Alþýðublaðið - 29.07.1961, Page 7
45. þing ILO
vill úthýsa S-Afríku
ILO krefst úrsagnar
Suður-Afríku.
Alþj óðavinnumálastofnun-
in (ILO) lauk nýlega 45.
vinnumálaþingi sínu í Genf.
Samþykkt var m. a. upptaka
þriggja nýrra aðildarríkja, en
þau eru Kuwait, Máritanía
og Sierra Leone. Eru þá að-
ildarríki stofnunarinnar orð-
in 100 talsins.
Áður en gengið var til at-
kvæða um upptöku Máritan-
íu fór fulltrúi Marokkós þess
á leit, að ríkinu yrði ekki
veitt upptaka fyrr en spurn-
ingin um aðild þess að Sam-
einuðu þjóðunum hefði verið
afgreidd. Fulltrúi Marokkós
lýsti því yfir, að Máritanía
væri ekki löglegt ríki, heldur
hluti af konungdæminu Mar-
okkó.
Þingið samþykkti allmarg-
ar ályktanir um efni, sem
ekki voru á dagskrá þess. — í
einni þessara ályktana er
krafa um að S-Afríku verði
úthýst úr stofnuninni. Segir
svo orðrétt í ályktuninni;
”Þ i n g i ð
•— fordæmir kynþáttastefnu
S-Afríku;
— lætur í ljós dýpstu samúð
með þeim hluta íbúanna
í S-Afríku, sem sjá helg-
usttu réttindi sín fcítum
troðin af apartheid-stefnu
sljórnarinnar, og með þeim
hugrökku mönnum sem
berjast gegn apartheid án
HHMMMMtMWMtmHWHM
Var
Eva Braun
Gyðingur ?
Jerúsalem (UPt) ,
í EICHMANN-réttar-
höldunum hefur komið í
ljós af svokallaðri Sassan-
skýrslu, stm mikið hefur
verið notuð gegn Eich-
mann í réttaíhöldunum, a'ff
ástmey Hitlers, Eva Braun,
var Gyðingur að einum þrí
tugasta og öðrum hluta.
Þáverandi Obersturm-
bannfuhrer. Adolf Eieh-
mann fékk frá „yfirboður-
um“ sínum skipun um aff
rannsaka ætterni Evu
Braun og kom þá í ljós að
hún var af Gyffingaættum.
Þessu var hakiiff leyndu á
stríðsárunum, og leikur
nokkur vaíi á því, hvort
Hitler, hafi nokkru sinni
veriff skýrt frá þessu.
tMMMvtmvnMMMnvunuM
tillits ftil kynþátlar eða
hörundslitar;
— lýsir því yfir að áfram-
haldandi aðild S-Afríku að
stofnuninni brjóti í bága
við tilgang hennar;
— ályktar að fara þess á leit
við stjórn Alþjóðavinnu-
málaskrifstofunnar að hún
ráðleggi lýðveldinu S-
Afríku að segja sig úr
stofnuninni, þangað til að
því kemur að stjórn lands
ins leggi niður apartheid
.... og að biðja stjórn
skrifstofunnar að tryggja
skjóla framkvæmd þessar-
ar ályktunar.“
Ályktunin var samþykkt
mtð 165 atkvæðum gegn
engu, en 89 ríki sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Kannsókn á efnahags-
legum afleiðingum af-
vopnunar.
Nefnd 10 sérfræðinga, sem
skipuð hefur verið af Hamm-
arskjöld framkvæmdastjóra
samkvæmt ályklun Allsherjar
þingsins í desember sl. í því
skyni að vera honum til
ráðuneytis í rannsókn á efna
hagslegum og félagslegum af
leiðingum afvopnunar í lönd
um með ólíku efnahagskerfi
og á ólíku þróunarstigi, kem-
ur saman til fyrsta fundar í
Palais des Nations í Genf
dagana 7.—18. ág st.
