Alþýðublaðið - 27.01.1961, Page 13
„Hvað er starf hennar
- Hvað getur hún?"
VEGNA umræðnanna um
bjórinn í útvarpinu sunnudag
inn 8. þ. m. segir svo í leið-
ara Alþýðublaðsins þriðj u-
daginn næsta á eftir: „Allir
vita, að hún (Góðtemplara-
reglan) fær mörg hundruð
þúsund krónur árlega frá rík-
inu. En hvað er starf hennar?
Hvað gerir hún? Hekur hún
hæli fyrir drykkjusjúklinga?
Heldur hún uppi gagnlegri
unglingastarfsemi, eða elur
hún eingöngu slíka ofstækis-
menn, sem fram komu í út-
varpinu?“
Það var næstum furða, að
ritstjórn blaðsins skyldi ekki
bæta við róginum og lyginni
um prósentumar af áfengis-
sölunni, sem algengt er að fá
fróð illkvitni haldi fram að
Góðtemplarareglan hafi í
tekjur og lifi jafnvel á.
Því tel ég rétt að birta hér
fjárhagsáætlun Stórstúkunn-
ar fyrir þetta nýbyrjaða ár
(1961), en hún er svo til al-
veg samhljóða reikningum
Stórstúkunnar sl. ár, — enda
um sama og engar bréýting-
ar að ræða frá ári tíí árs.
Tekjur eru þessai':
A. Fastur styrkur samkv. fjárl. Alþingis
B. Framlag frá undirstúkunum
C. ýmsar aðrar tekjur
Kr. 240.000,00
Kr. 30_:;000,00
Kr. 6.000,00
Kr. 276.000,00
Þessu er varið þannig:
1. Til þinghalds, útgáfu þingtíðinda og
margvíslegs annars kostnaðar í sam-
bandi við Stórstúlcuþingið ár hvert og
útbreiðslu bindindis í sambandi við það kr. 30.000,00
2. Skrifstoíukostnaður Stórstúkunnar, —
húsaleiga, þóknun til skrifstofumanns
o. fl. .............................. kr. 37,000,00
3. Kostnaður við aðalútbreiðslustarfsemi
Reglunnar, ferðalög erindreka hennar
um landið, stofnun nýrra Reglu-deilda,
einnig útgáfu bóka og bæklinga í þágu
reglustarfsins o. fl. o. fl. og eru þetta
naumast árslaun tveggja verkamanna kr. 110:000,00
4. Sérstakan styrk veitir Stórstúkan, þar
að auki, bama- og unglingareglu-starf-
inu um land allt..................... kr. 25,000,00
5. Auk þessa fá umdæmisstúkurnar á
Suður- Vestur- og Norðurlandi sér-
stakt framlag til útbreiðslustarfsemi
sinnar og eflingar bindindis í sínum
umdæmum ................................ kr. 15.000,00
6. Á milli Sjómannaheimilisins á
Siglufirði og æskulýðs- og tómstunda
starfsins í Reykjavík, Hafnarfirði, ísa-
firði og Akureyri, bókasafns Reglunn
ar og Söngfélags IOGT er skipt .... kr. 30.000,00
7. Þá styrkir Stórstúkan útgáfu blaðanna i | 1 1 ’
Einingar og Regins með samtals .... kr. 9.000,00
8. Þóknun til hinna ýmsu framkvæmda-
nefndarmanna, en þeir eru 13 að tölu, , ^
eða samtals ............................ kr. 6,500,00
9. Framlag Stórstúkunnar til alþjóðaregl
unnar (Hástúkunnar), eru ............... kr. 5,000,00
10 ýmislegur annar tilkostnaður........ kr. 8,700,00
Samtals Kr. 276.000,00
Auk alls þessa starfs, sem
tengt er framangreindum
fjárúthlutunum, fer svo að
sjálfsögðu fram mikið og
margvíslegt sjálfboðaliða-
starf, bæði í sambandi við
fundi hinna fjölmörgu reglu-
deilda, einkum undirstúkn-
anna, en sem hvorki Stórstúk-
an, né fjárlög Alþingis hafa
neinn kostnað af.
Reglan kom á fót fyrsta
drykkjumannahælinu á
landinu, í Kumbaravogi,
og sem síðar var flutt að
Kaldaðanesi. Ríkissjóður
ásældist rekstur þess, þá
dó það.
Hæli fyrir vangæf börn
kom Reglan á fót og ann-
ast að öllu leyti að Skála-
túni í Mosfellssveit.
-^- Félagar úr Góðtemplara-
reglunni komu á fót og
veita forstöðu hjálpar-
starfi Bláa-Bandsins, sem
öllum er kunnugt, og
ætti jafnvel ritstjórum
Alþýðublaðsins að vera
vorkunnarlaust að vita
það.
Félagar úr Góðtemplara-
reglunni beittu sér fyrir
stofnun Bindindisfélags
ökumanna og eru drif-
fjöðrin í starfi þeirrar
þj óðheillastof nunar.
Fangahjálpin átti upptök
sín í Reglunni.
-J^ Leikfélag Reykjavíkur
átti upptök sín í Reglunni
og var stofnað af Templ-
urum.
Námskeiðum í föndri og
ýmis konar tómstundaiðju
er haldið uppi í Reykja-
vík og kaupstöðum úti á
landi, eins og fram kem-
ur á reikningunum.
