Alþýðublaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 7
ORIFMTALF :K* \ v*0*? ll LÍOPOLD- VJ VILLE LáopoLiviiU ^A'KASAI L ULV* bouy* 0 kivlT AlbtrCvdLí, BAKOftGO v Mtn A MILtS TRiBES ‘ í U L U Luárida NtlRíHERN RHOPESIA ÞESSARI spurningu er mjög erfítt að svaxa með ná- kvæmni nú. þar eð Belgíu- snenn hafa ekki haft neinar ræðsmannsskrifstofur í Kongó. síðan í ágúst sL, auk þess sem stjórn landsins hefur öll verið I molum á sama tíma og á- Standið yfirleitt allt verið Enjög óljóst. í lok 1959, sex mánuðum áð isir en Kongó fékk sjálfstæði, voru þar 115.000 Evrópumenn af um 14 milljónum íbúa. Um &0% eða um 90.000 þeirra voru Belgíumenn, þar af um 1000 belgískir liðsforingjar í Ihernum, sem þá var 24.000 ananns, og 10.000 opinberir Starfsmenn af um 20.000 alls. Þá voru engir Kongómenn í Ihernum með hærri tign en lið þjálfa og allar stöður í opin- berri þjónustu, þar á meðal lækna og framhaldsskólakenn ara, voru setnar af Belgíu- mönnum. Um tveir þriðju hlutar þess ara 115.000 Evrópumanna voru konur og börn. Hins veg- ar er gert ráð fyrir hærri hund raðstölu karla í tölu þeirra, er snúið hafa aftur, þar eð xnenn hafa skilið konur og börn eftir heima í Belgíu. Þó að Belgíumenn séu um þessar mundir að snúa aftur til Leopoldville og Elisabeth- . ville, þá eru þeir líka að flytj ast burtu frá héruðunum Kivu Orientale og Norður-Kasai, þar eð ástandið þar er órólegt. Flutningur Belgiumanna til Kongó náði hámarki sínu í nóvember og desember, eftir að Lumumba sálugi var far- ínn að dala og Sameinuðu þjóðunum virtist hafa mistek- ízt samvinnan við hin ýmsu yfirvöld í Kongó, hvort sem var á sviði stjórn- eða tækni- mála. Þegar Evrópubúar vom hvað fæstir í landinu í ágúst og september, hafa þeir tæp- ast verið mikið fleiri en 20 þús. Nú eru Evrópumenn tald ir um 36.000, þar af um helm- ingur karlmenn og um 28.000 Belgíumenn. í tölunum hér að neðan eru ekki taldir starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna, sem eru, auk 15.000 hermanna, 450 útlend- ingar í starfsliðinu aðallega í Leopoldville, og 450 útlend- ingar, sem búa í Kongó, og um 900 Kongómenn sem eru fastir starfsmenn samtakanna en þeir eru allir taldir með í töflunni hér að neðan. Engir Belgíumenn hafa verið ráðnir til starfa fyrir SÞ, hvorki á staðnum né frá Belgíu. Hérað Nú Ágúst 1960 1959 Leopoldville 9.000 3.000 34.000 Equateur 2.000 2.500 7.000 Orientale 1.500 3.000 17.000 Kivu 1.000 3.000 14.000 Kasai 2.000 1.500 9.000 Katanga 20.000 10.000 34.000 Alls 35.500 23.000 115.000 Leopoldville. — I borginni eru nú um alls 6.000 Evrópu- menn, um 4.000 færri en í ág- úst sl. en aðeins þriðjungur þeirra, sem bjuggu þar, áður en landið hlaut sjálfstæði. Flestir eru þessir menn kaup sýslumenn, kaupmenn og starfsmenn þeirra, en i tölunni eru einnig 250 Belgíumenn, ið voru um 2000 belgískir, op- ínberir starfsmenn í Leopold- ville. Þá eru hér taldir 12 yfir- menn í her Mobutus, sem tel- ur 18.000 manns. Brezkt blað, sem við höfum upplýsingar þessar eftir, telur þá tilgátu Sameinuðu þjóðanna, að milli 100 og 200 belgískir her-ráð- gjafar séu þarna, hafi ekki við rök að styðjast. Equateur, Orientale, Kivu og Kasai- — Þetta eru fyrst og fremst lándbúnaðarhéruð, að undanteknum demantsnámun um í Bakwanga og Tshikapa í suðurhluta Kasai, og flestir Evrópumenn á þessu svæði eru trúboðar, plantekrueigend ur og smákaupmenn. Þá er þar einnig nokkuð af sem starfa hjá héraðs- og rík- isstjórninni og eru flestir þeirra tæknimenntaðir menn. Mjög fáir þeirra hafa áhrif á stefnuna, sumir hinna hærra settu tæknimanna hafa senni- lega í framkvæmd áhrif á stefnu deilda sinna, þar sem vantar Kongómenn með nægi- lega þekkingu. Fyrir sjálfstæð kennurum, en um 1000 þeirra hefur snúið aftur til Kongó siðan í ágúst, og læknar, sem nú munu vera um 250 í öllu Kongó, á móti 750 áður. Flest- ir læknanna eru samt í Leo- poldville og Katanga. 