Alþýðublaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 11
Essen, laugardag., Einkaskeyti til Alþýðublaðs- j ins. DANIR sigruðu fslendinga naumlega hér í dag með 14 mörkum gegn 13 (8:7), en ís- lenzka liðið hafði þó yfirhönd ina mestallan leikinn. Áhorfend ur um 7 þúsund, fullt hús og voru greinilega ihliðhollir ís- lendingum eins og á fyrri leikj um mótsins. Dómari var Ahr- onius, Svíþjóð, hann dæmdi vel framanaf, en illa undir lokin og þá á móti íslendingum. * GÓ» BYRJUN — 4:0 ! íslendingar byrjuðu leikinn glæsilega, ná góðu og hröðu spili. Á 2. mín. skorar Einar ágætt mark af línu og 4 mín. síðar Ragnar óverjandi úr hröðu upphlaupi. Einar er aft- ur á ferðinni á 8. mín. og enn af Mnu og á 9. mín. slær Örn knöttinn 1 netið eftir að danski markvörðurinn hafði varið. — Dönum finnst nú nóg komið af slíku og rétt eftir að leikur hefst, skorar Nielsen fyrsta rnark Dana úr langskoti. Jen- sen skorar á 11. mín., einnig úr langskoti, 4:2. Minútu síðar sendir Ragnar knöttinn í netið Theilmann, einn bezti niaður Dana í HM, reynir árangurlaust úr óvæntu langskoti. Danir 1 auka nú hraðann og leika vörn íslendinga sundur og saman. Þrívegis verður Hjalti að horfa á eftir knettinum í netið. Jen- sem á 13. mín, langskot. Steen- berg á 15. mín af Mnu og sami aftur á 18. mín., einnig af línu — 5:5 ! íslendingar ná hröðu upphlaupi rétt á eftir og Gunn laugur fullkomnar verkið. Næstu mínútur eru jafnar og æsandi, en Dönum tekst að iafna á 21. mín og komast yfir tveim mínútum síðar, það var Jensen, sem skoraði úr víti, 7:6. íslendingum líkar þetta mið ur og eftir mjög gott línuspil iafnar Örn á 24. mín. Liðin fara nú að leika varlega, en úr hröðu upphlaupi íslendinga skorar Gunnlaugur tveim min. fyrir hlé. 8:7, og þannig lauk fyrri hálfleik. -&• ísland kemst í 13:9, en lék rangí í lokin og það kostaði sigurinn.. Bæði Mðin voru taugaóstyrk í unphafi síðari'hálfleiks, Danir eiga stangarskot á fjórðu mín., skömmu síðar skorar Birgir af línu. Danir skora sitt áttunda mark strax á eftir, það var Steenberg og Theilmann jafn- ar á 7 mín. — 9:9 ! Næstu tíu mínútur eiga ís- lendingar bezta kafla sinn í leiknum, leika mjög skynsam- lega, bíða f-æris og spila hratt og ákveðið. Kristján skorar af línu á 12. mín. Gunnlaugur úr víti á 17. Síðan gera íslending ar tvö mörk á sömu mínútunni, Ragnar úr langskoti og Gunn- laugur eftir hratt upphlaup. Staðan er 13:9 fyrir ísland og 12 mín. til leiksloka. Nú taka Danir á öllu sínu, leika mjög varlega, Cramer skorar af línu á 13. mín. — Skömmu síðar er Einari vikið af leikvelli í 2 mín. fyrir grófan leik. Danir s'kora þó ekkert mark á meðan. Danir sækja stöðugt á og á 21. mín. skorar Raundahl af línu og tveim mín. síðar Nielsen úr langskoti og loks jafnar Jensen úr víti er þrjár mín. eru til leiksloka. Á síðustu mínútunni skorar svo Cramer sigurmarkið frír á línu. * BEZTILEIKURINN Þetta er bezti leikur íslenzks landsliðs til þessa, það sem skorti til að sigra í leiknum var keppnisreynsla á alþjóðavett- vangi. Lið okkar lék fullhægt, i þegar staðan var 13:9 íslandi í ur í fyrri hálfleik, en dofnaði yfir honum í síðari hálfleik, einkum síðustu mínúturnar. Beztir í íslenzka liðinu voru Gunnlaugur og Ragnar, annars áttu alMr góðan leik. Líðinu fer fram með hverjum leik. Danir þa'kka fyrir sigurinn, hann j vannst meira á keppnisreynslu en getu, segja þeir. íslendingar eiga mun betri langskyttur. Leikurinn var ekki eins harður og fyrri leikur þjóðanna. Frammistaða íslendinga er Gelvad lék sinn 25. landsleik gegn íslendingum á sunnudag. mjög rómuð, Norðurlandabúar eru alveg steinhissa, en þó mjög ánægðir og telja að styrkleiki íslendinga sé mjög jákvæður fyrir norrænan handknattleik. Lið íslands: Iljalti Einarsson, Sólmundur Jónsson, Gunnlaug ur Hjálmarsson, Birgir