Alþýðublaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 9
¦MMMHM* í NÆSTA mánuði verð ur hafin herferð manna í ýmsum löndum fyrir því <að þúsundir unglinga margra þjóða fár að losna úr frönsku útlendingaher- sveitinni og að bannað verði að ráða unga menn til þjónustu þar án feng- ins leyfis ættingja og vandamanna — og ríkis- stjórna hlutaðeigandí ríkja. Það er sérstakur félags- skapur á Italíu sem stend ur fyrir þessu. Félagsskap urinn hefur náið samstarf við Sameinuðu þjóðirnar í ýmsum málum. Forstöðu- maður hans er ítalskur pró fessor við Genúa-háskóla, Grammatica að nafni. Prófessorinn segir að líklega muni Útlendinga- hersveitin leysast upp þeg- ar friður er kominn á í Al- sír, en þó muni Frakkar sennilega þurfa að hafa á einhverju liði að skipa til þess að halda uppi lögum og reglu í Sahara. Um alllangt skeið hafa ljótar fréttir borizt frá ýmsum löndum — t. d. Þýzkalandi, Sviss og íalíu — um að ungir menn væru tældir í útlendingaher- sveitina. En franska her- málaráðuneytið og TJtlend- ingahersveitin hafa ávallt vísað allri gagnrýni á bug. ^- STRJUKA AÐ HEIMAN , Hersveitin ræður menn á aldrinum 18 ára til fer- tugs í þjónustu sína. Flestar erlendar ríkisstjórn ir láta það afskiptalaust ef fullorðnir menn eru skráð ir til herþjónustu í Utlend ingahersveitinni en þeirra á meðal eru oft forhertir glæpamenn. Hins vegar mótmæla þær eindregið að ráðnir séu drengir á gelgjuskeiði sem strjúka að heiman vegna uppsteits gegn foreldrunum eða ganga í hersveitina vegna* rómantískra draumóra. Venjulega láta Frakkar þessa unglingspilta taka upp ný nöfn og segja rangt til þjóðernis cg afneita með öllu að þeir hafi gengið í Utlendingahersveitina ef erlendir ræðismenn spyrj- ast fyrir um það Mörg lönd Vestur-Evrópu hafa mót- mælt harðlega þessari „ó- mannúðlegu" afstöðu Frakka, en þeir segja sjálf ir, að það sem Um útlend- ingahersveitina sé sagt sé undantekningarlítið rógur og illmælgi. Svissneskur herráðsfor- ingi í Bern hefur l'átið svo um mælt, að ef spurzt sé fyrir um hvort einhver á- kveðinn unglingur hafi gengið í Utlendingaher- sveitina sé svarið undan- tekningarlítið neikvætt þangað til dag nokkurn að foreldrum er stundum til kynnt að hann hafi fallið eða að hann er sendur heim fársjúkur. Þá verður svissneska stjórnin að sjá þeim farborða það sem þeir eiga eftir ólifað, segir þessi svissneski herforingi. * FLÓTTATIL- RAUNIR Þótt frönsk lög banni að fieiri menn en 32.000 séu í Utlendingahersveitinni hafði hún allt að 60 þús hermenn undir vopnum þegar Indó-Kína styrjöld- in stóð sem hæst. Um 300 Svisslendingar'féllu í orr- ustunni um Dien Pien Pu. Um 50% allra hermanna Utlendingahersveitarinn- ar eru enn sem fyrr Þjóð- verjar og Austurríikis- menn. Haft er efitir alsírskum upreisnarmönnum að ein- hver „Si Mustafa majór", sem áður fyrr var Berlínar búinn Hans Mayer, hafi tekizt að koma rúmlega 3.000 þýzkum hermönnum úr Utlendingahersveitinni aftur til Þýzkalands. vm- sælustu ENN birtum við til gam- ans lista yfir tíu vinsæl lög. Við höfum birt lista vinsælla laga í Englandi og í Noregi, en nú snúum við okkur að Bandaríkjunum. Þetta voru sem sagt vinsæl ustu lögin í Bandaríkjun- um í síðustu viku: 1. Blue Moon (The Mar- cels). 2. Anache (Jörgen Ing- mann). 3. Dedicated to the one I love (The Shirelles). 4. Runaway (Del Shann- on). 5. On th'e Rebound (Floyd Cramer). 6. But I do (Clarence Henry). 7. Surrender (Elvis Presley). 8. Don't worry (Marty Robbins). 9. Mother in Law (Ernie K. Doe). 10. Walk right back The Everly Brothers). 