Alþýðublaðið - 27.01.1961, Side 7

Alþýðublaðið - 27.01.1961, Side 7
„Hvers að öllu er eyra er hlerar” ÞAÐ ER EKKI ótrúlegt að það hafi orðið mörgum manni skemmtun, að sitja við hljóð- nemann og hlusta á útvarps- þáttinn „Spurt og spjallað“, nú fyrir skemmstu, þar sem rætt var um bjórfrum- varpið og neyzli* áfengra drykkja yfirleitt. Sigurður Magnússon hefur stjórnað þessum þætti oftast ákaflega vel og verður ekki hjá því komist að setja hann á bekk með beztu skýrleiks- mönnum. Það verður þó ekki komist hjá því að álasa Sig- urði fyrir það, að hafa valið af hálfu templara of mikla spretthlaupara, með vali prúð mennis eins og stórtemplars hefði Sigurður náð meiri stjórn á umræðunum, auk þess sem slíikir rpíenn gera málefnin sigurstranglegri. Það sem mér þótti eftir- tektarvert við umræðurnar meðal annars, var að enginn treysti sér til þess að draga línuna varðandi það, hvort flokka skyldi alkahol með morfíni og öðrum eiturefnum. Það er nánast sagt ekki góður undirbúríingur að hafa ekki svar tilbúið við jafn augljósri spurningu fyrir slíkar umræð- ur. Þessa línu hefð mátt draga þannig. Það er hverjum manni qjálfrátt að drekka alkohol meðan hann hefur mátt til þess að bera dr.ykkinn að vör- um sér. Hann vaknar örugg- lega aftur til lífsins og hafi hann drukkið gott vín, sem skilur e.kki eftir vanlíðan, en í því felst hollusta tilbúins vínanda, þá getur sá sami mað ur látið eins og ekkert hafi í skorist, hann er jafn góður eftir sem áður. Oðru máli gegnir hvað mor- fín snertir. Ég læt nægja að vitna í orð læknanna um það. Mér er sagt að það sé auðvelt að drepa sig á því með sæmi- lega stórum skammti. Aftur á móti er það stór furða hvað alkoholinu gengur illa að drepa þá aumingja sem eru á- netjaðir því, það er eins og þeir séu ódrepandi. Ég minntist lítillega á hill- ustu alkohols. Mig grunar að mönnum þyki þetta hæpin skoðun. Þessum mönnum vil ég ráðleggja að drekka ís- lenzka brennivínið næst þegar þeir fara á það eins og sagt er. og veita því vel eftirtekt hvernig þeim líður daginn eft ir. Svo næst þegar þeir smakka það, sem vonandi verð ur ekki fyrr en eftir 4—6 mánuði, að drekka þá t. d. Vodka og bera svo saman af hvoru víninu þeim líður bet- ur. Á þessu má dálítið sjá hvort vínið er betra. Það eru einmitt eftirköstin sem valda strammaranum daginn eftir. í því felst hættan á ofdrykkju. Vínin eru eins og fæðan, mis- munandi vel til búin. Það er ekki nóg að reka sleikifingur í vökvann og svo upp í sig, og ef bragðið er gott að álíta að allt sé í lagi. Sama máli gegn- ir með bjórinn. En ef það ætti að fara að framleiða bjór þjóð nýttan og eftir lagasetningum, það litist mér ekki á og um það ber vitni sá bjór sem bú- inn er til í landinu. Hinsveg- ar ber okkur að framleiða hér bjór, sem ekki er einungis góð ur á bragðið, heldur og líka bjór sem hefur allt það sem hann getur haft fram yfir aðra vökva sem innihalda alkohol, eins og næringu, og það er einmitt hún sem veldur því að timburmanna gætir ekkert daginn eftir. í flest öllum vökvum sem innihalda alko- hol eru allir gerlar dauðir. Bjórinn inniheldur . lifandi gerla eins og súrmjólkin og er því í sérflokki. Við minni drykkju sterkra vína og aukna bjórdrykkjut verður að ætla að slysum á vinnustöðum myndi fækka, sem svo mjög er vitnað í af andstæðingum bjórsins. Fyrir stuttu skrifaði ég barnaverndarnefndinni í Lúb eck í V-Þýzkalandi og lagði fyrir hana nokkrar spurning- ar. Ein spurningin hljóðaði þannig: „Haldið þér að hægt sé að banna alkoholið?