Alþýðublaðið - 22.02.1961, Síða 2

Alþýðublaðið - 22.02.1961, Síða 2
Ritstjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- stjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hveríis- götu 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasöiu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Þola Eyjar þessa ævintýrapólitík? TOGARAUTGERÐIN i TOGARAFLOTI íslendinga hefur undan-farin ár flutt að landi 40—50% af öllum fiskaflá þjóðar- innar. Þessi fullkomnu skip, mönnuð dugmiklum sjómönnum, reyndust um skeið hin stórvirkustu i atvinnutæki, sem virtust hafa trygga fjárfiagslega afkomu. j íslendingum hættir mjög til að dæma eftir á- standi augnabliksins, sérstaklega ef um fiskafla er að ræða, en sýna litla fyrirhyggju. Svo hefur þjóðinni farnast gagnvart togurunum. Árum sam an hefur verið höggvið að þeim, unz svo er kom ið, að þessi útgerð stenzt varla fleiri högg. Tog- ararnir eru nú reknir með miklu tapi og mörg- um þeirra hefur verið lagt. j Ástæður til þess, að svona hefur farið fyrir tog ■ araútgerðinnií, eru margar, þeirra á meðal þessar: S 1) Á uppbótatímabilinu 1951—58 var togurum stórlega piismunað í fiskverði samanborðið við aðra útgerð, og er sá mismunur talinn nema 5 —6 milljónum króna á hvern togara. ' 2) Vegna útfærslu landhelginnar hafa togararnir \ orðið að færa verulegar fórnir, bæði í missi j auðugra togmiða, löndunarbanni á einum bezta markaði þeirra ofl. S) íslendingar vilja tryggja sjómönnum sínum góðar vinnuaðstæður, og íslenzkir togarar þurfa 30—32 menn á ísfiskveiðum, meðan brezkir hafa 20 og þýzkir 21. Sömu lög ganga ekki yfir bátaflotann, og þjóðfélagið hefur ekk ert gert til áð gera togurunum kleift að standa í undir þessum kjörum. ! 4) Togararnir greiða útflutningsgjald til Fisk- veiðasjóðs, en njóta þar ekki sama réttar til lána og aðrir. Menn með nýja vélbáta fengu sl. ár að jafnaði 150—200 000 kr. í atvinnubóta fé, en nýju togararnir fengu enga aðstoð. ] Vinnulaun sjómanna einna á togaraflotanum t riema um 150 milljónum króna. Vinnulaun við r meðferð aflans nema meiri upphæð og þýðing tog 1 aranna fyrir þjóðarbúið hefur verið margföld. Nú 1 eru það ekki einstakir auðmenn, sem eiga þessa 1 útgerð heldur að miklu leyti bæjarfélög, svo að [ ekkert fer milli mála um reksturinn. Þess vegna ! verður að taka viðhorf þjóðarinnar til togaraút- : gerðar til nýrrar endurskoðunar, reyna að bjarga henni úr núverandi ógöngum og koma henni á réttan kjöl. ] Áskrlfiarsíml J Alþýðublaðsint ! er 14900 ALLAR vinnudeilur hafa nú verið leystar, nema í Vest- mannaeyjum. Þar eru því mið ur litlar sjáanlegar vonir um samninga í dag, og veit enginn hversu langt verkfallið getur orðið. Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson, -hef- ur mætt á fundi í Eyjum og tilkynnt verkafólki þar, að nú væri það að berjast fyrir lallan verkalýð landsins. — Þegar minnzt var á stuðning frá Dagsbrún við verkfallsfólkið í Eyjum, mátti forsetinn ekki heyra samúðarverkfall nefnt. Með öðrum orðum: Það er stefna Alþýðusambandsins og hinna kommúnistísku leiðtoga þess, að Vestmanneyingar skuli hcyja baráttuna fyrir vinnandi fólk um fallt land. I þessu sambandi er rétt að spyrja, hvort þessir menn hafi enga ábyrgðartilfinningu. Þeir ata einu byggðarlagi út í slík átök, þar að auki einangruðu byggðarlagi, sem stöðvun samgangna hlýtur að koma fljótt illa við. Valinn er há bjargræðistími Eyjanna, þeg- (ar -skapaður er bróðurpartur af árstekjum kaupstaðarins. Hvað hugsa þeir menn, sem gera slíkt? Hafa þeir enga á- byrgðartilfinningu gagnvart í'ólkinu í Vestmannaeyjum og gagnvart byggðarlaginu í heild? Af liverju brást Hanni- bar svo reiður við og talaði um ,,skríl“ þegar Vestmanneying-' um datt í hug samúðarverk- fall í Reykjavík til að flýta málinu? Og að lokum: Kommúnistar þykjast vera iað bcrjast fyrir kjarabótum þeirra, sem mest þurfa þeirra með. Betur að satt væri. Þó leyfir Hannibal Valdi marsson sér að segja á fjöl- mennum fundi í Eyjum, að mikilsverðast af öllu væri, ef verkfallið leiddi til falls ríkis- stjórnarinnar? Eru