vakið mikla athygli þar í landi, en engin eins og sú, er hann skipaði bróður sinn Róbert dómsmálaráðherra. aa 'v Embætti þetta ler miklu valdameira í Bandaríkjunum en í öðrum lýðræðisríkjum, en þeir, sem gagnrýna veit- inguna, gera það sjaldnast vegna þess, að þeir telji, að Robert Kennedy muni ekki reyna'st hæfur ráðiherra. Flestir bera fyrir sig aldur- inn. Robent er aðeins 35 ára gamall, og á að setjast í stól, sem miklu eldri og virðulegri menn í ytra út_ liti hafa til þessa setið í; hann er jafnvel fenn líkari ákveðnum og heiðarlegum ungskáta en bróðir hans. Flestir gagnrýnendur veit ingarinnaT virðast telja, að ‘hér sé um hreinan nepótisma {fjölskyldu-hyglimgu) að ræða, og setja væntanlegan íorseta þannig á bekk með sumum þingmönnimv sem uppvísir hafa orðið að því að láta ættingjum sínum nán um í té launaðar stöður á þingskrifstofum sínurn. Aðrir óttast, að Riobert muni ekki glteyma því, að hann var tframkvæmdastjóri kosningabaráttu bróður síns og mun} í störfum sínum í þessu háa embætti hafa ann að augað á kosmingunum 1964. Mun t. d. ekki fylgja fram fullum réttindum negra vegna umhugsunarinnar um öll hvítu atkvæðin í Suður- ríkjunum. Sumt af gagnrýni iþessari er svo algjörlega út í hött, að augljóst virðist, að mikið af Jimmy Hoffa henni sé sprottið atf löngun til að fcoma illa við fcaunin á tilvonandi forseta. Engum heilvita manni getur dottið í hug, að hinn væntanlegi forseti muni þiggja mútur, né að hann hatfi skiipað bróð ur sinn í þetta emlbætti til að auðga hann, sem þegar er milljónamæiriftguir. Augljóst er, að báðir Kennedy-bræð- urnir hafa tekið þessa ávörð un Vitandi vits, að hún yrði gagnrýnd atf mörgum, jafn- vel af vinum þeirra. Því hlýt ur eittíhvað miklu háleitara að koma til. En nú vita Sennilega fáir betur en Robert Kennedy hve auðveldlega afbrotamenn í Bandaríkjunum komast tfram hjá lögunum og þar er hund urinn 'sennilega grafinn, segir Cyril Dunn í New York Herald Tribune. Það er almennt vitað, að helztu glæpamenn ríkjanna virðast oft komast hjá hegningu fyr ir glæpi sfna og að það er sjaldgæft, að ríkir „áhuga- menn“ í morðum séu teknir af lífi, jafnvel þó að þeir séu sakfelldir. En tfáir vita hvernig stendur á þesSu. Róbert Kennedy hefur kannað þessi mál betur en margir aðrir. Hann byrjaðtf lögfræðistörf sín sem lög- fræðingur í þeirri rannsókn arntefnd öldungadeildarinnar, sem rannsakaði glæpaverk innan verkalýðsfélaganna. — Þetta varð til þeSs að þeir bræður lentu í hinni frægu deilu sinni við Flutninga- mannasambandið. Árið 1957 gerði Róbert Kennedy mjög ákveðna til- raun til að sakfella James Riddle Hofifa, forseta sam- bandsins. Hann hafði í hönd! um sannanir tfyrir því, að Hoffa hafði mútað einum atf starfsmönnum rannsóknar- netfndarinnar í þeirri trú, að sá maður mundi síðar gerast trúr njósnari Hoffa. Kennedy var svo viss um sakfellingu, að hann bauðst til að hoppa ofan atf hvolfþaki þinghúss- ins, ef hún (fengist ekki. Hún fékkst ekki, en einhver var Framhald á 14. síðu. v,. I Robert Kennedy LÍKNARSKIP Eviv-< Bandaríkjamenn liafa sent spítalaskip til Indó- nesíu og er meðfylgjandi mynd tekin imi borð í því, þar sem hrnir aðvífandi Samverjar hafa lokið við að líta á Yu Yu Chen, þriffgja ára telpu frá Dja- karta, sem foreldramir komu með til að fá hana læknaða. Spítalaskipið nefnist Hope off fer það milli hafna í Indónesíu, og um borð í bví eru framkvæmd ar vandasamar skurðað- fferðir, að viðstöddum intiónesískum Iæknum og hjúkrunarkönum, sein eru færrr þar í landinu miðað við fólksfjölda en þckkist annars staðar í heiminum. vvvvvvwvvvvwvwvvvvvvvvvwvvvvvvvwvvvwvvvvvvvvvvvvvvwwvvvw Alþýðublaðið — 5. janúar 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.