Alþýðublaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1961, Blaðsíða 3
Alþýðublaðið — 8. apríl 1961 3 Stokkhólmi, 7.. apríl. (NTB). í NÓTT er leið gerðist sá at burður að rússneskur tundur duflaeyðir kom inn í sænska landhelgi við eyjuna Gotland, sem er í Eystrasalti. Nam hann staðar updan smábæ einum og kastaði þar akkerum. Litlu síð ar. hélt léttabátur frá skipinu og voru í honum tveir menn. Steig annar á land en hinn hélt sem snarast aftur til skips.. Sá er á Iand steig gaf sig litlu síðar fram við lögregluna, kvaðst vera ættaður frá Lithaugalandi en leita hér með hælis sem póli tískur flóttamaður. Tólt sænska Iögreglan hann þegar í gæzlu sína. Albanir hyggja á landvinninga BELGBAD, 7. apríl, (NTB REUTER). Júgóslavíustjóm gaf í dag út hvíta bók um fjandskap Albaníu við Júgó slavíu, þar sem hún m. a. sakar AH)ani um undirráð urs að'r°rðir og um að hafa á prjónunum áætlanir um tryggja sér júgóslvaneskt land. Þá gagnrýndi talsmað ur stjórnarinnar einnig tékk nesku stjórnina. GENF, 7. apríl (NTB.AFP). Haldinn var þriggja mínútna fundur á ráðstefnunni um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn í dag. Var fundi slitið, er enginn fulltrúa bað um orðið. Næsti fundur vcrður á mánudag. Áður en langt um leið kom skip úr sænska flotanum á vett vang og héldu vörð um tundur duflaeyðirinn sem hvergi hreyfð ist. Hélt sænskur liðsforingi um borð í hann og flutt þá formlegu tilkynningu, að hann væri i sænskri landhelgi og yrði að hafa sig á brott. Svaraði áhöfnin því til, að skipstjórinn væri sá, er í land liefði farið og enginn væri eftir um borð sem tekið gæti að sér, stjórn á skipinu. _ Situr nú þar við. Sænska utanríkisráðuneytið tilkynnti rússneska sendiráðinu í Stokkhólmi þegar um atburð inn og héldu tveir fu,lltrúar þess til Gotlands með flugvél snemma í morgun. Munu þeir m. a. sjá til þess, >að áhöfnin fái aðstoð til að sigla skipinu heim.. Fyrsta yfirheyrslan yfir flótta manninum hefur þegar farið fram en lítt hefur frétzt hvað þar kom fram. Þó er sagt af h-S'fu stjórnvalda á Gotlandi, að auðséð sé að skipstjórinn hafi stýrt skipi sínu inn í sænska landhelgi án þess að nokkurn af skipshöfn hans hafi grunað hvað hann hafði í hyggju. Einnig sé augljóst að hann hafi leitað hæl is af stjórnmálalegum ástæðum. VILL MEIRI SAMVINNU Árshátíðin hefst með borðhaldií í Sjálfstæðishiísinu kl. 19,30 í í kvöld. — Nokkur aðgangskort ennþá fáanleg hjá formanni, Smiðjustíg 3, símar 10634 og 10777, Hringið eða komið fyrir hádegi. ÍR-ingarnir Svavar Gests og Ómar Ragnarsson sjá um skemmtiatriði. Heiðursigestur: Andreas J. Bertelsen stofnandi ÍR (85 ára 17. apríl). Stjórnin. Cambridge, Massachusetts, i 7. aprí, (NTB-RAUTER) HAROLD MACMILLAN forsætisráðherra Breta flaug í gær hingað og flutti ræðu í Tækniháskólanum hér (Massachuetts Institutle of Technology). I ræðu sinni sagði hann meðal annars, að í fyrri ferðum sínum til Bandaríkjanna hefði hann prédikað, að Atlantshafsbanda lagsríkin yrðu að vinna sam an og vera hvert öðru háð, en nú vildi hann leggja á- herzlu á að ekkert minna dyggði en algjör eining þcirra. Macmillan flhvatti Banda ríkjamenn tii að misskilja ekki hina brezku þjóðarsál eða skvaildrið um belti—hlut leysi. Lítið á sögu vora og dragið þar af álvktanir. Hann sagði að í Bvrópu væru að ilar sem ekki væru ánægðir með það að kjamavopn væru eingöngu í höndum Breta og Bandarikjamanna (af vestrænum þjóðum). Hvað eigum við að gera við þvi, sagði hann. Ekki getum við sett allan heiminn á annan endann af skelfingu með því að dreifa kjarnavopnum til margra landa. Forsætisráðlherrann sagði einnig að styrkleikaátök Austurs og Vesturs færu ekki fram nú á hernaðarsvið inu heldur á efnahagssvið inu. Hann kvað helztu vanda mál er Vesturveldin þyrftu að leysa í því sambandi vera þau, hvernig færa megi út heimsverzlunina og hvernig bezt sé að skipuleggja flutn ing aðstoðar cg fjármagns til hinna vanþróuðu þjóða. „Verði vandamálið ekki leyst munum við staðna í stað þess að færa út kvíarnar. Kapítalisminn verður að færa út kvíamar eða farast — og það vissi Marx“, sagði Mac millan. Þýðingarmesta verkefnið í efnahagsmálum Evrópu er að fá enda á klofninginn milli Sex og Sjövcldanna. Haldi hann áfram verður hinn póli tíski klofningur í Evrópu ó hjákvæmilega meiri og al varlegri og fyrr eða síðar mun það veikja hernaðarlega samvinnu vora og styrkleika vorn. Ráðherrann ákvað bar áttuna •gcsrn kommúnfisman mn slíka að ekkert eitt land ffetur staðið eitt fyrir utan hann. Ekki má heldur gleyma að hinn frjálsi heimur er stærri en hernaðarbandalag vort. Að lokum sgaði Macmillan, að ef elcki væri unnið að meiri einingu og meira sam komulagi yrðu hinar frjálsu bjóðir fórn klofningsins. Tím inn til stefnu er stuttur og við höfum 'ckki efni á neinni seinkun. Svipmyndir frá einvígi MYNDIRNAR eru frá einvíginu um heimsmeist aratitilinn í skák, Á vinstri myndinni gengur Tal, nú verandi heimsmeistari, um gólf en keppinautur hans, Botvinnik, fyrrverandi heimsmeistari, situr í þung um þönkum yfir skákinni. Á hinni myndinni gengur Botvinnik um gólf, en Tal situr yfir skákinni. Samsteypustjórn mynduð í Belgíu BRÚSSEL, 7. apríl. (NTB—REUTER). KAÞÓLSKI stjórnmálamað urinn Theo Lefevre hefur á kveðið að mynda samsteypu stjórn kaþólskra og jafnaðai manna, sem konia skal í stað fyrri stjórnar Gaston Ey- skens. Var þetta kunngjört í dag af flokksformanni jafnaf armanna, Le0 Collard, ei rætt hefur við Lefevrt un 3r(yndun nýrrar stjóitnar. Kvað liann ótrúlegt að samr ingum um myndun slíkrai stjórnar lyki fyrr en í næstv viku. Eftir viðtöl sín við Coli- ard cg formann Frjálslynda flokksins átti Lefevre viðræð ur við Paul Henri Spaak sem j talið er að verði utanríkisréð herra í hinni nýju ríkisstjórn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.