Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 16
 WSMMM) 42. arg. — Fimmtudagur 5. janúar 1961 — 3. tbl. 12 ára flokk- unarviðgerð fer fram hér Á FUNDI útgerðarráðs Reykja víkur 20, des. gl. var fram- ■fcvæmdastjórum Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur falið að ann- ast samningsgerð um 12 ára flokkunarviðgerð á vél og skrokki b.v. Jóns Þorláksson- ar á grundvelli tilboða frá inn- íendunr aðilum, sem gerð höfðu verið. Jón Axel Pétursson fram kvæmdastjóri skýrði frá þ\’í á úitgerðarráðsfundinum að 12 ára flokkunarviðgerð á b.v. ;,Jóni Þorlákssyni“ stæði fyr- ir dyrum. Uppbaflega hafði v&rið gert ráð fyrir, að flokk- axnarviðgerðin yrði framkvæmd terlendis, og hafði verið leitað itiiboða. Hins vegar kom fram íK.ugi innlendra aðila um að tframkvæma viðgerðina, m. a. Vegna lítillar vinnu í vélsmiðj unum um þetta leyti. Var þess um aðilum því gefinn kostur á að gera tilboð í nokkurn tfi.uta verksins. Annars vegar kom fram Sameiginlegt tilboð frá Vél- Emiðjunni Héðni h.f., Stál- smiðjunni h.f., Slippfélaginu lr.'f.' og Bræðrunum Ormsson lh.f. Hins vegar kom fram til- íboð frá Landssmiðjunni. — Reyndist tilboð hinna fjögurra tfyrrgreindra aðila hagkvæm- ara. f framhaldi af þessu gerði Vélsmiðjan Héðinn h.f. tilboð í vélaviðgerðirnar, sem ekki Voru innifaldar í hinu fyrra •tilboði. Tilboð þetta var nokk uð rætt, sérstaklega með til- liti til þess, hvort það væri á tfæri vélsmiðjunnar að fram- Srvæma vélaviðgerðirnar. f því sambandi spurði Jón Axel Pétursson þá Erling Þor- kelsson, Bolla Þóroddsson og Pétur Gunnarsson, hvort þeir teldu, að Vélsmiðjan Héðinn h.f. gæti með fullu öryggi tek izt á hendur vélaviðgerðirnar. Töldu þeir að svo væri, enda þótt verkið yrði ekki fram- kvæmt á sama hátt og erlendis. Þá spurðist Jón Axel sér- staklega fyrir um það. ef til- fooði þessu yrði tekið, hvaða verkstjórum yrði falin umsjón og verkstjórn. Skýrði Sveinn Guðmundsson, tforstjóri Vél- smiðjunnar Héðins h.f., svo frá, að Jóhanni Þorkelssyni yfirverkstjóra yrði falin öli umsjón og dagleg verkstjórn með vélaviðgerðum og niður- setningu véla og myndi ’hann eingöngu starfa að þessu verki. Tók Sveinn sérstaklega fram, að Hjörtur Kristjánsson mundi annast daglega verk- stjórn um borð í skipinu. Enn fremur yrðu tilteknir ákveðnir menn til þess að framkvæma vélaviðgerðina og yrðu þeir við verkið þar til því yrði lok- ið undir Verkstjórn Jóhanns Þorlákssonar. Tilboðið var annars opnað og skýrt og samþykkt með ölL um (5) atkvæðum útgerðarráðs manna, eftir nokkrar umræð- ur, að fela framkvæmdastjór- um útgerðarinnar að annast samningsgerð um 12 ára flokk unarviðgerðina. Árekstrar hafa tvö- faldazt á 10 árum A ARINU 1960 komu alls 1893 árekstrar til meðferðar hjá umferðardeild rannsóknarlög- reglunnar í Reykjavík. Á- rekstrafjöldinn fer samt yfir 1900 á árinu, því ekki eru all- ar skýrslur enn komnar til deildarinnar. Árið 1959 varð endanleg tala árekstra 1872, svo um nokkra aukningu er að ræða á sl. ári. HVERFISSTJORAR ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJAVÍK eru beðnir að koma á fund í Iðnó (uppi) í kvöld, fimintu- dag, kl. 8.20 e. h. — Áríðandi niál á dagskrá. í þessum 1893 árekstrum árið 1960 'slösuðust alls 262 •menn meira og minna og þrjú dauðaslys urðu, (þar af eitt í Kópavogi). Árið 1959 slösuð- ust alls 220 manns og dauða- slysin urðu þá átta. Fjöldi á- rekstra kemur ekki til kasta lögreglunnar, heldur fer beint tii tryggingarfélaganna. Árið 19,60 er mesta slysa- off á- rekstraár í sögu lögreglunnar. Árið 1958 urðu árekstrarnir 1685, en hversu slytSa- og á- rekstraaukningin er hröð sést bezt á því, að árið 1951 voru alls 937 árekstrar bókaðir í Reykjavík og hefur þeim því fjölgað um rúman helming á tíu árum. Flest dauðaslys vegna umferðar urðu árið 1956, en þá komu ellefu dauða slys til meðferðar Reykjavík- urlögreglunnar. Á undanförnum árum hefur bifreiðum stói'fjölgað á land- inu og hefur það aukið mjög slysahættuna. Kinversk læknanefnd í heimsókn Kínversk læknanefnd, á ferðalagi um Evrópu, kom hingað í fyrradag og hefur fárra daga viðdvöl. Fararstjóri nefndarrnnar er dr. Hsueh Kung-cho, varaforseti Kín- værsku læknavísindaakademí- unnar. Kínversku gestirnir hafa ósk að eftir að kynnast íslenzkum heilbrigðismálum og stofnun- um eins og föng eru á. Hnífur í kúnni Bíllinn vildr ekki beygja. Og þar með stóð hnífurinn í kúnni. Lög- rcglan kom. Bíllinn var á leið niður Bankastr. og hugðist ökumaður beygja trl vinstri inn í Ingólfsstræti. En bíllinn sagði nei. — En svo fór að lokum, að hann var yfirbugaður. Lögreglu- þjónn, sem þessa stund- ina var ekki önnum kaf- inn vrð að skrifa kærur á ólöighlýðna borgara, kom til aðstoðar ásamt Jóni Eyjólfssyni, Þjóð- leikhúsrnu, og veittu þeir hinum óblíða bíl verðuga ráðningu og ýttu honum inn í hliðargötu —- og gengu síðan á braut. MMtUWWIMmMHUMHIH' Formaður nefndarinnar, dr. Haueh Kung-cho, flytur í kvöld á fundi Læknafélags Reykjavíkur í háskólanum er- indi um heilbrigðismál og læknavísindi í Kína.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.