Alþýðublaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 16
 HANDRITIN eru vænt- anleg heim. Hvar á að geyma þau? Það er spurn- ing sem margir vilja fá svarað. Það hefur ekki enn verið ákveðið, en Alþýðu- blaðinu þykrr líklegt, að það verði í Landsbóka- safnshúsinu \'ið Hverfis- götu, a. m. k. til að byrja með. Þar verða handritin líklega geymd í salnum, . þar sem Náttúrugripasafn- 5 ið var trl húsa. Finnur Sigmundsson, Landsbóka- vörður, sagði blaðinu í gær, að safnið hafi látið gera endurbætur á saln- um, m. a. gert hann eld- traustan, látið mála og ganga frá Ijósaútbúnaði og gera járnrekki fyrrr skjöl og handrit. Finnur sagði, að ekki hefði verið talað við hann um að láta þennan sal fyrir handrit- in. Myndirnar: Finnur Sig- mundsson landsbókavörð- ur í hinum „væntanlega % Iiandritasal.“ Ennfremur % safnhúsið við Hverfisgötu. tWWWWWMWWWWWtWW MIKIL átök eru í Kjal- arneshrepp um þessar mundir og er allt útlit fyrílr, -að hreppurinn sé algerlega að klofna. A- stæðan er sú, að miklar deilur standa um félags- heimili það, sem er í smíðum í hreppnum. Austur-Kjalnesingar, sem búa austan Kleifar við Kollafjörð, hafa verið andvígir bygg- ingu félagsheimilisins með því að þeir hafa aðgang að félagfsiheimiiinu Hlégarði Mosfellssveit og eiga mikla samleið með íbúunum í Mos fellssveit um félagsMf allt. En Vestan-Kleiifarmenn hafa hins vegar haft mikinn áhuga fyr ir félagsheimilinu. Á almennum hreþpsfundi vorið 1957 gengu Austan- og Vestan-Kleifarmenn til sam komulags um að standa sam eiginlega að byggingu félags heimilis, svo og leikvallar og sundlaugahbyggingu. Var þá miðað við það, að félagáieim ilið og framikvæmdirnar allar yrðu í Kollafirði, þar sem heitt vatn er og góð skilyrði af náttúrunnar hendi fyrir -------——.— , sundlaugarbyggingu. En árið eftir ákváðu Vestan-Kleifar menn að staðsetja félagsheim ilið á Klébergi þar sem hvorki fer heitt vatn né aðrar aðstæður til sundlaugargerðar eða leikvallaibyggingai'. Þessu gátu AustanKleifarmenn ekki unað, þar eð áður hafði verið reiknað með staðsetningu fé- lagsheimilisins í Kollafirði. Hafa þeir því viljað fá hreppn um skipt. Standa málin þano ig £ dag, að nokkrir þingm. kjördæmisins, þeir Guðmund ur í. Guðmundsson utanríkis- ráðherra, Ólafur Thors forsæt Framh. á 5. síðu. fyrir 11,272 sterlingspund, Er það einnig góð sala. Bæði skipin voru eingöngu með ýsu og nokkurt magn af flatfiski. Með sölu þessara togara er upp genginn bæði þorsk og ýsu kvótinn, sem landa már eftir í Bretlandi í þessum mánuði. ísafjarðartogarinn Sólborg seldi afla sinn í Bremerhaven í gær, 131 lest fyrir 123,300 mörk Mun það vera hæsta verð, sem íslenzkur togari hefur fengiö á þýzkum markaði. Allir fjórir togararnir, sem selt hafa í Bretlandi í þessari viku, þ. e. Júpíter, Hallveig Fróðadóttir, Marz og Pétur Hajl dórsson, munu koma heim með nokkuð magn af þorski, sem verður landað hér. Auk þess kem ur Marz með slatta af ýsu. Þessir fiskslattar fara væntan lega í skreiðarverkun hér heima. Borðuðu dýnamit NOKKRIR strákar, um og innan við 10 'ára, komust um síðustu helgi irin í sprengi- efnageymslu á vegum Reykja víkurflugvallar. Gcymslan er úr hlöðnum steini, unldir Öskjuhlíð. Striákarnir tóku þarna 40 Framhald á 12. síðu. Þvzkalandi - og bezta meðalverð í Bretlandi 42. 'árg. — Miðvikudaguj. 26. apr£] 1961 — 93. tbl, TOGARINN Marz frá Reykja vík seldi afla sinn í IIull í gær morgun. Alls seldust 153,6 lest ir fyrir 15,560 sterlingspund. Er hér um að ræða hæsta markaðs verð, sem íslenzkur togar'i hefur fengið í Bretlandi fyrr og síðar. Skipstjóri á Marz er Markús Guð mundsson, Þá seldi togarinn Pétur Hall dórsson frá BÚR í Grimsby í gær. Togarinn seldi 128,3 lestir VIÐ- viljum vekja athygli lesenda á þeirri staðreynd, að næsti HAB-dagur nálgast óðfluga. Hann er 7. maí. Þá verður (meðal lannars) dregið rnn húsmunavinning, sem er 40.000 krónur að verðmæti. í júní kemur enn einn HAB-bíll á markaðinn (Volkswagen) og í haust er enn von á linattferð og bíl. — LÁTIÐ EKKI HAB ÚR HENDI SLEPPA!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.