Alþýðublaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.07.1961, Blaðsíða 7
Jí Á STÓRU-SLÉTTU. Lent er eftir áætlun á flug vellinum í Narssarssuaq, sem prófessor Þórhallur 'Vilmund- arson, fararstjóri, segir að þýði ”Slóra-Slétta,“ og síðan ekið sem leið liggur að flug- vallarhótelinu, sem er danskt og vistlegt með stórum skilir- íum af Friðriki og Ingiríði fyrir stafni í matsalnum. Hér ganga grænlenzkar ungmeyj ar um beina, en þær ganga hvorki á skinnbuxum né með band um hár, heldur á bláum nælonsloppum frá Danmörku — og ef einhver hefur búizt við að sjá frumbýlingshátt í klæðaburði Grænlendinga, hefur hann orðið fyrir von- brigðum þarna á hótelinu. Danska afgreiðslukonan var meira að segja í plíseruðu teryline-pilsi, eins og nú þyk ir hvað allra nýtízkulegast i "menningarlöndunum”, herðatrén í forstofunni voru Eiríkur rauði KVEFUÐ BÖRN OG GESTRISNI. í Brattahlíð biðu börn á ströndinni og sugu upp í nef- ið í kvöldkyrrðinni. Öll börn á Grænlandi (mörg og smá) virlust vera kvefuð, enda kuldalega klædd, að- okkur fannst. En fötin þeirra voru kát í litum, gul og rauð. græn og blá. Mést bar á rauða litnum, — en það er næsta óskiljanlegt, hvaðan Græn- lendingarnir fá þessi litskrúð ugu föt, því að í. verzluninni á staðnum virtist ekki um auðugan garð að gresja. Kindaskrokkur lá þvert fyrir dyrufn í Grænlándsverzlun- uninni, en ofan á honum tvö reyfi. Inni ægði öllu saman: 'brjóstsykri, sirsefnum, döll- um og dósum. mjölpokum -og skótaui. Einmitt einhvern veginn svona hafa dönsku verzlanirnar verið hér um og fyrir síðustu aldamót, — verzlanir dönsku selstöðu- kaupmannanna. Þama keyptu margir íslendingar brjóst- sykur til að gefa barnahópn- um úli á klöppinni. Frú Laura Frederiksen og tengdamóðir hennar, Elizabeth Frederiksen eða Tíbarak fóru í þjóðbúninga sína til að sýna íslendingunum, sem síðan fóru að skoða rústir. Meðan ferðafól'kið skoðaði rústirnar færði Laura mig af mikilli gestrisn'i í þjóðbúninginn sinn, og allir heimilismenn á bæ hennar skríktu og óðu elginn á grænlenzku. í öllum herbergjum var yfirfullt af fólki, sem kom til að skoða útlendinginn í návígi, en Laura hafði í mörgu að snú- ast, og einhvern veginn skildi hún ekki fullkomlega, að ég var að reyna að tala við hana á dönsku. Hún var sífellt að hlaupa frá og til manns síns, sem lá nakinn inni í rúmi, grípa upp eitt og eit't barnið úr barna- skaranum, skammta mat og bæta í eldinn. Eflir stóð ég, umkringd af Grænlend- ingum, sem ekkert 'kunnu fyrir sér nema grænlenzku og skríktu góðlátlega með galopnum furðulostnum aug- um. Hin ævagamla tengda- móðir, Tíbarak, sat ein Kadeketimi í Bratíahlíð og konan hans. í fullum skrúða í gömlum hægindastól og rakti upp rauða bamspeysu. Grænlend ingar virðast hafa einhver ráð til að ná sér í brennivín, því bróðir Lauru sá hvorki daginn né veginn. Hið skrítn asta við þessa heimsókn var, að enginn viðstaddra skipti sér af því, þótt ég sýndi ekki á mér fararsnið, né heldur skipti sér nokkur af því, þótt ég væri að reyna að koma þeim í skilning um, að ég vildi fá að hafa viðtal við þau fyrir Alþýðublaðið. Þau voru bara hýr og 'kát yfir gestakomunni, og það var allt á öðrum endanum vegna anna, það var hlaupið milli bæja á harðaspretti, því nú var líklegt, að eitthvað