Alþýðublaðið - 22.02.1961, Síða 13
Einn af brautryðjendum
íslenzkrar myndlistar, Jón
Stefánsson, listmálari, er átt-
ræður í dag.
Mér er það í barnsminni að
þegar rætt var um íslenzka
málara á heimiii foreldra
minna, var Jóns Stefánssonar
ávallt getið sem þess fremsta.
Vissan ljóma lagði þá jafnan
um nafn hans, þannig, að ó-
sjálfrátt sló þeirri hugsun
niður hjá mér, að Jón Stefáns
son væri eini listmálari okk-
ar íslendinga, sem nokkuð
kvæði að; síðar átti ég eftir
að sannreyna, að sem betur
fer eigum við fleiri ágæta
málara.
Það, sem olli því, að Jón
Stefánsson naut þessarar
virðingar var ekki hvað sízt
það, að engum gat dulizt að
málaralistin var honum
; heilög, svo hitt, að hann fór
; fyrstur íslenzkra málara til
Parísar og naut þar kennslu
eins mesta málara aldarinn-
ar, Matisse.
Mér er einnig ógleyman-
legt, er hann kom stundum í
heimsókn til foreldra minna,
það var sérstæður viðburður.
Ljúfmennsku hans og góð-
látlegri kímni var viðbrugð-
ið. Annars hef ég ekki kynnzt
Jóni Stefánssyni persónu-
lega, nema að litlu leyti, en
aðeins lært að meta hann
sem listmálara og virða
listaverk hans og lífsstarf.
Mér hefur jafnan fundizt
einhver skyldleiki vera milli
Jóns Stefánssonar og hins
rnikla meistara, Cezanne og
er ég heyrði um dálæti Jóns
Stefánssonar á þessum snill-
ingi, fannst mér ég skilja
verk Jóns Stefánssonar mun
betur, Enda þótt þau séu að
sumu leyti mjög ólík er yfir
þeim þessi sama kalda og ró-
lega yfirvegun, tær og fersk,
suðræn hjá Cezanne, en nor-
ræ.n og heiðskír hjá Jóþi.
Jón Stefánsson er faíddur á
Sauðárkróki 22. febrúar;jl881,
brautskráðist úr Latthþ|kól-
anum árið l&OO og siglctj ut-
an til náms í verkfræði. Eins
og Poul Uttenreitter kemst, að
orði í formála sínum að .bók
Helgafells um Jón Stefánsson:
„mun hin hlutlæga og hriit-
miðaða nákvæmni verkfræð-
innar, hafa hneigt huga Jóns
í þá átt.“ — En í Kaupmanna
höfn fann Jón fljótlega köll-
un sína og hvarf frá verk-
fræðinámi og helgaði líf sitt
myndlistinni. Jón Stefánsson
er ekki þannig skapi farinn,
að hann vilji, að því sé hamp-
að, sem hann lrefur unnið
landi sínu og þjóð, og verður
listaferill hans því ekki rak-
inn hér né getið þeirra lista-
safna, sem eiga verk eftir
hann. Samt verður hann að
láta sér lynda, að á tyllidegi
sem þessum sé honum sýndur
nokkur þakklætisvottur fyrir
hinn mikla skerf sem hann
hefur lagt íslenzkri menn-
ingu.
Ef lýsa ætti með fáum orð-
um list Jóns Stefánssonar,
mætti segja, að honum hafi
tekizt að bræða upp áhrif
hinna frönsku meistara, til
þess að steypa þau upp og
endurskapa að eigin hætti. í
verkum hans kemur jafnan
fram hin þunga skaphöfn ís-
lendinga, sérstaklega á þetta
við um landslagsmyndirnar,
en síður í uptstillingum og
mannamyndum. — Einkum
hafa sumar tilraunir Jóns
Stefánssonar til að hefja liti,
ljós og form upp í æðra veldi
hrifið mig mjög, og í því sam-
bandi er mér efst í huga
Eiríksjökulsmynd á lista-
'safni ríkisins og Eldgíga-
Jón Stefánsson
myndanir við Heklu — og þó
sérstaklega ein stíliseruð
mjjnd af Baulu.
íslenzkir myndlistarmenn
hafa lært meira af Jóni Stef-
ánssyni en nokkrum öðrum
málara og listræn sjálfsögun
hans, hefur orðið mörgum
þeirra leiðarstjama.
íslenzka þjóðin stendur í
mikilli þakkfætisskuld við
Jón Stefánsson.
Gunnlaugur Þórðarson.
