Alþýðublaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 5
195 7
hanna öll ve
■ Árrð 1957 vildi Framsóknar
flokkurinn banna öll verkföli
um tveggja ára skeið, sagði Jón
Þorsteinsson alþingismaður í
útvarpsumræðunum í gærkv.
Bentl Jón á þetta til þess að
sýna tvískrnnung Framsóknar
í verkalýðsmálunum, en sl.
sumar, er núverandi ríldsstjóm
hindraði stöðvun íslenzka flug
flotans, barðist Framsókn hat-
rammlega gegn bráðabirgðalög
um stjórnarinnar u.m það
cfni rétt eirns og aldrei hefði
hvarílað að Fvamsókn að gera
slíkt hið sama.
Jón sagði, að Hermann Jón-
asson hefði, er hann var for-
sætisráðherra vinstri stjórnar
innar skipað nefnd þriggja
Framsóknarmanna til þess að
endurskoða vinnulöggjöfina. í
aiefndinni átti sæti Karl Kristj
ánsson, Sveinbjörn Dagfinns-
so og Vilhjálmur Jónsson. —
Unnu þeir að álitdnu sumarið
1957. Niðurstaða þeirra var
sú, að gera bæri miklar brevt-
fngar á v innulbgg j öfinni.
Skyldi m. a. samþykkja á-
kvæði um það, að samningar
um kjör launlega skyldu gilda
til tveggja ára í senn. Fram-
sókn vildi láta samþykkja
slíkar breytingar þegar árið
1957 og hefði það þýtt það, að
öll verkföll allra verkalýðsfé-
iaga yrðu bönnuð á tímabilinu
1957—1959. En ráðherrar Al-
þýðuflokksins og Alþýðu-
bandalagsins í vinstri stjórn-
imii komu í veg fyrir flutning
frumvarps um þetta efni, sagði
Jón, að það sæti sízt á Fram-
sóknarmönnum að hnevkslast
á banni
eftir að hafa háft slíkar ráða-
gerðir í huga.
Jón ræddi hina nánu sam-
vinnu Framsóknar við komm-
únista. Sagði Jón, að afstaða
Framsóknar í verkalýðsmálun-
um miðaðist við það eitt, að
þjóna flokksforustu Framsókn
ar, en hitt skipti þá engu hvern
flugmannaverkfalls
EKKERT hefur enn verið
ákveðið £ allsherjarnefnd
Neðri dcildar, hvort hún skil-
ar álitr um ölfrumvarpið hans
Péturs Sigurðssonar, að því er
Aljþýðúblaðið frétti fyrir
helgi. Nefndin leitaði trl all-
rnargra aðila og óskaði álits
þeirra í málinu. Eru þær um-
sagnrr enn að berast.
Blaðinu er ekki kunnugt
um, hvaða aðila nefndin hef-
úr spurt, nema hvað vitað er,
LÝKUR í
Ljósmyndasýning Litla
ljósmyndaklúbbsins í
Bogasal Þjóðminjasafns-
ins hefur verið mjög vel
sótt. Á sunnudag sóttu um
300 manns sýninguna, og
hefur nú verið ákveðið að
framlengja hana til kl. 10
í kvöld, hún átti að hætta
sl. sunnudagskvöld. List-
gagnrýnendur blaðanna
hafa farið mjög lofsamleg-
um orðum um sýninguna,
og talið hana algjör
sti'aumhvörf í ljósmynd-
un á íslandr. Myndin er
af nokkrum hluta mynd-
anna á sýningunni.
wmwwwnwwwwMWW
að þ.á.m. eru flugfélögin, Loft
leiðir og Flugfélag íslands,
sem hafa bæði mælt eindregið
með því, að frumvarpið verði
samþykkt.
Að minnsta kosti þrír
nefndarmanna, eins og skipun
allsherjarnefndar er nú, munu
vera andvígir málinu: Gunnar
Jóhannsson, Jón Kjartansson
og Sigurður Ingimundarson.
Hefur Jón skipt um skoðun frá
því hér áður fyrr. Hins vegar
er blaðinu ókunnugt um af-
stöðu tveggja nefndarmanna.
Einars Ingimundarsonar og
Helga Bergs, sem er varamað-
ur Björns Fr. Björnssonar í
nefndinni.
Án þess að neitt sé fullyrt,
virðast því nokkrar líkur
benda til, að málið verði látið
daga uppi í nefndinni að þessu
sinni, eins og áður hefur kom-
ið fyrir.
Jón Þorsteinsson.
ig verkalýðsfélögunum væri
stjórnað. Þannig sagði Jón,
að árið 1957 er herferðin gegn
kommúnistum í Iðju var farin
hefðu Framsóknarmenn stað-
ið með Birni Bjamarsyni ein-
ungis vegna þess, að 'hann
hefði stutt ríkisstjórn Her-
manns Jónassonar, en það
hefði engu skipt þá hvernig
Björn hefði hagað sér í Iðju.
