Alþýðublaðið - 27.01.1961, Page 16
HAB er í umfer.ðinni í dag.
Það er dregið um fyrsta
HAB-bílinn í kvöld (Volks-
■vvagen af nýjustu gerð).
Umboðið á blaðinu er op-
ið til kl. 10.
Sami miði gildir 7. marz.
Og það eru aðeins 5,000
númer!
BÓKHALD Kaupfélags Skag
firðinga liefur verið í rannsókn
undanfarið samkvæmt ósk nið-
urjöfnunarnefndar á Sauðár-
króki. Hafði niðurjöfnunar-
nefndin lagt kr. 430.000 kr. út-
svar á kaupfélagið en taldi síð-
an, að framtal kaupfélagsins
liefði ekki verið rétt og hækk-
aði útsvarið á kaupfélaginu um
290 þús. kr.
Kaupfélag Skagfirðinga
kærði hið upphaflega útsvar
til niðurjöfnunarnefndar. Fór
niðurjöfnunarnefnd þá að at-
huga betur framtal kaupfélags
ins og fjárreiður og varð árang
urinn af þeirri athugun sá, að
nefndin taldi fremur ástæða til
þess að hækka útsvarið en að
lækka það. Var útsvarið hækk-
að um 290 þús. eins og fyrr
segir. Kaupfélagið kærði þá á-
lagninguna til yfirskattanefnd-
ar.
'Niðurjöfnunarnefnd fékk end
urskoðanda frá Reykjavík til
þess að athuga bókhald kaup-
félagsins og mun sú athugun
standa yfir ennþá. — Stjórn
kaupfélagsins mun hafa bent á
það til samanburðar, að álagt
útsvar á Kaupfélag Þingeyinga
hafi í upphafi verið 316.000 kr.
en síðan hafi það fengið lækkun
niður í 220.000 kr.
Árshátíð
Kven-
félagsins
ÁRSHÁTÍÐ Kvenfélags
Alþýðuflokksins í Reykj-
vík verður haldin n. k.
þriðjudag 31. janúar í
Alþýðuhúsinu við Hverfis
götu. Til skemmtunar
verður: Leikþáttur, sem
þær Emi'lia Jónasdóttir og
Áróra Halldórsdóttir ann
ast, kvikmyndasýning og
dans. Allt Alþýðuflokks-
fólk er velkomið.
Vélin í Óðni
enn biluð
í FYRRADAG kom varðskip
ið Óðinn til Akureyrar. —
Skömmu eftir komu þess þang-
að komst sú frétt á kreik og
skipið værr með bilaða vél. Al-
jþýðublaðið reyndi að afla sér
^upplýsinga í gær um þetta mál,
'því eins og menn muna varð
vart við einhverjar brlanir á
vélum skipsins skömmu eftir
komu þess hingað til landsins.
Blaðið átti tal við Pétur Sig
urðsson, forstjóra Landhelgis-
gæzlunnar 0g sagði hann að
ekki væri um að ræða bilun,
hialdur hefðu verið teknir upp
tveir til þrír stimplar í vél
sldpsins til athugunar.
Hefur þessi athugun farið
fram nokkuð oft síðan skipið
kom frá Álaborg fyrir nokkru,
en þar fór fram rannsókn á
þeim bilunum, sem talið var að
hefðu komið fram í vél þess.
1 í fyrradag mun svo skipið
í hafa verið á einskonar reynslu-
siglingu, og var þá reyndur
gangur skipsins, og einhverjar
athuganir farið fram. Síðan
voru stimplar skipsins teknir
UPP, og mun það hafa verið gert
til að athuga hvort þessi
reynslusigling hefði haft nokk-
ur áhrif á þá.
Mun því orðrómurinn um vél
jbilun vera úr lausu lofti grip-
inn, og koman til Akureyrar, og
athugunin á vélum aðeins lið-
ur í rannsókn á vélum skipsins.
Hjartaklubburinn skemmtix sér í Breiðfirðingabúð — Sjá 5. síðu,