Alþýðublaðið - 03.03.1961, Page 2
Rltstjórar: Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt uröndal. — Fulltrúar rit-
•tjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri:
Björgvin Gu'ðmund: son. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis-
götu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. 3,00 eint.
Ctgefandi: Alþýðuflok. urinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson.
Við höfum engum
JBHMBaSBHBBBKBHBBBaBBBSHHHHBKBaBBBMKBKElS
rétti fórnað
!
I
STJÓRNARANDSTAÐAN byggir baráttu sína
gegn lausn landbelgisdeilunnar fyrst og fremst á
þeirri alröngu fullyrðingu, að íslendingar hafi
íbundið hendur sínar um framtíðar útfærslu. Þetta
sýnir, að andstöðuflokkarnir telja ekki unnt að
skapa óánægju meðal landsmanna á grundvelli
þeirra raunhæfu atriða samkomulagsins, sem
koma þegar til framkvæmda.
Brezku blöðin eru gleggri að þessu leyti. Þau
telja Bretum hvað óhagstæðast, að íslendingar
Ihafi ekki látið af fyrirætlunum sínum um að friða
aílilt landgrunnið, þeir lofi aðeins að láta vita
um slíkar aðgerðir með stuttum fyrirvara. Við gáf
um öðrum þjóðum slíkan fyrirvara vorið 1958 til
að vinna stuðning þeirra, og það mun reynast
skynsamlegt að ætla slíkan frest öðru sinni.
Það er furðulegt, að Þjóðviljinn skuli leyfa sér
1 að kalla Alþjóðadómstólinn í Haag „ú'tlendan dóm
* stófMeð þessu sýna kommúnistar algera fyrir
litningu á aþjóð'legum stofnunum, sem við og aðr
! ar þjóðir höfum byggt upp til að tryggja frið og
lög í heíminum. Rússar eru á annarri skoðun, þeir
teiga a. m. k. einn af dómurunum. Og það getur
1 ihvenær sem er komið fyrir, að íslendingur verði
! skipaður á þann bekk, rétt eins og lögmenn ann
! arra þjóða.
Alþjóðadómstóllinn hefur haft feykilega þýðingu
’ fyrir landhelgismál okkar. Án úrskurðar hans í
j máli Norðmanna og Dana hefðum við aldrei get-
! að breytt grunnlínum eins og við gerðum 1952,
. þegar Faxaflói, Breiiðafjörður og fleiri stórflóar
okkar voru friðaðir. Við buðum Bretum að leggja
:. löndunardeiluna fyrir dóminn og hið sama kom
1 mjög til álita um 12 mílna útfærsluna, þótt ekki
| vrði af því.
Ef Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðadómstólinn
hefðu ekki verið til, hefðu íslendingar aldrei get-
að þrefaldað landhelgi sína á einum áratug. Ef
: Atlantshafshandalagið hefði ekki verið til, hefðu
| 6—8 þjóðir veitt okkur andspyrnu sem hlöbk og
! við aldrei komizt það, sem raun her vitni. Þetta
| eru staðreyndir, sem íslendingar verða að skilja,
! ef þeir vilja halda á utanríkismálum sínxmi á
! raunhæfan hátt til að hjarga hagsmunum þjóð-
arinnar sem hezt.
Áskriftarsíminn er 14900
Vilja friðlýsa
Skaftaf. í Öræfum
AÐALFUNDUR Hins ís- jafnaðar, og umræður á eftir
flestum erindunum.
lenzka náttúrufræðifélags var
haldinn í Háskólanum isl. laug
ardajr 25. febrúar.
Skal hér getið nckkurra at-
riða úr skýrslu tformanns,
Guðmundar Kjartanssonar um
starf félagsins árið 1960.
