Alþýðublaðið - 08.04.1961, Síða 16
■f DAG kl. 2 hefst ráðstefnaumx SUJ vill gera sitt til þess að
lcásbyggitigarmál á vegum Sam
fcands ungra jafnaðarmanna. —
ffcáðstefnan verður í Tjarnar-
café upj»i og er öllum, sem á-
ÍMtgá hafa á byggingamálum
fceitnill aðgangur meðan hús-
rúm lé.vfir.
íslendingar hafa eins og taðr-
ar þjóðir átt við mikil vanda-
m.ál að stríða í sambandi við
ism húsbyggingíarmál. Gífur-
íegum fjárhæðum hefur verið
eytt I húsbyggingar imdanfar-
ia ár en að margra áliti hefur
•ejtki fengizt nægilega mikð
húsnæð fyrir þá fjármuni, —
Spumingin er sú hvort við höf-
um byggt nægilega skynsam-
lega. Erlendir sérfræðingar, er
hingað hafa komið hafa látið í
fcjós þa skoðun sína, að bygg-
i ugarkostnaður væri of hár hér
á l'andi.
skýra þessi mál og þess vegna
hefur sambandið fengið nokkra
sérfræðinga til þess að veita
fræðslu um húsbyggingarmál-
in á ráðstefnu þeirri er hefst í
dag. Þeir sem flytja erindin
eru þessir; Erlingur Guð-
mundsson byggingarverkfræð-
ingur, Skúli Norðdabl arkitekt
og Eggert G. Þorsteinsson for-
maður Húsnæðismálastjórnar.
Munu þeir fjalla hver um sinn
þátt húsbyggingarmálanna.
Iðnaðarmenn og aðrir, er
starfa að byggingarmálum eru
hvattir til þess að sækja ráð-
stefnuna svo og þeir aðrir, er
áhuga hafa á húsbyggingarmál-
um.
í dag verður ráðstefnan í
Tjarnarcafé uppi en á morgun
heldur ráðstefnan áfram H. 2 í
Félagsheimili FUJ, Stórholti 1.
Banki við
Bankasfræti
VEGFARENDUR, sem
áttu leið um Bankastræti
síðdegis í gær, tóku eftir
því, að niikill ys og þys
var fýrir utan húsið nr.
5. Þar var verið að pússa
rúður, bera inn dularfulla
kassa og sparisvipur á ;
mönnum. Ástæðan; Verið
var að leggja síðustu hönd
á verkið, áður en hhm nýi
Verzlunarbanki flytti í
nýju húsakynnin. Ýmsum
vegfarendum hefur vafa-
laust dottrð í hug, að loks
ins væri Bankastræti rétt-
nefni, eftir öil þessi hanka-
lausu ár. — Sjá frétt á 5.
síðu.
wmvtmwHMUMmvnmv
Nýju Delhi, 7. apríl.
(NTB—REUTER)
Meira en 200 tíbetskir
uppreisnarmenn af
Khamva-ættflokknum
hafa verið drepnrr í bar-
dögum við kínverska
kommúnistahermenn í
Vestur-Tíbet, að því er
Indverska fréttastofan
hermir. Einnig munu fjöl
margir kínverskir lxer-
menn hafa verið drepn
ir.
London, 7. apríl.
(NTB—AFP).
TOGARAEIGENDUR í Grims
by sendu í dag út yfirlýsingu,
þar sem þeir segjast hafa
f.yllstu samúð með samtökum
yfirmanna og kyndara á tog-
urum, sem krafizt hafa þess, að
íslenzkir togarar fái ekki fram
ar aS leggja á land afla í liöfn-
um við Humberfljót. „Togara-
éigendur hafa orðið fyrir alveg
jafnmiklum vonbrigðum og
verkalýðssamtökin yfir land-
helgissamningnum, sem nýlega
var gerður milli íslendinga og
Breta, en samningurinn hefur
verið staðfestur af báðum ríkj-
um, og Iionum verður ekki
breytt með neinum aðgerðum
neins aðila innan sjávarútvegs-
ins“. Og f yfirlýsingunni er
bætt við, að togaraeigendur
geti ekkcrt gert nú til að koma
í veg fyrir íslenzkar landanir í
Grimsby.
Togaraeigendur hafa lofað
brezku stjórninni að halda Par-
ísarsamninginn, sem tryggir ís-
lendingum leýfi til að landa í
Breílandi fiski fyrir 1.8 millj.
punda á ári. Yfirlýsingunni
lýkur á því, að útgerðarmenn
telji að hagsmunum togaraút-
gerðarinnar sé bezt þjónað með
því að sætta sig við orðinn lilut
og brezkir togaramenn taki
aftur upp störf sín.
íhaldsþingmaðurinn Cyril
Osborne kom f dag til Grims-
by, þar sem hann hyggsl koma
fram sem óopinber sáttasemj-
ari í togaradeilunni. — Hann
kvaðst hafa góða von um, að
takast megi að komast að sam-
komulagi um al hefja störf að
nýju fyrir helgina.
Þrír togarar fóru til veiða
frá Hull í dag, þrátt fyrir það,
að verkfallsverðir stóðu vörð á
kry&gjunm- Ekki kom til
neinna átaka.
MWMMWWAW-VMMWMW
Crossmann vill
eigið blað
Verkamanna-
flokksins
London, 7. apríl.
(NTB—IEUTER)
Ricliard H. S. Cross-
man, formaður fram-
kvæmdastjórnar brezka
Verkamannaflokksins,
beindi ívdag þeim tilmæl-
um til flokks síns að hann
athugi möguleikana á að
stofna og reka sitt eigið
dagblað. — Kvað hann
draum sinn að stofna blað,
„sem jafnaðarmenn eru
fúsir til að borga 6 penny
fyrir, enda hafa þeir þá í
höndum sínum jafnaðar-
mannablað, sem ekki á
allt sitt undir auglýsend-
um. Dagblöð í Englandi
eru nú seld á 3—5 penny
eintakið.
Tilmæli Crossman voru
sett frain á flokksþingi
Samvinnuflokksins sem
er f bandalagi við Verka-
mannaflokkinn. — Hvatti
Crossman báða þessa
flokka og verkalýðs-
hreyfinguna til að hefja
fjársöfnun til að stofna
þetta „sanna samvinnufyr
irtæki“.
<mm>mmmwmmmmmmmw
Vörukaupa
samningur
FÖSTUDAGINN, 7. apríl var
gerður samningur á milli ríkis
stjórna Bandaríkjanna og ís-
lands um kaup á bandarískum
landbúnaðarafurðum — gegn.
greiðslu í íslenzkum krónum.
Samninginn undirrituðu Tyler
Thompson, sendiherra Banda-
ríkjanna, og Guðmundur í
Guðmundsson, utanríkisráð-
herra.
Hér er um að ræða sams kon
ar samning og gerður hefur ver
ið undanfarin fjögur ár við
rikisstjórn Bandaríkjanna.
í hinum nýja samningi er
gert ráð fyrir kaupum á hveiti,
maís, byggi, hrísgrjónum, tó-
baki, soyu- og bómullarfræs-
olíum, sítrónum og sítrónusafa
fyrir alls 1,74 milljónir dollara
eða 66 milljónir króna.
Andvirði afurðanna skiptist
í tvo hluta. Annar hlutinn, 75%
af andvirðinu, gengur til lán-
veitinga vegna framkvæmda
hér á landi. Hinn hlutinn, sem
er 25% af andvirðinu, getur
Band'aríkjastjóm notað til eig-
in þarfa hér á landi.
(Frétt frá ríkisstjóminni).