Alþýðublaðið - 08.04.1961, Síða 10
ÍSLANDSMÓTH) í handknatt
leik hélt áfram í fyrrakvöld. —
Tveir leikir fóru fram í meistara
flokki kvenna, Ármann vann
Þrótt 13:7 og: Valur Fram með
13:9 Ekki voru þessir leikir vel
leiknir, en sigrar Ármanns og
V,als voru verðskuldaðir. — Að
alleikur kvöldsins var í meist
araflokki karla I. deild milli
FH og ÍR.
FII SKORAÐI NÍL FYRSTU
MÖRK SÍÐARI HÁLFLEIKS.
Siðari hálfleikur hófst með
hörkusókn FH, sem skoraði
hvert markið af öðru á glæsileg
an hátt, en ÍR ingum tókst ekkT
að finna glufu í vörn FH. Alls
skorað FH 9 fyrstu mörk síðari
hálfleiks, staðan var 29:13, þeg
ar 10 mín voru af síðari hálf
leik.
FH KOMST í 11:3 EFTÍR
15 MÍN.
Fyrstu mínútur leiksins sýndi
FH yfirburðaspil og eftir 15
/ mín hafði FH skorað 11 mörk
. <en ÍR 3, en ÍR ingar leika vel
' á köflum með Gunnlaug sem
Iangbezta mann og lagfæra töl
urnar í 11:7. FH tekur mjög góð
ái^ sprett rétt fyrir hlé og þá var
staðan 20:13. Ekki er háigt að
■sej^.ia' að leikurinn hafi verið vel
leikinn, varnir’ beggja liða voru
opnar og liðsmenn gerðu sig
? seka um slæmar sendingar o. s.
frv
ÍR ingar gefast ekkj upp, en
FH ingar slaka á og það sem
eftir var til leiksloka var leikur
inn mjög jafn lokatölurnar voru
42:27 fyrir FH, sanngjörn úrslit
og allgóð útkoma fyrir ÍR. Þess
skal að vísu getið, að FH vant
aði hinn góðkunna varnarleik
mann sinn, Einar Sigurðsson og
veiktj það vörnina mikið Berg
þór og Pétur sýndu beztan leik í
líði FH.
í liði ÍR bar mest á Gunnlaugi
en Hermann sýndi einnig góðan
leik.
Framhald á 15. síðu
Hermann átti ágætan leik gegn FH.
>ia 8. apríl 1961 — Alþýðublaðið
Meistaramót
íslands i
körfuknattleik
+ MEISTARAMÓT ÍSLANDS
í körfuknattleik hefst i íþrótta
húsi Háskólans á niorgun kl. 2
og fara þá fram fimm leikir
í yngri flokkunum. Setning
mótsins verður að Hálogalandi á
mánudagskvöld kl. 8.15 og þá
leika ÍKF—ÍS í mfl. karla og
KR—Ármann (b) í 2 fl. karla.
Þátttaka er geysimikií í mótinu,
8 félög senda 30 lið og Ieikir
verða alls um 50 Þetta er mesta
þátttaka, sem verð hefur í. ís
landsmótinu til þessa.
Riedersmót í Hvera-
dölum á morgun
Á M O R G U N verður háð
svokallað Riedersmót við'Skíða
skálann í Hveradölum. Tilefni
mótsins er það, að Skíðaskál-
inn bauð 14 skíðamönnum og
konum frá Akureyri-, Siglufirði,
Isafirði og Reykjavík ásamt
Otto Rieder að dvelja við æf-
ingar þessa viku í Skíðaskálan-
um. Því miður gátu Akureyr-
ingarnl'r ekki komið.
ic MARGIR BEZTU
SKÍÐAMENN LANDSINS
KEPPA.
Áðurnefnt skíðamót hefst kl.
