Alþýðublaðið - 08.04.1961, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 08.04.1961, Qupperneq 1
HIERAÐ VORIÐ ERAÐ KOMA G±££IÍO) 42. árgr. — Laugardagur 8. apríl 1961 — 79. tbl. Blaðið hefur hlerað: Að yfirverkfræðingur Út varpssambands Evrópu komi innan skamms í heim sókn til Ríkisútvarpsins til að leggja á ráðin um undir búning sjónvarps hér. í GÆRDAG skeði bað slys um borð í togaranum Pétri Halldórssyni, að Brandur Jóns son, háseti varð fyrir höfuð- böggi. Hélt togarinn til Þor- láksliafnar og fór sjúkrabíll austur um 6 leytið í gærdag til að sækja manninn. Maðurinn var fluttur á Landakot og mun vera við sæmilega líðan eftir atvikum. ÝMSAR sögur ganga í bæn um um páskaferð á vegum ferðaskrifstofu einnar í Reykjavík. Er l>að ckki í fyrsta sinn, sem menn segja sínar farir ekkj sléttar í við skiptum við það fyrirtæki, og mun fyrirgreiðslan sízt fara batnandi. Eáskaferð var farin á veg um skrifstofunnar, eins og fyrr segir og ýmsir boðsgest ir í ferðinni. Auk þess fór fólk samflota við aðalhópinn ðg hafði greitt bæði fyrir m'at og gistingu eins og aðrir. Á leiðartnda var erfitt um vik varðaniii gistingarplássið sem lofað hafði verið, en þó mun hafa tekizt að hola flest um niður á bæ einum í sveit inni. Hins vegar fékk fólkið, sem var á'hangandi ferðaskrif stofunni, gistingu í tjöldum úti á túni. Þótti vistin í þeim hfbýlum: frekar dapur leg, enda var 10—12 stiga frost úti um það leyti. Og svo mikið er víst, að a.m.k. einn, ef ekki tveir, voru flutt ir til læknis af völdum illrar aðhlynningar. Ýmislegt fleira. mætti tína til, sem miður fór í þessari páskaferð, en hér verður þó staðar numið að sinni. Aðeins skal geta þess að lokum, sem telst ekki til tíðinda hjá of angreindu fyrirtæki, að ölvun var í góðu meðallagi á stund um og það meðal bílstjóra og fararstjóra á kvöldum a. m. k . ÞAJÐ er aldeilis kominn vorhugur í litlu snótlna, sem prýðir forsíðuna í dag. Vrð rákumst á hana upp í Garðastræti í gær, þegar sólin skein sem glað ast og bræddi snjóinn og klakann á gangstéttinni. Sú lrtla var nú ekki á því, að láta „stóra fólkið“ vaða í „drullunni“, því hún átti hana, að eigin sögn. Þess vegna gerði hún sér lítið fyrrr og tók alla „drull- una“ og ók henni á þrí- hjólinu sínu heini til sín. Sfækkun íra- fossstöðvar ákveðin ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða út stækkun á írafossstöðinni. Á verk- inu að vera lokið í árslok 1964 og viðbótarvirkjun- in að duga í 3 ár. Reiknað er með að viðbótarvirkj- un þessi kosti 64 millj. kr. Jafnframt mun vera í at hugun að stækka Ljósafoss stöðina strax á eftir stækkun írafossstöðvarinnar og er á ætlað að slík stækkun gæti fullnægt orkuþörf vtegna aukn ingar í 1. ár. En éftiý slíka virkjun væri Sogið algerlega fullvirkjað og nauðsyntegt að virkja annars staðar. JARÐGUFUVIRKJUN í HiVERAGERÐI. Verður þá næst ráðizt í jarðgufavirkjun í Hveragerði. Hefur þegar verið unnið mik ið verk í sambandi við und ifebúning gufustöðvar í Hvera gerði. Þessa dagana er verið að atlhuga gufdhoJurnar í Hveragerði og hafa þær verið opnaðar margar í einu til' Iþess að athuga hvort þær hafi áhrif hver á aðra. SÍÐAN STÓRVntKJUN. Næsta á eftir jarðgufuvirkj- uninni verður sáðan hafizt handa um stórvirkjun. Ekki mun enn fulláQeveðið hvar sú stórvirkjun verður gerð' en reiknað hefur verið út hvað það kostar að virkja hin ýmsu fallvötn. Það kostar t, d. hvorki meira né minna en 1200 milljónir að virkja Gull foss! Skemmdarverk að Túngötu 2 MIKIL skemmdarverk voru unnin í liúsinu að Túngötu 2, sem verið er að rífa, einhvem tíma frá liádegi á þriðjudag og trl miðvikudagskvölds. Maðurinn, sem annast nið- urrif hússins, hefur tekið flest all-a gluggana úr og komið þeim fyrir á ákveðnum stað í hús- inu til að vama því að rúðu- glerið brotnaði. Einhver óviðkomandi hefur farið inn í húsið á fyrrgreindu tímabili og brotið allar rúðum- ar og valdið þannig tjóni, sem nemur þúsundum króna. Það eru eindregin tilmæli til fólks að gefa sig fram við lögregluna, hafi það orðið vart við grun- samlegar mannaferðir við hús- ið á fyrrgreindum tíma.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.