★ Undanfarin sumur hefur
Góðtemplarareglan komið
á fót og ahnast í bygg-
ingum sínuni á Jaðri fyrir
myndarstarf barna, •— og
Reykjavíkurbæ hefur
Regl^n ennfremur lánað
á vetrum þessar sömu
hyggingar fyrir sérskóla
handa nokkrum ungmenn
um, sem þurftu á slíkum
sérskóla að halda.
★ Þá ætti og flestum að vera
kunnugt, að Reglan gefur
út (og hefur gert í fjölda
ára) Barnablaðið Æskuna
sem er eitthvert bezta og
útbreiddasta blað lands-
ins og ólíkt hollari lestur
íslenzkri æsku. heldur en
sumt af því, sem látið er
á þrykk út ganga af ekki
Templurum.
-jfc- Upplýsinga og hjálparstöð
fyrir þá, sem hafa um
sárt að binda af völdum
áfengisnautnar, er starf-
andi í Reykjavík á vegum
Góðtemplarareglunnar.
Yfirleitt er Reglan ekki
að upplýsa eða gefa um það
háværar skýrslur, þó hún
hjálpi drykkjumönnum til
farsælla og betra lífs. Slík
mál eru oftast nær of við-
kvæm ti 1 þess. En ótalin eru
þau mannslífin, sem hún
hefur bjargað og er alltaf að
bjarga með félagsstarfi sínu í
kyrrþey.
Hvað skyldu þau hins veg-
ar vera mörg mannslífm, sem
áfengis og bjór-dýrkendur,
eða bruggarar, hafa bjargað
frá tortímingu?
Enn er margt og mikið ó-
talið af því, sem Góðtempl-
arareglan hefur áorkað á
þeim 77 árum, sem hún hefuri
starfað hér á landi, og verð-
ur aldrei metið til fjár.
Mundu nú rógberar á borð
við þann sem ritaði umgetinn
Alþýðublaðsleiðara, ennþá
treysta sér til að láta í það
skína, að starf Góðtemplara-
reglunnar væri uppeldi of-
stækismanna oe ekkert ann-
að?
Aðeins þeir, sem eru sjálf-
ir minnimáttar-ofstækis-
menn, geta látið svona ill-
girni fra sér fara á prenti.
Ríkissjóður selur lands-
fólkinu áfengi fyrir nálægt
200 milljónir króna árlega, og
veldur með þessari sölu gífur
legri eyðileggingu, heilsu-
tjóni, upplausn, spillingu og
óhamingju, — hrópandi ásök-
unum á þessa forhertu verzl-
un.
Eini félagsskapurinn, sem
beitir nær öllum kröfum sín-
um til þess að forða samborg
urunum frá þessum ófærum,
— Góðtemplarareglan — fær
til þess aðeins 240 þús. kr.
sem er álíka upphæð og ár-
legur reksturskostnaður við
einn, — segi og skrifa EINN
— lögreglubíl í Reykjavik.
Upphæðin, sem Reglunni
yrði fengin til þess að vinna
Framh. á 14. síðu
W>MMMWWWWWMMMWMimWWWWMWWW»WWWWIW<
Alþaöubíoötö
VIÐ LYSTUM því yfir
í ritstjórnargrein um dag-
inn, að Alþýðublaðið sé á
móti sterka bjórnum,
enda þótt við leyfum um-
ræður með honum og
móti á síðum blaðsins.
Eftir hinar annáluðu út-
varpsumræður um bjór-
inn létum við í ljós gagn-
rýni á ofstækisfullum mál
flutningi bjórandstæðinga
og spurðum að því tilefni,
hvert starf góðtemplara-
reglunnar væri nú á dög-
um, er frá henni kæmu
slíkir málsvarar fram fyr-
ir þjóðina.
Hér á síðunni birtist
f»var Freymóðs Jóhanns-
sonar. Honum er jafn mik-
ið niðri fyrir og í útvarp-
inu, þrátt fyrir viku um-
hugsun, og hann sendir
ritstjóra okkar tóninn
með orðum eins og: rógur,
lýgi, fáfróð illkvittni, róg-
berar, minnimáttar-of-
stækismenn. Slíkur mál-
flutningur dæmir sig Isjálf
ur.
Við endurtókum enga
rógsögu um lað áfengis-
^gróði rynni til reglunnar.
Við vitum vel, að svo er
ekki, en 1,5 milljón frá
AVR fer í gæzluvistar-
sjóð. Reglan fær sjálf,
samkvæmt ríkisreikning
1959, 240.000. En áfengis-
varnarráð fær 610.000,
áfengisvarnarráðunautur
79.878 og erindreki 62.925.
Spurningar okkar voru
settar fram af góðvild.
Þeir eru margir, sem sjá
samtök eins og SÍBS eða
DAS vakna og blómgajsí,
starfa á raunhæfum nú-
tímagrundvelli. Góðtempl
arar lifa um of á fomri
frægð. Þeir tala um það,
sem þeir hafi gert, en.
minna um hitt, sem þeir
ætli að gera. Þess vegna
liafa merkustu nýjungar
í baráttunni gegn áfengis-
böli (AA og Bláa bandið)
risið upp utan jstúkunnar,
enda þótt einstaklingar
séu í báðum samtökum.
Þetta er kjarni málsins.
Góðtemplarareglunni er
enginn greiði gerður með
því að gera hana að heil-
agri kú, sem enginn má
gagnrýna. Og vörn í þeim
tón, sem einkennir grein-
ina hér á ísíðunni, eru regí
unni verri en engin.
rtwwnwwwwwwtwvwwwwwMvwvwwwnw
Alþýðublaðið — 27. jan. 1961 |_3