Alþýðublaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 16
42. árg. — Miðvikudagur 19. apríl 1961 — 88. tbl. A Sérstakur skátadagur FYRSTA sumardag' munu skát ar í Reykjavlík fagna sumri með guðsþjónustu, eins og þeirra hefur verið siður síðan 1913. En þar eð skátastarf hefur Iblómgazt mjög á þessum ára fjölda, er svo komið, að erfitt cr að koma skátunum fyrir í tveimur stærstu kirkjum landsrns, og mun því að öllum líkindum nú í ár verða síðasta sinn, sem skátar ganga í einni fylkingu til guðsþjónustu. 'Vegna hinnar öru þróunar, liefur félögunum verið skipt í hverfi og leiðir sú breyting til þess, að skátar xnunu sækja kirkjur hver í sinni sókn fyrsta sumardag. Um leið leggst niður hin • stóra skrúðganga skáta á sumardaginn fyrsta, en hinar ýmsu deildir félaganna munu ganga í síiiu eigin hverfi. Þar eð skátar eru nú eigi lengur einir um hátíðahöld fyrsta sumardag, hafa skátarn ir helgað sér fyrsta sunnudag í sumri sem sérstakan skátadag. Var hann í fyrsta sinn haldinn árið 1960. Færist því hin mikla skrúðganga skátanna yfir á þann dag. í ár verður messað í dóm kirkjunni, prestur séra Óskar J'. Þorláksson og í Fríkirkjunni. — Þar messar séra ÁreKus Níels son Gengið verður til kirkju frá Skátaheimilinu við ' Snorra- braut kl. 10. f. h. Þær götur, sem gengið verður um eru Snorrabraut, Hringbraut að vegamótum Suðurgötu og Skot húsvegar. Þar skiptist fylking in, og prestar koma í gönguna. Síðan gengur hver fylking til sinnar kirkju, um Suðurgötu og Kirkjustræti, og Skothús- veg og Fríkirkjuveg. Guðþjón- usta hefst kl. 11 f. h. í báðum kirkjum. Á hinum sérstaka skátadegi n. k. sunnudag munu skátarnir efna til útihátíðar, annað hvort á Öskjuhlíð eða í porti Austur bæjarbarnaskólans. Verður þar margt til skemmt unar, m. a. skátaleikir, varð- eldur verður kynntur og fleira. HÉRNA siáum við mynd ir af framkvæmdum við byggingu umferðamið" stöðvarinnar í Aldamóta- görðunum svonefndu. Ver ið er að slá undir þak>ð á byggingunni um þessar mundir, en síðan verður húsið gert forhelt. Ætlun bygginganefndar er að um ferðamiðstóðin verði tek in í notkun að einhverju leytl- vorið 1962, ef nægi- legt fé fæst til fram- kvæmda. Þarna verður afgreiðsla allra sérleyfis- og hóp- ferðabifreiða, sem annast fólksflutninga til og frá Reykjavík, svo oer þeirra, er sjá um smærri vöru- flutninga. Ríkið byggir, en bærrnn lét lóðina í té. Formaður bygginganefnd ar er Jón Sigurðsson. ***%**^flW*%%%%i%%%%»»»»WW%>»W Fræðslukvöld um garðyrkju t KVÖLD kl. 8,30 heldur Garð yrkjufélag fslands annað — og síðara — fræðslukvöld sitt á þessu vori í I. kennslustofu Há skóla íslands. Þar mun Guð mundur Örn Árnason tala um Framh. á 5. síðu. SUMARDAGURINN fyrsti er á morgun. Eins og undanfarin ár, efnir Barnavinafélagið Sumar gjöf til margvislegra hátíða halda fyrir börnin þann dag hér í Reykjaviík. Verða þau með líku sniði og áður, nema hvað nýtt skemmtiatriði, sem vafaláusfc mun vekja athygli yngstu borg aranna, hefur verið tekið á dag skrá. Er það kynning á starf semi Vélhjólaklúbbsins Elding ar. ' Klukkan 12,45 hefjast skrúð göngur barna frá Austurbæjar skólanum og Melaskólanum. — Lúðrasveitir leika fyrir göngun um, sem nema staðar i Lækjar gö.tu kl. 1,30. Vetur konungur og vorgyðjan koma þá akandi inn á grundina fyrir framan Gimli. Lúðrasveit drengja leik ur undir stjórn Karls Ó. Runólfs sonar og þá flytur Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, ávarp. Lúðra