Alþýðublaðið - 26.07.1961, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.07.1961, Qupperneq 2
Ritstjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fulltrúl rit- ■yómar: Indriöi G. Þorsteinsson — Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. — Btmar: 14 900 — 14 90* — 14 90t A.uglýsingasími 14 906. — ASsetur: Alþýðu- hósið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald ta. 45,00 á mánuöi. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra kvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Nöldui'skjóður Í>JÓÐIN GLEÐST yfir hinni miklu síldveiði, enda langt síðan slíkt veiðisumar hefur komi'ð sem nú. Búið er að salta upp í alla samninga og unnið að frekari sölu saltsíldar. Síðan taka verksmiðjur við, -og hefur verðlag á lýsi og mjöli heldur hækkað á Iheimsmarkaði, enda þótt það sé langt fyrir neðan hæsta verð, sem verið hefur á þeim vörum. Stjórnarandstaðan getur þó ekki fengiö sig til að gleðjast með öðrum landsmönnum. í blöðum Jhennar er sífellt verið að nöldra um milljónatap vegna aðgerða eða aðgerðaleysis ríkisstjórnarinn ar. Sé Tímanum og Þjóðviljanum trúað, er hin voðalega ríkisstjórn okkar á góðri leið að snúa síld 1 veiðunum upp í tugmilljóna tap fyrir þjóðina. Framsóknarmenn þakka sjálfum sér, að til eru síldarverksmiðjur á Austfjörðum. En það er ríkis ■stjórninni að kenna, að þessar verksmiðjur eru ekki miklu stærri og afkastameiri svo að bið er á löndun. Þegar síldin hvarlf frá Norðurlandi, sagði Þjóðviljinn frá því, að það væri vegna þess að rík isstjórnih léti sérhagsmuna brasksjónarmið ráða og leitaði ekki að síldinni fyrir norðan! Þannig eru skrif þessara blaða dag eftir dag. Almenningur leggur ekki eyrun við slíku nöldri. Fólk veit, að það þýðir ekkí að salta meira en selt er, og sala hefur sjaldan eða aidrei verið meiri en jnú. Fólki finnst einnig, að síldarsaltendur hljóti \ •að hafa grætt nóg til þess að taka á sig áhættu af aukiínni söltun, en ekki sé rétt að leggja þá áhættu : á ríkissjóð. Fólk veit, að það er ekki hægt að hag l 'nýta verksmiðjukostinn nema með því að flytja ■eitthvað af síldinni til, því verksmiðjur þurfa að 3 vera í öllum landshlutum. Þess vegna eru nú að - minnsta kosti fjögur flutningaskip í slíkum flutn - ingum, og verður þá vonandi hægt að hagnýta einnig verksmiðjurnar á Norðurlandi!. Fjölbreytt útgerð jj' ÞÓTT ATHYGLI manna beinist mjög að síldveið i unum, eru allmiklar aðrar veiðar stundaðar yfir l sumarið. í Vestmannaeyjum hefur afli verið svo ] mikill, að jafnað er til vetrarvertíðar, og margt 1 aðkomufólk hefur fengið þar atvihnu. Um allt s* sunnan og vestanvert landið stundar mikill fjöldi ' foáta humarveiðar, en humarinn er verðmæt út ] flutningsvara. Þá skapa dragnótaveiðar mikinn og dreifðan afla, sem eykur atvinnu, sérstaklega í smærri þorpum. Þessi fjölbreytni í fiskveiðunum er mikils virði fyrir þjóðarbúið. Hún hefur þau áhrif, að þjóðin er ekki eins háð aðalvertíðum og fyrr, auk þess sem þetta eru spor til aukinnar framleiðslu. NIAGARAFOSSUM (UPI_ Nálægt fossunum í Niagarafljótinu er nú ver- ið að byggja stærsta orku- ver Vesturheims, sem jafnframt er eitt hið stærsta í heimi. Raforkuverin verða tvö, stór vatnsuppistaða byggð og komið fyrir túrbínum sem munu framleiða um 2.190 þús. kílóvött, af riaf magni sem nota á til heim ilisnota og iðnaðar í New Yorkfylki. Orkuverið er hyggt þannig að Banda- ríkjamenn geti notað allt það vatnsmagn, úr Niagara fljótinu, sem þeim ber sam kvæmt samningum við Kanadamenn sem gerður var 1955. Fegurð Niagarafossanna minnkar á engan hátt við þetta þvi þeir eru þremur mílum ofar í fljótinu. Ann- ars er þegar mikið af vatni fossanna notað til orkuvera. 