“ Svar- ið er svohljóðandi: „Spurning- in um það hvort hægt sé að banna alkohol, getur eins og er ekki verið til umræðu. Sag an segir að gegnum áratugi hafi alkohol verið banrað í ýmsum löndum, og fyrir mis- munandi skoðanir verið leyft aftur“. Ég læt menn um að vega og meta svarið, það er vægast sagt hóflegt. Hann minnist ekki á bruggið og smyglið sem óðar er komið í kjölfar allra bannlaga. Hinsvegar gef ur hann lítið fyrir það að leyfa alkohol og banna það á víxl. Væri það ekki hæpið að banna alkohol í t. d. 10 ár. Frá upphafi væri þaö barátta við lagabrjótinn. Smátt og smátt sameinaði hann fólkið um þá skoðun, að allt bann væri einskis virði. Svo kæmi vín-flóðið með ýmsar hömlur sem yrðu til bölvunar, skap- andi villimennsku og ófarnað, og svo stæði þjóðin ráðþrota, deilandi innbyrðis, reynslu- laus gegn bölvaldinum. Templarar hafa alla tíð glímt 'við það að taka flöskuna frá fólkinu. Er nú ekki rétt að breyta til og reyna að taka fólkið frá flöskunni. Ég er sannfærður um það, að ef við hefjum starfið strax, meðan Reykjavik er ekki stærri, og íbúar landsins ekki fleiri en íbúar smáborgar úti i heimi, er óþarfi að láta sér vaxa það í augum. Við skulum hætta að bíða eftir almenningsálitinu, það er glatað í bili. Aður íyrri skapaði það ótti og umvóndun, það endurfæðist ekki nema fyrir tilkomu sömu afla. Hér má sjá börn og ung- linga að leik kl. 11 og kemur fyrir að klukkan er orðin hálf tólf, þegar þau fara inn að kveldi. Einnig eru þau með allskyns læti í strætisvögnum á almannafæri framan í fólk. Ef lögregan er kvödd til, vís- ar hún þeim ínn, eða stuggar við þeim, að öðru leyti lætur hún þau sig litlu varða, nema um| meiriháttar brot sé að ræða. Væri hér til bamaverndar- nefnd, sem sæi um uppeldi barna og unglinga útávið, þá bæri henni eftir ítrekaða umvöndun við foreldrana að taka þessi börn í sína vörzlu um hálfsmánaðar eða mánað- ar tima, á kostnað foreldr- anna! Og sjáið þið til, borgar- bragurinn myndi breytast börnunum í vil og fjóldarmm til ánægju. Hér þarf að vera starfandi unglingadómstóll fvrir 16 ára og yngri. Slíkur dómstóll er starfandi í Lúbeck í V-Þýzka- landi. Hann gerir ráð fyrir því að unglingar sem sjást undir áhrifum alkohols, fái fi mán- aða varðhald. Árið 1953 neyta 25,6% unglinga þar alkohols, árið 1956 er það akki nema 10,6%. Á þessu má sjá hvaða geysúegu átaki slíkur dóm- stóll getur áorkað. Okkur greinir ekki á um það .að alkohol er bölvadur hverju þjóðfélagi. Hvert það er það eitur sem menn vilja vera láta, þar um veldur hver á heldur. Okkur gra'nir á um leiðir til þess að ná tökum á því. Við sem viljum strangt