sveitin leikur aftur og Sigurður Ólafsson syngur. Vetur konung ur stígur úr hásæti sínu, ávarp ar börnin og afehndir vorgyðj unni völdin. Þá leikur Lúðra sveit drengja undir stjórn Paul Pampichler og Sverrir Guðjóns son (11 ára) syngur einsöng við undirleik föður síns, Guðjóns Ma.tthíassonar. VÉLHJÓLAKLÚBBURINN ELDING. Útiskemmtuninni við Lækjar götu lýkur svo með nýju skemmtiatriði, þar sem Vél hjólaklúbburinn Elding leikur listir sínar á sviði ökuhæfni. — Æskulýðsráð Reykjavíkur og lögreglan standa að klúbbnum, sem var stofnaður 17 nóvember s. 1., og eru félagar nú um 60- — Tilgangur han.s er að koma félög um sínum betur inn í umferðina, m a. með því að leysa verkefni varðandi umferðarmál og vél hjólin sjálf. .Klúbburinn heldur vikulega fundi á miðvikudagskvöldum í Golfskálanum. 8—10 félagar Eld ingar munu sýna æfingar að erlendri fyrirmynd í Lækjargöt unni á morgun, að því er Jón Pálsson, tómstundakennari, — skýrði blaðamönnum frá í gær, um leið og stjórn Sumargjafar sagði frá hátíðahöldum félags ins. Jón kvað félaga Eldingar véra á aldrinum 13—16 ára, en 15 ára verða þeir að vera til að mega aka vélhjólum, eða skelli nöðrum eins og almenningur kallar þessi farartæki ungling anna Aðaláhugamál klúbbsins er að fá æfingasvæði í Rauðhól um í sumar, og virðist þess brýn þörf til að kenna og æfa með ferð vélhjólanna. Fjölmargar inniskemmtanir verða á morgun í sambandi við hátíðahöld Sumargjafar, en þeirra verður nánar getið í aug lýsingu. Blómabúðir bæjarins eru opnar til kl. 3 og fær Sumar gjöf ágóðahlut af sölu. Blaðið Sumardagurinn fyrsti og ritið Sólskin verður selt á götum bæj arins, svo og merki dagsins og íslenzkir fánar. Afgreiðslustaðir eru auglýstir sérstaklega með skemmtunum dagsins. FJÖLÞÆTT STARFSEMI, Barnavinafélagið Sumargjöf rak 5 dagheimili og 8 leikskóla á s. 1 ári við æ vaxandi aðsókn. Tvö barnaheimili bættust við á árinu, Hagaborg að Fornhaga 8 og Hliðaborg, þar sem ein stofa var opin síðustu þrjá mán uði ársins Standa vonir til, að félagið fái allt húsið í ár. Gerð var tilraun með heimili fyrir 6—8 ára börn, og er það nýjung í starfi félagsins. Föndurdeildir störfuðu í Grænuborg og Brák arborg Gunnar Biering, barna læknir, var ráðinn trúnaðarlækn Ir félagsins á árinu. Fóstruskól rin var til húsa í Grænuborg, — eins og undanfarin ár. Verkleg kennsla fer fram á barnaheimil um Sumargjafar. Skólanefnd skipa: Helgi Elíasson, fræðslu málastjóri, Jónas B Jónasson, fræðslustjóri, og Páil S. Pálsson, formaður Sumargjafar. Stjórn Sumargjafar skipa: — Páll S. Pálsson, form., Jónas Jó steinsson, varaform., Þórunn Einarsdóttir, ritari, Arnheiður Jónsdcttir, Valborg Sigurðar dóttir, Helgi Elíasson og Emil Björnsson, meðstjórnendur. — Framkvæmdastjóri félagsins er Bogi Sigurðsson. «5 Ungir jafnaðarmenn í !; R.eykjavík efna til sum- arfagnaSar í fél'agsheim- ili sínu í kvökl, síðasta vetrardag. Hefur heímil- ið verið sérstaklega skreytt í tilefni sumarkom unnar. Fagnaðurinn hefst kl. 7,30 e. h. með stór- kostlegri pylsuveizlu, — jafnframt því sem annað góð'gæti verður reitt fram. Síðan fara fram ýmsir lerkir og skemmtiatriði og a miðnætti mun Helgi Sæmundsson ritstjóri kveðja vctur og fagna sumri. — Aðeins fáir mið- ar eru eftir og því er nauð synlegt að félagar og gest- ir þeirra aflr sér miða sem allra fyrst. Síminn á flokksskrifstofunni er — 15020.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.