15. Verður rnjög vandað til
mótsins, þannig að áhorfend-
ur hafi sem mesta ánaegju af
því. Meðal kenpénda eru Jakob
ína Jakobsdóttir, ísafirði, sem
er ís'andsmeistari í svigi, enn
fremur Árni Sigurðsson, Ás-
grímur Ingólfsson og Samúel
Gústafsson, ísafirði, Kristinn
Þorkelsson og Gunnlaugur Sig
urðsson, Siglufirði og Ólafur
Nilsson, Vialdimar Ömólfsson
og Stefán Kristjánsson úr Rvík.
Auk þess verður einnig sýnt
skíðastökk og koma þar fram
margir góðir stökkmenn. Keppt
verður um þrjá veglega verð-
launagripi, ssm Skíðaskálinn í
Hveradölum hefur gefið.
★ MIKIL AÐSÓKN AB
SKÍÐASKÁLANUM.
Tíðindamaður íþróttasíðunn-
ar ski-app upp í Slríðaskála eitt
kvöld í vikunni. Þar var upp-
lýst brekba og fjöldi fólks á
skíðum. Þegar líða tók á kvöld
ið streymdi flest fólk inn í
Skiðaskálann, en þar eru á-
vallt Ijúffengar veitingar fáan
legar. Flest kvöld leikur þar
3ja manna hljómsveit vinsæl-
I ustu dægurlögin. Eitt kvöld eða
helgi í Skíðaskálanum svíkur
engann. Mjög margt manna hef
ur sótt Skíðaskálann í vetur,
enda hefur rekstur hans og
þjónusta verið til mikils sóma.
Reykjavíkur-
mót í bruni
Íf ÞAR sem snjór er nú nægi
legur hefur br.unmót veiið ákveff
ið, og hefst keppnin kl. 4 í dag.
Nafnakall er við KR skálann
kl. 3.
Allir Reykvskir skíðakepp
endur mæta til leilcs og ennfrem
ur mæta skíðamenn frá ísafirði
og SiglUíirði. Austurrízki skíða
snillingurinn Otto Rieder leggur
brautina og keppir ennfremur.
Búizt er við mjög harðri
keppni þar sem margir snjallir
utanbæjarmenn mæta til leiks
með Reykvíkingum.
fslandsmeistarinn frá síðasta
landsmóti á ísafirði, Jakobína
Jakobsdóttir er meðal keppenda
í dag.
Ferðir eru frá BSR eftir hádeg
ið og til baka að keppni lokinni.
Reykvíkiingar komið í Skálafell
ið og fylgst með keppninni.
Á japanska meistaramótinu í
Tokíó, sem er öllum opið tii
þátttöku setti ástralska stúlk-
an Jane Andrews, sem er 17
ára, nýtt heimsmet í 100 m.
flugsundi, fékk tímann 1:08,2
mín. 2/10 úr sek. betra en met
Nar.cy Rameys, USA. Yama-
naka settr japanskt met í 200 m«
skriffsttndi á 2:03,0 mín.
Knattspyrna innanhúss um páskana
Kcflavík, 4. apríl.
HANDKNATTLEIKSRÁD
Keflavíkur gekkst fyrir hand-
knattleiksmóti á Skírdag í
íþróttahúsi barnaskólans í
Kerflavík. Frmm lið tóku þátt í
keppninni: ÍA, FH, Haukar, —
Rcynir og ÍBK.
Úrslit leikja urðu þessi: ÍA—
Haukar 10:7, ÍBK—FH 10:11,
Reynir—ÍA 7:18, ÍBK—Hauk-
lar 5:6, Reynir—ÍBK 13:12, SH
—Haukar 13:10. ÍA—ÍBK 13:6,
FH—Reynir 12:4, Haukar—
Reynir 10:9 og FH—ÍA 11:4.
Lokastaðan varð þessi:
1) FH 8 stig 47:28 mörk
2) ÍA 6 stig 45:31 —
! 3) Haukar 4 stig 33:37 —
4) Reynir 2 stig 33:52 —
5) 5) ÍBK 0 stig 33:43 —
FramhaM á 15. síffu.