Alþýðublaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 2
i Bltstjórar: GIsll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt urðndal. — Fulltrúar rlt- \ atjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin GuSmund son. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 1 14906. — Aðsetur: AlþýðHhúsiS. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- 1 eötu 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint i ptgefandi: Alþýðuflok- urinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson, Bankamálin ! RÍKISÚTVARPIÐ er háð ströngum hlutleysis- , reglum, sem hinir ýmsu hagsmuna- og áhuga- : Shópar þjóðarinnar vaka yfir. Þess vegna hefur ] reynzt erfitt að fá inn í dagskrána eðlilega mikið j af skoðunum manna, umræðum um málefni dags- < ins og annað slíkt efni. Sigurður Magnússon hef- j ur þó bætt úr þessu með þætti sínum „Spurt og j spjallaðí!, sem tekizt hefur með ágætum og oft 1 vakið athygli hvers mannsbams í landinu. ] í fyrrakvöld leiddi Sigurður saman nokkra | foankafróða menn til að ræða bankamálin á ís- j iandi, hvort f jölgun og aukning bankanna sé eðli I leg og hvort frumvarpið um seðlabanka sé til í foóta. Umræðurnar fóru málefnalega og vel fram, ’! og leiddu í ljós ýms sjónarmið, sem hlustendum j Ihefur án efa þótt fróðlegt að heyra. ÍHér á landi hafa bankamál blandazt stjórn- málum meira en í öðrum löndum, sem við þekkj- um til. Á þessu er mjög einföld skýring. Þjóðin er á skömmum tíma að rífa sig upp úr fátækt, og i vill byggja alla hluti sem fyrst. Af þessu leiðir i stórfelldan skort á lánsfé til fjárfestingar. Þar j við bætist, að stöðug verðbólga og óhagstæð j skattalög hafa gert fyrlrtækjum illkleift að eign- iast eigið fé, svo að lánsfjárkreppa hefur einnig ! verið stöðug. Með öðrum orðum: Máttur þess, sem gera skal, peningar, eru eitt torfengnasta hnoss okkar þjóðfélags, og hljóta að verða enn • iim sinn. Af þessu leiðir, að yfirráð yfir lánsfé er mikiis- vert vald á íslandi, þvx mikilsverðara en í öðrum Jöndum, sem lánsfjárskortur er hér að jafnaði meiri en þar. Allar skipulagsbreytingar banka- kerfisins, allar lagabreytingar um stjórn bank- anna snúast um þá höfuðspurningu: Hver á að hafa þetta vald yfir hinu skammtaða lánsfé á I íslandi? Stjórnmál fjalla um slíka hluti sem vald í einu I þjóðfélagi. Á vettvangi þeirra kýs þjóðin sér fúll- ' trúa og fær þeim margvísleg hiutverk í hendur. \ Þessir menn og þeirra flokkar geta ekki látið af- ; skiíptalaust þetta veigamesta skömmtunarkerfi í i! iandinu, bankana, enda er fjárhagshlið á flestum i öðrum málúm, sem þing og stjóm fjalla um. T Við höfum sennilega fleiri banka en hægt væri i komast af með til að gegna almennum banka- ‘ hiutverkum hér á landi, og þeir kosta vafalaust i eitthvað meira en væri ríkisbanki einn. En vald- • inu yfir penitogunum er skipt í fleiri en einn stað. I Það er aðalatriði málsins. íslendingar una illa •; miklu valdi í fárra manna höndum. Þeim er ör- ' yggi í þeirri skiptingu þessa valds, sem nú við- J; gengst, og laun nokkurra bankastjóra eru lítil ! greiðsla fyrir það örjTggi. 2 14- marz 1961 — All>ýðublaðið GARÐAR HALLDÓRSSON ALÞINGISMAÐUR LÁTINN GARÐAR HALLDÓRSSON bóndi á Rifkelsstöðum, 4. þingmaður Norðuriandskjör- dæmis eystf’a, andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík sl. laugardag. Á fundi Sameinaðs alþingis í gær minntist forseti, Friðjón Skarphéðinsson, hins látna alþingismanns með ræðu þerrri, sem hér fer á eftir: „í gær barst sú fregn, að Garðar Halldcirsson albingis- maður hefði andast í sjúkra- húsi hér í bæ að kvöldi síðast liðins laugardags, 11. marz. Andlát hans kom ekki með öllu á óvart þeim, sem til þekktu, því að hann hafði um nokkurt skeið átt við van- heilsu að stríða og legið síð- asta mánuðinn þunga legu í sjúkrahúsi. Garðar Hall- dórsson var sex- tugur að aldri, fæddist 30. des- ember árið 1900 á Sigtúnum í Öngulsstaða- hreppi í Ejyja- fjarðarsýslu. — Foreldrar hans voru Halldór bóndi þar Benjamínsson Fló- ventssonar og kona hans Marselína Jónasdóttir frá Bringu í . sömu sveit. Þegar Garðar ' var á sjöunda ári, fluttist hann með foreldrum sínum að Rifkelsstöðum í Öngulsstaðahreppi, og þar átti hann síðan heimili til æviloka. Hann stundaði nám £ gagnfræðaskólanum á Akur- eyri tvo vetur og lauk gagn- fræðaprófi vorið 1921. Að öðru leyti vann hann jafnan á búi foreldra sinna, þar til hann reisti sjálfur bú á Rif- kelsstöðum árið 1927 og þar hefur hann búið síðan. Garðar Halldórsson var kominn af eyfirzkum bænda- ættum, og hann valdi sér bú- rekstur að ævistarfi. Hann var búmaður að uppruna og eðli, iðjusamur og