FYRIR nokkru var kona að
nafni Margareta Wittkowski
skipuð aðstoðarforsætisráð-
herra Austur-Þýzkalands. —
Kona þessi er fimmtíu ára göm
ul, og er fyrsti kvenmaðurinn,
sem gegnir svo veigamikiu em-
bætti í landinu. Titill frúarinn-
ar er dr. rer. ool.
ÞESSI merkilega myntl
var ekki tekinn fyrrrhafn
arlaust að, sögn mannsins
sem tók hana. Það tók
hann tveggja ára rann-
sóknir á lífsháttum uglu-
tegundar þessarar sem
lappugla nefnist, tvö
ferðalög yfir hálfa Sví-
þjóð og vikudvöl í nyrsta
hluta landsins til að geta
náð myndinni:. Lappugl-
an er einhver styggasti og
sj aldséðasti fugl
sem til
er á Norðurlöndum. Þyk-
ir það einstök heppni þeg
ar tekst að ná mynd af
þessari uglutegund, ekki
sízt þegar liún er jafngóð
og þessr. Takið eftir aug-
unuin, andlitinu og stöðu
vængjanna þegar hún
rennir sér beint að mönn-
unum oins og ógnvekjandi
orustuflugvél. Ljósmynd-
arinn slapp ómeiddur en
aðstoðarmaður hans varð
fyrir hörkulegri árás
lappuglunnar. Þessi uglu-
tegund sést aldrei hér á
landi.
BANDARÍKJA
EFNAHAGUR
Framhald af 4. siðu.
og áður, veltan vex ekki að
sama skapi og áður, vöruval
minnkar og atvinnuleysið
slær ótta á menn. Það er því
eitt og annað sem bendir fram
á erfiðleika.
Einstaklingstekjur hafa
aldrei verið jafnháar í land-
inu og á síðasta ársþriðjungi
síðastliðins árs. Þá náðu heild
artekjur um 408 milljörðum
dollara, en aukningin yfir ár-
ið var hins vegar ekki hærri
• en 1,2% á síðastliðnum fjór-
um árum, og blaðið telur að
svo lítil aukning veiki eðli-
lega útþenslu efnahagslífsins.
Meðallaun í Bandaríkjun-
um hafa undanfarna mánuði
verið aðeins lægri en í jan-
úar 1960. Á þeim hafa stöð-
ugt verið smásveiflur, en þá
að jafnaði neðan við meðal-
laun í janúar 1960, sem reynd
ust 92, 29 dollarar. Meðallaun
iðnverkamanns ^með konu og
tvö börn voru í september
1960 um 81 dollari á viku,
þegar hann hafði greitt opin-
ber gjöld.
En hvaðan kemur sú blekk-
ing að Bandaríkjamenn vinni
nákvæmlega fyi’ir þeim laun-
um sem þeir þurfa, spyr blað-
ið. Það telur upp þrjár höfuð-
orsakir þess að þessi ranga
hugmynd hafi breiðst út. Laun
þegar hafa í átta ár stöðugt
heyrt að þeir fái óvenjulega
há laun, nærri því hættulega
há laun og því v-aeri farið
út á vafasama braut ef kraf-
ist væri enn hærri launa, sem
gæti valdið verðbólgu, og það
þrátt fyrir það að sá hluti
framleiðslukostnaðar vara er
veitt er til launagreiðslna hef-
ur farið minnkandi, og laun-
in því minnkandi þáttur í
framleiðsluverði. Þessi stefna
í fjár- og efnahagsmálum er
að áliti blaðsins toyggð á efna
hagsástandi, sem nú tilheyrir
fortíðinni og hefur ekki tekið
nógu mikið tillit til kringum-
stæðna náinnar framtíðar.
Stórkostleg framför hefur
átt sér stað á síðustu 30 árum,
en fyrir um 30 árum bjó þriðj-
ungur íbúanna við léleg kjör,
var illa klseddur og hafði vart
nægilegt að borða. En um 1960
býr aðeins um fimmtungur í-
búanna þannig. Á það er bent
að um 30 mi-llj. Bandarikja-
manna hafa tekjur undir 3000
dollurum á ári, um ein millj.
hefur ekki eins dollara lág-
markslaun fyrir klst. vinnu
og um 1,6 millj. landbúnaðar-
verkamanna hafa að meðal-
tali aðeins 600 dollara á ári
í laun.
Nú er önnur stjórn tekin
við í Bandaríkjunum sem mun
líta á það sem aðalverkefni
sitt að ráða bót á þeim vanda-
málum sem hér hefur verið
lýst, og hefur þegar gert ýms-
ar ráðstafanir í þeim efnum,
sem munu verða til mikilla
bóta.
Alþýðublaðið — 22. febr. 1961 |_3