Alþýðublaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 4
Hjörleifur Hjörleifsson óublðóió UNDANFARIÐ heíur kennt nokkurs misskilnings vegna hins nýja kerfis rafveitunnar á innheimtu reikninga. Blaðið hefur innt Hjörleif Hjörleifsson skrifstofustjóra eftir þessu, sem sagði: „Það er eðlilegt að ifólk átti sig ekki strax á nýja innheimtu kerfinu, því búið er að hafa sama lag á innheimtunni um 40 ára skeið. Áður var lesið af og innheimt mánaðarlega, en nú er aðeins lesið af ársfjórð ungslega, en fólki sendir reikn ingar mánaðarlega og eru tveir af þrem áætlaðir eftir rafmagnsneyzhi siðasta árs fjórðungs en þriðji reikningur inn er gerður samkvæmt af lestri þriggja siðustu mánaða og gefur til kvnna 'þá upphæð sem ógreidd er". „Kemur það oft fyrir að fólki séu áætlaðír of háir reikn ingar?“ ,.Auðvitað getur það oft kom ið íyrir að áætiuð notkun reyn ist ekki rétt, en telji fólk iþað þá er hverjum og einum frjálst að greiða gjaldið seinna 'þegar reikningurinn kemur fyrir alla þrjá mánuðina. í reynáinni reynist það svo að þeim fjölg ar sem kjósa heldur að borga á-sfjórðungslega. í>að er mjög lítið um það hér að reíikning arnir séu áætlaðir of háir. Fyr ir getur komið að menn eig: eitthvað inni eftir að greitt hef ur verið fyrir þá tvo mánuði sem áætlaðir eru, en 'það hefur reynzt sjaldnar en búast mætti við. Þetta kerfi sem við notum núna hefur lengi verið notað í Svíþjóð og á öðrum Norður landanna og reynzt vel. í Sví þjóð var rannsakað 1959 hjá hve mörgum notendum væri áætlað of hátt gjald og reynd ist það að jafnaði 3—3 V2 % not enda. Hér hjá okkur voru í fyrra hins vegar aðeins 1,66?! notenda sem áætlað hafði ver ið of hátt hjá og má það teljast rnjög lítið. Við höfum heldur aldrei orð- ið þess varir, að fólk kvartaði undan að eiga eitthvað smáveg is inni hjá okkur, enda gengur^ sú umframgreiðsla inn á reikn inginn og kemur fram eftir af lestur í iok hvers ársfjórðungs. Það er þ\i enginn látinn borga meira en honúm ber 'þótt ör fáir menn kunni að eiga hjá raf veitunni nokkrar krónur í einn | eða tvo mánuði Vilji menn greiða reikninga ! s'na ársfjórðungslega og það gera þegar 35% rafmagnsnot enda í bænum, þá er mönnum bað frjálst, auk þess sem það kemur rafveitunni vel Þróun in virðist stefna í þá átt að þeim fjölgi sem það gera. Bezt væri að allir gerðu það. Það myndi spara rafveitunni nokk uð á áðra milljón króna í inn heimtukostnað" „Verður ekki mikill sparnað ur af nýja kerfinu?“ „Sú breyting sem nú hefur verið gerð, sparar okkur ár lega um 800 þús. kr. í manna haldi og vélavinnu. Innheimt an er sízt lakari nú en fyrir breytinguna og hefur gengið ágætlega.“ „iEf menn vilja komast hjá að greiða nokkúð fyrirfram, geta menn þá ekki lesið af mæi um s.'num sjálfir og reiknað út hve mikið.þeir eiga að borga?“ „Jú, það er fyrirhafnarlítið. Ekki þarf annað en að skrá hjá sér þá tölu sem var á mæl inum við síðasta lestur og draga hana frá -þeirri tölu sem er á mælinum við lok mánaðar ins. Útkoman sýnir þá þann fjölda kílóvattstunda sem not andanum ber að greiða fyrir. Kilóvattstundirnar á svo að margfalda með viðkomandi taxta, sem menn geta fengið upplýsingar um hjá okkur, og geta menn þannig reiknað ná kvæmlega út hvað þeim ber að greiða“. „Ýmsir . hafa spurt hver vegna áætlunarreikningarnir eru ekki sendir heim til not enda í pósti eins og t. -d. síma reikningar og notend'ur greiði síðan sjáifir reikninga sína á inr.heintuskrifstofu rafmagns veitunnar“. ,,Þvi er fljótsvarað. Það kostar jafnmikið að senda þá í pósti og það kostar að senda menn með þá heim til notenda svo síðarnefndi kosturinn hef ur fremur verið valinn. Liggja tvær ástæður til þess. í fyrsta lagi spörum við fólki ómakið vlð að þurfa að fara til inn heimtuskrifstofunnar og í öðru lagi fæst helmingur reikning anna borgaður strax á þennan hátt.