'Vinsælustu hæggengu plöturnar virðast vera „Calcutta" með Law- rence Welk, „G. I. Blues" með Elvis Presley 0g ,,Ex- odus" úr samnefndri kvikmynd. FÁUM hefði sennilega dottið í hug,'að stúlkan á myndunum tveim er ein og sama persóna. Hún heit ir Susannah York, 19 ára ensk yngismær, sem er farin að leika í kvikmynd um. Myndin af henni til vinstri er auglýsingamynd, en á myndinni til hægri hefur gerbreyting átt sér stað. Þar er hún í hlut- verki skólastúlku í nýrri mynd, sem heitir „The Greenage Summer". Sus- annáh þessi þykir hafa marga kosti til að bera. — Þessa stundina er hún kannske sakleysisleg og brosir sínu blíðasta brosi, en á næstu andrá hefur hún breytzt í grimmúðlega galdranorn, segir blaðið Sunday Telegraph! WMIININGUR FYRIR nokkru mátti ;lesa aiuglýsingu í Lund- únablaði, þar sem beðið var um tungumálakenn- ara að kenna páfagauk. Honum var lofað góðu kaupi — en annars voru skilyrðin þessi; Háskóla- menntun og Oxford fram- burður. Bófarnir Blóðugi-Jack og Marghleypu-Harry sátu á bar «einum, og Jack sagði drafandi: — Á mánudaginn rændi ég „The First National Bank" í St. Louis — 0g á föstudag rændi ég „Chase •bankann". Var þetta ekki nokkuð vel af sér vikið? ¦— Ekki sem verst, — sagði Marghleypu-Harry, en af hverju gleymdir þú Iðnaðarbankanum ? — Ertu galinn? Eg sem geymi innistæðuna þar. HVERNIG á maður að læknast af vorkvefi? spyr ameríska tímaritið „To- day's Health" og gefur þetta svar við spurning- unni; Verið heima. Farið í rúmið og hvílist. Borðið hvorki of mikið né of lít- ið. Snýtið ykkur þegar þess þarf með. Ef þið hafið ekki læknast af kvefinu, eftir viku, skuluð þið ráð- færa ykkur við lækni. VARUÐ ! Ef þið hafið ^ tíma dags sé fólki hættast stefnumót um -fjögurleytið við að rífast yjð ^ beztu eða þurfið að gera eitthvað áríðandi skulið þið vara ykkur! Sálfræðingar segja nefnilega, að á þessum flntu.......pwwpww— »w<imww mmima <*¦—8MW—a> g 19. apríl 1961 — Alþýðublaðið vani. Nýlega hafa sálfræð- mgar sagzt hafa fengið sönnun fyrir þeim grun sín um, að taugaslappleiki og bráðlyndi í fólki sé mis- munandi mikið á hinum ýmsu tímum sólarhrings- ins. Einn sérfræðingurinn segir, að bezta ráðið til þess að færa sér þennan nýja vísdóm í nyt sé að skipuleggja daginn sam- kvæmt honum. Kenning þessi hermir, að aldrei séu menn betur iwvwwwwwwwmw ÞESSI mynd sýnir her- menn Útlendingahersveit- arinnar í eyðimörkinni. Stóra myndin ofar t. v. er einnig af herm. hersvei-í- arinnar. MMMMMiMMMWMWIWMW »-9>S^»u*M*K*..'. *'*M«iS!« upplagðir en um áttaleyt- ið á morgnana. Þá er hug- urinn móttækilegastur og þá eiga flestir auðveldast með að laga sig að kring umstæðum. Frá því klukk- an 11 rýrna afköstin og að sama skapi versnar skapið í mönnum. Leiðinda mál ætti að leysa fyrir há- degi og því fyrr því betra, segja sérfræðingarnir. Frá kl. 11—2 e. h. er skapið cg vinnuafköstin nokkuð svipuð og fyrir há degi. En upp frá þessu rýrna afköstin og kl. 4 væri flestum fyrir beztu að halda sér sem lengst frá tengdamóður. Á þessum tíma dags eru menn skap verstir. Eftir 4 batnar skapið aftur og situr að mestu við það sama mest allan eftirmiðdaginn. Um kl. 9 segja sérfræðingarnir að bezt sé að bera Upp bón- orð, því að þá er síðasti „bjarti geisli" dagsins. Fólk, sem mikið kveður að er farið að taka tillit til þessara atriða í æ rík- ari mæli og hefur þau í huga, þegar stórmál eru í aðsigi. Svo að af öllu þessu ma sjá, að það borgar sig að líta á klukkuna! Læknaver':- ígII LÆKNAR á ItaL'u fóru í sólarhringsvirkfall um helgina til þess að íá fram hærra kaup. Þeir sögðu sjúklingum, sem ekki þurftu á bráðri lækn- ishjálp að halda, að bíða unz verkfallinu lyki. Verðib er lágf - valib gott Augfýsingasíminn Al þýöubla&sin er I4S06 Alþýðublaðið — 19. apríl 1961 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.