Ályktun Allsherjarþings-
ins, sem fyrst var lögð fram
af fulltrúa Pakistans í efna-
hagsnefndinni, felur fram-
kvæmdastjóranum m. a. að
rannsaka ”hinar efnahagslegu
og félagslegu afleiðingar af-
vopnunar í löndum með ólík
efnahagskerfi og á ólíku þró-
unarstigi með sérstöku tillili
til vandamála í sambandi við
■ aukin útgjöld ríkis og ein-
staklinga, sem komi í stað
hernaðarútgjalda og nýli þá
mannlegu og efnislegu orku,
sem nú er varið til vígbúnað-
ar.“
Rannsóknin á ennfremur
að leiða í ljós horfurnar á
aukinni fjárfestingu í van-
ræktu löndunum sem komi í
veg fyrir að efnahagskerfi
þeirra raskist þegar fjárfest-
ingin til vígbúnaðar hættir.
Ennfremur á hún að leiða í
Ijós áhrif afvopnunar á alþjóð
leg viðskipti, og þá fyrst og
fremst á viðskipti vanræktu
landanna.
Sérfræðingarnir :
Skráin yfir hina tíu sér-
fræðinga var birt í fyrri vikui
og er sem hér segir:
Prófessor V. Y. Aboltin; að-
stoðarforstjóri stofnunar al-
þjóðaviðskipta í Sovétríkjun-
um;
70 ára
Þórður Kristjánsson
Mamoun Beheiry, forstjóri
þjóðbankans í Súdan,
Prófessor Arthur J. Brown
forseti hagfræðideildar há-
skólans í Leeds,
Prófessor B. N. Ganguli,
forstjóri hagfræðiskólans í
Nýju-Delhi,
Aftab Ahmad Khan, form.
efnahagsnefndar pólsku
stjórnarinnar,
Prófessor Wassily Leonti-
ef, prófessor í hagfræði við
Harvard-háskóla,
Prófessor Alfred Sauvy, for
stjóri frönsku manntalsskrif-
stofunnar,
Ludek Urban frá tékknesku
félagsvísindastofnuninni,
Dr. Aðalbert Krieger Vas-
ena, fyrrv. fjármálaráðherra
Argentínu.
Búizt er við að sérfræðing
arnir komi saman aftur í
janúar, sennilega á Aðalstöðv
unum í New York. Allsherjar
þingið hefur lagt fyrir fram-
kvæmdastjórann að hann láti
semja bráðabirgðaskýrslu
fyrir Efnahags- og félagsmála
ráðið, sem kemur saman á
næsta vori. Jafnframt er ráð- ‘
ið beðið að senda þessa
skýrslu ásamt umsögn sinni
til Allsherjarþingsins 1962.
Tæknileg bylting
landbúnaðarins.
Hin tæknilega bylting í)
landbúnaði vekur stöðugt eft-
irtekt og undrun, og hefur
þegar gerbreytt ýmsum hefð-
bundnum hugmyndum um
framleiðslumöguleikana, seg-
ir í skýrslu sem sérstök FAO
nefnd undir forsæti Danans
Viggo Andersens lagði fyrir
stjórn Matvæla- og landbún-
aðarstofnunarinnar (FAO) í
síðast'a mánuði. Nefndin seg
ir að mestar hafi hinar tækni
legu framfarir orðið í Norð-
ur-Ameríku og ýmsum háþró
uðum löndum, þ.á.m. Japan.
í skýrslunni er þess getið að
á tímaþilinu 1950—60 Ihafi
landbúnaðarframleiðsla í
Bandaríkj unum aukizt uni 25
af hundraði, þrátt fyrir það
að vinnuaflið minnkaði um
20 af hundraði. í Kanada er
framleiðslan á hvern landbún
aðarverkamenn og hvern
vinnutíma rúmlega ferfalt
meiri en í lok seinni heims-
styrjaldar. í Ástralíu var
hveitiuppskeran á árunum
1950—60 50 af hundraði meiri
en á árunum 1930—40 á hvern
hektara lands.