eftirlit með notkun þess, og afnám hafta, sem leiða af sér lagabrot, okkur finnst það ekki karlmannlegt að leggja á flótta og kalla: Bannið það! Bannið það! Því skal ekki trúað að Al- þingismenn greiði ekki at- kvæði um framborið bjór- frumvarp eftir sannfæringu. Það er greinilega til bóta. Og því skal heldur ekki trúað að það verði svæft í nefnd. Bjárni Tómasson.. ■ MUNCHEN (IP). — I Múnchen býr fjöídi list- málara, þar er merkur málaraskcli, heúnsfræg málverkasöfn, þar er ætíð fjölái málverkasýninga, fjölmargir málverkasalir og síðast en ekki sízt margir Iistunnendur, sem eru ósparir á fé fyrir góð málverk. Þessi listanna borg við fíjótið Isar er því o-ft nefnd „París við Isar“. Það er þess vegna ekki undarlegt þótt óráðvand- ir braskarar á sviði mál- aralisíarinnar bregði sér stundum til Múnchen þeirra erinda að selja felsuð listaverk, enda fjölgar þýzkum auðkýf- ingum með degi hverjum. Þeim er metnaður í því að geta sýnt í skrautsöl- um sínurn málverk eftir þennan eða hinn meistar- ann, lífs eða liðinn, þótt dómgreind og listasmekur þessara auðugu eigenda sé sjaldnast í réttu hlut- falli við auðæfin. Aldrei hefur komizt upp um fleiri málverka- falsanij. f Múnchen en nú á síðustu árum. I einu til- fellí var það sjálfur Pi- casso, sem vafalust í grini og háði, því hann er sagður geta átt það til að vera gamansamur hrekkjalómur, setíi nafn sitt undir stóra teikningu, sem átti að seljast á lista verkauppboðj frægs lista- verkasala £ borginni. Þeg ar sérfræðingar litu einu sínni sent oftar á mynd- ina rétt fyrir upphoðið, sáu þeir hvar hann hafði skrifað smáum stöfum þar sem lítið har á: „Þetta er eftirm5nd.“ Myndin átti að kosta urn 180 þús. krónur, en engar fréttir höfum viff af því fyrir hvað hún seldist á upp- boðinu, efíir að frétzt hafði að Picasso hafði hér verið að gera eftirmynd af annarri mjTnd, sem hann hafði áður teiknað. A sama upphoði komst einnig upp um fölsun á mynd eftir Ernil Noldes o*g þegar ofan á allt þetta kom í Ijós að mynd, sem þarna var eftir Rem- brandt var einnijr fölsuð, þá þótti mönnum hneyksl ið fulikomnað. En ekki er sagan úti enn. Fyrír rétt i Mún- chen kentur brátt fölsun- armál, sem (jænia verður um, Fyrrverandi lista- verkasali og safnvörður er ákærður fyrir að hafa selt um 200 falsaðar myndir m. a- eftir van Gogh, Vermeer, Rem- brandt, Renoír o. fl. fjrr- ir um 20 ntilljónir króna. Engin smáupphæð! í Núrnberg var fyrir skömmu handtekin kaup- kona með málverk, búlg- ö-rsk að uppruna, en hún býr í Holiandi. Hún er ákærð fyrir að hafa selt þýzkum listvinum fölsk málverk undir því yfir- skini að þau væru ekta, og ekki eftír neina au- kvisa í listinni, heldur m. a. eftir snillinga eins og van Gogh og Camile Cor- ot. Auðvitað scldust allar myndirnar fyrir hæsta markaðsverð, og það er ekkert smáverð á þeim um þesar mundir. S.G.T.félagsvistin í G. T. húsinu í kvöld kl. 9. 1 Góð verðlaun. Dansinn hefst um kl. 10.30, Aðgongumiðasala frá kl. 8. — Sími 13355. Alþýðublaðið — 27. jan. 1961 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.