100 þús. rúmfet eiga samkvæmt samnjngi milli landanna ;að renna um fossana að degi til, um ferðamannatímann, en þeim 103 þús. rúmfeta aðeins 50 þús. rúmfet um sem þá er,u eftir skipta fossana. löndun milli sín til raf Myndin hér er af jarð- orkuframléiðslu. Að nóttu göngum þeim sem vatnið tii og á veturna renna á að renna um. HANNES Á HORNINU ■fo Smyglið tröllríður þjóðfélaginu. Umferðarmálin og útvarpið. ÍZ Eftirtektarverð tillaga MEIRA en helmingur allra þeirra úra, sem seld eru í land- inu, eru smygluð. Hvað þá um aðra skartgripi, nælonsokka, silkiklúta, kvenfatnað, sjálfblek únga o. s. frv. yfirleitt þær vör- ur sem lítið fer fyrir og hiegt er að koma fyrir í vösum sínum í stórum slöttum? Það er ef til vill erfitt að komast fyrir smygl — en ótrúlegt er það, ef tollayf- irvöldin og löggæzla yfirleitt á engin ráð. Ef svo er, þá er glæp unum boðið heim. ÞETTA er ískyggilegt ástand því að ekkert þjóðfélag stenzt sviksemi í stórum stíl. Það kem- ur vitanlega niður á öllum þegn um þess og síðan á því sjálfu. — Því meir, sem smyglað er, því hærr; verða skattarnir og álög- urnar Sagt er að tollgæzlu hafi á síðari árum farið mikið fram, en betur má ef duga skal — og alkunnugt er það, að þegar far- maðurinn kemur úr ferð, er verzlun sett upp á heimilinu BIFREIÐARSTJÓRI skrifar: „Þakka þér fyrir mörg skrif þín á undanförnum árum í pistli þín um í Alþýðublaðinu Marga hef ur þú skammað en mörgum hef ur þú líka hrósað fyrir það sem vel er gert. Tilefni þessara skrifa minna til þín er að þakka það sem vel er gert. ÉG VILDI þá ræða þátt þann í Ríkisútvarpinu, sem er í eftir- miðdaginn á laugardögum og fjallar um umferðarmál. Það var sannarlega kominn tími til þess að þáttur sem þessj yrði fastur liður í útvarpinu og ber því að þakka það. Það mætti kannski nefna að það er ekki svo lítið, sem bifreiðaeigendur verða að greiða útvarpinu á ári ihverju og væri því ekki nema sanngjarnt að eitthvað kæmi í staðinn fyrir það. Nú er því aft- ur á móti þannig varið að ríkis útvarpið sem slíkt stendur ekki fyrir þessum þáttum heldur er það umferðanefnd Rykjavíkur, sem á þakkirnar skilið vegna þess að ríkisútvarpið hefur ekkf viljað leggja neinn kostnað á sig vegna þessa þáttar um umferðar mál heldur hefur Umferðar- nefndin orðið að standa undir öllum kostnaði í sambandi við hann. ÉG VIL gera það að tillögu minni, að á eftirmiðlögum á laugardögum sé laugardagslögun um breytt í óskalagaþátt bif- reiðastjóranna, og um leið er hægt að flétta inn í þessa þætti leiðbeiningum um umferð, smá viðgerðir, varúðarvörunum og svo framvegis. Það hefur margt gott komið fram í þessum þátt- um, sem nú eru um umferðar mál, en þeir eru bara svo stuttir. Það ætt; líka að vera óþarft að láta Umferðarnefnd Reykjavík- ur eina leggja eitthvað af mörk um heldur ætti Ríkisútvarpið að sjá sóma sinn í því að gera eitt I hvað fyrir þá peninga, sem það fær frá bifreiðaeigendum. Þátt- ur sem sá er ég stakk upp á er fastur liður i dagskrá sænska útvarpsins um helgar og fyrst þeim finnst þetta gott er ekki að efa að þetta ætti að geta orð- ið það hér“. 1 Hannes á horninu. ! jg 26. júlí 1961 — AlþýðublaðiS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.