Sex fundir voru haldnir í fé-
laginu og á hverjum þeirra flutt
er.indi um náttúrufræði og sýnd
ar skuggamyndir. Ræðumenn
og erindi voru: Dr. Björn Sig-
urbjörnsson: Kynbætur á mel-
grasi. Guðmundur Kjartansson
jarðfræðingur: Landslag á Kili
í ísaldarlok. Páll Theódórsson,
eðlisfræðingur: Rannsóknar-
stöð dönsku kjarnorkunefndar
innar í Risö. Sigurjón Rist,
vatnamælingamaður: Dýptar-
mælingar { íslenzkum stöðu-
vötnum. Dr. Sigurður Þórarins
son: Blágrýtissvæði Bandaríkj-
anna. Dr. Steingrímur Baldui’s-
son: Efni og andefni. —■ Fund-
arsókn var góð, 77 manns til
Þrjár fræðsluferðir, til nátt-
úruskoðunar, voru farnar í sum
ar, tvær stuttar um nágrenni
Reykjavíkur og ein þriggja
daga ferð inn á Kjöl. Þátttaka
í stuttu ferðunum var mjög mik
il (120—130 manns í hvorri).
En í Kjalarferðinni voru 43
þátttakendur. Leiðbeinendur í
þessum ferðum voru: Guðmund
ur Kjartansson og Þorleifur
Einarsson (um jarðmyndun).
Ingólfur Davíðsson og Eyþór
Einarsson (um .gróður á landi),
Sigurður Pétursson (um fjöru-
gróðui’) og Ingimar Óskarsson
(um dýralífið í fjörunni).
Rit félagsins Náttúrufræðing
ui’inn kom út reglulega á ár-
,inu, alls 194 bls., og var það 30.
árgangur. Ritstjóri er Sigurður
Pétursson gerlafræðingur.
Tala félagsmanna í árslok
var 815.
Framhald á 14. síðu.
Hannes
á h o r n i n u
’Á’ Viðhurður í útvarp-
inu.
Erindi Páls Kolka
læknis.
’Á’ Hroðvirkrii hjá orða-
hókarhöfundi.
■fe Bréf frá kennara.
ÞAÐ ER fullkomin ástæða til
þess, að geta þess þegar merki-
legur viðburður verður i útvarp-
inu, en til merkilegra viðburða
verð ég að telja erindi það er
Páll V. G. Kolka læknir flutti
í þættinum um daginn og veg-
inn s. 1. mánudagskvöld. Sum-
um tekst að útþynna þennan þátt
svo mjög, að ekkert er eftir, að
erindi þeirra afloknu, nema
vatnsbragð í munninum. Páll
Kolka er mikill gáfumaður, orð-
hagur með afbrigðum og mælsk
ur í bezta lagi.
EN ÞAÐ, sem er meira um
vert er, að hann er ómyrkur í
máli, þorir að segja skoðanir
sínar og skeytir engu smjaðri og
volgu þvaðri meiningarleysunn-
ar og skoðanafátæktarinnar, sem
tröllriður mönnum nú á tímum,
enda af allt of mörgum talinn
vísasti vegurinn til valda og
auðs. Það er þó alger misskiln-
ingur, eins og ég hef oft sagt í
sambandi við stjórnmálamenn-
ina, þvi að fólk velur sér ekki
sauðkindur til forystu, nema þá
fyrir saúðkindur — og fólk er
yfirleitt ekkj sauðkindur.
ÚTVARPIÐ hefur oft endur-
tekið efni. Ég vil eindregið
leggja til, að Páll V. G. Kolka
verði fenginn til þess að endur-
taka þetta erindi sitt við fyrsta
tækifæri. Það ber af öllum er
indum í útvarpinu um langa
hríð, að minnsta kosti þeim,
sem flutt hafa verið í þessum
þætti, enda var það ekki aðeins
boðskapur til þjóðarinnar heldur
einnig listaverk. Ég vil taka
þetta fram um skoðanir mínar
á þessu erindi Páls skálds og
læknis.