Björns- son, Pétur Antonsson, Ragnar Jónsson, Karl Benediktsson, Karl Jóhannsson, Einar Sig- urðsson, Kristján Stefánsson og Örn Hallsteinsson. Lið Dana: Mortensen, Gelvad J. P. Hansen, Jensen, Theilman Rydal, Cramer, Steenberg, Nielson, Raudal og Berndt. Valgeir. Bjartsýnir Danir f laugardagsblaði Poli- tiken segir um væntanleg an lerk Dana og íslands, sem fram fór á laugardag: „Leikur þessi ætti ekki að valda danska liðinu nein- um erfiðleikum. Vrð sigr- iiðum íslendinga með 24— 13 í Karlsruhe og nokkrir íslenzkir Ieikmenn auk bess írieiddir. eru Gunnlaugur Hjálmarsson skoraði flest mörk fslendinga í HM, 23 talsins. Einn markhæsti leikmaður keppninnar. Sagt eftir leikinn Ásbjörn: Bezti leikur okkar í keppninni, vörnin geysihörð og samleikurinn ágætur. Dómar- inn eyðilagði leikinn síðustu mínúturnar, að öðru leyti er ég ánægður. ÚrsHtin eru sigur fyr :r íslenzkan handknattleik. Hallsteinn: Nú vorum við ó- heppnir, en Danir heppnir. Við áttum að sigra, en ,,taktik“ okk ar var röng er við höfðum náð 4 marka forskoti. Annars er ég ánægður með leikinn sem stað festir enn einu sinni hinar miklu framfarir liðsins. Hannes: Við vorum óheppn- ir í þetta sinn, en lið okkar lék mjög vel. GalMnn var aðeins sá, að þeir slöppuðu heldur mikið af, þegar við höfðum 4 mörk yfir. Keppnisreynsla Dana færði þeim sigur yfir okkur í þetta sinn, ekki betri leikur. Að lokum langar mig til að segja það, að ég er mjög ánægð ur með útkomu íslenzka liðs- ins í HM, strákarnir hafa stór aukið hróður okkar í íþrótta- heiminum og verið landi sínu og þjóð til mikils sóma. Henry Larsen, form. dönsku Iandsliðsnefndarinnar: íslend- ingunum fer fram í hverjum leik, ef þið haldið svona áfram, verður ísland heimsmeistari í næstu heimsmeistarakeppni. Danska liðið lék ekki vel í kvöld, það vantaði langskyttur. Hjalti var beztur í íslenzka Mð- inu, hann var einn bezti mark- maður heimsmeistarakeppninn ar. Aksel Pedersen, ríkisþjálfari: Danir léku ekki vel i kvöld, voru þreyttir eftir hina erfiðu keppni, segja má að við höfum verið heppnir að vinna. íslend íngar léku af mun meiri skyn- semi nú en síðast. Dómarinn dæmdi norrænt eins og sagt er. Fredslund Petersen, formað- ur danska sambandsins: íslend- ingar unnu hálfan sigur. Það verður enn tvísýnna næst. Lið ykkgr er mjög gott, sá ekki leik inn í Karlsruhe. Gunnlaugur er beztur, Hjalti ekki eins góður | og mér var sagt. hafði allt að vinna, en engu að tapa, en hjá okkur var það öf- ugt. Það var erfitt að vinna upp 0:4. íslendingar léku vel, en við vorum slappir. Þeir léku mun skynsamlegar en . Karlsrube.Þá héldu þeir, að sigurinn myndi falla þeim í skaut, en nú voru þeir ekki á þeirri skoðun. ís- lendingar léku ekki eins hart nú og i Karlsruhe. Hjalti er góður. Vonast til að fá leik við Framh. á 14. síðu. Rúmenía sigraðiji .Úrslrtaleikur heims-!! keppninnar milli Tékka og; Rúmena var háður í Dorí-J! nrund á sunnudaginn. —< Leikurinn var geysiharð-; ur og tvísýnn til liins sm-, \ '"r asta. Honum lauk eftÉr' eftir tvíframlengdan leik; með sigri Rúmeníu 9 gegn! 8. Dómari var Daninn; Knud Knudsen. SigurJ þessi kemur á óvart, en! Rúmenar hafa staðfest; skoðanir margra um, að! þerr eru komnir í röð; fremstu handknattleiks- þjóða heims, þó að dálítil! heppni hafi óneitanlega; verið með þeim í þessari! j keppni. Leikur Norð- manna og Frakka um 7.;! sætið fór fram strax á eft-y ir Ieik Riimena og Tékka.S Hann var jafnari en reikn- að var með, Norðmenn! unnu eftir framlengdan; leik með 13—12. Röð þeirra þjóða, sem! komust í lokakeppnina] varð því þessr; Rúmeniílfi Tékkóslóvakía Svíþjóð Þýzkaland Danmörk ísland Noregur — og Frakkland. Alls hófu 22 þjóðir þátt töku í 4. heimsmeista'ra-1 kepnninni. Alþýðúblaðið — 14. marz 1961 11}

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.