kjör fólks- ins þá aukaatriði miðað við það, að kommúnistar komizi aftur í ráðherrastóla? Og ef svo færi, telja þeir að kjör fólksins mundu batna við al- menna kauphækkun, sem tek- in yrði aftur með verðhækk- unum og hækkandi sköttum og tollum innan fárra vikna? Hvað getur eiginlega komið út úr þessu ábyrgðarlausa æv« intýri að eyðileggja netjaver- tíð Vestmannaeyja? Borgari. Walt Whitman Fyrirlestur um AMERÍSKI sendikennarinrí við Háskóla íslands, prófessor David Clark, heldur fjórða fyr- irlestur sinn um amerískar bók menntir n. k. fimmtudag 23. febrúar kl. 8,30 e. h. í 1. kennslu stofu háskólans Fyrirlesturinn mun fjalla um skáldlegt víð- Framhald á 11. síðu. ff Hannes á h o r n i n u 'fe Hvað hafa bankar tap- að miklu á smávíxl- um? ýV Spurning lögð fyrir bankamann. 'Á' Bréf um myndina af Bólu-Hjálmari. EINHVERJAR breytingar eru fyrirhugaðar á bankalöggjöf- inni. Ég ætla mér ekki að skrifa um þær. En af þessu tilefni spurffi ég bankamann, sem starf- aff hefur aff bankamálum ára- tugum saman: „Hvaff hefur bank inn, sem þú starfar í tapað miklu fé á lánastarfsemi sinni undan- farin tuttugu ár“. Hann kvaðst- geta svarað því, en ekki fyrr en hann væri búinn að athuga það sérstaklega. „Jæja“, sagðj ég, „athugaðu þá fyrir mig um leið hvað miklu hann hefur tapað á sama tíma á smávixlum, 2500 til 25 þúsund króna víxlum. Mig langar til að vita það“. ÞESSI KUNNINGI MINN hringdi svo til mín á sunnudags- kvöld Hann sagði mér upphæð- ind, sem bankinn taldi sér tap- aða á síðustu tuttugu árum. Og hún var ekki há. Ég bjóst við að i svo miklum peningaviðskipt- um myndi tap alltaf vera meira. „En vhað liefur tapaz.t af þessari upphæð í smávíxlum, víxlum handa smáfólki?" spurði ég. „Ekkert“, svaraði hann, „ekki einum einasta eyri“. ÞAÐ ER EINMITT ÞAÐ. Þetta grunaði mig. Skyldi það vera vegna þess, að bankastjórar fari svo varlega að lána smáfólki? Ætlj það? Yfirleitt þurfa þeir miklar vangaveltur þegar um smáfólk er að ræða. Helst eru það stórlaxarnir, sem fá fljóta afgreiðslu. Margir litlir menn fá neitun, Oft þurfa bankastjór- ar að velta því fyrir sér svo dög- um skiptir hvort þeir eiga að kaupa tíu þúsund króna víxil af eignalitlum manni, jafnvel þój að ábekingar séu góðir. Þeir, sem velta litlu sem engu, hugsa um greiðslur á skuldum sínum.1 Hinir hugsa minna um það. BREYTINGARNAR á banka- löggjöfinni snerta þetta ekki á neinn hátt, enda er varla hægt að setja lög um fyrirgreiðslu og mat í bönkunum, en sú stað- reynd, að bankarnir tapa ekki á smáfólkinu, en þeir geta oft bjargað því úr vandræðum með hjálpfýsi og skilningi, ættj að verða tii þess, að smáfólkið njóti þar meira trausts en sagt er að það hafi orðið vart vic3 áður. | i: BALDVIN Fr. Stefánsson, Sæy arenda í Loðmundarfirði skrifat! mér á þessa leið: „Ég sé í þátt- um þínum í Alþýðublaðinu, aö verið er að þrátta um myndinal af Bólu-Hjálmari, þá er Rikarð- ur Jónsson gerði, sér í lagi umi það, hvort hún sé rétt mynd aS skáldinu. Það er ekki á míma færi að dæma um þetta, en ég talaði við mann fyrir nokkrunS árum, sem hafði sérstaka mögu- leika til að dæma um þetta, eis þessi maður var dóttursonuij skáldsins, sem mundi afa sinM mjög greinilega og mun ég núj skýra þetta nánar. UM MARGRA ára bil bjó § býlj út með Seyðisfirði norðan- vert Þórarinn Jónsson, hét það Eiríksstaðir, en hann var dótt- ursonur Bólu-Hjálmars. Þórar- in þekkti ég nokkuð og eit£ haust kom ég heim til hans o@ ræddum við ýmislegt. Þar á með al spurði ég hann um myndina af afa sínum, og hvort hanni teldi hana líka Hjálmari. Svar- aði hann mér á þessa leið: Já, ég held nú það. Hún er svo lífc að ég varð alveg undrandi þegan Ríkarður kom með hana. og sýndi mér. Þetta er svo lifandi eftirmýnd þar sem hann sat á- lútur og hugsandi á rúmi sínu, EN Tn,DRÖG myndarinnan kvað Þórarinn þau, að haimai hefði verið hjá Ríkarði og lýst Hjálmari eftir beztu getu. hefði svo Ríkarður farið afsíðis, en komið svo með myndina eftin Framhald á 12. síðu. 2 22. febr, 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.