Alþýðublaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 2
MUtJóm: Gisll J. Astþörsson (áb.) og Benedikt uröndai — Fulltröar rit- ítJómar. Sigvaldl Hjálmarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl: •Jörgvin GuSmund n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsiS — PrentsmiSja AlþýSublaSsins Hverfis- (ötu 8—10. — Askrlftargjald: kr. 45,00 á mánuSi. I lausasölu kr. 3.00 eint tTtgefand.: AlbýCuflok urinr> — Framkvœmdastiári- Sverrir Kiartansson Svona eru þeir KOMMÚNISTAR gangast nú fyrir söfnun und- irskrifta á mótmælum gegn því, að ísland hafi hervarnir, eins og öll önnur ríki. Þeir krefjast þess, að ^sland sé eitt allra landa varnarlaust með öllu. Það er lítill vandi að gera þetta að tilfinninga máli fyrir íslendinga, og á þá strengi er undir- skriftasöfnurum sagt að leika. Hins vegar er ! þessi krafa með öllu óraunhæf, og kommúnistar skilja manna bezt sjálfir, hversu fráleit hún er. 1 Þeir hafa því opnað sjálfum sér leið til að svíkja þessar undirskriftir í framtíðinni, rétt eins og þeir hafa áður gert. Ef kommúnistar eiga þess kost að komast í ráð i herrastóla, er þeim sama um alla andstöðu gegn her í landi. Þá svíkja þeir hiklaust allt það fólk, sem þeir nú hvetja til undirskrifta. Þetta gerðu þeir á þriðja ár í vinstri stjórninni. Þá létu þeir gott heita að herinn yrði kyrr og hreyfðu hvorki legg né lið til að koma honum burt. Og þannig Verður það í framtíðinni. Sýningum fer nú fækka á hinu vinsæla leikriti, „Tíminn og vi<V‘, sem sýnt hefur verið í vetur í Iðnó og fengið góða dóma. í kvöld verður 33. sýningin. Myndin er af Helgu Val- týsdóttur og Helgu Bachmann í hlutverkum. Sósíalistaflokkurinn hefur með formlegri á- lyktun á flokksstjórnarfundi boðað svik í her- námsbaráttunni/. Lesið vandlega eftirfarandi úr- klippu úr Þjóðviljanum, sem sýnir hluta af þeirri ályktun: m? sal eg&^i stað látTH" ko til íramkvæmda. Flokksstjórn- in felur miðstjórn flokksins að ákveða, hvenær gera beri brott- för hersins að úrslitaskilyrði um stjórnarsamstarf, lþýðublaði. Þessi stefnuyfirlýsing þýðir, að kommúnistar eru reiðubúnir að falla frá allri baráttu gegn her í landi, ef þeir aðeins komast í ríkisstjórn. Þá munu þeilr svíkja þetta mál, þrátt fyrir öll stóru orðin, þrátt fyrir öll blaðaskrifin, þrátt fyrir allt það fólk, .sem þeir hafa fengið til að skrifa undir mótmælaskjöl. Þannig eru kommúnistar. Hannes 8 h o : '• - -? ,/r {(:. Tímarit iðnaðarmanna nr. 1 1961, 34. árg. er uýútkomið. Flytur fjölda greina um ýmiss mál iðnaðarins. — Áskriftargjald kr. 50 árg. Landssamband iðnaðarmanna Sími 15363. ýV Blóðbankinn opinn á kvöldin. •fc Af tilefni umræðna um sinfóníuhljóm- sveit. 'jij' íþróttahöll upp á 35 milljónir. Togarar fyrir 200 milljónir liggja bundnir. G. E. SKRIFAR á þessa leið: „Fyrir nokkru varst l>ú að minn ast á blóðbankann og þá crfið leika, sem hann stendur í með að fá nægilegar byrgðir af blóði. Þetta voru orð í tíma töluð. En ég vil bera fram þá tillögu, ef hún mætti verða til þess að bet ur gengi að afla blóðs, að bank inn sé hafður opinn til móttöku fvrir blóðgefendur eitt eða tvö kvöld í viku. Ég er sjálfur sann í færður um, að þetta mundi verða til þess að margir kæmu til þess að gefa blóð, sem ekki eiga heimangegnt ii venjulegum vinnutíma“. ÁHORFANDI SIÍRIFAR: „Það er fremur leiðinleg historía, sem formaður Útvarpsráðs segir les endum Alþýðublaðsins í dag (9. 