Alþýðublaðið - 03.03.1961, Side 10
Ritstjóri: Örn EiSssan.
öryggi. Sviss reynir maður á
mann, en Karl Jóh. nær knett-
num og skorar, við gífurleg
fagnaðarlæti áhorfenda. Sviss-
lendingar gera örvæntingar-
fullar tilraunir til að jafna og
skora sitt 12 mark á síðustu mín
útu leiksins. ísland hefur sigr-
að 14:12 — gífurleg fagnaðar
læti.
ísl. liðið mun betra en
í gær
íslendingar áttu í heild góð-
an leik og sýndu hvað í þeim
Valgeir Ársælsson skrifar um HM:
Einar.
Einkaskeytj. til Alþýðublaðsins.
Wiesbaden í gærkvöldi.
ÍSLENÐINGAR sigruðu
Sviss í heimsmeistarakeppninni
x kvold með 14 mörkum gegn
12 í geysispennandi leik frá
fyrstu til síðustu mínútu. Leik
urinn fór fram í stórglæsilegri
höll, en áliorfendur voru um 3
þús., og skemmtu sér koming^-
lega. íslenzka liðið var óbreytt
frá í gær, nema að Kristján lék
í stað Hermanns og Hjalti
var aðalmarkvörður nú og Sól-
mundur til vara.
Gangur leiksins í stórum
dráttum _
íslenzka liðið byrjaði leikinn
Síminn
stanzaði
ekki
Síminn stanzaði ekki á
ritstjórn Alþýðublaðsins í
gærkvöldi, nærri allrr lögðu
fram sömu spurninguna, —
hvernig fór leikurinn gegn
Sviss?
Margs konar ánægjuhrép
gullu við í símanum, húrra,
líbravó, dásamlegar fréttir!
Fréttin flaug um bærnn og
allir fögnuðu mikilvægum
íþróttasigri. Fréttinni var
strax stillt út í glugga blaðs
rns og þar tókust menn í
hendur og óskuðu hver öðr
um til hamingju. Já, það er
meira gaman að sigra en
tapa, þó að tapið sé oftast
óhjákvæmilegt fyrir annan
aðilann.
mjög vel og skoraði tvö fyrstu
mörkin. Þegar 7 mín. eru af
leik hafa Svisslendingar jafn
að 2:2 og komast yfir 3:2. f>að
var ekki fyrr en eftir 8 min.
sem næst er skorað og þá voru
það íslendingar — 3:3! Leikur-
inn var geysijafn og spennandi,
en oftast höfðu Svisslendingar
eitt mark yfir, en á 20. mín.
jafna íslendingar og komast
tvö mörk yfir. Fyrir klaufa-
skap ísl. liðsins tekst Sviss-
lendingum að jafna — 7:7, og
þannig endaði fyrri hálfleikur.
Sviss sterkara en búizt
var við
Svissneska liðið lék betur í
fyrri hálfleik en reiknað var
með. Hjalti varði stórglæsilega
varði m, a. víti. Yfirleitt léku
íslendingar vel í fyrri hálfleik,
en stundum voru þeir af bráð-
ir að skjóta og síðan ekki nógu
fljótir í vörn. íslendingar mis-
notuðu tvö opin tækifæri í fyrri
hálflei-k. Svisslendingarnir eru
mjög léttir, en skortir harða
skotmenn. Treysta á hröð upp-
hlaup. Gunnlaugur brenndi af
eitt vítakast í fyrri hálfleik.
íslendingar byrjuðu iila í
síðari hálfleik
Okkar menn byrja síðari hálf
leik frekar illa og Sviss skorar
2 fyrstu mörkin — 9:7 eftir 7
rnín. Á 10. mín skorar Karl Jóh
og aftur á 13. mín. Sviss skorar
tvívegis 11:9. Eftir það eiga
íslendingar mjög góðan leik,
nota vel breidd vallarins og
skjóta aðeins í góðum tækifær
um. Gunnlaugur skorar á 18.
mín. og Einar jafnar á 20 mín.
— 11:11! Nú leika íslendngar
mjög varlega o greyna að ná
yfirhöndinni. Á 24. min skorar
Gunnlaugur úr víti 12:11. Enn
leika íslendingar varlega og
reyna að fá Svisslendinga út á
völlinn, það tekst og Gunnlaug
ur skorar, enn úr víti. íslend-
ingar ná knettinum og leika af
býr. Þeir nýttu vel völlinn og
vörnin með Hjalta sem lang-
bezta mann, var ágæt. Hjalti
átti með sínum frábæra leik,
stóran þátt í sigrinum, varði t.
d. oft skot af línu. Af öðrum
sýndu Ragnar, Karl Jóh., Gunn
laugur og Einar ágætan leik.