KENNARI skrifar mér um
hroðvirkni hjá orðabókarhöf-
undi og segir: ,,Þegar námsbæk-
j ur eru ritaðar nú á dögurm, —
Iskyldi maður ætla, að höfundur
sæi brýna þörf á bókinni og það
væri ekki gert í gróðaskyni
einu, heldur til þess að bæta úr
þeim ágöllum, sem verið hefðu
á fyrri bókum og láta nýju bók-
ina taka þeim fram. Nú er ber
sýnilegt að þessi sjónarmið ráða
ekkj alltaf, eða þá að hinu er
til að dreifa, að fljótfærni er Iát-
in ráða og verkið af þeim ástæð-
um svo illa unnið, að bókin, —
vegna galla sinna, stendur að
baki eldri bókum.
í ÞESSU sambandi dettur mér
í hug Ensk-ísl. orðabók eftir Sig-
urð Örn Bogason, sem gefin var
út fyrir nokkrum árum. Þar
vantar mörg hin algengustu orð.
Við fljótlega athugun sakna ég
30 algengra orða og er hávað-
inn af þeim í Ensk-ísl. orðabók
íslenzk
flugvél
á metið
HRÍMFAXI, Viscount-
skrúfuþota Flugfélags íslands
flaug í fyrrad. frá Glasgo’w til
Kaupmannahafnar á 1 klst. og
52 mín. og er það fljótasta
ferð flugvélar í áætlunarflugi,
sem vitað er um milli þessa
tveggja borga.
Vegalengdin er 1075 km. og
var meðalhraði Hrímfaxa í
þessari ferð því rúmlega 590
km. á klukkustund, en flug-
tími er reiknaður frá flugtaki
til lendingar. Flugstjóri í þess
ari ferð var Sverrir Jónsson.
Fyrir tveim árum flaug
Viscount-skrúfuþotan Gullfaxi
milli Glasgow og Kaupmanna-
hafnar á tveim tímum og
tveim mínútum, og hefur sá
tími verið sá skemmsti milll
þeirra staða til þessa.
inni eftir Geir T. Zoega, sem
notuð var af skólafólki allt þang
að til orðabók Sigurðar kom út.
ÉG VIL NÚ nefna örfá al-
gengra orða, sem vantar hjá Sig-
urði, en eru hjá Geir T. Zoéga:
Invite: bjóða heim. However:
samt sem áður. Memory:
minni, endurminning — og ým-
is orðasambönd, t. d. in mem-
ory of: til minningar um. Re-
mind: minna á (of). Grade: stig.
The past: íortíð. Espionage:
njósnir. Impudent: ósvífinn,
Grant, n: veiting fjár. Operation:
starfsemi, framkvæmd, íæknis-
skurður. Exploit: nota.
j EINS OG GEFUR að skilja
vantar ýmis orð nútímamáls í
orðabók Geirs, þar sem hún var
samin fyrir mörgum áratugum,
en höfundur kunni til verks og
vandvirkni var honum í blóð
borin. Þar að auki er prentun
hroðvirknisleg á orðabók Sig-
urðar, línur hafa fallið úr og
því um likt, og á slíkt ekki að
eiga sér stað í orðabókum. Þess
skaf einnig getið, að band á
þeim bókum, sem mikið eru not-
aðar, þarf að vera traust, en
bandið á orðabók Sigurðar er
ónýtt, og dettur bókin því fljót-
lega upp úr bandinu. — En það
er ekki höfundinum að kenna“.
■ ■■■■■■■■HaBIIBHHHBBBlia
M
| KLÚBBURINN
■ k
H Opig í 'hádeginu. —■ ■
■ Skandinaviskt kalt borð B
* — einnig valið um 50 "
■ heita og kalda sérrétti. J|
■
í KLÚBBURINN i
2 Lækjartcig 2 - Símj 35355|
■ !
HUHUIIHHHnuU
2 3. marz 1961 — Alþýðublaðið