1 Bak- wanga og Tshikapa starfa um 250 Belgíumenn í demants- námunum. Hjá stjórn Kalonj- is í hinu svokallaða Námuríki í Suður-Kasai starfa um 10 belgískir embættismenn og um 20 liðsforingjar í 2—3000 manna her bans. Þá starfa nokkrir belgskir embættis- menn hjá Gizenga í Stanley- ville. Katanga* — Hér eru belgísk áhrif, undir forustu náma- Framh. á 14 síðu --------------- Hólmfríður í lest frá Barcelona til Parísar, 5.—6. febr. 1961. Lestin brunar. Lestin hjakkar, hikstar, skellist á- fram eftir brautarteinun- Um gegnum grænt landið. Hæðirnar eru skógivaxnar og akrarnir grænir. — Hvort er sumar eða vetur? — Almanakið segir, að enn sé febrúar — en hér er sumar sunnudagur, og loftið er hlýtt og milt eins og við á síðdegis á sunnu- degi. — Einhvem veginn finnst mér, að það sé töðu- gjaldaveizla. á hverjum bæ, og að við rennum í gegnum síðsumar. — í næsta klefa sitja tat- arar og slafra í sig upp úr stórum potti, sem þeir halda á milli sín. — Þeir lykta illa, annað hvort af eðli eða svita og óhrein- indum. — Á fyrsta far- rými sitja konur með fjólu biáa hatta, styðja hönd undir kinn með litla fing- urinn sperrtan svolitig út á tignarlegan máta. Þær horfa út um gluggann á landið, sem líður hjá — svo grænt, svo grænt. Héma í klefanum situr Spánverji með yfirskegg- og alpahúfu. Á milli þess, sem hann lætur móðan mása á aðskiljanlegustu tungumálum, sýpur hann græðgislega á flöskunni, sem hann geymir annars milli hnjánna. — Mér skilst, að hann kunni við sig f spilavítum og á bað- ströndum. Andspænis hon um situr gráklæddur katl- fauskur, sem segir ótrúleg ar sögur af sjálfum sér. — Hann hefur, að eigin sögn, stikað yfir hálfan heiminn og numið obbann af þjóð- tungum þeim, sem fyrir- finnast í veröldinni. — Nú er hann á leið til kjöt- kveðjuhátíðar í Nizza. Gegnt mér situr tann- laus miðaldra kona. — Tannlaus er þó ekki rétt að segja, því að hún hefur þrjár tennur, sem vand- iega er dreift um efri góm og koma allar í ljós, þegar hún skríkir að sögum karl anna. Annars er hennar eina ánægja að fá sér öðru hverju brjóstsykurmola, — sem hún dregur sér upp úr pússi sínu og að kalla í karl sinn, sem hangir úti í glugga og horfir á Spán. Nú hefur okkur bætzt einn ferðafélaginn enn í hópinn. Þetta er ungur Ar- abi — dálítið tryllingsleg- ur eins og flestir Arabar — og nú eru karhnennirnir farnir að tala um Nirvana og ópíumreykingar. — Spánverjinn heldur því þó fram, að flaskan sé trygg- ust alls, tryggari en kven- fólkið og hamingjan. — KarlfauSkurinn í gráu föt- unum lætur ekki af að hvetja til að slást í förina með sér til Nizza — þar sem hann segist ábyrgjast að verði líf i tuskunum. Til þess að fá mig á sitt mál dregur hann upp gaml ar myndir af sjálfum sér, hálfnöktum á seglbátum hlöðnum ungum stúlkum eða á vatnsskíðum með kvennaflokk umhverfis. Og hann hefur að sjálf- sögðu reynt allar heimsins lystisemdir, kafað niður í djúp spillingar og synda — en skotið sér síðan upp aftur og gleypt í sig hreint loft, listir og menningu. , Enn ber þess að geta, að hann var i flughernum á stríðsárunum og aðspurö- ur um ótta seg- ist hann lifa eftir orðtæki Arabanna: ,,feigir falla, þegar drottni þóknast“. Úti á gangi stendur mað ur með baldursbrá í munn inum og glápir á fólk eins og naut á nývirki. Hann er líka galinn. Néi, þá er betra að bíða hér.,. Sólin ætlar að fara að hátta, og kvöldskínið gyll- ir akrana, öxin, hæðimar, hallimar, þorpin, himin- inn og andlit fólksins á brau tarstöðvunum. Allir eru að bíða. Fjólubláu konurnar á fyxsta farrými, tataramir og við. Allir sitja og bíða, bíða þess að tímin líði, að nóttin komi — að morgni eigum við að vera komin til Parísar. Lestin — er sú eina, sem ekki bíður. — Hún hjakk- ar, hún iíður, hóstar og skrykkist — áfram — á- áfram — lestin bmnar. r f Alþýðublaðið 14. marz 1961 J i «i. il.iii i.iU ■ y— . _ JJ. l.l ,4,U8'!I l.i„r.,tl'„'L'»„ i—L .1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.