4.) um Sinfóníuhíjómsveit ís lands, þar sem- hann upplýsir um fjárhaginn og loks að óskir séu uppi um það að Ríkisútvarp ið taki að sér rekstur hennar, sem kosta myndi álika og allt dagskrárfé þess. EF-UM ÞAÐ er að ræða að Ríkisútvarpið takj við þessum bagga, þá hlýtur eitt af tvennu að ske, annaðhvort að afnota gjöldin verða að hækka eða draga úr hinu venjulega dag skrárefni. Hvorttveggja er vont og má hvorugt eiga sér stað. ÞJÓÐIN FÆR margt gott og skemmtiiegt að heyra í útvarp lnu þótt ýmislegt lakara fljóti með. Við því er ekkert að segja. Menn mega ekki gera óhóflegar kröfur til alls og allra, án þess þá að þakka sem vel er gert. Og ég vildi með línum þessum bera fram þakklæti fyrir margar á nægjulegar stundir, sem útvarp ið veitir mér og fleirum. En því verr veri það, ef klippa þarf af allri þeirri fræðslu, þeim skemmtunum o fl. sem útvarpað er nú til alþjóðar, eingöngu til að bjarga fjárhag sveitarinnar, eða að öðrum kosti hækka af notagjaldið. ÉG VONA að Útvarpsráð geri aldrei þann óvinafagnað, að taka á sig þennan bagga, og ég tel því það aldeilis óheimilt _Ég tek undir með formanni Útvarps ráðs, að það er í hæsta máta ó drengilegt að slilla Ríkisútvarp inu upp við vegg eins og tónlist í /1 19. apríl 1961 — Alþýðublaðið , ’-'.qt: fti óióiilduóÝ.dl / HELGITONLEIKAR í HAFNARFIRÐI ELLEFTU helgitónleikarnir i Hafnarfjarðarkirkju verða i kvöld kl. 8,30. Þar Ieikur ein leik á orgel Martin Giinther Förstemann, prófessor við tón listarháskólann í Hasnborg, en safnaðarprestur, séra Garðaí Þorsteinsson, annast ritningar lestur, bæn og blessun. Prófessor M G. Förstemann: fæddist 15 apríl 1908. Kornung ur missti hann sjón af völdum augnveiki og man ekki eftir að hafa litið dagsins ijós Fjögurra ára byrjaði hann að fara höndum um hljóðfæri og fimm ára gat hann leikið á píanó —og hljóð sett um leið. — þau þjóðlög og barnalög, er hann heyrði. — 10 ára fór hann að leika á orgel! við guðsþjónustur. Árið 1951 var Förstemann ráð inn yfirkennari með prófessorg nafnbót við orgeldeild tónlistar háskólans í Hamborg. Hjá hon um hafa nokkrir íslendingar numið. svo sem Guðmundur Gila son, Haukur Guðlaugsson og Máni Sigurjónsson. Þetta er önn ur heimsókn hans til íslands. armennirnir gera nú. Annara verð ég að segja það, að tekjur sveitarinnar eru hlægilega litlar af aðgöngumiðunum 1960, einar 177 þús. krónur! Tillögur for manns Útvarpsráðs eru raunhæÆ ar og þær á að framkvæma. Sam starf þessara aðila er nauðsyn legt til að bjarga fjárhaginum, en þá verður líka að krefjast þess að tónlistarmennirnir sýni að þeir vilji líka gera sitt tii að leysa málið. Ríkisútvarpið má ekki taka þennan bagga á sig. Undir það munu allflestir taka! ANNAÐ MÁL vildi ég minn i ast á og það er bygging íþrótta hallar í Rvík, Þegar handbolta mennirnir komu frá Þýzkalandii á dögunum úr frægðarför sinni, voru sterkar kröfur uppi um það að hraða byggingu hallarinnar, sem mér skildist á ræðu borgar stjórans í Rvík að gæti kostað 35 millj. króna eða meira. Sízt skal égleggja á móti gildi íþrótta en hóf verður að vera á öllum hlutum, GETUR ÞJÓÐ, sem vegna fá tæktar eða eirihvers annars, læt ur 8 togara liggja bundna við bryggjur um hávertíðina, þegar frekast er aflavon, þar af einni ca. 40 milljóna krpna skip, leyft sér að byggja höll, jafnvel hvaða höll sem væri, fyrir 35 milljónir króna? Ég segi hikaust nei og margfalt nei Fyrst af öllu, áður en við byggjum hallir. verðum við að koma þessum dýru tækj um í gagnið Hvað sem öllurn stefnuyfirlýsingum stjórnarinrj ar' líður. þá verða skipin að kom ast út. Fimmti eða sjötti hluti togaraflotans má ekkj liggja ó virkur. Það verður frekar að. hugsa um en byggja hallir Við íslendingar erum gæddir þeim eiginleika. sem ég kalla ofrausn, en hér ættum við að fela.þann góða kost í bili”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.