Alþýðublaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 1
ritin 17. júní? DANSKA STJÓRNIN ákvað á ráðuneytis fundi í gær að leggja handritafrumvarp sitt fyrir þ'ingið í dag. Er búizt við gífurlegum deilum í Danmör.ku um málið. IJndanfarið hafa mikil blaðaskrif átt sér stað í dönskum blöðum um handritamárið og hafa marg ar harðar greinar birzt gegn afhendingu handrit anna. Berlingske Tidende birt-i ritstjórnargrein um handrjtamálið í fyrradag, þar sem eindregið er lagzt gegn afhendingu handrifcanna. Menn, sem kunnugir eru stjórnmálum í Ðan mörku, hafa tjáð Alþýðublaðinu, að lausn hand ritamálsins muni ná fram að ganga, nema því b® eins að danska stjórnin falli. UndanfaiJið hafa ver ið mikil verkföli í Danmörku, og hefur vertð uppi nokkur ágreiningur milli stjórnarfIokkannta> sós íaldemókrata og radíkala. hó er talið, að verkfallið leiði vavla til stjórnarslita héðan af, úr því að svo liefur ekki orðið enn. Horfur eru taldar batnandi á lausn deilu járniðnaðarmanna, og mundu þá aðrir verkfallsmenn varla halda út lengi á eftir. Ef handritamálið leysist, er það tilgáta kunn ugra, að danska ríkisstjórnin mun'i senda herskip með þau til íslands, sennilega um 17. júní, þannig að gjöf handritanna yrði sett i samband við 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar og 50 ára afmæli háskólans. Um þetta er þó ekkert vitað með vissu á bessu stigi málsins. Jtætt hefur verið um það að geyma handr.itin í Landsbókasafninu, þ. e. sal þeim sem náttúru gripasafnið hafði áður til umráða (sjá »nynd á baksíðu). Er sá salur laus. en þó mun verða að gera miklar endurbætur á lionum og m. a. þarf að gera hann eldtraustan. ÞETTA brot prédikunarbókar er elzt band ritanna, sem við n!ú heimtum aftur — ef allt gengur að óskum. Það er elzt íslenzkra handrita, sem um er vitað. Það er talið skráð um 1150, eri hugsanlegt þó að það só eitthvað yngra. Tvö blöð aðeins eru eftir af handritinu, en vel varðveitt. Árná Magnússon fékk þau frá séra Þorsteini Ketiís- syni á Hrafnagili í Eyjafirði árið 1728, þ e. sama ár isem brunian varð í Kaup- mannahöfn. Um sögu bókarinnlar, sem blöðin eru úr, er ekkert vitað, en! líklegt má telja, að hún hafi verið allvæn. Hún hefur geymt guðrækilegar hugvekiur og úr henni hefur verið lesið í kirkjum á helgum dögum. — Myndin af hlaðinu hér efra er talsvert minnikuð. Hæð þess er nærri dálkhæð Alþýðublaðsins. (Við erum með Grá- <ms og Sæmundar-Eddu á 13. ssíðu.) Uppreisnin í Alsír á enda ? fMMKm Heimtum við hand-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.