Liðið óþe'kkjanlegt frá í gær.
Mörkin skoruðu: Ragnar, Karl
Jóh. og Gunnlaugur 3 mörk
hver. Pétur 2 og Kristján og
Einar eitt hvor. Dómarinn var
allgóður.
Hjalti.
ísland í hópi 8 beztu hand-
knattleiksþjóða heims?
Allar líkur benda nú til, að
ísland komst í 8-liða úrslit,
aðeins sigur Sviss yfir Dönum
í kvöld getur komið í veg fyrir
það. Slíkt er þó mjög ólíklegt.
Norðmenn sigruðu Júgóslava
óvænt og verða því einnig í 8-
liða úrslitum, helmingur lið-
anna verður því sennilega frá j
Norðurlöndum, íslendingar,
Norðmenn, Danir og Svíar.
Sagt eftir leikinn
ÁSBJÖRN: Það var ánægju
leg, en taugaæsandi klukku-
stund að horfa á leikinn. Strák
arnir áttu meira í leiknum og
eru að átta sig á hinum breyttu
aðstæðum og hinni miklu
hörku. Býst við áframjhald-.
andi framför liðsins.
HANNES: Mjög ánægður
með lcikinn. Strákarnir náðu þó
ekki sínu bezta, en eru að átta
sig á hinum breyttu aðstæð-
um. Gott að sjá hversu vel þeir
léku, en leikurinn var jafn.
Þakkar Keflavíkurvellinum og
æfingunum þar, að liðið áttar
sig svona fljótt og þó er tölu-
verður munur á salnum þar og
hér.
HALLSTEINN: Leikurinn
var vel leikinn, sérstaklega
seinni hlnti síðari hálXIciks.
Hraðinn var góður hjá liðinu
og vörnin frábær, sérstaklega
Hjalti.
DR. GENG, aðalfararstjóri
Svisslendinga: Lið okkar lék
undir getu. Liðsmennirnir voru
of taugasnenntir, er mest
revndi á. Það er þó ekki af-
sökun, því að þið lékuð mun
botur og allt öðruvísi en í gær.
Leikurinn var ekki harður.
Samleikur ísl. liðsins prýði-
legur, ekki aðeins 2 til 3 menn,
heldur allt liðið. Markvörður
ykkar frábær, hann átti stór-
an þátt í sigrinum. Dómarinn
var ágætur..
íslenzku liðsmennirnir voru
að sjálfsögðu mjög glaðir yfir
sigrinum. Þeir biðja fyrir beztu
kveðjur heim og eru við góða
heilsu. -
Gunnlaugur.
Ragnar.
Úrslit í ernstökum leikj-
um HM í gær og fyrradag:
A-riðiIl:
Svúþjóð—Noregur 15:11
Noregur—Júgósl. 18:17.
B-riðill:
Þýzkal.—Holland 33:7
Holland—Frakkl. 11:21.
C-xiðiII:
Tékk.—-Japan 38:10
Rúmenía—Japan 22:11,
D-riðill:
Danmörk—ísland 24:13
ísland—Sviss 14:12
í dag leika Júgóslavía
—Svíþjóð í Ulm, dóniari
Jung, V-Þýzkal., Fraltkl.—
Þýzkaíand í Kiel, dómari
Dolezal, Tékkóslóvakíu,
Rúmenía—Tékkóslóv. og
Sviss—Danmörk í St. Ing-
bert, dómari Paillou, Frakk
Iandi. Þetta eru síðustu
leikirnir í fyrstu lotu HM-
keppninnar.
IVKJÖG MIK
VÆGUR SIGUR
Tíðindamaður íþróttasíðunn-
ar hringdi í æðsta mann Hand-
kn'attleikssambandsins hér
heima í gærkvöldi, en það er
Axel Einarsson, varaformaður.
Þegar við höfðum óskað honum
til haniingju með sigurinn,
sagði hann:
„Allt handknattleiksfólk og
reyndar allir íslendingar hljóta
að vera mjög glaðir yfir þess-
um mikilvæga sigri. Lið okkar
er nú nærri 100% öruggt um
að’ halda áfram i keppnmni og
berjast um 1.—8. sæti á HM
(Sviss þarf að vinna Dani, til
þess að svo verði ekki). íslenzka
landsiiðið fær fjóra landsleiki
í viðbót við beztu landslið í
heimi og hvernig sem þeir leik
ir fara, mun íslenzkur hand-
knattleikur vaxa mikið í áliti
I og auðveldara verður fyrir
okkur að komast í landsleikja-
sambönd í framtíðinni".
Við þökkum Axel fyrir og
buðum góða nótt.
10 3. marz 1961 — Alþýðublaðið
/
/