seld- ist. .... Perlufestar, tré- skurðarmyndir, stígvél, dúk- ar, — allt þetta var dregið upp úr skjólunum og boðið fram. Þegar kom að verð- lagningunni, var önnur saga. Þá leit hver á annan og tal- aði grænlenzku og kom svo með nýjar vörur án þess að svara. Hvað á. þetta að kosta? Hvað á ég að borga? Loks nefndu þau einhverja háa upp hæð, tæptu á henni með bæði von og ótta í augunum. Ef hún var samþykkt, voru all- ir kátir, þá var hlaupið Jih grannkverinanna og skrikt að- útlendingnum, sem keypti perlufestina, sem Lúka gerði á löngum vetrarnótlum, fyiir 40 danskar krónur. Og hitn Lúka, sem gerði þetta bara til að drepa tímann í myrkr- inu !!!- Enn ber þess að geta uia þetta fólk, að það virtist allb meira eða minna skylt. Þann- Framhald á 14. síðu. FERÐASKRIFSTOFA. ) ríkisins og Flugfélag ís lands efndu til Græn landsferðar dagana 19. —23. júlí. Blaðamaður frá Alþýðublaðinu var með í förinni, og er hér sagt frá því helzta, sem fyrfr augu og eyru bar í þessu ævintýraferða lagi. — Heimsókn í grænlenzkan bæ, kaup skapur, viðtal við djákn ann í Brattahlíð og Ei rík rauða. H. GUÐ er lokatakmarkið. Hann opinherast í lögmál- um náttúrunnar. Hann andar í vorblænum. Hann var í upphafi. Þetta er samt sem áður óskýran- legt. Það getur ekki held- ur orðið þekkingaratriði. En út frá hinu óþekkta • komumst vér að hinu þekkta. Chuang Tzu. ------ooo------- JAFNVEL á leiðinni til Grænlands má eiga von á, að við séum bréflega minnt á gæzku guðs, og að Jesús sé tilbúinn að fyrirgefa okkur, EF þú ert fús til að: játa syndir þínar, og trúa í hjarta þínu. Einhver óþekktur pré- dikari útbreiddi bæklinga með þessari áletrun meðal farþega vélarinnar, — en við vissum það ekki fyrr en síð- ar, að þessi maður var ís- lenzkur trúboði, á leið til trú- boðsstarfa í Grænlandi. Þegar flogið er yfir vestur strönd Grænlands sjást djúp- ir og langir firðir með ísjök- um á floti, fannbrydduð fjöll og jökullinn inn til lands. — Firðirnir eru eins og blá súpa með hvítri þeyttri eggjahvítu til að sjá, en skálin er snarbrött fjöllin. — Sum vötnin eru þar á móti græn- leit og jakalaus. Það er aug- Ijóst, að hér eru aðrar berg- og steintegundir en heima, fjöllin bera annan lit. ekki fyrr en undir kvöld. Orsökin var ,,maskineskade“, en skemmtiferðaskipið Pax er langþreytt skip og fór sér að engu óðslega um firði Grænlands. með áletruninni Grand Hotel Osló, og ”made in Frane” stóð í botninum á mjólkur- glösunum. í litlu búðarhol- unni á hótelinu fæst tyggi- gúmmí, kex, síðbuxur, rak- krem, ilmvatn, húfur, laxa- flugur, -— sem sagt allt þetta, sem á að gera okkur ham- ingjusöm í menningarþjóðfé- lagi. — Þarna er um að lit- ast úti fyrir líkt og í Olíu- stöðinni í Hvalfirði. Tómir braggar frá stríðsárunum setja svip sinn á staðinn, —- ”Bus Stop” stendur á einum þeirra, — Volkswagenbíll, vörubill og jeppar skjótast eftir götunum, en hvert þeir eru að fara er ekki gott að vita. Hið eina, sem gefur til kynna, að þessir bílar séu að aka um grænlenzka grund, er, að þeir eru númeralausir. — Fram undan liggur Eiríks- fjörður, en hér í Stokkanesi liggja einmitt spor Eiríks rauða og fleiri norrænna manna. Skipið, sem flytja átti okkur til Brattahlíðar kom Alþýðublaðið — 26. júlí 1961 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.