“ „Hvers vegna eru menn send ir til að lesa á mæiana og þeir látnir skrá tölur inn á spjöld þau sem reiknivélar bæjarins búa til reikningana eftir? Þvi eru aflestrarmennirnir ekki látnir færa beint inn á spjöld in?“ „Fyrir átta árum, þegar nú verandi aflestrarkerfi var tek ið upp, voru aflestrarnir marík aðir beint inn á sþjöldin sem vélar lásu svo úr. Þegar við höfðum notað þetta kerfi í eitt ár, var fenginn hingað erlend ur sérfræðingur til að athuga ef finna mætti upp hagkvæm ara fyrirkomulag. Hið eina sem honum fannst að betur mætti fara, var að aflestrartölurnar væru færðar beint í bækur og síðan færðar inn á spjöldin með því að handgata þau. Var þetta aðallega gert vegna þess að minni skekkjur urðu í færsl um með þessum hætti. Svo er það hentugra að hafa aflestr ana í samhengi fyrir hvern mæli, t d. yfir árið. Á þennan hátt er hægt að nota aflestrar bókina sem viðskiptareikning“, „Og að lokum?“ „Ég býst við að fólki muni falla núverandi kerfi betur þeg ár það hefur áttað sig á því til fulls. Það sparar rafveitunni einnig urn 800 þús kr. á ári og notendum er því beinn hagn aður af því“. HVER VILL, að konan hans geti stokkið yfir hest, hangið öfugt í köðlum, þangað til leikfimLskennarinn hefur talið upp að'tíu, og fórnarlambiö er orðið blárautt í framan, — hangið í rám og vmgsað fótun um eða hífa sig upp ó hand leggjunum á tveim köðlum? Fyrr á tímum — og kannski allt til þessa dags, — þótti að all hverrar konu að hafa falleg ar, mjúkegar hreyfingar; kon urnar í Kina átfu meira að segja að vera svo finlegar, að ekki þótti hlýða, að þær gengju úti við, — þær gerðu ekki annað en læðast um hús og garða á sínum örsmáu, reyrðu fótum. — Austurlenzk ar konur, sem mörgum þykja taka kynsystrum sínum í vestr irvu fram um fínleika og kven legan yudisþokka, eru sagðar læðast um eins og skuggar, — hneigja höfuð sín eins og blóm — og guð einn veit, hvaða sam líkingar skáldin hafa notað um þessar gyðjumlíku verur. Norrænar stúlkur eru aö eðl isfari stærrj og ef til vill þrek meiri en austurlenzk „blóm“5 — þær nota skó númer 37, —. 38, — 39 eða jafnvel fjörutíu, eins og Greta Garbo —? og eng inn fær gert við því. En með leikfimiskennslu i skólunum á að miða að þvi að gera stúlk ur kvenlegri, mýkri og léttari í hreyfingum í stað þess að lögð er áherzla á, að þær getí gert einhverjar erfiðar æfingar — sem sjálfsagt eiga að miða að því að stæla líkamann, en ná svo oft ekki tilgangl sínum, þar eða þær eru of þungar fyr ir mikinn hluta nemeivda. Margir tala um það, að Í3 lenzkar stúlkur kunni ekki að ganga, — þær beri sig iUa og skellist áfram — Þessar stúlk ur hafa samt margar hverjar æfingu í að hanga öfugt í köðl um. Venjulega sést það á stúik um á götunni, hvort þær eru góðar í íþróttum eða ekki. —■ Ungar Lþróttakonur eru, oftar en hitt a. m. k., beinvaxnar og bera sig vel, — enda mun. leikfimi eða íþróttakennsla £ deildum Iþróttafélagarwia með öðru og mýkra sniði en leik fimikennsla í skólum. íþróttastúlkurnar í skóluri um eru ekki heldur einum né neinum til skammar. Þær fá 26. apríj 1961 — Alþýðublaðið Framn. á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.