Alþýðublaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.01.1961, Blaðsíða 8
í Ameríku hefur bókar- titill á nýútkominni bók vakið mikið umtal og kát- ínu bókmenntamanna. — Titillinn er 43 orð og yrði of langt mál að skrifa hann upp hér. Geta má þó þess að hann fjallar um hvern- ig rita skuli metsölubók um frístundir fólks. Styzti bó'kartitill sem um getur er „B“. Bók þessi sem gefin var út fyrir mörgum árum í Englandi, voru þrjú stór bindi. En hvað um stuttar bæk ur? Nokkru fyrir síðasta stríð hét franskt dagblað 10 þús. franka verðlaunum þeim, sem skrifað gæti bók er að blaðsins dómi væri frumlegust. Júgóslavnesk- ur rithöfundur hreppti verðlaunin. Bók sína kall- aði hann: „Hver ræður heiminum?" Hann skilaði handriti, sem á stóð aðeins þetta eina orð: „Peningar.“ — Blaðið kallaði bókina ein- staka í sinni röð, greiddi höfundi verðlaunin og gaf bókina út. Hún var gefin út í stóru upplagi og mörgum útgáfum. Hún varð meira að segja met- sölubók! Afdankaður aðmíráll í Englandi skrifaði einnig undarlega bók fyrir nokkr um árum. Hann dvaldist um skeið í Kína og var haldin veizla við heim- komuna til Evrópu. Að launum afhenti hann gest- gjöfum sínum bók, sem bar höfundarnafn hans. Hún hét: „Það sem ég veit um Kína.“ Hver einasta síða bókarinnar var auð! ÞAÐ er óneitanlega anzi hart að vera dæmdur saklaus í ævilangt fang- elsi og vera 19 ár í dhnm- um fangaklefa og sagt svo einn góðan veðuraag, að mistök hefðu átt sér stað. Þetta kom fyrir Carlo Borbisiero og hann grét þegar honum var tilkynnt, að hann hefði verrð náðað- ur. Allir dómararnir, sem dæmdu í máli hans, gátu ekki stillt sig um að gráta líka. Italskur lögreglustjóri í smáþorpf einu hafði að yf- irlögðu ráði búið til morð- ákæru á hendur Carlo. — Allir þorpsbúar vissu, að hann liafði verið 8 km. í burtu, er glæpurinn var drýgður, en þó þorðr eng- inn að hreyfa mótmælum. Hinn raunverulegi morðingi játaði á sig sök- ina — og fangelsisprestur nokkur barðist í 17 ár fyr- ir því, að ný réttarhöld færu fram. Hrokafullur saksóknari í Massaehusetts sagði einu sinni: „Saklausfr menn eru ahlrci dæmdir. Þið þurffð engar áhyggjur af því að hafa — það kemur aldrei fyrir“. Þó skeði það í Ame- ríku, að járnbrautarstarfs- maður í Flórida var kom- inn með snöruna um háls- inn og fara átti að hengja hann, þegar í Ijós kom rrt- villa í aftökuskírteininu. Járnbrautarstarf smaðurinn sem hét Jim Brown, var því í staðfnn dæmdur í ævilangt fangelsi. Tólf ár- um síðar játaði hinn raun- verulegi morðfngi á sig sekt sína. í Alabama var William Wilson dæmdur til dauða vegna þess, að kona hans og dóttfr höfðu horfið og fundust ekki. Örugg kennsl voru ekki borin á bein, sem fundust á býli hans. Dauðadómfn- um var breytt í ævilangt fangelsi. Hann var í margra ára fangavinnu áð- ur en hin „dauða“ kona hans skaut upp kollfnum. Hún og dóttfr lians höfðu búið hjá öðrum manni í öll þessi ár. Maður á Spáni afplánaði átta ár af lífstíðardómi fyrir morð á fjárhirði, eða þar tfl „fórnarlamb“ þeirra gaf sig kvöld nokkurt fram hjá lögreglunni. Á S-írlandi var Charles „Krútt“ Dr. Ann Joy Alexander frá Inchanga í Natal (S.- Afríku) segir, að sporð- dreki sé ekki hættulegur, ef maður hefur lag á hon- um. Öfugt við flestar stúlk- ur á hennar aldri, sem fylgjast af áfergju með ástarævintýrum frægra filmstjarna rannsakar Ami allt það, sem viðkemur sporðdrekanum. Hefur hún rannsakað lifnaðar- háttu sporðdreka í 3 ár, og þó að þeir hafi stungið hana nokkrum sinnum á þessum tíma, segir hún, að þsir séu „ægileg krútt.“ Hún hefur jafnan átt í mestum erfiðleikum með að útvega nógu mikið úr- val af sýnishornum til þess að nota við rannsóknir sínar og fyrirlestra. Var McLoughlin dæmdur til dauða, geffð að sök að hafa myrt föður sinn. Vitni sagðist hafa séð Charles bfsa blóði drifinn við að lyfta líkinu að móður hans ásjáandi. Tuttugu árum síðar ját- aði frú McLoughlin að hafa drepið mann sfnn með öxl. Sonur hennar hafði óvænt staðið hana að verki og reynt að hylja glæpfnn. En þrátt fyrir það, vildi Charles McLoughlin held- ur lenda í snörunni en að koma upp um móður sína. hún svo niðursokkin að leit að sýnishornum, sem sanna áttu ákveðnar skoð anir í ritgerð hennar, að hún gleymdi stund og stað. Gerðist þetta í Trini- dad (Vest-Ind.). Fresta varð brottför flug vélarinnar unz Ann kom másandi og blásandi með kassa undir hendinni, sem í voru „krúttin“ hennar. Óður Þýzkari í síðustu viku ruddist ungur maður í búningi nazista og með byssu í hönd inn í varðskýli nokk urt í bænum Ratingen. skammt frá Dússeldorf í Þýzkalandi. Skaut hann brezkan hermann, sem þar var við skyldustörf, til bana. Dússeldorf-lögreglan bar þegar kennsl á manninn. Reyndist hann vera Dieter K, 18 ára iðnnemi. Neitaði hún að láta ættarnafn hans uppi. Nazistahug- myndir sínar fékk Dieter við lestur ódýrra bæklinga um heimsstyrjöldina síð- ari, sem gefnir hafa verið út í stórum upplögum. — Fundust um 100 slíkar bækur í herbergi hans. Þegar Dieter framdi ó- dæðið var hann klæddur stálhjálmi og reiðstígvél- um. Hann hafði málað stóran hakakross á storm- stakk, sem hann var í. twwvmwiwwvmvwv MwwHWMMWwwwmMwwwvwwwwwwww ÞETTA er ekki Al- j | •■• /V :. ' ; þýðublaðsmynd held- |! ur Sovétmynd, sem !; sýnir tíkina Strelka, j! farþegann á öðru so- !; vétgeimfarinu. Hún j; eignaðist nýlega !! mT J| ilg. ' hvolp og sést hann !; einnig á sovétmynd- J! inni. Strelka þýðir !; „lítil ör“. Náðu sov- ;[ ép* ’wjp étvísindamenn henni !! til jarðar í ágúst sl. !; wwwwwwwww g ,,27. jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.