Jón Þorsteinsson ræddi einn
ig efnahagsmálin undanfarið.
Kvað hann minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins hafa stöðvað
víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags og gert kleifa þá
lausn efnahagsvandamálanna
er núverandi ríkisstjórn hafði
framkvæmt. Verkefni núver-
andi ríkisstjórnar hefur fyrst
,og fremst verið það sagði Jón,
að stöðva skuldasöfnunina er-
lendis. Jón sagði, að norski hag
fræðingurinn Per Dragland
jhefði bent á það í skýrslu
sinni, að skuldasöfnun okkar
hefði verið orðin svo mikil,
að lánsmögulöikar okkar
hefðu f rauninni verið tæmd-
ir. Að því hefði því dregið,
enda þótt efnahagsráðstafan-
irnar hefðu ekki verið gerðar,
Framhald á 15. síðu.
ísafirði, 9. marz.
UNDANFARNA daga, eða
allt síðan á sl. mánudag, hefur
óvenjulekan reka borið að
landi á ísafirði.
Hér er um a® ræða íslenzka
pemngaseðia, og era þeir ým-
ist heilrr, hálfir eða þá rifnir
í ótal parta. Allt eru þe.tta 100
og 500 krónu seðlar og eru
þeir allir a£ eldri gerðinni.
Um töluverða fjárhæð virð-
ist hér vera að Væða, a. m. k.
nokkur þúsund krónur, en
ennþá er ekki unnt að fullyrða
um, hve mikið hefur borizt að
landi, þar sem ekki allir hafa
tilkynnt lögreglunni um „reka
góss“ sitt, en dæmi munu til
að ýmsir hafi fundið mörg
hundruð krónur, jafnvel 1—2
þúsund.
Til sjávar berast seðlarnir
eftir einu aðalholræsi bæjai’-
ins, eða skolpveitu þeirri, sem
liggur til sjávar í Norður-
tanganum, enda er þar í fjör-
unni aðal ,,peningamiðið.“ —-
Annars hafa seðlarnir borir.t
út um allan sjó og hafa fundizt
víða í fjörunni allt niður i
Neðstakaupstað;
Halldór Jónmundsson, yfir-
lögregluþjónn, sagði mér í dag,
að þessi peningareki væri ó-
skiljanlegur og enn óupplýst
mál, en revnt yrði að upplýsa
málið.
Hann vissi ekki til að pen-
ingar hefðu horfið nýlega neins
staðar í bænum, að þvi þó
'undanteknu, að fyrir skömxma
- mun gömul kona á elliheim-
^ ilinu hafa misst um 3000 kr.
j Einnig var stolið frá einstæð-
• ings sjómanni i. ágúst sl. nokkr
| um þúsund krónum, og tókst
ekki að Upplýsa þann þjófnað.
Að sjálfsögðu heíur margt
barna og unglinga átt leið’ £
fjörurnar þessa dagana, og
hafa ýmsir fullorðnir slæðzt
með í hópinn, enda töluverð
,,aflavon.“ B. S.
F
firði
Siglufirði, 11. marz.
Leikfélag Sightfjarðar
frumsýndi í gærkvöldi sjón-
leikinn Fjalla-Eyvind eftir
Jóhann Srgurjónsson við fram-
úrskarandi undírtektir áhorf-
enda, sem voru fjölmargir.
Með aðaihlutverkin fara:
Anna Magnúsdóttir, sem leik-
ur Höllu, Eiríkur B. Eiríksson,
sem leikur Fjalla-Eyvind, og
Júlíus Júlíusson, er leikur
Arnes. Má segja, að frumsýn-
ing þessi hafi verið stórvið-
burður í leiklistarsögu Sigl-
firðinga.
Áður en sýning hófst, flutti
formaður Leikfélags Siglu-
fjarðar, Steindór Hannesson,
ávarp og skýrði í stórunfc
dráttum frá starfsemi félagsina
sl. 10 ár. Þakkaði hann öllurn.
sem stutt hafa félagið fjár-
hagslega eða á annan hátt á
þessu tímabili, sérstaklega
bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir
fjárhagslegan stuðning.
Að sýningu lokinni tók til
máls Sigurjón Sæmudssoa
bæjarstjóri. Þakkaði hann
Leikfélagi Siglufjarðar fynr
þessa sýningu og færði leik-
stjóra Leikfélags Siglufjarðar
5000 kr. gjöf frá bæjarstjóm
Siglufjarðar í tilefni af 10 ára
áfmæli félagsins.
Húsfyllir var á frumsýning-
unni og leikendum og leik-
stjóra ákaft fagnað í leikslok.
1 „
Alþýðublaðið — 14. marz 1961