32. þing Efnahags- og
félagsmálaráffsins.
Efnahags. og félagsmála-
ráðið hóf 32. þing sitt í Genf
4. júlí og er gert ráð fyrir
að það standi yfir til 4. ág-
Frai.ihald á 14. síffu.
Þórður Kristjánsson er
fæddur 23. júlí 1891 að Rauð
kollsstöðum í Snæfellsness
og Hnappadalssýslu, sonur
hjónanna Elínar Jónsdóttur
og Kristjáns Þórðarsonar. —
Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum, fyrst á Rauðkollsstöð
um, þá í Kolviðarnesi og
síðan í Miklaholtsseli. Til
Ólafsvíkur fluttist hann 1915
og hefur búið hér síðan. —
Hann giftist 1916, Svanfríði
Þorsteinsdóttur, hinni mæt
ustu konu. Þau áttu 13 börn,
en fimm þeirra dóu á barns
aldri. Svanfríður létzt fyrir
rúmu ári síðan. Þórður fór
snemma til sjós og aflaði sér
skipstjórnarréttinda við
Stýrimannaskólann. — Hann
varð skipstjóri á skakskipi
1913 og var upp frá því for
maður á smærri eða stærri
skipum allt til ársis 1942. —
Eftir það var hann lifrar
bræðslumaður um árabil og
nú vinnur hann sem netamað
ur.
Þórður hefur tekið virkan
þátt í félagsmálum í kaup
túninu. Hann var meðal
stofnenda Kaupfélags Ólafs
víkur er það var stofnað 1927
og meðal stofnenda kaupfé
lagsins Dagsbrúnar 1943 og í
stjórn þess um skeið. Hann
var einn af brautryðjendum
Alþýðuflokksins og verka
lýðshreyfingarinnar hér í
þorpinu og er enn virkur
þátttakandi í báðum þessum
félagsheildum.
Þórður er léttur í lund og
góður heim að sækja og trygg
ur vinum sínum. Hann getur
ánægður litið yfir farinn veg,
því að þótt ýmslegt hafi verið
mótdrægt, hefur fleira verið
jákvætt, svo sem ástrík eigin
kona, gott heimili og mann
vænleg böm.
Á afmælisdaginn var Þórft
ur Kristjánsson á ferða
lagi meS vinnufélögum
sínum úr Hraðfrystibúsi
Ólafsvíkur. Er það vitn
aðist í hópnum, að hann
væri 70 ára þenna dag,
efndi verkstjórinn, Ólafur
Kristjánsson, sem var far
arstjóri í ferðinni, til kafíi
drykkju að Hreðavatni *í
tilefni afmælisins.
Af þessu íilefni vilí
Þórður færa verkstjóran
um ogferðafélögum sínum
beztu þakkir fyrir árnað
aróskir og hlýhug í sinn
garð í tilefni afmælisins.
(WVWMWMWMVmiWWM
Við vinir hans þökkum.
honum langt og ánægjulegt
samstarf og óskum honum
allrar hamingju og blessunar
í tilefni "sjötugsafmælisins.
Ottó Árnason.
Ferðasöngbókin
Söngbókin, sem allt ferðafólk hefur beðið eftir, er
komin út. Allir vinsælustu sönglagatextarnir, Svo
sem: Vorkvöld í Reykjavík, Kofckur á kútter frá
Sandi, Landafræði og ást, Gamli Donald, Anna litla,
Samsöngur fjögurra mismunandi laga, keðjusöngur
o. fl. Ásamt hinum vinsælustu af gömlu sönglaga-
textunum. PRENTSMIÐJA JÓNS HELG-ASGNAR.
Vegna sumarleyfa
verða skrifstcfur vorar aðeins opnar
kl. 1—5 í ágústmánuði.
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS.
LÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR.
Alþýðublaðið — 29. júlí 1961