ötull, stórhuga og framkvæmdasamur, en gætti þó forsjár í hvívetna. — Hagsýni hans og atorka duld- ust ekki til langframa í sveit hans og héraði, og voru honum falin trúnaðarstörf í þeirra þágu, Hann var lengi formaður Búnaðarfélags Öngulsstaða- hrepps og oddviti sveitar sinn- ar. Fulltrúi Eyfirðinga á fund um Stéttarsambands bænda v.ar hann frá árinu 1949, og síðustu fimm ár hefur hann átt sæti á búnaðarþingi. Haust ið 1959 var hann kjörinn þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra. Hann átti sæti á tveimur þingum, en varð á báðum þingum að hverfa frá störfum vegna sjúkleika. Á Alþingi komu fram þeir mannkostir Garðars Halldórs- sonar, sem höfðu enzt honuni til að skila farsælu starfi á átthögum hans. Hann vann hér störf sín af skyldurækni og alúð og hlífði sér hvergi, þó að hann gengi lengstum af ekki heill til skógar. Hann kynnti sér rækilega þau mál, sem honum bar að fjalla um, var íhugull og reikningsglöggur og tók sæti í fjárveitinganefnd, þeirri nefnd þingsins, þar sem löngum er annasamt á þing- tíma. Að eðlilegum liætti vom honum jafnan hugstæðust framfaramál íslenzks landbún- aðar. Garðar Halldórsson var hreinskilinn advörumaður. Hann hafði ekki tamið sér lát- bragðslist, en gékk að störfum með festu og einurð. Á búi hans og í heimasveit sjást þess merki, að hann hafði lok- ið miklu og giftudrjúgu ævi- starfi. Á Alþingi naut hans við aðeins skamma strnid, en þó var sýnt, að verka hans mundi sjá þar stað í ýmsum greinum, ef honum entist líf og heilsa. Nú er hann fallinn frá fyrir1 aldur fram, og á bændastétt lands vors þar á bak að sjá traustum fulltrúa sínum. ' f Vér skulum, samþingmenn hans, votta honum virðingu og ástvinum hans samhryggð með bví rísa í'ir “ Hannes á h o r n i n u manns og gjaldkera, sem var að telja smápeninga, er verið var að leggja inn í bók, sem barn átti. Ekki dettur mér í hug, að amast við því að bankarnir tald á móti smáinnlögum úr spari- baukum. Það er sjálfsagður hlut ur, og sparifjársöfnun barna er mjög nauðsynleg. •fc Afdrifarík pólitísk mistök. Smápeningar barn- anna í bönkunum. -jÚ Ódaimnirm frá Kletti. •fe Staka úr Vestmamia- eyjum. ÞAÐ FER ekki á milli mála hjá almenningi, að í sambandi við deilurnar um fiskveiðirétt- indin hafi einn af stjórnmála flokkunum framði stórfelldustu mistök, sem hent hafa íslenzkan stjórnmálaflokk í aldarfjórðung. Menn gera ekki kröfur til Kom- múnistaflokksins í þessu sam- bandi, enda er hann í fullu sam ræmi við eðli sitt og tilgang þeg ar hann snýst öndverður í mál- inu, því að aðalatriði málsins fyrir hann var það, að deilan héldi áfram og samkomulag tæk ist ekki — á hvaða grundvelli, sem væri. EN MENN búast ekki við slíku af hálfu Framsóknarflokks ins. Hann er ekki herleiddur af erlendu stórveldi, hann byggir tilvist sína að langmestu leyti á bændastéttinni og bændur hafa alltaf verið taldir hyggnir, ráun sæir og frábitnir ævinýra- mennsku. Það hefur því komið á óvart hvernig þessi flokkur hefur snúist á móti samkomu- laginu, en það er alger sigur fyr ir okkur íslendinga. AFSTAÐA Framsóknarflokks ins, ofsi hans í málinu og ólæti, er á móti heilbrigðri skynsemi. Þetta finna fjölda margir Fram- sóknarmenn og játa það í við- ræðum. En þetta er í samræmi við annað í stjórnarandstöðu flokksins. Hann hefur fagnað hverju verkfalli, hverri launa- deilu, hvers konar úlfúð, Hann reynir að yfirbjóða kommúnist- ana. En það er pólitík, sem ekki borgar sig, til lengdar, eins og Sveinn í Firði sagði einu sinni. VERZLUNARMAÐUR segir í bréfi til mín: „Þú birtir bréf um viðskipti í banka. Þar er það gert að umtalsefni, að nokkrir árekstrar hafí orðið í banka milli önnum kafins viðskipta- EN BANKARNIR verða aS fela sérstökum starfsmanni sín um — og á sérstökum stað að afgreiða svona máL Ég man ekk£ betur en að einn bankinn hafi fyrir einu eða tveimur árum aug lýst slíkt fyrirkomulag og að tekið væri á mótí Þessum inn- lögum á sérstökum tímum. Þetta er rétt, því að það tekur svo langan tírna að tæma sparibauk ana og telja úr þeim, að það má ekki gera það í þeim afgreiðslu tíma, eða á sama stað, og önnur viðskipti eiga að fara fram á“. KLEPPSVEGSBÚI skrifar: — „Árum saman höfum við, sem heima eigum hér um slóðir, stað ið í stríði út af ódauninum frá verksmiðjunni á Kletti. Mikið hefur verð skrifað um þetta £ blöðin og íbúarmir hér í nágrenn inu hafa sent margar bænaskrár til yfirvaldanna. En ekkert hef- ur dugað. Gísli Halldórsson, verkfræðingur, sá merkilegi þús undþjalasmiður, bauðst til að koma í veg fyrir ódauninn, en verkið varð svo dýrt, eftir þvi, Framhald á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.